Valdís Þóra í efsta sæti eftir mikinn fuglasöng og frábæran fyrsta dag á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 14:00 Valdís Þóra Jónsdóttir með ungum aðdáendum. Mynd/LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni spilaði frábærlega á fyrsta hringnum á Santander golfmótinu í Valencia á Spáni. Valdís Þóra spilaði betur en allar aðrar og var með þriggja högga forystu þegar þetta er skrifað en alla höfðu þá ekki lokið leik. Þetta mót í Valencia er hluti af LET Access mótaröðinni en mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu. Valdís Þóra spilaði fyrstu átján holurnar á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Valdís Þóra fékk örn á einni holu og fimm fugla til viðbótar. Hún var komin á sjö högg undir par en fékk eina skolla dagsins á sautjándu holunni. Það má sjá skorkortið hennar hér fyrir neðan.Frábær byrjun hjá Valdísi @DaughterOfJon á @LETAccess á Spáni -6 (66) högg sem er fjári gott. Er efst eins og er. https://t.co/6qh8mQjY8Gpic.twitter.com/rrOaiWy6z1 — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) October 25, 2017 Skagakonan hóf leik á fyrsta teig og fékk tvo fugla í röð á annarri og þriðju holu. Hún fékk síðan örn (-2) á fimmtu holu og var á 32 höggum eða -4 eftir 9 holur. Valdís bætti síðan í með tveimur fuglum í röð á tíundu og elleftu holu. Hún fékk fimmta fuglinn á þrettándu en tapaði höggi eins og áður sagði á sautjándu sem var eina höggið sem hún tapaði á hringnum. Sannarlega glæsileg byrjun hjá Valdísi Þóru. Mótið fer fram við Valencia á Spáni, Santander Golf Tour, og verða leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum 25.til 27. október. Valdís fer síðan beint til Abu Dhabi á þar sem að mót á LET Evrópumótaröðinni fer fram 1.til 4. nóvember. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni spilaði frábærlega á fyrsta hringnum á Santander golfmótinu í Valencia á Spáni. Valdís Þóra spilaði betur en allar aðrar og var með þriggja högga forystu þegar þetta er skrifað en alla höfðu þá ekki lokið leik. Þetta mót í Valencia er hluti af LET Access mótaröðinni en mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu. Valdís Þóra spilaði fyrstu átján holurnar á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Valdís Þóra fékk örn á einni holu og fimm fugla til viðbótar. Hún var komin á sjö högg undir par en fékk eina skolla dagsins á sautjándu holunni. Það má sjá skorkortið hennar hér fyrir neðan.Frábær byrjun hjá Valdísi @DaughterOfJon á @LETAccess á Spáni -6 (66) högg sem er fjári gott. Er efst eins og er. https://t.co/6qh8mQjY8Gpic.twitter.com/rrOaiWy6z1 — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) October 25, 2017 Skagakonan hóf leik á fyrsta teig og fékk tvo fugla í röð á annarri og þriðju holu. Hún fékk síðan örn (-2) á fimmtu holu og var á 32 höggum eða -4 eftir 9 holur. Valdís bætti síðan í með tveimur fuglum í röð á tíundu og elleftu holu. Hún fékk fimmta fuglinn á þrettándu en tapaði höggi eins og áður sagði á sautjándu sem var eina höggið sem hún tapaði á hringnum. Sannarlega glæsileg byrjun hjá Valdísi Þóru. Mótið fer fram við Valencia á Spáni, Santander Golf Tour, og verða leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum 25.til 27. október. Valdís fer síðan beint til Abu Dhabi á þar sem að mót á LET Evrópumótaröðinni fer fram 1.til 4. nóvember.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira