Fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Kennarasambandið gera lítið úr verkfallsrétti félagsmanna með nýjasta útspili sínu. Kennarasambandið tilkynnti í gær að það væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni á slaginu 12. Innlent 23.11.2024 11:52 Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var ekki viðstaddur eina atkvæðagreiðslu á nýliðnu þingi sem var sett í september og slitið á mánudaginn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var aðeins viðstödd eina atkvæðagreiðslu þar sem hún greiddi atkvæði með beiðni um skýrslu í tengslum við aðgerðir fyrir Grindvíkinga. Innlent 23.11.2024 11:44 Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Vinna við að verja tvær stæður á Svartsengislínu gegn hraunflæði úr Sundhnúkagígum, hófst aftur nú í morgun. Vel gekk að verja stæðurnar í nótt, með aðstoð Brunavarna Suðurnesja. Innlent 23.11.2024 11:19 Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Umfangsmikil loftárás Ísraela í Beirút í Líbanon í nótt jafnaði fjölbýlishús við jörðu. Að minnsta kosti ellefu eru látnir og rúmlega tuttugu særðir en talið er að báðar tölur muni hækka. Erlent 23.11.2024 08:34 Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað „Þetta er auðvitað svakalegt áfall. Þetta gerðist allt svo hratt og allt í einu stóð maður uppi nánast allslaus,“ segir Ellert Grétarsson ljósmyndari sem missti heimili sitt í bruna fyrir tveimur árum. Ástæða brunans var sú að kveikt var á fjöltengi inni í stofunni. Innlent 23.11.2024 08:05 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. Innlent 23.11.2024 08:03 Braut rúðu í lögreglubíl Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í nótt var mikið af útköllum í miðbænum vegna ölvunar og óláta. Þá barst einnig tilkynning um hópslagsmál þar og að minnsta kosti eina líkamsárás. Innlent 23.11.2024 07:34 Stöðugt gos og engir skjálftar Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. Innlent 23.11.2024 07:16 „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Snorri Másson ber Ríkisútvarpið þungum sökum í nýju myndbandi sem farið hefur eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Hann segir fjölmiðilinn vera líklega einna lengst til vinstri á hinum pólitíska kvarða á Íslandi, og segir hann hafa fjallað undarlega um Miðflokkinn á Tiktok. Innlent 22.11.2024 23:34 Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. Innlent 22.11.2024 21:50 Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Rafmagnsmastur frá Landsneti er í hættu vegna hraunflæðis frá eldgosinu við Sundhnúksgíga. Slökkvistarf er enn í gangi, en erfiðlega hefur gengið að fá vatn á svæðið. Innlent 22.11.2024 21:27 Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Jasmina Vajovic Crnac, sem sóttist eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi en fékk ekki sæti á lista, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir framboðslista Viðreisnar ekki endurspegla fjölbreytileikann sem þau tala fyrir. Hún segist svikin af flokknum. Innlent 22.11.2024 20:38 Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. Innlent 22.11.2024 19:26 Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. Innlent 22.11.2024 19:01 Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum 10. desember næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Innlent 22.11.2024 18:52 Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið fært niður á hættustig og stöðug virkni er í gosinu. Björgunarsveitir hafa þurft að vísa ferðamönnum frá gosstöðvum og varað er við hættu á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá gosstöðvum og ræðum við lögreglustjórann á Suðurnesjum. Innlent 22.11.2024 18:02 Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. Innlent 22.11.2024 16:33 Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Njósnaherferð og tölvuárásir yfirvalda í Kína er versta árás á samskiptakerfi Bandaríkjanna í sögu ríkisins, samkvæmt bandarískum öldungadeildarþingmanni. Hann segir kínverska hakkara hafa komist inn í tölvukerfi á annan tug fjarskiptafyrirtækja í Bandaríkjunum. Erlent 22.11.2024 16:32 Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Karlmanni á áttræðisaldri er gert að greiða hundrað þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna umferðarlagabrota og vopnalagabrots, en hann var sýknaður af ákæru um að ógna lífi og heilsu bóndahjóna með vítaverðum akstri. Innlent 22.11.2024 15:43 Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Virkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina er enn nokkuð mikil. Nú er virkni í þremur gígum en á sama tíma hefur nokkuð hægt á framrás hrauntungu við Svartsengi. Í nýrri uppfærslu Veðurstofunnar segir að frá því í gær hafi þrjú svæði verið virk á gossprungunni á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Innlent 22.11.2024 15:39 Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Átján ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku í bænum Hjallerup í Danmörku í mars. Erlent 22.11.2024 15:34 Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Lögreglan á Manchestersvæðinu svokallaða í Englandi hefur beðið móður barns sem fannst látið í almenningsgarði í Salford á miðvikudaginn um að stíga fram. Kona sem var á göngu með hund sinn fann lík barnsins, sem hafði verið vafið inn í einhverskonar dúk. Erlent 22.11.2024 15:07 Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Innlent 22.11.2024 15:06 Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi segir að íbúafundur sem haldinn var í gærkvöldi hafi ekki verið til þess falinn að auka trúverðugleika skipulagsferlis í máli sem varðar mölunarverksmiðju Heidelbergs. Innlent 22.11.2024 14:36 FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Félag atvinnurekenda hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna reglugerðar Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, sem hann undirritaði í lok október. Félagið telur ráðherra, sem nú situr í starfsstjórn, ganga alltof langt í forræðishyggjuátt og að hann troði meðal annars á stjórnarskrárvörðum eignar- og atvinnuréttindum. Innlent 22.11.2024 14:13 Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Maður sem grunaður er um umfangsmikil rán og þjófnað á höfuðborgarsvæðinu var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Er það eftir að nokkur hundruð kíló af kjötvörum, fatnaði, raftækjum og öðru fannst á heimili hans. Innlent 22.11.2024 13:47 Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Rússar hafa sent loftvarnarkerfi og flugskeyti til Norður-Kóreu og er það í skiptum fyrir hermenn sem sendir hafa verið til Rússlands. Þá hafa Norðurkóreumenn einnig fengið tækni varðandi gervihnetti frá Rússum, samkvæmt þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu. Erlent 22.11.2024 13:31 Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæp tvö og hálft prósent í Reykjavík í fyrra. Meirihluti losunarinnar kemur frá samgöngum og byggingariðnaði. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér var uppspretta um tíu prósenta samfélagslosunar á Íslandi. Innlent 22.11.2024 13:29 „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir að þrátt fyrir dramatíska atburðarás þegar bílastæði lónsins fór undir hraun í gær, standi allt athafnasvæði lónsins styrkum fótum. Innlent 22.11.2024 13:18 Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Undirbúningur gengur vel við Rockville borholuna á Reykjanesi og standa vonir til að hún verði tilbúin til notkunar í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í morgun. Innlent 22.11.2024 13:18 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
„Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Kennarasambandið gera lítið úr verkfallsrétti félagsmanna með nýjasta útspili sínu. Kennarasambandið tilkynnti í gær að það væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni á slaginu 12. Innlent 23.11.2024 11:52
Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var ekki viðstaddur eina atkvæðagreiðslu á nýliðnu þingi sem var sett í september og slitið á mánudaginn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var aðeins viðstödd eina atkvæðagreiðslu þar sem hún greiddi atkvæði með beiðni um skýrslu í tengslum við aðgerðir fyrir Grindvíkinga. Innlent 23.11.2024 11:44
Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Vinna við að verja tvær stæður á Svartsengislínu gegn hraunflæði úr Sundhnúkagígum, hófst aftur nú í morgun. Vel gekk að verja stæðurnar í nótt, með aðstoð Brunavarna Suðurnesja. Innlent 23.11.2024 11:19
Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Umfangsmikil loftárás Ísraela í Beirút í Líbanon í nótt jafnaði fjölbýlishús við jörðu. Að minnsta kosti ellefu eru látnir og rúmlega tuttugu særðir en talið er að báðar tölur muni hækka. Erlent 23.11.2024 08:34
Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað „Þetta er auðvitað svakalegt áfall. Þetta gerðist allt svo hratt og allt í einu stóð maður uppi nánast allslaus,“ segir Ellert Grétarsson ljósmyndari sem missti heimili sitt í bruna fyrir tveimur árum. Ástæða brunans var sú að kveikt var á fjöltengi inni í stofunni. Innlent 23.11.2024 08:05
Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. Innlent 23.11.2024 08:03
Braut rúðu í lögreglubíl Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í nótt var mikið af útköllum í miðbænum vegna ölvunar og óláta. Þá barst einnig tilkynning um hópslagsmál þar og að minnsta kosti eina líkamsárás. Innlent 23.11.2024 07:34
Stöðugt gos og engir skjálftar Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og hefur virknin verið stöðug í nótt. Mest er hún sögð við miðbik gossprungunnar og hafa engir jarðskjálftar mælst í nótt. Innlent 23.11.2024 07:16
„RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Snorri Másson ber Ríkisútvarpið þungum sökum í nýju myndbandi sem farið hefur eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Hann segir fjölmiðilinn vera líklega einna lengst til vinstri á hinum pólitíska kvarða á Íslandi, og segir hann hafa fjallað undarlega um Miðflokkinn á Tiktok. Innlent 22.11.2024 23:34
Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. Innlent 22.11.2024 21:50
Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Rafmagnsmastur frá Landsneti er í hættu vegna hraunflæðis frá eldgosinu við Sundhnúksgíga. Slökkvistarf er enn í gangi, en erfiðlega hefur gengið að fá vatn á svæðið. Innlent 22.11.2024 21:27
Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Jasmina Vajovic Crnac, sem sóttist eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi en fékk ekki sæti á lista, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir framboðslista Viðreisnar ekki endurspegla fjölbreytileikann sem þau tala fyrir. Hún segist svikin af flokknum. Innlent 22.11.2024 20:38
Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. Innlent 22.11.2024 19:26
Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. Innlent 22.11.2024 19:01
Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum 10. desember næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Innlent 22.11.2024 18:52
Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið fært niður á hættustig og stöðug virkni er í gosinu. Björgunarsveitir hafa þurft að vísa ferðamönnum frá gosstöðvum og varað er við hættu á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá gosstöðvum og ræðum við lögreglustjórann á Suðurnesjum. Innlent 22.11.2024 18:02
Atburðarás gærdagsins í myndum Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 síðastliðinn miðvikudag. Nóttin var ekki úti þegar hraun hafði flætt yfir Grindavíkurveg, og snemma morguns á fimmtudag var hraun komið yfir Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Æðin hélt þó. Innlent 22.11.2024 16:33
Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Njósnaherferð og tölvuárásir yfirvalda í Kína er versta árás á samskiptakerfi Bandaríkjanna í sögu ríkisins, samkvæmt bandarískum öldungadeildarþingmanni. Hann segir kínverska hakkara hafa komist inn í tölvukerfi á annan tug fjarskiptafyrirtækja í Bandaríkjunum. Erlent 22.11.2024 16:32
Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Karlmanni á áttræðisaldri er gert að greiða hundrað þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna umferðarlagabrota og vopnalagabrots, en hann var sýknaður af ákæru um að ógna lífi og heilsu bóndahjóna með vítaverðum akstri. Innlent 22.11.2024 15:43
Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Virkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina er enn nokkuð mikil. Nú er virkni í þremur gígum en á sama tíma hefur nokkuð hægt á framrás hrauntungu við Svartsengi. Í nýrri uppfærslu Veðurstofunnar segir að frá því í gær hafi þrjú svæði verið virk á gossprungunni á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Innlent 22.11.2024 15:39
Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Átján ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku í bænum Hjallerup í Danmörku í mars. Erlent 22.11.2024 15:34
Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Lögreglan á Manchestersvæðinu svokallaða í Englandi hefur beðið móður barns sem fannst látið í almenningsgarði í Salford á miðvikudaginn um að stíga fram. Kona sem var á göngu með hund sinn fann lík barnsins, sem hafði verið vafið inn í einhverskonar dúk. Erlent 22.11.2024 15:07
Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Innlent 22.11.2024 15:06
Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi segir að íbúafundur sem haldinn var í gærkvöldi hafi ekki verið til þess falinn að auka trúverðugleika skipulagsferlis í máli sem varðar mölunarverksmiðju Heidelbergs. Innlent 22.11.2024 14:36
FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Félag atvinnurekenda hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna reglugerðar Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, sem hann undirritaði í lok október. Félagið telur ráðherra, sem nú situr í starfsstjórn, ganga alltof langt í forræðishyggjuátt og að hann troði meðal annars á stjórnarskrárvörðum eignar- og atvinnuréttindum. Innlent 22.11.2024 14:13
Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Maður sem grunaður er um umfangsmikil rán og þjófnað á höfuðborgarsvæðinu var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Er það eftir að nokkur hundruð kíló af kjötvörum, fatnaði, raftækjum og öðru fannst á heimili hans. Innlent 22.11.2024 13:47
Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Rússar hafa sent loftvarnarkerfi og flugskeyti til Norður-Kóreu og er það í skiptum fyrir hermenn sem sendir hafa verið til Rússlands. Þá hafa Norðurkóreumenn einnig fengið tækni varðandi gervihnetti frá Rússum, samkvæmt þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu. Erlent 22.11.2024 13:31
Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæp tvö og hálft prósent í Reykjavík í fyrra. Meirihluti losunarinnar kemur frá samgöngum og byggingariðnaði. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér var uppspretta um tíu prósenta samfélagslosunar á Íslandi. Innlent 22.11.2024 13:29
„Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir að þrátt fyrir dramatíska atburðarás þegar bílastæði lónsins fór undir hraun í gær, standi allt athafnasvæði lónsins styrkum fótum. Innlent 22.11.2024 13:18
Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Undirbúningur gengur vel við Rockville borholuna á Reykjanesi og standa vonir til að hún verði tilbúin til notkunar í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í morgun. Innlent 22.11.2024 13:18