Fréttir „Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. Innlent 29.3.2024 11:01 Umfangsmikið verkefni að hreinsa til eftir slysið Ríkisstjórn Joe Biden í Bandaríkjunum hefur samþykkt fjárframlög upp á sextíu milljónir Bandaríkjadala til Maryland-ríkis svo hægt verði að hreinsa upp brakið sem varð til þegar brú hrundi í borginni Baltimore fyrr í vikunni. Erlent 29.3.2024 09:43 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. Erlent 29.3.2024 08:48 Nærri fjörutíu taldir af eftir loftárásir Ísraela á Sýrland Minnst 38 eru taldir af eftir loftárásir Ísraelshers nærri borginni Aleppo í nótt. Meðlimir Hezbollah og óbreyttir borgarar eru sagði meðal hinna látnu. Erlent 29.3.2024 08:20 Hvessir víðast hvar síðdegis Það verður hægt vaxandi norðaustanátt á landinu í dag. Síðdegis nær 10-18 m/s víða. Él verður á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu um landið sunnanvert. Frost mælist 0 til 6 stig í dag en frostlaust verður sunnantil yfir daginn. Veður 29.3.2024 07:36 Ógnaði dyraverði skemmtistaðar með hníf Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila inni á skemmtistað að ógna dyraverði með hníf á þriðja tímanum í nótt. Innlent 29.3.2024 07:20 Lokuðu þorpi í leit að svörum um hvarf tveggja ára drengs Lögregluþjónar lokuðu í gær smáu þorpi í frönsku Ölpunum. Sautján manns, auk lögregluþjóna, hafa verið í þorpinu til að reyna að finan einhver svör um hvað kom fyrir hinn tveggja ára gamla Emile sem hvarf þaðan sporlaust síðasta sumar. Erlent 28.3.2024 23:24 Lýsisskip strandaði í Fáskrúðsfirði Erlent lýsisflutningaskip strandaði í Fáskrúðsfirði í dag. Verið var að sigla skipinu úr höfn þegar stýri þess bilaði á þriðja tímanum í dag. Skipið losnaði þó af strandstað fyrir eigin vélarafli. Innlent 28.3.2024 22:52 Átta ára stúlka sú eina sem lifði rútuslys af Átta ára stúlka var sú eina af 46 manns sem lifið af þegar rúta féll af brú í Suður-Afríku í dag. Rútan féll úr töluverðri hæð og kviknaði eldur í henni þegar hún lenti. Stúlkan var flutt á sjúkrahús og er sögð í alvarlegu ástandi. Erlent 28.3.2024 21:28 Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. Innlent 28.3.2024 20:47 Vilja einfalda fólki að komast til sjúkraþjálfara Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Formaður Félags sjúkraþjálfara vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 28.3.2024 20:01 Voru sérstaklega varaðir við árás frá ISKP Degi áður en sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu gaf út opinbera viðvörun um mögulegar árásir öfgamanna á tónleika eða aðra samkomustaði í Moskvu höfðu starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Moskvu sent rússneskum kollegum sínum sambærileg skilaboð. Erlent 28.3.2024 19:59 Vélsleðamaður lenti í snjóflóði Björgunarsveitir á Húsavík og Aðaldal voru kallaðar út upp úr klukkan tvö í dag vegna vélsleðaslys. Þá var tilkynnt að maður á vélsleða hefði lent í snjóflóði og slasast. Innlent 28.3.2024 18:09 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Í kvöldfréttunum verður rætt við formann Félags sjúkraþjálfara, sem vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 28.3.2024 18:00 Kallaði eftir aðstoð dráttarbáts skömmu fyrir slysið Stýrimaður gámaflutningaskipsins sem lenti á Francis Scott Key-brúnni í Baltimore í Bandaríkjunum á þriðjudag hafði kallað eftir aðstoð dráttarbáts nokkrum mínútum áður en skipið lenti á brúnni. Hann hafði einnig tilkynnt að skipið hafði misst afl, samkvæmt upptökum úr samskiptakerfi skipsins. Erlent 28.3.2024 17:55 Hætt við framboð og vonast eftir þjóðhollum og guðræknum forseta Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttarinnar.is, er hætt við forsetaframboð. Hún stofnaði til meðmælalista fyrir fimm dögum síðan, en segir að sér hafi raunar ekki verið alvara með framboðinu. Innlent 28.3.2024 17:00 Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. Erlent 28.3.2024 16:44 Ísland að tapa í slagnum um ferðamenn Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um fjórðung síðustu tólf mánuði hefur orðið samdráttur í fjölda gistinótta og meðaleyðslu ferðamanna að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Þetta geti haft margvísleg neikvæð áhrif á þjóðarbúið. Mikilvægt sé að Íslandsstofa hefji aftur markaðssetningu á landinu. Innlent 28.3.2024 16:01 „Hvergi í verklagsreglum að við séum að reka fólk í burtu“ Gosi Ragnarsson framkvæmdastjóri Superjeep harmar að starfsmenn fyrirtækisins séu sakaðir um að hafa hrakið burt fjölskyldu í norðurljósaleiðangri síðasta sunnudag. Innlent 28.3.2024 14:36 Aðstoða göngumann á Móskarðshnjúkum Björgunarsveitir aðstoða nú göngumann sem lenti í sjálfheldu á Móskarðshnjúkum. Viðkomandi er ekki slasaður. Innlent 28.3.2024 14:00 Íbúar Hlíða velta fyrir sér dularfullum hvelli Þónokkur fjöldi íbúa í Hlíðunum heyrði hvell sem líktist sprengingu í hverfinu. Slökkvilið og neyðarlína hafa engar fregnir fengið af málinu, Innlent 28.3.2024 13:37 Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. Innlent 28.3.2024 13:32 Ný og glæsileg skólaþyrping byggð á Hellu Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hellu því þar er verið að byggja við grunnskóla staðarins og þá er ætlunin að byggja líka nýjan leikskóla. Íbúum á staðnum og í sveitarfélaginu öllu, Rangárþingi ytra er líka og fjölga og fjölga og nálgast nú óðfluga að verða tvö þúsund. Innlent 28.3.2024 13:30 Hamfaragámur Bónus tryggir kældan mat í neyðarástandi Svokallaður hamfaragámur hefur verið tekinn í gagnið við verslun Bónus í Njarðvík en búnaður í gámnum mun tryggja matvælaöryggi íbúa Suðurnesja ef til vatns- eða rafmagnsleysis kemur vegna eldgosa. Innlent 28.3.2024 12:08 Fullkomlega sáttur við ákvörðun sína en útilokar ekkert Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að sér hafi ekki snúist hugur um að láta af embætti í sumar. Hann vill þó ekki útiloka að það geti breyst, komi upp ófyrirsjáanlegar aðstæður. Innlent 28.3.2024 12:05 „Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern“ Maður sem lenti í bílslysi af völdum ofsaaksturs tveggja ökumanna í spyrnu segir mikla mildi að ekki fór verr. Kona sem ók á undan honum hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi. Innlent 28.3.2024 11:45 Hádegisfréttir Bylgjunnar Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun faglegar á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en tíðkist hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 28.3.2024 11:30 Fundu lík tveggja verkamanna sem voru á brúnni Lík tveggja verkamanna sem voru við störf á Francis Scott Key-brúnni sem hrundi á þriðjudag fundust í nótt. Fjögurra er enn saknað og eru þeir taldir látnir. Erlent 28.3.2024 10:42 Svipar til gamalla óupplýstra rána Þjófarnir tveir, sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna á mánudagsmorgun, ganga enn lausir. Peningarnir eru þá enn ófundnir þó töskurnar sjö, sem þá geymdu, hafi fundist. Ránið er eitt nokkurra þaulskipulagðra rána í Íslandssögunni og eru nokkur líkindi með þeim. Innlent 28.3.2024 10:00 Sýknaður af ákæru um að hafa tekið í háls barns Maður var í gær sýknaður af ákæru um líkamsárás og barnaverndarlagabrot í Héraðsdómi Reykjaness. Honum var gefið að sök að hafa beitt barn líkamlegum refsingum og sýnt af sér ruddalega háttsemi í garð þess í sameiginlegu húsnæði þeirra að Ásbrú. Innlent 28.3.2024 09:51 « ‹ 302 303 304 305 306 307 308 309 310 … 334 ›
„Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. Innlent 29.3.2024 11:01
Umfangsmikið verkefni að hreinsa til eftir slysið Ríkisstjórn Joe Biden í Bandaríkjunum hefur samþykkt fjárframlög upp á sextíu milljónir Bandaríkjadala til Maryland-ríkis svo hægt verði að hreinsa upp brakið sem varð til þegar brú hrundi í borginni Baltimore fyrr í vikunni. Erlent 29.3.2024 09:43
Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. Erlent 29.3.2024 08:48
Nærri fjörutíu taldir af eftir loftárásir Ísraela á Sýrland Minnst 38 eru taldir af eftir loftárásir Ísraelshers nærri borginni Aleppo í nótt. Meðlimir Hezbollah og óbreyttir borgarar eru sagði meðal hinna látnu. Erlent 29.3.2024 08:20
Hvessir víðast hvar síðdegis Það verður hægt vaxandi norðaustanátt á landinu í dag. Síðdegis nær 10-18 m/s víða. Él verður á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu um landið sunnanvert. Frost mælist 0 til 6 stig í dag en frostlaust verður sunnantil yfir daginn. Veður 29.3.2024 07:36
Ógnaði dyraverði skemmtistaðar með hníf Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila inni á skemmtistað að ógna dyraverði með hníf á þriðja tímanum í nótt. Innlent 29.3.2024 07:20
Lokuðu þorpi í leit að svörum um hvarf tveggja ára drengs Lögregluþjónar lokuðu í gær smáu þorpi í frönsku Ölpunum. Sautján manns, auk lögregluþjóna, hafa verið í þorpinu til að reyna að finan einhver svör um hvað kom fyrir hinn tveggja ára gamla Emile sem hvarf þaðan sporlaust síðasta sumar. Erlent 28.3.2024 23:24
Lýsisskip strandaði í Fáskrúðsfirði Erlent lýsisflutningaskip strandaði í Fáskrúðsfirði í dag. Verið var að sigla skipinu úr höfn þegar stýri þess bilaði á þriðja tímanum í dag. Skipið losnaði þó af strandstað fyrir eigin vélarafli. Innlent 28.3.2024 22:52
Átta ára stúlka sú eina sem lifði rútuslys af Átta ára stúlka var sú eina af 46 manns sem lifið af þegar rúta féll af brú í Suður-Afríku í dag. Rútan féll úr töluverðri hæð og kviknaði eldur í henni þegar hún lenti. Stúlkan var flutt á sjúkrahús og er sögð í alvarlegu ástandi. Erlent 28.3.2024 21:28
Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. Innlent 28.3.2024 20:47
Vilja einfalda fólki að komast til sjúkraþjálfara Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Formaður Félags sjúkraþjálfara vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 28.3.2024 20:01
Voru sérstaklega varaðir við árás frá ISKP Degi áður en sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu gaf út opinbera viðvörun um mögulegar árásir öfgamanna á tónleika eða aðra samkomustaði í Moskvu höfðu starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Moskvu sent rússneskum kollegum sínum sambærileg skilaboð. Erlent 28.3.2024 19:59
Vélsleðamaður lenti í snjóflóði Björgunarsveitir á Húsavík og Aðaldal voru kallaðar út upp úr klukkan tvö í dag vegna vélsleðaslys. Þá var tilkynnt að maður á vélsleða hefði lent í snjóflóði og slasast. Innlent 28.3.2024 18:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Í kvöldfréttunum verður rætt við formann Félags sjúkraþjálfara, sem vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 28.3.2024 18:00
Kallaði eftir aðstoð dráttarbáts skömmu fyrir slysið Stýrimaður gámaflutningaskipsins sem lenti á Francis Scott Key-brúnni í Baltimore í Bandaríkjunum á þriðjudag hafði kallað eftir aðstoð dráttarbáts nokkrum mínútum áður en skipið lenti á brúnni. Hann hafði einnig tilkynnt að skipið hafði misst afl, samkvæmt upptökum úr samskiptakerfi skipsins. Erlent 28.3.2024 17:55
Hætt við framboð og vonast eftir þjóðhollum og guðræknum forseta Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttarinnar.is, er hætt við forsetaframboð. Hún stofnaði til meðmælalista fyrir fimm dögum síðan, en segir að sér hafi raunar ekki verið alvara með framboðinu. Innlent 28.3.2024 17:00
Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. Erlent 28.3.2024 16:44
Ísland að tapa í slagnum um ferðamenn Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um fjórðung síðustu tólf mánuði hefur orðið samdráttur í fjölda gistinótta og meðaleyðslu ferðamanna að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Þetta geti haft margvísleg neikvæð áhrif á þjóðarbúið. Mikilvægt sé að Íslandsstofa hefji aftur markaðssetningu á landinu. Innlent 28.3.2024 16:01
„Hvergi í verklagsreglum að við séum að reka fólk í burtu“ Gosi Ragnarsson framkvæmdastjóri Superjeep harmar að starfsmenn fyrirtækisins séu sakaðir um að hafa hrakið burt fjölskyldu í norðurljósaleiðangri síðasta sunnudag. Innlent 28.3.2024 14:36
Aðstoða göngumann á Móskarðshnjúkum Björgunarsveitir aðstoða nú göngumann sem lenti í sjálfheldu á Móskarðshnjúkum. Viðkomandi er ekki slasaður. Innlent 28.3.2024 14:00
Íbúar Hlíða velta fyrir sér dularfullum hvelli Þónokkur fjöldi íbúa í Hlíðunum heyrði hvell sem líktist sprengingu í hverfinu. Slökkvilið og neyðarlína hafa engar fregnir fengið af málinu, Innlent 28.3.2024 13:37
Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. Innlent 28.3.2024 13:32
Ný og glæsileg skólaþyrping byggð á Hellu Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hellu því þar er verið að byggja við grunnskóla staðarins og þá er ætlunin að byggja líka nýjan leikskóla. Íbúum á staðnum og í sveitarfélaginu öllu, Rangárþingi ytra er líka og fjölga og fjölga og nálgast nú óðfluga að verða tvö þúsund. Innlent 28.3.2024 13:30
Hamfaragámur Bónus tryggir kældan mat í neyðarástandi Svokallaður hamfaragámur hefur verið tekinn í gagnið við verslun Bónus í Njarðvík en búnaður í gámnum mun tryggja matvælaöryggi íbúa Suðurnesja ef til vatns- eða rafmagnsleysis kemur vegna eldgosa. Innlent 28.3.2024 12:08
Fullkomlega sáttur við ákvörðun sína en útilokar ekkert Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að sér hafi ekki snúist hugur um að láta af embætti í sumar. Hann vill þó ekki útiloka að það geti breyst, komi upp ófyrirsjáanlegar aðstæður. Innlent 28.3.2024 12:05
„Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern“ Maður sem lenti í bílslysi af völdum ofsaaksturs tveggja ökumanna í spyrnu segir mikla mildi að ekki fór verr. Kona sem ók á undan honum hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi. Innlent 28.3.2024 11:45
Hádegisfréttir Bylgjunnar Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun faglegar á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en tíðkist hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 28.3.2024 11:30
Fundu lík tveggja verkamanna sem voru á brúnni Lík tveggja verkamanna sem voru við störf á Francis Scott Key-brúnni sem hrundi á þriðjudag fundust í nótt. Fjögurra er enn saknað og eru þeir taldir látnir. Erlent 28.3.2024 10:42
Svipar til gamalla óupplýstra rána Þjófarnir tveir, sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna á mánudagsmorgun, ganga enn lausir. Peningarnir eru þá enn ófundnir þó töskurnar sjö, sem þá geymdu, hafi fundist. Ránið er eitt nokkurra þaulskipulagðra rána í Íslandssögunni og eru nokkur líkindi með þeim. Innlent 28.3.2024 10:00
Sýknaður af ákæru um að hafa tekið í háls barns Maður var í gær sýknaður af ákæru um líkamsárás og barnaverndarlagabrot í Héraðsdómi Reykjaness. Honum var gefið að sök að hafa beitt barn líkamlegum refsingum og sýnt af sér ruddalega háttsemi í garð þess í sameiginlegu húsnæði þeirra að Ásbrú. Innlent 28.3.2024 09:51