Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Snæfell 61-71 | Ótrúlegur endasprettur Snæfells Gunnhildur Lind Hansdóttir í Borgarnesi skrifar 18. febrúar 2017 19:00 Aaryn Ellenberg átti frábæran leik. vísir/daníel Snæfell er komið á toppinn í Domino's deild kvenna eftir 10 stiga sigur á Skallagrími, 61-71, í Vesturlandsslagnum í dag. Með þessum 10 stiga sigri tóku Snæfellsstúlkur ekki bara toppsætið í deildinni heldur eru þær núna með betri árangur í innbyrðis viðureigninni gegn Skallagrími sem gæti reynst afar dýrmætt þegar uppi verður staðið. Allar viðureignir þessa liða hafa verið jafnar og fínasta skemmtun og leikur dagsins var engin undantekning. Fyrstu stigin komu frá Skallagrím þegar Jóhanna Björk Sveinsdóttir setti niður fallegt stökk, hins vegar svaraði Berglind Gunnarsdóttir stuttu seinna með stökkskoti á sínum helming. Fyrstu mínúturnar settu tóninn hvað koma átti og voru liðin dugleg að skiptast á að skora sem og leiða. Það var svo Snæfell sem fór með forystuna í hálfleik, 36-32. Í seinni hálfleik litu gestirnir mun betur út og voru að spila af mikilli liðsheild en Skallagrímskonur duttu oft á tíðum í einstaklings framlög sem var hreinlega ekki gera neinum neitt. Snæfellsstúlkur komust mest í 10 stig í þriðja leikhluta en það varði ekki lengi og mætti halda að Skallagrímur hafi varla tekið eftir forystu gestanna því þær gjörsamlega snéru leiknum sér í hag og minnkuðu muninn undir eins. Staðan fyrir loka leikhlutann var 48-46 Snæfell í vil. Í upphafi fjórða leikhluta var allt í járnum og ekkert gefið eftir. Þegar um fjórar mínútur voru eftir komu Heimastúlkur sér í stöðuna 57-52 og var þetta farið að líta ágætlega út fyrir þær. Hins vegar var hungrið í Snæfellsstúlkum meira en nóg og unnu þær lokakaflann 17-2 og tryggðu sér þægilegan og verðskuldaðan 10 stiga sigur 71-61.Af hverju vann Snæfell? Snæfell var með flotta liðsheild allan leikinn og voru að spila vel saman heilt yfir. Þó svo að lykilleikmaður eins og Gunnhildur Gunnarsdóttir hafi ekki alveg fundið sig í leiknum þá voru aðrir sem að að bættu upp fyrir það. Einnig spilaði Snæfell þétta og góða vörn, og í endann settu nánast í lás fyrir heimamenn enda unnu þær loka mínúturnar 17-2.Bestu menn vallarins: Bestar fyrir gestina voru Aaryn Ellenberg og Berglind. Ellenberg var að daðra við þrennuna en hún var með 28 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Frábær leikur hjá henni. Berglind var með 20 stig og 3 stoðsendingar. Einnig átti Bryndís Guðmundsdóttir flottan leik en hún var með 10 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar og var ekki fjarri því að ná þrennunni. Hjá Borgnesingum var það eins og svo oft áður Sigrún Sjöfn Ámundadóttir sem dró vagninn fyrir heimastúlkur með 19 stig og 10 fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli: Skallagrímsstúlkur voru ekki með góða skotnýtingu en einungis 22 af 75 skotum inn í teig rötuðu rétta leið sem gerir 29%. Þriggja stiga nýtingin var sæmileg eða 23%. En eins og fram kom hér fyrir ofan þá spilaði Snæfell mun meira sem heild og sýndi það sig til dæmis í stoðsendinga tölfræðinni. Snæfell var með 21 stoðsendingar í leiknum á móti 13 hjá Skallagrím.Hvað gekk illa? Það gekk illa að skora oft á tíðum, þá sérstaklega fyrir Skallagrím. Hins vegar voru þær duglegar að fara í sóknarfráköst og unnu þá baráttu í tölfræðinni 54-44. Annað sem er að hrjá Skallagrím er að það er hreinlega ekki nóg af skiptimönnum og þegar fer að líða á tímabilið og margir leikir spilaðir í hverjum mánuði þá fer þreytan að setjast í leikmenn bæði líkamlega sem og andlega. Allt hefur þetta áhrif, og nú hafa Skallagrímur tapað þriðja leik sínum í röð ef við tökum bikarúrslitaleikinn með en það er spurning hvort úthaldið sé nóg það sem eftir er tímabils.Skallagrímur-Snæfell 61-71 (18-17, 14-19, 14-12, 15-23)Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/10 fráköst, Tavelyn Tillman 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 11/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 8/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 5/8 fráköst, Fanney Lind Thomas 3/4 fráköst.Snæfell: Aaryn Ellenberg 28/10 fráköst/7 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 20, Bryndís Guðmundsdóttir 10/11 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6, Alda Leif Jónsdóttir 3, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, María Björnsdóttir 2.Ingi Þór: Ótrúlega ánægður Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var gífurlega ánægður í leikslok með spilamennsku sinna leikmanna. „Ég er ótrúlega ánægður. Við komumst í góða stöðu um miðbik leiks en þær skipta yfir í svæði. Erum samt að fá fín skot sem við vorum bara að klikka á, lay-upp og svona. Mér fannst við oft bara óheppin, mikið með tvær hendur á bolta en einhvern vegin náum honum ekki, bara óheppin,“ sagði Ingi í samtali við blaðamann Vísi eftir leik. „Við vorum líka að spila góða og flotta vörn. En ég er sérstaklega ánægður með sigurinn í ljósi þess að við vissum það fyrir leikinn að við þyrftum að vinna með 10 stigum og við náðum því hér í dag. Mjög sterkur sigur og við endum þessa erfiða viku á mjög flottan hátt,“ sagði Ingi Þór sáttur í lokin.Manuel: Spiluðum verr en Snæfell Manuel Angel Rodriguez, þjálfari Skallagríms, var þungur á brún eftir leik. „Í dag töpuðum við. Við spiluðum bara verr en Snæfell svo einfalt er það. Við héldum kannski að þetta væri komið þegar við vorum fimm stigum yfir og um fjórar mínútur eftir af leiktíma en það var heldur betur ekki staðan enda töpuðum við loka mínútunum 17-2, fókusinn var bara gjörsamlega farinn undir lokin,“ sagði Manuel hugsi við blaðamann Vísis. Þrátt fyrir tap á heimavelli þá mun Manuel halda í jákvæðnina og segir Skallagrím fjarri því að gefast upp, enda nóg af leikjum eftir. „Ég mun halda áfram að líta á björtu hliðarnar og horfa á framhaldið með jákvæðni. Það er nóg af leikjum eftir. Liðið getur enn tekið efsta sætið í deildinni og ég hef fulla trú á okkur en við þurfum að læra af þessum leikjum, sérstaklega þessum tapleikjum sem og fara að skjóta betur.“Berglind: Úrslitabragur á þessu Berglind Gunnarsdóttir spilaði vel fyrir Snæfell í dag og var að vonum kát með sigurinn á Borgnesingum. „Heilt yfir fannst mér svona úrslita bragur á þessu. Það var hátt tempó nánast allan leikinn, spennistigið hátt, mikið barist, mjög harður leikur hjá báðum liðum. Það var gaman að koma í Borgarnes í dag, alltaf skemmtilegt að spila hérna og flott stemming,“ sagði Berglind um leik dagsins. Með sigrinum er Snæfell komið í efsta sæti í deildinni en þó er nokkuð af leikjum eftir og mikilvægt að hafa báða fætur á jörðinni. „Auðvitað er maður glaður að ná efsta sætinu, en það er fullt eftir og það þarf að klára tímabilið. Þó svo að við höfum unnið Skallagrím í dag þá eigum við eftir að spila við öll liðin í deildinni aftur. Það er ekkert slakað á núna heldur verðum við að halda áfram og bæta í,“ sagði Berglind ákveðin í lokin. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Snæfell er komið á toppinn í Domino's deild kvenna eftir 10 stiga sigur á Skallagrími, 61-71, í Vesturlandsslagnum í dag. Með þessum 10 stiga sigri tóku Snæfellsstúlkur ekki bara toppsætið í deildinni heldur eru þær núna með betri árangur í innbyrðis viðureigninni gegn Skallagrími sem gæti reynst afar dýrmætt þegar uppi verður staðið. Allar viðureignir þessa liða hafa verið jafnar og fínasta skemmtun og leikur dagsins var engin undantekning. Fyrstu stigin komu frá Skallagrím þegar Jóhanna Björk Sveinsdóttir setti niður fallegt stökk, hins vegar svaraði Berglind Gunnarsdóttir stuttu seinna með stökkskoti á sínum helming. Fyrstu mínúturnar settu tóninn hvað koma átti og voru liðin dugleg að skiptast á að skora sem og leiða. Það var svo Snæfell sem fór með forystuna í hálfleik, 36-32. Í seinni hálfleik litu gestirnir mun betur út og voru að spila af mikilli liðsheild en Skallagrímskonur duttu oft á tíðum í einstaklings framlög sem var hreinlega ekki gera neinum neitt. Snæfellsstúlkur komust mest í 10 stig í þriðja leikhluta en það varði ekki lengi og mætti halda að Skallagrímur hafi varla tekið eftir forystu gestanna því þær gjörsamlega snéru leiknum sér í hag og minnkuðu muninn undir eins. Staðan fyrir loka leikhlutann var 48-46 Snæfell í vil. Í upphafi fjórða leikhluta var allt í járnum og ekkert gefið eftir. Þegar um fjórar mínútur voru eftir komu Heimastúlkur sér í stöðuna 57-52 og var þetta farið að líta ágætlega út fyrir þær. Hins vegar var hungrið í Snæfellsstúlkum meira en nóg og unnu þær lokakaflann 17-2 og tryggðu sér þægilegan og verðskuldaðan 10 stiga sigur 71-61.Af hverju vann Snæfell? Snæfell var með flotta liðsheild allan leikinn og voru að spila vel saman heilt yfir. Þó svo að lykilleikmaður eins og Gunnhildur Gunnarsdóttir hafi ekki alveg fundið sig í leiknum þá voru aðrir sem að að bættu upp fyrir það. Einnig spilaði Snæfell þétta og góða vörn, og í endann settu nánast í lás fyrir heimamenn enda unnu þær loka mínúturnar 17-2.Bestu menn vallarins: Bestar fyrir gestina voru Aaryn Ellenberg og Berglind. Ellenberg var að daðra við þrennuna en hún var með 28 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Frábær leikur hjá henni. Berglind var með 20 stig og 3 stoðsendingar. Einnig átti Bryndís Guðmundsdóttir flottan leik en hún var með 10 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar og var ekki fjarri því að ná þrennunni. Hjá Borgnesingum var það eins og svo oft áður Sigrún Sjöfn Ámundadóttir sem dró vagninn fyrir heimastúlkur með 19 stig og 10 fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli: Skallagrímsstúlkur voru ekki með góða skotnýtingu en einungis 22 af 75 skotum inn í teig rötuðu rétta leið sem gerir 29%. Þriggja stiga nýtingin var sæmileg eða 23%. En eins og fram kom hér fyrir ofan þá spilaði Snæfell mun meira sem heild og sýndi það sig til dæmis í stoðsendinga tölfræðinni. Snæfell var með 21 stoðsendingar í leiknum á móti 13 hjá Skallagrím.Hvað gekk illa? Það gekk illa að skora oft á tíðum, þá sérstaklega fyrir Skallagrím. Hins vegar voru þær duglegar að fara í sóknarfráköst og unnu þá baráttu í tölfræðinni 54-44. Annað sem er að hrjá Skallagrím er að það er hreinlega ekki nóg af skiptimönnum og þegar fer að líða á tímabilið og margir leikir spilaðir í hverjum mánuði þá fer þreytan að setjast í leikmenn bæði líkamlega sem og andlega. Allt hefur þetta áhrif, og nú hafa Skallagrímur tapað þriðja leik sínum í röð ef við tökum bikarúrslitaleikinn með en það er spurning hvort úthaldið sé nóg það sem eftir er tímabils.Skallagrímur-Snæfell 61-71 (18-17, 14-19, 14-12, 15-23)Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/10 fráköst, Tavelyn Tillman 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 11/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 8/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 5/8 fráköst, Fanney Lind Thomas 3/4 fráköst.Snæfell: Aaryn Ellenberg 28/10 fráköst/7 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 20, Bryndís Guðmundsdóttir 10/11 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6, Alda Leif Jónsdóttir 3, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, María Björnsdóttir 2.Ingi Þór: Ótrúlega ánægður Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var gífurlega ánægður í leikslok með spilamennsku sinna leikmanna. „Ég er ótrúlega ánægður. Við komumst í góða stöðu um miðbik leiks en þær skipta yfir í svæði. Erum samt að fá fín skot sem við vorum bara að klikka á, lay-upp og svona. Mér fannst við oft bara óheppin, mikið með tvær hendur á bolta en einhvern vegin náum honum ekki, bara óheppin,“ sagði Ingi í samtali við blaðamann Vísi eftir leik. „Við vorum líka að spila góða og flotta vörn. En ég er sérstaklega ánægður með sigurinn í ljósi þess að við vissum það fyrir leikinn að við þyrftum að vinna með 10 stigum og við náðum því hér í dag. Mjög sterkur sigur og við endum þessa erfiða viku á mjög flottan hátt,“ sagði Ingi Þór sáttur í lokin.Manuel: Spiluðum verr en Snæfell Manuel Angel Rodriguez, þjálfari Skallagríms, var þungur á brún eftir leik. „Í dag töpuðum við. Við spiluðum bara verr en Snæfell svo einfalt er það. Við héldum kannski að þetta væri komið þegar við vorum fimm stigum yfir og um fjórar mínútur eftir af leiktíma en það var heldur betur ekki staðan enda töpuðum við loka mínútunum 17-2, fókusinn var bara gjörsamlega farinn undir lokin,“ sagði Manuel hugsi við blaðamann Vísis. Þrátt fyrir tap á heimavelli þá mun Manuel halda í jákvæðnina og segir Skallagrím fjarri því að gefast upp, enda nóg af leikjum eftir. „Ég mun halda áfram að líta á björtu hliðarnar og horfa á framhaldið með jákvæðni. Það er nóg af leikjum eftir. Liðið getur enn tekið efsta sætið í deildinni og ég hef fulla trú á okkur en við þurfum að læra af þessum leikjum, sérstaklega þessum tapleikjum sem og fara að skjóta betur.“Berglind: Úrslitabragur á þessu Berglind Gunnarsdóttir spilaði vel fyrir Snæfell í dag og var að vonum kát með sigurinn á Borgnesingum. „Heilt yfir fannst mér svona úrslita bragur á þessu. Það var hátt tempó nánast allan leikinn, spennistigið hátt, mikið barist, mjög harður leikur hjá báðum liðum. Það var gaman að koma í Borgarnes í dag, alltaf skemmtilegt að spila hérna og flott stemming,“ sagði Berglind um leik dagsins. Með sigrinum er Snæfell komið í efsta sæti í deildinni en þó er nokkuð af leikjum eftir og mikilvægt að hafa báða fætur á jörðinni. „Auðvitað er maður glaður að ná efsta sætinu, en það er fullt eftir og það þarf að klára tímabilið. Þó svo að við höfum unnið Skallagrím í dag þá eigum við eftir að spila við öll liðin í deildinni aftur. Það er ekkert slakað á núna heldur verðum við að halda áfram og bæta í,“ sagði Berglind ákveðin í lokin.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira