Bakþankar Réttlætið sigrar víst að lokum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Það er frekar neyðarlegt að vera með sterka réttlætiskennd en telja sig sjaldnast í stakk búinn að takast á við þær afleiðingar sem framgangur réttvísinnar og réttlætis hefur í för með sér. Þessi neyðarlega staða síendurtekur sig þó á Íslandi rétt eins og þau skilaboð liggi í loftinu að þjóðin hafi ekki efni á að stjórnast af réttlætiskennd. Bakþankar 7.7.2010 06:00 Farsími stjórnar lífinu Marta María Friðriksdóttir skrifar Nýjasta uppgötvun mín er sú að ég get ómögulega lifað án farsímans míns. Ég áttaði mig á þessu síðastliðinn laugardag. Þannig er mál með vexti að ég hafði mælt mér mót við vinkonu mína á kaffihúsi í miðbænum, sem ekki er í frásögur færandi nema ég var örlítið sein fyrir og ætlaði mér að láta hana vita á leiðinni. Þá vill ekki betur til en svo að ég uppgötva mér til mikillar skelfingar að síminn hafði orðið eftir heima, á eldhúsborðinu. Nú voru góð ráð dýr og ég flýtti mér sem mest ég mátti, lagði á Skólavörðuholtinu og hljóp niður Skólavörðustíginn þar sem ég mætti undrandi augum ferðamannanna á leiðinni. Á kaffihúsið var vinkonan líka sein. Bakþankar 6.7.2010 06:00 Hnattrænn skilningur Gerður Kristný skrifar Í fyrra var ég stödd á alþjóðlegri ljóðahátíð í Kolkata á Indlandi. Það var ljómandi skemmtilegt, naanbrauð snætt í hvert mál og handartak fólksins hlýlegra en víðast hvar annars staðar. Eftir tveggja daga linnulausan ljóðaflutning á bengölsku ákváðum við ferðafélagar mínir að bregða okkur á markað. Eitthvað forvitnilegt yrði maður nú að koma með heim frá þessum fjarlægu slóðum. Það var enginn vandi að rata því ekki leið á löngu þar til menn komu aðvífandi og smöluðu þeir okkur niður í steinsteyptan niðurgrafinn markað hvíslandi: „Sjöl, sjöl.“ Bakþankar 5.7.2010 06:00 Karamellurnar Atli Fannar Bjarkarson skrifar Sykur er ógeðslegur og síðustu vikur hef ég reynt að borða minna af honum. Ég borða voðalega lítið nammi, þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skera niður neyslu á Lindubuffi og fílakaramellum. Ég er hins vegar búinn að vera háður gosdrykkjum lengi. Eina sem ég lét mig dreyma um sem barn var að eiga ísskáp fullan af litlum gosdósum en það endurspeglar grátlegt metnaðarleysi mitt gagnvart því sem hefur raunverulega merkingu í lífinu. Ég þurfti því aðeins að ráðast í kvalarfullum og hugsanlega lífshættulegan niðurskurð á Kóki. Bakþankar 3.7.2010 06:15 Gert er ráð fyrir stormi Brynhildur Björnsdóttir. skrifar Um daginn var ég gestforeldri með dóttur minni í afmæli. Eins og þeir sem eignuðust börn sín að vetri til vita og öfundast endalaust út í er svo einfalt að halda sumarafmælin úti í garði. Smala saman fullt af krökkum, baka flotta köku og hleypa börnunum svo lausum í heilbrigðan leik úti í garði. Í þessu afmæli hafði meira að segja verið blásið til hoppikastala þar sem glaðlegur dreki gnæfði yfir gesti og veifaði. Bakþankar 2.7.2010 06:00 Að falla í stafi Charlotte Bøving skrifar Ég hef oft velt fyrir mér orðtakinu að falla í stafi. Merkingin rekur rætur sínar til þess þegar tunna dettur í sundur. Stafirnir (viðurinn) losna frá járngjörðinni og tunnan fellur í parta. Bakþankar 1.7.2010 07:00 Mannréttindi í stað útrásar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Ég upplifi það þannig að útrásarvíkingarnir hafi troðið svo miklum skít yfir landið að efnahagskerfið hrundi. Upp úr því reis þjóðfélag mannréttinda í stað peningadýrkunar." Þetta sagði glöð og reif kona við mig á sunnudagskvöldið. Hún var kát vegna þess að hún hafði lifað sögulegan viðburð, sem og reyndar við öll. Hún varð, fyrr um daginn, jöfn á við þær konur sem frekar vilja sofa hjá karlmönnum. Sjálf er hún lesbísk. Bakþankar 30.6.2010 07:30 Naglinn á höfðinu Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi var víst rætt um ýmislegt, og sumt vakti meiri athygli en annað. Í einni frétt sá ég minnst á það að tekist var á um jafnréttismál, eins og það var orðað í fréttinni. Sökum gífurlegrar forvitni fletti ég upp umræðum um jafnréttisstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem vissulega var á dagskránni, og horfði á nokkrar ræður. Bakþankar 29.6.2010 07:15 Ábyrgð í undirheimum Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Fullorðnir eiga oft í mestu vandræðum með að þræla sér í gegnum dags dagleg mannleg samskipti. Enda eru þau sannarlega ekki alltaf rakin. Fjölskyldur eru flóknari þar sem oft óskyldur hópur kemur að einu barni. Tvær mömmur og tveir pabbar, sumarfrí sem þarf að skipuleggja og uppeldisaðferðir sem þarf að samræma. Fjölskyldan er ekki lengur afmarkaður kjarnakimi sem getur tekið ákvarðanir sóló. Samsett fjölskylda í Álfheimum sem vill víxla pabbahelgum, getur átt í mestu vandræðum þar sem uppstokkun á helginni þýðir að faðirinn með helgarnar í Vesturbænum þarf þá að samræma helgarnar með börnum nýju konunnar í Mosó. Stjúptengslakeðjan getur spannað mörg bæjarfélög og haft áhrif allt norður á Húsavík. Bakþankar 28.6.2010 06:00 Kettir og menn Davíð Þór Jónsson skrifar Ef ég mætti velja mér að vera dýr myndi ég vilja vera köttur. Mér finnst makalaust hvað köttum getur liðið vel þannig að það fari ekki fram hjá neinum. Það eitt að sjá kött rísa á fætur eftir góðan blund, geispa duglega og teygja svo makindalega úr öllum skrokknum, allt frá hnakka og aftur í rófubrodd, hlýtur að hafa heilsusamleg áhrif á hvern mann. Bakþankar 26.6.2010 06:00 Snilldin ein Brynhildur Björnsdóttir skrifar Ég er að verða miðaldra. Jú, víst. Ég man nefnilega eftir því þegar orðið ágætt þýddi mjög gott eða jafnvel afbragð. Í skólanum mínum, Fossvogsskóla, voru gefnar einkunnirnar: Sæmilegt, gott, mjög gott og ágætt. Í þessari röð. Sæmilegt var verst, ágætt best. Nú til dags þýðir ágætt ekki nema svona lala, eiginlega bara sæmilegt. Ágætt og sæmilegt hafa flast út og eru nú samheiti. Bakþankar 25.6.2010 06:00 Hvað er lífið – þetta er lífið! Heima hjá mér lékum við leik fyrir stuttu sem gekk út á það að koma með hugmyndir að því hvað lífið er. Í anda upphrópunarinnar: "Þetta er lífið!" Svona eins og maður segir það fullur af hamingju og lífsgleði. Bakþankar 24.6.2010 06:00 Blessuð vertu þjóðkirkja Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Þótt ég sé af rómantískara kyninu hef ég aldrei borið þann draum í brjósti að ganga tárvot inn kirkjugólf. Ég fæ dálitla gæsahúð og mér liggur við yfirliði, bara við tilhugsunina. Bakþankar 22.6.2010 06:00 Dýrmæta sumarvinnan Gerður Kristný skrifar Um leið og vorprófunum lauk fór ég að svipast um eftir vinnu. Þá var skólaárið mun styttra en nú og miðaðist við að börn gætu aðstoðað við sauðburð og réttir. Þótt foreldrar mínir ættu ekki fjárstofn á vappi um Safamýrina mátti ég ekki slá slöku við. Barn að aldri gætti ég því annarra barna. Síðan seldi ég blöð. Það fannst mér reyndar asnaleg vinna en hei, ég var ung og þurfti á peningunum að halda. Sumarvinnan reyndist mér góð. Hún tamdi mér snefil af ábyrgðarkennd og samviskusemi, auk þess sem hún opnaði augu mín fyrir aðstæðum annarra. Bakþankar 21.6.2010 06:00 Atli Fannar Bjarkarson: Mannakjöt á grillið Atli Fannar Bjarkarson skrifar George Costanza, litli sköllótti sérvitringurinn í Seinfeld-þáttunum, fór eftir reglunum vegna þess að hann vildi ekki vera áberandi. Hann sagði einu sinni að hann myndi ganga í flaueli frá toppi til táar, ef samfélagið samþykkti það. Síðasti Seinfeld-þátturinn fór í loftið fyrir tólf árum og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Þeir sem þora eru tískulöggur nútímans og flauelsblæti George Costanza yrði tæpast það félagslega sjálfsmorð sem það var vafalaust í New York á tíunda áratugnum. Bakþankar 19.6.2010 06:00 Stríðum vinum Bakþankar 18.6.2010 00:01 Ragnheiður Tryggvadóttir: Kakó á brúsa og smurt Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Hæ hó jibbíjei og jibbíjei sönglar í höfðinu á mér í dag, þjóðhátíðardaginn. Fólk fer að tygja sig niður í bæ fljótlega, bregður sér í betri fötin og stingur niður regnhlífum til öryggis. Svo hefst hringsólið við að finna stæði, rosaleg mannmergð er þetta alltaf hreint. Bakþankar 17.6.2010 06:00 Kolbeinn Óttarsson Proppe: Gullfiskahjálparstarfið Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar Talið er að um 300 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum á Haítí í janúar. Fólk víða um heim brást við, misskjótt að vísu, gaf fé, íslenskar hjálparsveitir mættu snemma á svæðið og unnu gott starf. Um hríð snerist öll þjóðfélagsumræða hér á landi um Haítí, sjónvarp, útvarp og blöðin voru uppfull af fréttum af hörmungunum - og það réttilega. En síðan tók hversdagslífið við, af nógum áhyggjum var svo sem að taka hér heima. Bakþankar 16.6.2010 06:00 Hljóðfærið sem stal HM Bakþankar 15.6.2010 16:03 Skrattinn og amman Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Vuvuzela-lúðrarnir eru við það að eyðileggja heilabú heimilisfólks. Góu-þrennan, Prins, Æði og Hraunbitar og þurrkrydduðu blönduðu lambalærissneiðarnar, mega sín lítils gegn lamandi hávaðanum sem berst alla leið frá Suður-Afríku og inn í stofu. Enginn sá fyrir að einhver annar en steríótýpa stemningamorðingjans, konan með ryksuguna, gæti eyðilagt HM í fótbolta. Bakþankar 14.6.2010 10:38 Stefnumót við heiminn Bergsteinn Sigurðsson skrifar Fótbolti verður smurningin á gírum samfélagsins næsta mánuðinn eða svo, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þótt ég sé enginn sérstakur áhugamaður um fótbolta finnst mér einhver óræð en þægileg stemning fylgja HM. Kannski er það vegna þess að keppnin ber alltaf uppi á besta tíma ársins, þegar allir eru frekar „ligeglad" og hamingjusamir. Fyrir nokkrum árum tók reyndar ég andspyrnuna fram yfir knattspyrnuna; lék tuddavörn með tuðliðinu og reyndi að skensa þá sem höfðu gaman af leiknum með athugasemdum um hvað það væri asnaleg íþrótt sem gengi út á að hlaupa á eftir bolta til þess að sparka honum frá sér aftur. Bakþankar 12.6.2010 06:00 Calabría Davíð Þór Jónsson skrifar Um daginn átti ég erindi norður til Akureyrar. Ferðafélagi minn hafði það þá á orði að helsti munurinn á Reykjavík og Akureyri væri hve Esjan væri nálægt á Akureyri. Það reyndist rétt hjá honum. Fjallið hinum megin við fjörðinn er miklu nær en í Reykjavík. Það heitir að vísu eitthvað allt annað en Esja. Bakþankar 11.6.2010 06:00 Sláttuvélablús Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Sameign á framleiðslutækjum er víðs fjarri smáborgaranum íslenska. Hann verður að eiga sitt. Það blasir við þegar menn setja sig í athafnagírinn og stika út á túnin með sláttuvélarnar sínar. Bakþankar 10.6.2010 06:00 Sorglegur atburður Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Ég varð vitni að sorglegum atburði ekki alls fyrir löngu. Hann minnti mig á að stundum gefur mannlífið stjórnmálum og viðskiptalífi ekkert eftir hvað vitleysisgang varðar. Það virðist vera sama á hvaða vettvangi mannveran þvælist, ef hún veldur skaða er eins og hún geti ekki hætt fyrr en sá sem síst skyldi er orðinn skaddaður líka. Bakþankar 9.6.2010 06:00 Innskeifar og þokkafullar Einu sinni, fyrir ekki svo langa löngu, var ég lítill og fáránlega útskeifur krakki. Mér fannst ekki töff að vera eins og kvenkyns barnaútgáfan af Chaplin og æfði mig stundum í laumi að ganga beint eftir línu. Hins vegar þakkaði ég fyrir að fæturnir á mér sneru þó ekki inn á við. Í barnæsku minni tilheyrðu þeir innskeifu nefnilega varnarlausum minnihlutahópum, settir í hóp með rauðhærðum og freknóttum, feitabollum og gleraugnaglámum. Þeim mátti stríða. Bakþankar 8.6.2010 06:00 Leynistundirnar okkar Gerður Kristný skrifar Eitt er það sem angrað hefur marga foreldra að undanförnu. Að ekki skuli vera hægt að láta barnaefnið í Ríkissjónvarpinu hefjast á sama tíma síðdegis eins og virðist viðtekin venja hjá „þeim þjóðum sem við helst miðum okkur við". Bakþankar 7.6.2010 06:00 Guðs útvalda þjóð Brynhildur Björnsdóttir skrifar Þegar ég var lítil var ég heilluð af Sögum Biblíunnar, tíu stórum bláum bókum sem amma keypti af farandsala. Þær voru gríðarlega myndskreyttar og þar voru hetjusögur af góðum vinum, spennusögur af barnsfórnum, hryllingssögur af konum sem skáru menn á háls og var hent út um glugga og hundar rifu í sig, og margar fleiri. Bakþankar 4.6.2010 06:00 Tveggja takka tæknin Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Svo voru sjónvarpstæki fundin upp. Þau urðu að almenningseign sem fjölskyldan safnaðist saman fyrir framan á síðkvöldum. Þó að tækin hafi þótt hálfgerðar töfravélar voru þau einföld að gerð, það þurfti bara tvo takka, kveikja- og hækka/lækka takkann. Litirnir komu líka með árunum og fleiri takkar til að skipta um stöð. Þó að þeirra hafi ekki verið þörf hér á landi lengi framan af. Bakþankar 3.6.2010 06:00 Ísrael og appelsínurnar Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar Appelsínur fóru að birtast víðs vegar um vinnustaðinn í gær. Eina ástæða þess er líklega sú að ég hafði heyrt ummæli utanríkisráðherra, sem greindi samstarfsfélaga sínum Birgittu Jónsdóttur víst frá því að það versta sem mögulega gæti gerst ef Ísland sliti stjórnmálasamstarfi Bakþankar 2.6.2010 06:00 Maður skiptir ekki við hrotta Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Jæja. Þá hefur Ísraelum tekist að ganga fram af manni einu sinni enn. Ekki vegna þess að maður hafi til þeirra miklar væntingar; þeir hafa fyrir löngu sýnt að þeir láta sér fátt fyrir brjósti brenna. En einhvern veginn bjóst maður ekki við að þeir sykkju eins lágt og raun ber vitni. En kannski átti maður ekki að verða hissa, ekki þegar Ísraelar eru annars vegar. Bakþankar 1.6.2010 09:06 « ‹ 75 76 77 78 79 80 81 82 83 … 111 ›
Réttlætið sigrar víst að lokum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Það er frekar neyðarlegt að vera með sterka réttlætiskennd en telja sig sjaldnast í stakk búinn að takast á við þær afleiðingar sem framgangur réttvísinnar og réttlætis hefur í för með sér. Þessi neyðarlega staða síendurtekur sig þó á Íslandi rétt eins og þau skilaboð liggi í loftinu að þjóðin hafi ekki efni á að stjórnast af réttlætiskennd. Bakþankar 7.7.2010 06:00
Farsími stjórnar lífinu Marta María Friðriksdóttir skrifar Nýjasta uppgötvun mín er sú að ég get ómögulega lifað án farsímans míns. Ég áttaði mig á þessu síðastliðinn laugardag. Þannig er mál með vexti að ég hafði mælt mér mót við vinkonu mína á kaffihúsi í miðbænum, sem ekki er í frásögur færandi nema ég var örlítið sein fyrir og ætlaði mér að láta hana vita á leiðinni. Þá vill ekki betur til en svo að ég uppgötva mér til mikillar skelfingar að síminn hafði orðið eftir heima, á eldhúsborðinu. Nú voru góð ráð dýr og ég flýtti mér sem mest ég mátti, lagði á Skólavörðuholtinu og hljóp niður Skólavörðustíginn þar sem ég mætti undrandi augum ferðamannanna á leiðinni. Á kaffihúsið var vinkonan líka sein. Bakþankar 6.7.2010 06:00
Hnattrænn skilningur Gerður Kristný skrifar Í fyrra var ég stödd á alþjóðlegri ljóðahátíð í Kolkata á Indlandi. Það var ljómandi skemmtilegt, naanbrauð snætt í hvert mál og handartak fólksins hlýlegra en víðast hvar annars staðar. Eftir tveggja daga linnulausan ljóðaflutning á bengölsku ákváðum við ferðafélagar mínir að bregða okkur á markað. Eitthvað forvitnilegt yrði maður nú að koma með heim frá þessum fjarlægu slóðum. Það var enginn vandi að rata því ekki leið á löngu þar til menn komu aðvífandi og smöluðu þeir okkur niður í steinsteyptan niðurgrafinn markað hvíslandi: „Sjöl, sjöl.“ Bakþankar 5.7.2010 06:00
Karamellurnar Atli Fannar Bjarkarson skrifar Sykur er ógeðslegur og síðustu vikur hef ég reynt að borða minna af honum. Ég borða voðalega lítið nammi, þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skera niður neyslu á Lindubuffi og fílakaramellum. Ég er hins vegar búinn að vera háður gosdrykkjum lengi. Eina sem ég lét mig dreyma um sem barn var að eiga ísskáp fullan af litlum gosdósum en það endurspeglar grátlegt metnaðarleysi mitt gagnvart því sem hefur raunverulega merkingu í lífinu. Ég þurfti því aðeins að ráðast í kvalarfullum og hugsanlega lífshættulegan niðurskurð á Kóki. Bakþankar 3.7.2010 06:15
Gert er ráð fyrir stormi Brynhildur Björnsdóttir. skrifar Um daginn var ég gestforeldri með dóttur minni í afmæli. Eins og þeir sem eignuðust börn sín að vetri til vita og öfundast endalaust út í er svo einfalt að halda sumarafmælin úti í garði. Smala saman fullt af krökkum, baka flotta köku og hleypa börnunum svo lausum í heilbrigðan leik úti í garði. Í þessu afmæli hafði meira að segja verið blásið til hoppikastala þar sem glaðlegur dreki gnæfði yfir gesti og veifaði. Bakþankar 2.7.2010 06:00
Að falla í stafi Charlotte Bøving skrifar Ég hef oft velt fyrir mér orðtakinu að falla í stafi. Merkingin rekur rætur sínar til þess þegar tunna dettur í sundur. Stafirnir (viðurinn) losna frá járngjörðinni og tunnan fellur í parta. Bakþankar 1.7.2010 07:00
Mannréttindi í stað útrásar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Ég upplifi það þannig að útrásarvíkingarnir hafi troðið svo miklum skít yfir landið að efnahagskerfið hrundi. Upp úr því reis þjóðfélag mannréttinda í stað peningadýrkunar." Þetta sagði glöð og reif kona við mig á sunnudagskvöldið. Hún var kát vegna þess að hún hafði lifað sögulegan viðburð, sem og reyndar við öll. Hún varð, fyrr um daginn, jöfn á við þær konur sem frekar vilja sofa hjá karlmönnum. Sjálf er hún lesbísk. Bakþankar 30.6.2010 07:30
Naglinn á höfðinu Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi var víst rætt um ýmislegt, og sumt vakti meiri athygli en annað. Í einni frétt sá ég minnst á það að tekist var á um jafnréttismál, eins og það var orðað í fréttinni. Sökum gífurlegrar forvitni fletti ég upp umræðum um jafnréttisstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem vissulega var á dagskránni, og horfði á nokkrar ræður. Bakþankar 29.6.2010 07:15
Ábyrgð í undirheimum Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Fullorðnir eiga oft í mestu vandræðum með að þræla sér í gegnum dags dagleg mannleg samskipti. Enda eru þau sannarlega ekki alltaf rakin. Fjölskyldur eru flóknari þar sem oft óskyldur hópur kemur að einu barni. Tvær mömmur og tveir pabbar, sumarfrí sem þarf að skipuleggja og uppeldisaðferðir sem þarf að samræma. Fjölskyldan er ekki lengur afmarkaður kjarnakimi sem getur tekið ákvarðanir sóló. Samsett fjölskylda í Álfheimum sem vill víxla pabbahelgum, getur átt í mestu vandræðum þar sem uppstokkun á helginni þýðir að faðirinn með helgarnar í Vesturbænum þarf þá að samræma helgarnar með börnum nýju konunnar í Mosó. Stjúptengslakeðjan getur spannað mörg bæjarfélög og haft áhrif allt norður á Húsavík. Bakþankar 28.6.2010 06:00
Kettir og menn Davíð Þór Jónsson skrifar Ef ég mætti velja mér að vera dýr myndi ég vilja vera köttur. Mér finnst makalaust hvað köttum getur liðið vel þannig að það fari ekki fram hjá neinum. Það eitt að sjá kött rísa á fætur eftir góðan blund, geispa duglega og teygja svo makindalega úr öllum skrokknum, allt frá hnakka og aftur í rófubrodd, hlýtur að hafa heilsusamleg áhrif á hvern mann. Bakþankar 26.6.2010 06:00
Snilldin ein Brynhildur Björnsdóttir skrifar Ég er að verða miðaldra. Jú, víst. Ég man nefnilega eftir því þegar orðið ágætt þýddi mjög gott eða jafnvel afbragð. Í skólanum mínum, Fossvogsskóla, voru gefnar einkunnirnar: Sæmilegt, gott, mjög gott og ágætt. Í þessari röð. Sæmilegt var verst, ágætt best. Nú til dags þýðir ágætt ekki nema svona lala, eiginlega bara sæmilegt. Ágætt og sæmilegt hafa flast út og eru nú samheiti. Bakþankar 25.6.2010 06:00
Hvað er lífið – þetta er lífið! Heima hjá mér lékum við leik fyrir stuttu sem gekk út á það að koma með hugmyndir að því hvað lífið er. Í anda upphrópunarinnar: "Þetta er lífið!" Svona eins og maður segir það fullur af hamingju og lífsgleði. Bakþankar 24.6.2010 06:00
Blessuð vertu þjóðkirkja Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Þótt ég sé af rómantískara kyninu hef ég aldrei borið þann draum í brjósti að ganga tárvot inn kirkjugólf. Ég fæ dálitla gæsahúð og mér liggur við yfirliði, bara við tilhugsunina. Bakþankar 22.6.2010 06:00
Dýrmæta sumarvinnan Gerður Kristný skrifar Um leið og vorprófunum lauk fór ég að svipast um eftir vinnu. Þá var skólaárið mun styttra en nú og miðaðist við að börn gætu aðstoðað við sauðburð og réttir. Þótt foreldrar mínir ættu ekki fjárstofn á vappi um Safamýrina mátti ég ekki slá slöku við. Barn að aldri gætti ég því annarra barna. Síðan seldi ég blöð. Það fannst mér reyndar asnaleg vinna en hei, ég var ung og þurfti á peningunum að halda. Sumarvinnan reyndist mér góð. Hún tamdi mér snefil af ábyrgðarkennd og samviskusemi, auk þess sem hún opnaði augu mín fyrir aðstæðum annarra. Bakþankar 21.6.2010 06:00
Atli Fannar Bjarkarson: Mannakjöt á grillið Atli Fannar Bjarkarson skrifar George Costanza, litli sköllótti sérvitringurinn í Seinfeld-þáttunum, fór eftir reglunum vegna þess að hann vildi ekki vera áberandi. Hann sagði einu sinni að hann myndi ganga í flaueli frá toppi til táar, ef samfélagið samþykkti það. Síðasti Seinfeld-þátturinn fór í loftið fyrir tólf árum og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Þeir sem þora eru tískulöggur nútímans og flauelsblæti George Costanza yrði tæpast það félagslega sjálfsmorð sem það var vafalaust í New York á tíunda áratugnum. Bakþankar 19.6.2010 06:00
Ragnheiður Tryggvadóttir: Kakó á brúsa og smurt Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Hæ hó jibbíjei og jibbíjei sönglar í höfðinu á mér í dag, þjóðhátíðardaginn. Fólk fer að tygja sig niður í bæ fljótlega, bregður sér í betri fötin og stingur niður regnhlífum til öryggis. Svo hefst hringsólið við að finna stæði, rosaleg mannmergð er þetta alltaf hreint. Bakþankar 17.6.2010 06:00
Kolbeinn Óttarsson Proppe: Gullfiskahjálparstarfið Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar Talið er að um 300 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum á Haítí í janúar. Fólk víða um heim brást við, misskjótt að vísu, gaf fé, íslenskar hjálparsveitir mættu snemma á svæðið og unnu gott starf. Um hríð snerist öll þjóðfélagsumræða hér á landi um Haítí, sjónvarp, útvarp og blöðin voru uppfull af fréttum af hörmungunum - og það réttilega. En síðan tók hversdagslífið við, af nógum áhyggjum var svo sem að taka hér heima. Bakþankar 16.6.2010 06:00
Skrattinn og amman Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Vuvuzela-lúðrarnir eru við það að eyðileggja heilabú heimilisfólks. Góu-þrennan, Prins, Æði og Hraunbitar og þurrkrydduðu blönduðu lambalærissneiðarnar, mega sín lítils gegn lamandi hávaðanum sem berst alla leið frá Suður-Afríku og inn í stofu. Enginn sá fyrir að einhver annar en steríótýpa stemningamorðingjans, konan með ryksuguna, gæti eyðilagt HM í fótbolta. Bakþankar 14.6.2010 10:38
Stefnumót við heiminn Bergsteinn Sigurðsson skrifar Fótbolti verður smurningin á gírum samfélagsins næsta mánuðinn eða svo, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þótt ég sé enginn sérstakur áhugamaður um fótbolta finnst mér einhver óræð en þægileg stemning fylgja HM. Kannski er það vegna þess að keppnin ber alltaf uppi á besta tíma ársins, þegar allir eru frekar „ligeglad" og hamingjusamir. Fyrir nokkrum árum tók reyndar ég andspyrnuna fram yfir knattspyrnuna; lék tuddavörn með tuðliðinu og reyndi að skensa þá sem höfðu gaman af leiknum með athugasemdum um hvað það væri asnaleg íþrótt sem gengi út á að hlaupa á eftir bolta til þess að sparka honum frá sér aftur. Bakþankar 12.6.2010 06:00
Calabría Davíð Þór Jónsson skrifar Um daginn átti ég erindi norður til Akureyrar. Ferðafélagi minn hafði það þá á orði að helsti munurinn á Reykjavík og Akureyri væri hve Esjan væri nálægt á Akureyri. Það reyndist rétt hjá honum. Fjallið hinum megin við fjörðinn er miklu nær en í Reykjavík. Það heitir að vísu eitthvað allt annað en Esja. Bakþankar 11.6.2010 06:00
Sláttuvélablús Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Sameign á framleiðslutækjum er víðs fjarri smáborgaranum íslenska. Hann verður að eiga sitt. Það blasir við þegar menn setja sig í athafnagírinn og stika út á túnin með sláttuvélarnar sínar. Bakþankar 10.6.2010 06:00
Sorglegur atburður Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Ég varð vitni að sorglegum atburði ekki alls fyrir löngu. Hann minnti mig á að stundum gefur mannlífið stjórnmálum og viðskiptalífi ekkert eftir hvað vitleysisgang varðar. Það virðist vera sama á hvaða vettvangi mannveran þvælist, ef hún veldur skaða er eins og hún geti ekki hætt fyrr en sá sem síst skyldi er orðinn skaddaður líka. Bakþankar 9.6.2010 06:00
Innskeifar og þokkafullar Einu sinni, fyrir ekki svo langa löngu, var ég lítill og fáránlega útskeifur krakki. Mér fannst ekki töff að vera eins og kvenkyns barnaútgáfan af Chaplin og æfði mig stundum í laumi að ganga beint eftir línu. Hins vegar þakkaði ég fyrir að fæturnir á mér sneru þó ekki inn á við. Í barnæsku minni tilheyrðu þeir innskeifu nefnilega varnarlausum minnihlutahópum, settir í hóp með rauðhærðum og freknóttum, feitabollum og gleraugnaglámum. Þeim mátti stríða. Bakþankar 8.6.2010 06:00
Leynistundirnar okkar Gerður Kristný skrifar Eitt er það sem angrað hefur marga foreldra að undanförnu. Að ekki skuli vera hægt að láta barnaefnið í Ríkissjónvarpinu hefjast á sama tíma síðdegis eins og virðist viðtekin venja hjá „þeim þjóðum sem við helst miðum okkur við". Bakþankar 7.6.2010 06:00
Guðs útvalda þjóð Brynhildur Björnsdóttir skrifar Þegar ég var lítil var ég heilluð af Sögum Biblíunnar, tíu stórum bláum bókum sem amma keypti af farandsala. Þær voru gríðarlega myndskreyttar og þar voru hetjusögur af góðum vinum, spennusögur af barnsfórnum, hryllingssögur af konum sem skáru menn á háls og var hent út um glugga og hundar rifu í sig, og margar fleiri. Bakþankar 4.6.2010 06:00
Tveggja takka tæknin Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Svo voru sjónvarpstæki fundin upp. Þau urðu að almenningseign sem fjölskyldan safnaðist saman fyrir framan á síðkvöldum. Þó að tækin hafi þótt hálfgerðar töfravélar voru þau einföld að gerð, það þurfti bara tvo takka, kveikja- og hækka/lækka takkann. Litirnir komu líka með árunum og fleiri takkar til að skipta um stöð. Þó að þeirra hafi ekki verið þörf hér á landi lengi framan af. Bakþankar 3.6.2010 06:00
Ísrael og appelsínurnar Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar Appelsínur fóru að birtast víðs vegar um vinnustaðinn í gær. Eina ástæða þess er líklega sú að ég hafði heyrt ummæli utanríkisráðherra, sem greindi samstarfsfélaga sínum Birgittu Jónsdóttur víst frá því að það versta sem mögulega gæti gerst ef Ísland sliti stjórnmálasamstarfi Bakþankar 2.6.2010 06:00
Maður skiptir ekki við hrotta Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Jæja. Þá hefur Ísraelum tekist að ganga fram af manni einu sinni enn. Ekki vegna þess að maður hafi til þeirra miklar væntingar; þeir hafa fyrir löngu sýnt að þeir láta sér fátt fyrir brjósti brenna. En einhvern veginn bjóst maður ekki við að þeir sykkju eins lágt og raun ber vitni. En kannski átti maður ekki að verða hissa, ekki þegar Ísraelar eru annars vegar. Bakþankar 1.6.2010 09:06
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun