Enski boltinn

Lukaku: „Við stjórnuðum leiknum“

Romelu Lukaku skoraði sitt fyrsta mark í ensku úvalsdeildinni eftir endurkomu sína til Chelsea í 2-0 sigri gegn Arsenal í dag. Hann segir liðið hafi stjórnað leiknum og að þeir hefðu getað skorað meira.

Enski boltinn

Greenwood bjargaði stigi fyrir United

Southampton og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli er þau mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á St. Mary's á suðurströnd Englands í dag. Mark Masons Greenwood bjargaði stigi fyrir United.

Enski boltinn

Grealish komst á blað í stórsigri City

Englandsmeistarar Manchester City eru komnir á sigurbraut eftir 5-0 heimasigur á nýliðum Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jack Grealish skoraði sitt fyrsta mark fyrir City eftir skiptin frá Aston Villa í sumar.

Enski boltinn

Rúnar Alex, Aubameyang og Lacazette með veiruna

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og liðsfélagar hans hjá Arsenal, Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette, voru ekki í leikmannahópi Arsenal sem tapaði gegn nýliðum Brentford um helgina vegna veikinda. Nú hefur það verið staðfest að þeir greindust með kórónaveiruna.

Enski boltinn

Ødega­ard búinn að semja við Arsenal

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að festa kaup á norska sóknartengiliðnum Martin Ødegaard. Skrifar hann undir fimm ára samning við félagið. Sá norski mun kosta Arsenal tæplega 40 milljónir evra. 

Enski boltinn

Ødegaard nálgast Arsenal

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að ganga frá samningum við Real Madrid um kaup á Norðmanninum Martin Ødegaard. Ødegaard var á láni hjá Lundúnaliðinu á seinasta tímabili.

Enski boltinn