Enski boltinn

Fabinho og Alisson klára sóttkví á Spáni

Brasilísku knattspynumennirnir Fabinho og Alisson Becker, sem báðir leika með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, munu ferðast til Spánar að yfirstandandi landsliðsverkefni loknu þar sem þeir munu klára sóttkví. Þeir munu því ekki vera með liðinu þegar Liverpool mætir Watford í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Enski boltinn

Greindist með eitil­frumu­krabba­mein

David Brooks, leikmaður AFC Bournemouth í ensku B-deildinni í knattspyrnu og landsliðsmaður Wales, greindist með eitilfrumukrabbamein á öðru stigi. Greindi hann sjálfur frá veikindunum á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Enski boltinn

Newcastle komið í eigu Sádi-Araba

Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár.

Enski boltinn