Viðskipti

Rann­veig kveður: 124 fundir og „aldrei logn­molla“

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, sat sinn síðasta kynningarfund peningastefnunefndar í morgun en hún lætur af störfum þegar skipunartími hennar rennur út um áramótin. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri nýtti tækifærið við lok fundarins til að þakka Rannveigu fyrir sitt framlag en enginn hefur lengri reynslu en Rannveig af vettvangi peningastefnunefndar.

Viðskipti innlent

Skýr merki um að verð­bólga sé að hjaðna

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna.

Viðskipti innlent

Stýrivextir halda á­fram að lækka

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð en með síðustu stýrivaxtaákvörðun í byrjun október voru vextirnir lækkaðir um 25 punkta og var það í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 sem stýrivextir lækkuðu.

Viðskipti innlent

Þola gluggarnir þínir ís­lenskt veður­far?

Gluggarnir frá BYKO hafa verið leiðandi á markaði í 33 ár og hefur BYKO komið að mörgum stórum og flóknum verkefnum um allt land. Gluggarnir eru framleiddir til að þola íslenskt veðurfar auk þess að vera á mjög hagstæðu verði. Fyrir vikið standast þeir helstu kröfur HMS og byggingarreglugerðir ásamt kröfum viðskiptavinar um góða þjónustu og trausta vöru. Framleiðsla þeirra hófst hér á landi en hefur frá árinu 2002 að mestu leyti farið fram í gluggaverksmiðju BYKO í Lettlandi.

Samstarf

Allir spá lægri vöxtum

Hagfræðingur hjá Arion greiningu telur líklegast að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka vexti um núll komma fimm prósent á morgun, þegar vaxtaákvörðun verður kynnt. Verðbólga sé farin að hjaðna og verðbólguhorfur fari batnandi.

Viðskipti innlent

Flóðin á Spáni hafa á­hrif á jólahefð Ís­lendinga

Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. 

Neytendur

Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið

Óheppinn viðskiptavinur Nettós var rukkaður um 542 þúsund krónur fyrir 380 grömm af hreindýrakjöti á sjálfsafgreiðslukassa. Að sögn forsvarsmanna Nettó má rekja þetta til þess að rétt strikamerki hafi dottið af vörunni og erlent strikamerki skannað þess í stað.

Neytendur

Sektuð vegna full­yrðinga um aukinn hár­vöxt og minni hrukkur

Félagið X20 Lausnir ehf. hefur verið gert að greiða hundrað þúsund króna stjórnvaldssekt vegna fullyrðinga sem birtust á vefsíðunni lifsbylgja.is. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að umræddar fullyrðingar teldust undir öllum kringumstæðum óréttmætar, en þær vörðuðu vörur undir merkinu Lifewave.

Neytendur

EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akur­eyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust.

Neytendur

Greiðslu­á­skorun

Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:

Samstarf

Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot

Brimborg kynnir glænýjan Peugeot E-5008 sjö sæta rafbíl með framúrskarandi drægni, miklum hleðsluhraða, nýrri kynslóð af Panoramic i-Cockpit innra rými, ríkulegum búnaði og víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum ásamt 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Samstarf