Ólafía Þórunn verður með á opna breska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2017 16:38 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir með íslenska fánann. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. Kristinn Jósep Gíslason, faðir Ólafíu Þórunnar, staðfesti þetta í tölvupósti og kemst vel að orði þar eða „Vááááááááááááááá.“ Ólafía verður fyrst allra íslenskra kylfinga til að keppa á opna breska risamótinu. Hún staðfesti þetta síðan skömmu síðar inn á Twitter-síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.It's been confirmed!!! I'm officially in the British Open next week #thankfulpic.twitter.com/SgleFurcJf — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) July 30, 2017 Þetta verður annað risamótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í en hún var með á PGA-mótinu í Illinois í Bandaríkjunum um mánaðarmótinu júní-júlí. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Ólafíu sem koma strax í kjölfarið á hennar besta móti á LPGA-mótaröðinni. Ólafía Þórunn náði þrettánda sæti á opna skoska mótinu sem lauk í dag en þrjú efstu sætin voru örugg með þátttökufrétt á opna breska meistaramótinu. Ólafía fékk góða reynslu af því að spila í Skotlandi síðustu daga og er því undirbúin í skosku aðstæðurnar í næstu viku. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. Kristinn Jósep Gíslason, faðir Ólafíu Þórunnar, staðfesti þetta í tölvupósti og kemst vel að orði þar eða „Vááááááááááááááá.“ Ólafía verður fyrst allra íslenskra kylfinga til að keppa á opna breska risamótinu. Hún staðfesti þetta síðan skömmu síðar inn á Twitter-síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.It's been confirmed!!! I'm officially in the British Open next week #thankfulpic.twitter.com/SgleFurcJf — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) July 30, 2017 Þetta verður annað risamótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í en hún var með á PGA-mótinu í Illinois í Bandaríkjunum um mánaðarmótinu júní-júlí. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Ólafíu sem koma strax í kjölfarið á hennar besta móti á LPGA-mótaröðinni. Ólafía Þórunn náði þrettánda sæti á opna skoska mótinu sem lauk í dag en þrjú efstu sætin voru örugg með þátttökufrétt á opna breska meistaramótinu. Ólafía fékk góða reynslu af því að spila í Skotlandi síðustu daga og er því undirbúin í skosku aðstæðurnar í næstu viku. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira