Bíó og sjónvarp Jólastjarnan Jólastjarnan er skemmtilegur og fræðandi mynddiskur (DVD) fyrir alla fjölskylduna. Þar er að finna 80 mínútur af fjölbreyttu efni sem byggir á boðskap jólanna. Að útgáfunni koma ýmsir lista- og fræðimenn í leikstjórn Gunnars I. Gunnsteinssonar en framleiðandi mynddisksins er Anna María Sigurðardóttir. Bíó og sjónvarp 30.11.2006 11:41 Frumsýning á Ráðskonu Bakkabræðra Laugardaginn 2. desember frumsýnir Leikfélag Hafnarfjarðar gamanleikinn Ráðskona Bakkabræðra eftir norska leikskáldið Oskar Braaten. Leikstjóri er Lárus Vilhjálmsson og taka 12 manns þátt í sýningunni. Bíó og sjónvarp 30.11.2006 11:26 Enn leitað að jólunum Leikritið Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson við tónlist Árna Egilssonar naut mikilla vinsælda á fjölum Þjóðleikhússins í fyrra en verkið hefur nú verið tekið til sýninga á ný. Sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem besta barnaleiksýning ársins í fyrra. Bíó og sjónvarp 30.11.2006 10:30 Heimildamynd um Slavoj Zizek Í kvöld verður tekin til sýninga í ReykjavíkurAkademíunni heimildamyndin ZIZEK! En hún fjallar um heimspekinginn Slavoj Zizek sem er af mörgum talinn eins konar poppstjarna í heimi pólitískrar sálgreiningar. Bíó og sjónvarp 30.11.2006 10:23 Da Vinci tvö að koma Nýjustu fregnir úr Hollywood herma að framahald af kvikmyndinni The DA Vinci Code sé væntanlegt. Búið er að greiða handritshöfunduinum Akiva Goldman næstum fjóra milljón dollara fyrir að skrifa handritið að framhaldsmynd, en að öllum líkindum verður bókin Englar og djöflar sem verður fyrirmyndin. Bíó og sjónvarp 29.11.2006 12:45 Samúræjar með sexhleypur Vestrinn The Magnificent Seven er nú fáanlegur í veglegri tveggja diska útgáfu. Þessi stjörnum prýdda mynd er fyrir löngu orðin sígild og er almennt talinn síðasti vestrinn af gamla skólanum en Sergio Leone kom í kjölfarið til sögunnar og endurskilgreindi kvikmyndagreinina. Bíó og sjónvarp 29.11.2006 00:01 Ófeigum verður ekki í hel komið Hasarmyndin Die Hard sló hressilega í gegn árið 1988 og ekki að ósekju þar sem um frábæra hasarmynd er að ræða. Bruce Willis sýndi þarna á sér nýja hlið eftir að hafa gert það gott í gamanþátttunum Moonlighting. Hann hefur verið einn helsti harðhausinn í Hollywood frá því hann stútaði 12 hryðjuverkamönnum í Nakatomi byggingunni, berfættur í hvítum hlýrabol. Bíó og sjónvarp 29.11.2006 00:01 Kemur til greina að endurskoða Edduverðlaunin Rýr hlutur kvenna á nýafstaðinni Eddu-verðlaunahátíð vakti mikla athygli og hefur nú leitt til þess að konur innan kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sitja á rökstólum og íhuga sinn hlut. Bíó og sjónvarp 28.11.2006 11:45 Fettuchini og framhjáhald Ítalir hafa oftar unnið óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu mynd en nokkur önnur þjóð, þótt Frakkar hafi oftar verið tilnefndir. Þrátt fyrir það er sorglega sjaldgæft að ítalskar myndir rati hér í bíó. Úr því er þó bætt þessa dagana, því ítölsk kvikmyndahátíð stendur nú yfir í Háskólabíói. Sérstakri athygli er beint að leikstjóranum Pupi Avati. Bíó og sjónvarp 28.11.2006 09:00 Ævintýrið um Augastein Leikhópurinn Á senunni kemur enn aftur með jólaleiksýninguna Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson. Tvær almennar sýningar verða, sunnudagana 10. og 17. desember kl. 16.00 í Tjarnarbíói í Reykjavík. Bíó og sjónvarp 21.11.2006 10:50 Mýrin slær aðsóknarmet Mýrin heldur áfram sigurgöngu sinni og er orðin aðsóknarmesta mynd ársins, hefur slegið út kafla tvö í þríleik Disney um afturgengna sjóræningja í Karabíska hafinu. Þegar þetta er ritað um miðjan dag á sunnudegi hafa sjötíu þúsund kvikmyndahúsagestir séð gerð Baltasar Kormáks af sakamálasögu Arnaldar Indriðasonar. Bíó og sjónvarp 20.11.2006 14:45 Leitað að íslenskri Janis Joplin Leit stendur yfir að leikkonum til að fara með hlutverk bandarísku söngkonunnar Janis Joplin í nýju leikriti sem verður frumsýnt á Nasa um áramótin. Bíó og sjónvarp 20.11.2006 13:30 Þetta verður kvöldið hans Péturs “Hvaaaa, neineineineineinei... ég verð ekki fullur. Geri allt svona sóber,” segir Pétur Jóhann Sigfússon. Hann mun standa í eldlínunni í kvöld ásamt Ragnhildi Steinunni þegar þau verða kynnar í því sem hlýtur að teljast einn hápunkta samkvæmislífsins í henni Reykjavík. Bíó og sjónvarp 19.11.2006 14:00 Sófakynslóð frumsýnd Heimildarmyndin Sófakynslóðin – heimildarmynd um aktívisma á Íslandi, verður frumsýnd í Háskólabíói í dag. Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson gerðu myndina og er ætlun þeirra að vekja áhuga ungmenna á því að hafa áhrif á samfélag sitt með ýmiss konar aðferðum. Myndin hefst klukkan 13.00 í sal 3 og er ókeypis inn. Myndin verður síðan sýnd í framhaldsskólum víða um land. Bíó og sjónvarp 18.11.2006 16:00 Slær met í Bretlandi Nýjasta Bond-myndin, Casino Royale, náði inn meiri peningum á sínum fyrsta sýningardegi í Bretlandi en nokkur önnur Bond-mynd. Alls seldust 1,7 milljón miðar á myndina. Er það tvöfalt meira en keypt var á fyrsta sýningardegi Bond-myndarinnar Die Another Day, sem átti fyrra metið. Bíó og sjónvarp 18.11.2006 15:00 Sacha Baron felur sig á bak við Borat Sacha Baron Cohen, sem leikur fréttamanninn umdeilda Borat í nýrri gamanmynd, segist ekki geta komið sjálfum sér eða öðrum í vandræðalega aðstöðu ef hann væri ekki að leika persónu. Bíó og sjónvarp 17.11.2006 13:00 Nýi kvikmyndasamningurinn Rétt ár er liðið frá því menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, lýsti því yfir í beinni útsendingu á Eddunni að hún vildi endurnýja samkomulag við hagsmunaaðila í kvikmyndaiðnaði, en þá hafði það runnið út nær tíu mánuðum fyrr. Bíó og sjónvarp 17.11.2006 12:45 Þrumufleygurinn Craig Bond er kominn aftur með látum og hefur aldrei verið betri. Það þarf að leita allt aftur til From Russia With Love til þess að finna jafningja Casino Royale. Bíó og sjónvarp 17.11.2006 00:01 Ævintýrin gerast ennn ,Harry Potter verður í jólafríi þetta árið en þeir sem þrá alvöru ævintýri í bíó um jólin þurfa ekki að örvænta. Eragon mun fylla skarðið en rétt eins og Harry Potter þá byggir hún á vinsælli ævintýrabók. Þá eru tökur á Gyllta áttavitanum í fullum gangi en þessi fyrsta mynd sem byggir á vinsælum þríleik Philips Pullman verður jólamynd ársins 2007. Bíó og sjónvarp 16.11.2006 17:30 Skuggaleikur hjá Óperunni Óperan Skuggaleikur, ný íslensk ópera eftir Karólínu Eiríksdóttur og Sjón, verður frumsýnd í Íslensku óperunni laugardaginn 18. nóvember kl. 20.00. Bíó og sjónvarp 16.11.2006 17:00 Þjóð í hlekkjum hugarfarsins Kvikmyndaklúbburinn Kviksaga sem starfar innan Reykjavíkurakademíunnar sýnir í kvöld fyrsta þáttinn og brot úr seinni þáttunum þremur af leikinni heimildamynd, Þjóð í hlekkjum hugarfarsins, eftir Baldur Hermannsson. Jón Þór Pétursson sagnfræðingur mun jafnframt fjalla um efni þáttaraðarinnar og viðbrögð við henni. Röðin var sýnd í Ríkissjónvarpinu vorið 1993 og var í fjórum þáttum. Bíó og sjónvarp 16.11.2006 16:45 Sérstakar sýningar fyrir heyrnarskerta Kvikmyndin Börn verður sýnd í Háskólabíói dagana 17., 18. og 19. nóvember með íslenskum texta en samkvæmt fréttatilkynningu sem leikhópurinn Vesturport sendi frá sér vill hópurinn með þessu koma til móts við heyrnarskerta og heyrnarlausa áhorfendur sem áhuga hafa á að sjá myndina. Tveir sýningartímar eru á Börnum umrædda daga, klukkan 20.00 og 22.00. Bíó og sjónvarp 16.11.2006 14:30 Casino Royale frumsýnd í London Þúsundir aðdáenda njósnara hennar hátignar, 007, söfnuðust saman við Leicester-torg þegar nýjasta James Bond-myndin Casino Royale var frumsýnd í London. Bíó og sjónvarp 16.11.2006 12:15 Hristur, hrærður og í banastuði Tuttugasta og fyrsta James Bond myndin, Casino Royale, verður frumsýnd um víða veröld á morgun og Ísland er vitaskuld engin undantekning. Myndarinnar hefur verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu enda stígur Daniel Craig sín fyrstu spor sem Bond í henni. Bíó og sjónvarp 16.11.2006 11:30 Beyoncé og Eva saman Söngkonan Beyoncé Knowles og leikkonan Eva Longoria eru í samningaviðræðum um að leika lesbískar ástkonur í kvikmyndinni Tipping the Velvet. Bíó og sjónvarp 16.11.2006 08:30 Barist um Frank-N-Furter Rokksýningin Rocky Horr-or hefur verið vinsæl hjá bæði áhugaleikhópum og atvinnuleikhúsum. Ekki fær þó hver sem er að bregða sér í hlutverk Frank- N-Furter. Sigurður Kaiser setur verkið upp eftir áramót. Bíó og sjónvarp 15.11.2006 09:00 Vesalingar á Broadway Vesalingarnir koma aftur upp á Broadway í nóvember og hefjast forsýningar aðra helgi. Eru sýningar áætlaðar í sex mánuði. Það er sama gengið sem stendur að sýningunni og vann upphaflegu sviðsetninguna fyrir RSC sem frumsýnd var síðla árs 1985. Sú sviðsetning flutti síðan í West End og á Broadway. Þar gekk hún frá 1987 til 2003. Bíó og sjónvarp 14.11.2006 16:30 Orrustan um Alsír sýnd Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Battaglia di Algeri. Í kvöld og á laugardag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafnsins. Bíó og sjónvarp 14.11.2006 13:30 Heiðraður af Dönum Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson fær enn eina rósina í hnappagatið en tilkynnt hefur verið að leikstjórinn hljóti hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun sem afhent verða 22. nóvember næstkomandi. Bíó og sjónvarp 14.11.2006 10:30 Gaza-ströndin Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir sýningu á kvikmyndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, í kvöld. Hljómsveitin Retro Stefson mun leika nokkur lög áður en sýningin hefst og Sveinn Rúnar Hauksson læknir heldur stutta tölu um aðskilnaðarmúrinn sem risinn er á herteknu palestínsku landi og ástandið á Gaza. Bíó og sjónvarp 14.11.2006 09:30 « ‹ 131 132 133 134 135 136 137 138 139 … 139 ›
Jólastjarnan Jólastjarnan er skemmtilegur og fræðandi mynddiskur (DVD) fyrir alla fjölskylduna. Þar er að finna 80 mínútur af fjölbreyttu efni sem byggir á boðskap jólanna. Að útgáfunni koma ýmsir lista- og fræðimenn í leikstjórn Gunnars I. Gunnsteinssonar en framleiðandi mynddisksins er Anna María Sigurðardóttir. Bíó og sjónvarp 30.11.2006 11:41
Frumsýning á Ráðskonu Bakkabræðra Laugardaginn 2. desember frumsýnir Leikfélag Hafnarfjarðar gamanleikinn Ráðskona Bakkabræðra eftir norska leikskáldið Oskar Braaten. Leikstjóri er Lárus Vilhjálmsson og taka 12 manns þátt í sýningunni. Bíó og sjónvarp 30.11.2006 11:26
Enn leitað að jólunum Leikritið Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson við tónlist Árna Egilssonar naut mikilla vinsælda á fjölum Þjóðleikhússins í fyrra en verkið hefur nú verið tekið til sýninga á ný. Sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem besta barnaleiksýning ársins í fyrra. Bíó og sjónvarp 30.11.2006 10:30
Heimildamynd um Slavoj Zizek Í kvöld verður tekin til sýninga í ReykjavíkurAkademíunni heimildamyndin ZIZEK! En hún fjallar um heimspekinginn Slavoj Zizek sem er af mörgum talinn eins konar poppstjarna í heimi pólitískrar sálgreiningar. Bíó og sjónvarp 30.11.2006 10:23
Da Vinci tvö að koma Nýjustu fregnir úr Hollywood herma að framahald af kvikmyndinni The DA Vinci Code sé væntanlegt. Búið er að greiða handritshöfunduinum Akiva Goldman næstum fjóra milljón dollara fyrir að skrifa handritið að framhaldsmynd, en að öllum líkindum verður bókin Englar og djöflar sem verður fyrirmyndin. Bíó og sjónvarp 29.11.2006 12:45
Samúræjar með sexhleypur Vestrinn The Magnificent Seven er nú fáanlegur í veglegri tveggja diska útgáfu. Þessi stjörnum prýdda mynd er fyrir löngu orðin sígild og er almennt talinn síðasti vestrinn af gamla skólanum en Sergio Leone kom í kjölfarið til sögunnar og endurskilgreindi kvikmyndagreinina. Bíó og sjónvarp 29.11.2006 00:01
Ófeigum verður ekki í hel komið Hasarmyndin Die Hard sló hressilega í gegn árið 1988 og ekki að ósekju þar sem um frábæra hasarmynd er að ræða. Bruce Willis sýndi þarna á sér nýja hlið eftir að hafa gert það gott í gamanþátttunum Moonlighting. Hann hefur verið einn helsti harðhausinn í Hollywood frá því hann stútaði 12 hryðjuverkamönnum í Nakatomi byggingunni, berfættur í hvítum hlýrabol. Bíó og sjónvarp 29.11.2006 00:01
Kemur til greina að endurskoða Edduverðlaunin Rýr hlutur kvenna á nýafstaðinni Eddu-verðlaunahátíð vakti mikla athygli og hefur nú leitt til þess að konur innan kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sitja á rökstólum og íhuga sinn hlut. Bíó og sjónvarp 28.11.2006 11:45
Fettuchini og framhjáhald Ítalir hafa oftar unnið óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu mynd en nokkur önnur þjóð, þótt Frakkar hafi oftar verið tilnefndir. Þrátt fyrir það er sorglega sjaldgæft að ítalskar myndir rati hér í bíó. Úr því er þó bætt þessa dagana, því ítölsk kvikmyndahátíð stendur nú yfir í Háskólabíói. Sérstakri athygli er beint að leikstjóranum Pupi Avati. Bíó og sjónvarp 28.11.2006 09:00
Ævintýrið um Augastein Leikhópurinn Á senunni kemur enn aftur með jólaleiksýninguna Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson. Tvær almennar sýningar verða, sunnudagana 10. og 17. desember kl. 16.00 í Tjarnarbíói í Reykjavík. Bíó og sjónvarp 21.11.2006 10:50
Mýrin slær aðsóknarmet Mýrin heldur áfram sigurgöngu sinni og er orðin aðsóknarmesta mynd ársins, hefur slegið út kafla tvö í þríleik Disney um afturgengna sjóræningja í Karabíska hafinu. Þegar þetta er ritað um miðjan dag á sunnudegi hafa sjötíu þúsund kvikmyndahúsagestir séð gerð Baltasar Kormáks af sakamálasögu Arnaldar Indriðasonar. Bíó og sjónvarp 20.11.2006 14:45
Leitað að íslenskri Janis Joplin Leit stendur yfir að leikkonum til að fara með hlutverk bandarísku söngkonunnar Janis Joplin í nýju leikriti sem verður frumsýnt á Nasa um áramótin. Bíó og sjónvarp 20.11.2006 13:30
Þetta verður kvöldið hans Péturs “Hvaaaa, neineineineineinei... ég verð ekki fullur. Geri allt svona sóber,” segir Pétur Jóhann Sigfússon. Hann mun standa í eldlínunni í kvöld ásamt Ragnhildi Steinunni þegar þau verða kynnar í því sem hlýtur að teljast einn hápunkta samkvæmislífsins í henni Reykjavík. Bíó og sjónvarp 19.11.2006 14:00
Sófakynslóð frumsýnd Heimildarmyndin Sófakynslóðin – heimildarmynd um aktívisma á Íslandi, verður frumsýnd í Háskólabíói í dag. Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson gerðu myndina og er ætlun þeirra að vekja áhuga ungmenna á því að hafa áhrif á samfélag sitt með ýmiss konar aðferðum. Myndin hefst klukkan 13.00 í sal 3 og er ókeypis inn. Myndin verður síðan sýnd í framhaldsskólum víða um land. Bíó og sjónvarp 18.11.2006 16:00
Slær met í Bretlandi Nýjasta Bond-myndin, Casino Royale, náði inn meiri peningum á sínum fyrsta sýningardegi í Bretlandi en nokkur önnur Bond-mynd. Alls seldust 1,7 milljón miðar á myndina. Er það tvöfalt meira en keypt var á fyrsta sýningardegi Bond-myndarinnar Die Another Day, sem átti fyrra metið. Bíó og sjónvarp 18.11.2006 15:00
Sacha Baron felur sig á bak við Borat Sacha Baron Cohen, sem leikur fréttamanninn umdeilda Borat í nýrri gamanmynd, segist ekki geta komið sjálfum sér eða öðrum í vandræðalega aðstöðu ef hann væri ekki að leika persónu. Bíó og sjónvarp 17.11.2006 13:00
Nýi kvikmyndasamningurinn Rétt ár er liðið frá því menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, lýsti því yfir í beinni útsendingu á Eddunni að hún vildi endurnýja samkomulag við hagsmunaaðila í kvikmyndaiðnaði, en þá hafði það runnið út nær tíu mánuðum fyrr. Bíó og sjónvarp 17.11.2006 12:45
Þrumufleygurinn Craig Bond er kominn aftur með látum og hefur aldrei verið betri. Það þarf að leita allt aftur til From Russia With Love til þess að finna jafningja Casino Royale. Bíó og sjónvarp 17.11.2006 00:01
Ævintýrin gerast ennn ,Harry Potter verður í jólafríi þetta árið en þeir sem þrá alvöru ævintýri í bíó um jólin þurfa ekki að örvænta. Eragon mun fylla skarðið en rétt eins og Harry Potter þá byggir hún á vinsælli ævintýrabók. Þá eru tökur á Gyllta áttavitanum í fullum gangi en þessi fyrsta mynd sem byggir á vinsælum þríleik Philips Pullman verður jólamynd ársins 2007. Bíó og sjónvarp 16.11.2006 17:30
Skuggaleikur hjá Óperunni Óperan Skuggaleikur, ný íslensk ópera eftir Karólínu Eiríksdóttur og Sjón, verður frumsýnd í Íslensku óperunni laugardaginn 18. nóvember kl. 20.00. Bíó og sjónvarp 16.11.2006 17:00
Þjóð í hlekkjum hugarfarsins Kvikmyndaklúbburinn Kviksaga sem starfar innan Reykjavíkurakademíunnar sýnir í kvöld fyrsta þáttinn og brot úr seinni þáttunum þremur af leikinni heimildamynd, Þjóð í hlekkjum hugarfarsins, eftir Baldur Hermannsson. Jón Þór Pétursson sagnfræðingur mun jafnframt fjalla um efni þáttaraðarinnar og viðbrögð við henni. Röðin var sýnd í Ríkissjónvarpinu vorið 1993 og var í fjórum þáttum. Bíó og sjónvarp 16.11.2006 16:45
Sérstakar sýningar fyrir heyrnarskerta Kvikmyndin Börn verður sýnd í Háskólabíói dagana 17., 18. og 19. nóvember með íslenskum texta en samkvæmt fréttatilkynningu sem leikhópurinn Vesturport sendi frá sér vill hópurinn með þessu koma til móts við heyrnarskerta og heyrnarlausa áhorfendur sem áhuga hafa á að sjá myndina. Tveir sýningartímar eru á Börnum umrædda daga, klukkan 20.00 og 22.00. Bíó og sjónvarp 16.11.2006 14:30
Casino Royale frumsýnd í London Þúsundir aðdáenda njósnara hennar hátignar, 007, söfnuðust saman við Leicester-torg þegar nýjasta James Bond-myndin Casino Royale var frumsýnd í London. Bíó og sjónvarp 16.11.2006 12:15
Hristur, hrærður og í banastuði Tuttugasta og fyrsta James Bond myndin, Casino Royale, verður frumsýnd um víða veröld á morgun og Ísland er vitaskuld engin undantekning. Myndarinnar hefur verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu enda stígur Daniel Craig sín fyrstu spor sem Bond í henni. Bíó og sjónvarp 16.11.2006 11:30
Beyoncé og Eva saman Söngkonan Beyoncé Knowles og leikkonan Eva Longoria eru í samningaviðræðum um að leika lesbískar ástkonur í kvikmyndinni Tipping the Velvet. Bíó og sjónvarp 16.11.2006 08:30
Barist um Frank-N-Furter Rokksýningin Rocky Horr-or hefur verið vinsæl hjá bæði áhugaleikhópum og atvinnuleikhúsum. Ekki fær þó hver sem er að bregða sér í hlutverk Frank- N-Furter. Sigurður Kaiser setur verkið upp eftir áramót. Bíó og sjónvarp 15.11.2006 09:00
Vesalingar á Broadway Vesalingarnir koma aftur upp á Broadway í nóvember og hefjast forsýningar aðra helgi. Eru sýningar áætlaðar í sex mánuði. Það er sama gengið sem stendur að sýningunni og vann upphaflegu sviðsetninguna fyrir RSC sem frumsýnd var síðla árs 1985. Sú sviðsetning flutti síðan í West End og á Broadway. Þar gekk hún frá 1987 til 2003. Bíó og sjónvarp 14.11.2006 16:30
Orrustan um Alsír sýnd Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Battaglia di Algeri. Í kvöld og á laugardag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafnsins. Bíó og sjónvarp 14.11.2006 13:30
Heiðraður af Dönum Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson fær enn eina rósina í hnappagatið en tilkynnt hefur verið að leikstjórinn hljóti hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun sem afhent verða 22. nóvember næstkomandi. Bíó og sjónvarp 14.11.2006 10:30
Gaza-ströndin Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir sýningu á kvikmyndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, í kvöld. Hljómsveitin Retro Stefson mun leika nokkur lög áður en sýningin hefst og Sveinn Rúnar Hauksson læknir heldur stutta tölu um aðskilnaðarmúrinn sem risinn er á herteknu palestínsku landi og ástandið á Gaza. Bíó og sjónvarp 14.11.2006 09:30