Ólafía komst inn á þriðja stórmótið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2017 08:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður meðal keppenda á Evian Championship-mótinu, síðasta stórmóti ársins, en það staðfesti hún í samtali við Vísi. Þetta verður þriðja stórmót Ólafíu á árinu sem er hennar fyrsta á LPGA-mótaröðinni bandarísku. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til að keppa á risamóti er hún fékk þátttökurétt á PGA-meistaramóti kvenna í lok júní og keppti svo á Opna breska í byrjun ágúst. Valdís Þóra Jónsdóttir keppti svo á Opna bandaríska meistaramótinu í júlí og hafa því Íslendingar átt fulltrúa á fjórum af fimm stórmótum ársins. „Ég er mjög spennt og stolt af því að komast á þriðja stórmótið mitt á árinu. Það er ótrúlega flottur árangur að Íslendingar komust á fjögur af fimm stórmótum. Svo var auðvitað Biggi að vinna sitt fyrsta mót á Áskorendamótaröðinni,“ sagði Ólafía. Hún segir að það hafi verið mikil óvissa um þátttöku hennar á Evian-mótinu síðustu vikurnar, en góður árangur á móti í Portland um helgina tryggði henni loks þátttökurétt. Ólafía hafnaði í 39. sæti á mótinu. Sjá einnig: Ólafía fékk 864 þúsund krónur í Portland „Ég er búin að vera að skoppa aðeins til og frá á Evian-listanum. Ég var númer 20 á biðlista, svo númer eitt og svo fimm. En um helgina tók ég mjög mikilvægt stökk inn á keppnislistann en það var mikið af stelpum nálægt hverri annarri á peningalistanum,“ segir Ólafía sem keppir fyrst á Indy Women in Tech Championship mótinu sem hefst á morgun. Evian-mótið fer svo fram í næstu viku. „Ég ætla að reyna mitt besta að gera Evian vikuna eins eðlilega og hægt er. Þegar ég komst á British varð aðeins of mikið fár í kringum það allt og það hafði ekki góð áhrif á spilamennskuna mína. Þannig að ég mun ekki taka nein aukaviðtöl, heldur einbeita mér að æfingum og undirbúningi. Thomas og Will kylfuberinn minn fara með mér og aðstoða mig.“ „Eftir Evian höldum við svo til Nýja Sjálands, sem er síðasta mótið fyrir Asíu-sveifluna eins og þau kalla það.“ Golf Tengdar fréttir 14 pör hjá Ólafíu í dag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á Cambia Portland Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi 3. september 2017 21:00 Ólafía fékk 864 þúsund krónur í Portland Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Cambia Portland Classic-mótinu á pari. 4. september 2017 08:00 Ólafía fljót að rétta sig af og komst í gegnum niðurskurðinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn á Cambia Portland Classic-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Mótið fer fram í Portland, Oregon. 1. september 2017 21:00 Flottur dagur hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á fimm höggum undir pari fyrir lokahringinn á Cambia Portland Classic mótinu í golfi. 2. september 2017 20:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður meðal keppenda á Evian Championship-mótinu, síðasta stórmóti ársins, en það staðfesti hún í samtali við Vísi. Þetta verður þriðja stórmót Ólafíu á árinu sem er hennar fyrsta á LPGA-mótaröðinni bandarísku. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til að keppa á risamóti er hún fékk þátttökurétt á PGA-meistaramóti kvenna í lok júní og keppti svo á Opna breska í byrjun ágúst. Valdís Þóra Jónsdóttir keppti svo á Opna bandaríska meistaramótinu í júlí og hafa því Íslendingar átt fulltrúa á fjórum af fimm stórmótum ársins. „Ég er mjög spennt og stolt af því að komast á þriðja stórmótið mitt á árinu. Það er ótrúlega flottur árangur að Íslendingar komust á fjögur af fimm stórmótum. Svo var auðvitað Biggi að vinna sitt fyrsta mót á Áskorendamótaröðinni,“ sagði Ólafía. Hún segir að það hafi verið mikil óvissa um þátttöku hennar á Evian-mótinu síðustu vikurnar, en góður árangur á móti í Portland um helgina tryggði henni loks þátttökurétt. Ólafía hafnaði í 39. sæti á mótinu. Sjá einnig: Ólafía fékk 864 þúsund krónur í Portland „Ég er búin að vera að skoppa aðeins til og frá á Evian-listanum. Ég var númer 20 á biðlista, svo númer eitt og svo fimm. En um helgina tók ég mjög mikilvægt stökk inn á keppnislistann en það var mikið af stelpum nálægt hverri annarri á peningalistanum,“ segir Ólafía sem keppir fyrst á Indy Women in Tech Championship mótinu sem hefst á morgun. Evian-mótið fer svo fram í næstu viku. „Ég ætla að reyna mitt besta að gera Evian vikuna eins eðlilega og hægt er. Þegar ég komst á British varð aðeins of mikið fár í kringum það allt og það hafði ekki góð áhrif á spilamennskuna mína. Þannig að ég mun ekki taka nein aukaviðtöl, heldur einbeita mér að æfingum og undirbúningi. Thomas og Will kylfuberinn minn fara með mér og aðstoða mig.“ „Eftir Evian höldum við svo til Nýja Sjálands, sem er síðasta mótið fyrir Asíu-sveifluna eins og þau kalla það.“
Golf Tengdar fréttir 14 pör hjá Ólafíu í dag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á Cambia Portland Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi 3. september 2017 21:00 Ólafía fékk 864 þúsund krónur í Portland Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Cambia Portland Classic-mótinu á pari. 4. september 2017 08:00 Ólafía fljót að rétta sig af og komst í gegnum niðurskurðinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn á Cambia Portland Classic-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Mótið fer fram í Portland, Oregon. 1. september 2017 21:00 Flottur dagur hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á fimm höggum undir pari fyrir lokahringinn á Cambia Portland Classic mótinu í golfi. 2. september 2017 20:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
14 pör hjá Ólafíu í dag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á Cambia Portland Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi 3. september 2017 21:00
Ólafía fékk 864 þúsund krónur í Portland Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Cambia Portland Classic-mótinu á pari. 4. september 2017 08:00
Ólafía fljót að rétta sig af og komst í gegnum niðurskurðinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn á Cambia Portland Classic-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Mótið fer fram í Portland, Oregon. 1. september 2017 21:00
Flottur dagur hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á fimm höggum undir pari fyrir lokahringinn á Cambia Portland Classic mótinu í golfi. 2. september 2017 20:00