Fréttir Skaftárhlaupi að ljúka Hlaupi í Skaftá er að ljúka og er rennsli nú orðið svipað og var fyrir hlaup. Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegnahlaupsins. Síðustu tvo daga hefur rennsli í ánni farið lækkandi og er vatnsmagnið svipað og það var áður en hlaup hófst 20. ágúst síðastliðinn. Innlent 30.8.2024 13:43 Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. Innlent 30.8.2024 13:26 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. Innlent 30.8.2024 13:05 Sveitarfélagið dæmt fyrir að brjóta á tónlistarkennurum Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt Sveitarfélagið Skagafjörð til að greiða samtals þremur tónlistarkennurum fyrir þann tíma sem þeir vörðu í akstur til að komast á milli starfstöðva innan sveitarfélagsins. Innlent 30.8.2024 12:34 Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. Innlent 30.8.2024 12:13 Stúlkan enn í lífshættu Sextán ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. september á grundvelli almannahagsmuna vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt. Innlent 30.8.2024 11:49 Framburður lykilvitnis fyrir dómi ekki talinn trúverðugur Héraðsdómur Reykjavíkur telur að framburður Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu hafi í öllum aðalatriðum verið ótrúverðugur. Hið sama megi segja um framburð lykilvitnis í málinu sem hafi um langt skeið verið útsettur fyrir verulegri hættu á eftirmálum ef hann tengdi Pétur Jökul við málið. Innlent 30.8.2024 11:48 Fylgistap Sjálfstæðisflokksins og þrír alvarlegir húsbrunar Ritari Sjálfstæðisflokksins segir nýjustu fylgistölur óásættanlegar. Rætt verður við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar en hann segir forystu flokksins þurfa að líta í eigin barm. Innlent 30.8.2024 11:40 Útgáfufyrirtækin höfða mál gegn Flórída vegna bókalaga Penguin Random House, stærsta útgáfufyrirtæki Bandaríkjanna, og fleiri útgefendur hafa höfðað mál á hendur menntamálayfirvöldum í Flórída vegna laga sem banna kynferðislegt efni á skólabókasöfnum. Erlent 30.8.2024 11:09 Fallist á kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í síðustu viku. Krafan nær til 6. september næstkomandi. Innlent 30.8.2024 11:05 Valdi vinningstölurnar við leiði náins ástvinar Kona á sextugsaldri var ein með allar tölurnar réttar í lottói á laugardaginn og fékk óskiptan fimmfaldan lottópott upp á rúmar 78 milljónir króna. Konan valdi tölurnar í kirkjugarðinum en hún var þar að vitja náins ástvinar sem féll frá nýlega. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að vinningurinn sé einn sá stærsti síðustu vikur. Innlent 30.8.2024 10:45 Efling og ríkið undirrita kjarasamninga Samninganefnd Eflingar og samninganefnd ríkisins náðu í gær samkomulagi um nýjan kjarasamning og var hann undirritaður síðdegis í gær. Innlent 30.8.2024 10:31 Kviknaði í eldhúsinu um miðja nótt Brunavarnir Suðurnesja slökktu í nótt eld í fjölbýli í Garði. Húsið er töluvert skemmt en sá eini sem var inni í húsinu slapp. Innlent 30.8.2024 10:14 Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. Innlent 30.8.2024 10:11 Gosmóða og gasmengun yfir höfuðborginni fram eftir degi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við að gosmóðu og gasmengun sem nú liggur nú yfir höfuðborginni og berst frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröð. Vegna ríkjandi sunnanáttar berst gosmengun til norðurs og mun það ástand vara fram eftir degi samkvæmt Veðurstofu Íslands. Með aukinni úrkomu og vindi ættu loftgæði að batna eftir því sem líður á daginn. Innlent 30.8.2024 10:00 Drepa fíla og fleiri dýr til að bregðast við hungri sökum þurrka Stjórnvöld í Namibíu hyggjast drepa yfir 700 villt dýr, þar af 83 fíla og 300 sebrahesta, til að fæða sem flesta af þeim 1,4 milljón íbúum landsins sem búa við hungur. Erlent 30.8.2024 09:55 Íbúðin mikið skemmd eftir eldsvoða Slökkvilið Akraness var kallað út í gærkvöldi vegna eldsvoða í íbúð í fjölbýlishúsi á Akranesi. Vel gekk að slökkva en íbúðin er mikið skemmd. Innlent 30.8.2024 09:36 Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. Innlent 30.8.2024 09:26 Altjón eftir eldsvoða í Efstadal: Íbúar fundu reykjarlykt um miðja nótt Altjón varð á fimm hundruð fermetra húsnæði í Efstadal I skammt frá Laugarvatni sem áður var fjós en var nú nýtt sem geymsla. Ekkert manntjón varð í eldinum og er ekki vitað um eldsupptök að svo stöddu. Íbúi sem fréttastofa ræddi við segir lykt af reyk hafa Innlent 30.8.2024 09:13 Þungt haldnir eftir að eldingu laust niður á fótboltaæfingu Átta manns voru fluttir á sjúkrahús í Stokkhólmi í gærkvöldi eftir að hafa orðið fyrir eldingu á fótboltaæfingu. Þrír drengir á táningsaldri eru alvarlega slasaðir. Erlent 30.8.2024 09:12 Staða vegarins „grafalvarleg“ og boðar til nefndarfundar Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hefur boðað til sérstaks fundar í nefndinni til að ræða bágt ástand Siglufjarðarvegar. Hann segir stöðuna grafalvarlega og vill sjá boruð jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta sem fyrst. Innlent 30.8.2024 08:22 Dæmd fyrir kynferðisleg skilaboð til ólögráða drengs Kona hefur verið dæmd til sextíu daga skilorðsbundins fangelsis fyrir blygðunarsemisbrot sem fólst í óviðeigandi skilaboðum til ólögráða drengs á Instagram. Innlent 30.8.2024 08:05 Starmer sagður hafa látið fjarlægja málverk af Thatcher Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur látið fjarlægja málverk af Margaret Thatcher heitinni úr Downing-stræti 10. Þetta segir Tom Baldwin, sem skráir ævisögu Starmer. Erlent 30.8.2024 08:02 Skrúfan óvirk eftir að hafa siglt á rekald Áhöfn björgunarskipsins Bjargar á Snæfellsnesi var kölluð út um 20:30 í gærkvöldi vegna lítils fiskibáts sem var í vandræðum. Báturinn hafi siglt á rekald í sjónum með þeim afleiðingum að skrúfan varð óvirk þó að vélin sjálf gengi. Innlent 30.8.2024 07:29 Allhvass vindur og mikil úrkoma vestantil Lægðir á Grænlandshafi í samvinnu við hæð við Bretland munu beina hlýju og mjög röku lofti úr suðri til landsins á næstunni. Veður 30.8.2024 07:09 Guide to Iceland viti ekkert um fólkið í ferðinni Ingólfur Shahin, þróunarstjóri og stór hluthafi í Guide to Iceland, segist ekki hafa neinar leiðir til þess að vita hvort að ferðamennirnir sem voru í hópi Ice Pic Journeys þegar að banaslys varð á Breiðamerkurjökli eftir íshrun, hafi bókað í ferðina í gegnum bókunarsíðu Guide to Iceland. Innlent 30.8.2024 07:02 Starfsmaður Wells Fargo sat látinn við skrifborð sitt í fjóra daga Rannsókn stendur yfir á andláti starfsmanns Wells Fargo í Arizona, sem mætti til vinnu klukkan sjö á föstudagsmorgni og fannst látinn við skrifborðið sitt fjórum dögum síðar. Erlent 30.8.2024 06:59 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. Erlent 30.8.2024 06:41 Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. Innlent 30.8.2024 06:24 Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. Erlent 29.8.2024 23:51 « ‹ 114 115 116 117 118 119 120 121 122 … 334 ›
Skaftárhlaupi að ljúka Hlaupi í Skaftá er að ljúka og er rennsli nú orðið svipað og var fyrir hlaup. Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegnahlaupsins. Síðustu tvo daga hefur rennsli í ánni farið lækkandi og er vatnsmagnið svipað og það var áður en hlaup hófst 20. ágúst síðastliðinn. Innlent 30.8.2024 13:43
Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. Innlent 30.8.2024 13:26
Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. Innlent 30.8.2024 13:05
Sveitarfélagið dæmt fyrir að brjóta á tónlistarkennurum Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt Sveitarfélagið Skagafjörð til að greiða samtals þremur tónlistarkennurum fyrir þann tíma sem þeir vörðu í akstur til að komast á milli starfstöðva innan sveitarfélagsins. Innlent 30.8.2024 12:34
Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. Innlent 30.8.2024 12:13
Stúlkan enn í lífshættu Sextán ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. september á grundvelli almannahagsmuna vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt. Innlent 30.8.2024 11:49
Framburður lykilvitnis fyrir dómi ekki talinn trúverðugur Héraðsdómur Reykjavíkur telur að framburður Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu hafi í öllum aðalatriðum verið ótrúverðugur. Hið sama megi segja um framburð lykilvitnis í málinu sem hafi um langt skeið verið útsettur fyrir verulegri hættu á eftirmálum ef hann tengdi Pétur Jökul við málið. Innlent 30.8.2024 11:48
Fylgistap Sjálfstæðisflokksins og þrír alvarlegir húsbrunar Ritari Sjálfstæðisflokksins segir nýjustu fylgistölur óásættanlegar. Rætt verður við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar en hann segir forystu flokksins þurfa að líta í eigin barm. Innlent 30.8.2024 11:40
Útgáfufyrirtækin höfða mál gegn Flórída vegna bókalaga Penguin Random House, stærsta útgáfufyrirtæki Bandaríkjanna, og fleiri útgefendur hafa höfðað mál á hendur menntamálayfirvöldum í Flórída vegna laga sem banna kynferðislegt efni á skólabókasöfnum. Erlent 30.8.2024 11:09
Fallist á kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í síðustu viku. Krafan nær til 6. september næstkomandi. Innlent 30.8.2024 11:05
Valdi vinningstölurnar við leiði náins ástvinar Kona á sextugsaldri var ein með allar tölurnar réttar í lottói á laugardaginn og fékk óskiptan fimmfaldan lottópott upp á rúmar 78 milljónir króna. Konan valdi tölurnar í kirkjugarðinum en hún var þar að vitja náins ástvinar sem féll frá nýlega. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að vinningurinn sé einn sá stærsti síðustu vikur. Innlent 30.8.2024 10:45
Efling og ríkið undirrita kjarasamninga Samninganefnd Eflingar og samninganefnd ríkisins náðu í gær samkomulagi um nýjan kjarasamning og var hann undirritaður síðdegis í gær. Innlent 30.8.2024 10:31
Kviknaði í eldhúsinu um miðja nótt Brunavarnir Suðurnesja slökktu í nótt eld í fjölbýli í Garði. Húsið er töluvert skemmt en sá eini sem var inni í húsinu slapp. Innlent 30.8.2024 10:14
Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. Innlent 30.8.2024 10:11
Gosmóða og gasmengun yfir höfuðborginni fram eftir degi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við að gosmóðu og gasmengun sem nú liggur nú yfir höfuðborginni og berst frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröð. Vegna ríkjandi sunnanáttar berst gosmengun til norðurs og mun það ástand vara fram eftir degi samkvæmt Veðurstofu Íslands. Með aukinni úrkomu og vindi ættu loftgæði að batna eftir því sem líður á daginn. Innlent 30.8.2024 10:00
Drepa fíla og fleiri dýr til að bregðast við hungri sökum þurrka Stjórnvöld í Namibíu hyggjast drepa yfir 700 villt dýr, þar af 83 fíla og 300 sebrahesta, til að fæða sem flesta af þeim 1,4 milljón íbúum landsins sem búa við hungur. Erlent 30.8.2024 09:55
Íbúðin mikið skemmd eftir eldsvoða Slökkvilið Akraness var kallað út í gærkvöldi vegna eldsvoða í íbúð í fjölbýlishúsi á Akranesi. Vel gekk að slökkva en íbúðin er mikið skemmd. Innlent 30.8.2024 09:36
Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. Innlent 30.8.2024 09:26
Altjón eftir eldsvoða í Efstadal: Íbúar fundu reykjarlykt um miðja nótt Altjón varð á fimm hundruð fermetra húsnæði í Efstadal I skammt frá Laugarvatni sem áður var fjós en var nú nýtt sem geymsla. Ekkert manntjón varð í eldinum og er ekki vitað um eldsupptök að svo stöddu. Íbúi sem fréttastofa ræddi við segir lykt af reyk hafa Innlent 30.8.2024 09:13
Þungt haldnir eftir að eldingu laust niður á fótboltaæfingu Átta manns voru fluttir á sjúkrahús í Stokkhólmi í gærkvöldi eftir að hafa orðið fyrir eldingu á fótboltaæfingu. Þrír drengir á táningsaldri eru alvarlega slasaðir. Erlent 30.8.2024 09:12
Staða vegarins „grafalvarleg“ og boðar til nefndarfundar Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hefur boðað til sérstaks fundar í nefndinni til að ræða bágt ástand Siglufjarðarvegar. Hann segir stöðuna grafalvarlega og vill sjá boruð jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta sem fyrst. Innlent 30.8.2024 08:22
Dæmd fyrir kynferðisleg skilaboð til ólögráða drengs Kona hefur verið dæmd til sextíu daga skilorðsbundins fangelsis fyrir blygðunarsemisbrot sem fólst í óviðeigandi skilaboðum til ólögráða drengs á Instagram. Innlent 30.8.2024 08:05
Starmer sagður hafa látið fjarlægja málverk af Thatcher Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur látið fjarlægja málverk af Margaret Thatcher heitinni úr Downing-stræti 10. Þetta segir Tom Baldwin, sem skráir ævisögu Starmer. Erlent 30.8.2024 08:02
Skrúfan óvirk eftir að hafa siglt á rekald Áhöfn björgunarskipsins Bjargar á Snæfellsnesi var kölluð út um 20:30 í gærkvöldi vegna lítils fiskibáts sem var í vandræðum. Báturinn hafi siglt á rekald í sjónum með þeim afleiðingum að skrúfan varð óvirk þó að vélin sjálf gengi. Innlent 30.8.2024 07:29
Allhvass vindur og mikil úrkoma vestantil Lægðir á Grænlandshafi í samvinnu við hæð við Bretland munu beina hlýju og mjög röku lofti úr suðri til landsins á næstunni. Veður 30.8.2024 07:09
Guide to Iceland viti ekkert um fólkið í ferðinni Ingólfur Shahin, þróunarstjóri og stór hluthafi í Guide to Iceland, segist ekki hafa neinar leiðir til þess að vita hvort að ferðamennirnir sem voru í hópi Ice Pic Journeys þegar að banaslys varð á Breiðamerkurjökli eftir íshrun, hafi bókað í ferðina í gegnum bókunarsíðu Guide to Iceland. Innlent 30.8.2024 07:02
Starfsmaður Wells Fargo sat látinn við skrifborð sitt í fjóra daga Rannsókn stendur yfir á andláti starfsmanns Wells Fargo í Arizona, sem mætti til vinnu klukkan sjö á föstudagsmorgni og fannst látinn við skrifborðið sitt fjórum dögum síðar. Erlent 30.8.2024 06:59
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. Erlent 30.8.2024 06:41
Segir fylgi flokksins óviðunandi Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. Innlent 30.8.2024 06:24
Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. Erlent 29.8.2024 23:51