Fréttir

„Það er greini­lega bara eitt­hvað djók að nauðga“

Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu.

Innlent

Gabbút­köll skapi mjög al­var­lega stöðu fyrir þyrlu­sveitina

Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. 

Innlent

Sex vilja stýra Jafn­réttis­stofu

Sex umsækjendur eru um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu sem forsætisráðherra auglýsti um miðjan júní. Umsóknarfrestur rann út 1. ágúst en stofan er staðsett á Akureyri.

Innlent

Stjúp­sonur norska prinsins hand­tekinn um helgina

Marius Borg Høiby stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi var handtekinn um helgina vegna líkamsárásar og skemmdarverka sem áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Samkvæmt upplýsingum norskra fjölmiðla þekkir Høiby þann sem varð fyrir árásinni.

Erlent

Steypi­reyður strandaði við Þor­láks­höfn

Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða.

Innlent

Piltar undir sak­hæfis­aldri á bak við skemmdar­verkin

Tveir ungir piltar reyndust á bak við umfangsmikil skemmdarverk sem unnin voru á Húnaskóla á Blönduósi í gærnótt. Vilhjálmur Stefánsson, lögreglufulltrúi á Norðurlandi vestra segir að piltarnir séu ljúfir, og þeir hafi ekki endilega ætlað sér að vinna skemmdarverk. Þeir séu mjög ungir.

Innlent

Segist niður­lægður með 415 krónur í tíma­kaup

Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum.

Innlent

Mikill við­búnaður vegna mögu­legra ó­eirða í dag

Þúsundir lögreglumanna eru í viðbragðsstöðu vegna hættu á frekari óeirðum á Englandi í dag. Boðað hefur verið til að minnsta kosti þrjátíu mótmæla víðsvegar um landið en þau hafa ítrekað leyst upp í uppþot og ofbeldi í kjölfar hnífaárásar í Southport í síðustu viku.

Erlent

Fjögurra daga hraustur drengur hætti skyndi­lega að anda

Elías Andri Óskarsson, íbúi á Sauðárkróki, segir margar tilviljanir hafa orðið til þess að ekki fór verr síðastliðinn sunnudag þegar fjögurra daga gamall sonur hans hætti skyndilega að anda. Um tíma var óttast að hann væri að deyja, en sem betur fer heilsast honum vel í dag.

Innlent

Út­lit fyrir ró­legt veður fram á föstu­dag

Spáð er hægu og rólegu veðri á landinu í dag og á morgun. Hiti á Suður- og Suðvesturlandi, þar sem verður bjartara yfir en annars staðar á landinu, gæti náð allt að átján stigum þar sem best lætur í dag.

Veður

Sterkar vís­bendingar um falsboð

Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning um að tveir ferðamenn hafi fests í helli sem barst neyðarlínu í gærkvöldi hafi verið falsboð. Tilkynningin varð til þess að viðbragðsaðilar fóru í umfangsmikla leit sem ekki hefur skilað árangri.

Innlent

Hörður Torfa­son biður Sam­tökin 78 af­sökunar

Hörður Torfason hefur beðið Auði Magndísi Auðardóttur og fyrrverandi stjórn Samtakanna 78 undir stjórn Hilmars Hildar Magnúsar afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali við DV árið 2018. Í viðtalinu talaði hann um að Samtökin hefðu sætt yfirtöku og verið rænt af hópi BDSM fólks.

Innlent

Nýrna­veiki stað­fest í sjó­kví í Arnar­firði

Nýrnaveiki hefur greinst í löxum í sjókví Arnarlax í Arnarfirði. Dýralæknir fisksjúkdóma hjá MAST segir smitið hafa borist í kvína úr villtum löxum, en þar sé nýrnaveiki útbreidd. Svona smit geti skilað sér í aðeins meiri afföllum en hafi engin alvarleg áhrif.

Innlent

Leitar­svæðið tor­sótt og erfitt yfir­ferðar

Leitarsvæðið við Kerlingarfjöll er mjög torsótt og erfitt yfirferðar fyrir göngufólk, hjól og jeppa, en björgunarsveitir hafa sett mikinn kraft í leit með drónum. Landslagið er síbreytilegt vegna snjóa, rigningar og drullu. Leit hefur staðið yfir að ferðamönnum sem taldir eru fastir í helli við Kerlingarfjöll síðan í gærkvöldi.

Innlent

Fundu tóman bíla­leigu­bíl og ræsa út leitar­hunda

Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda.

Innlent