Formúla 1 Formúla 1 á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin Undirritaður hefur verið nýr samningur milli 365 miðla og eiganda Formúlu 1 keppninnar um áframhaldandi sjónvarpsrétt til næstu þriggja ára samkvæmt fréttatilkynningu frá 365 miðlum. Formúla 1 20.10.2010 15:27 Malbikið á nýrri braut ekki vandamál segir hönnuðurinn Tilke Sumir Formúlu 1 ökumenn hafa áhyggjur af því að malbikið á nýju brautinni í Suður Kóreu sem verður notuð um helgina geti orðið til vandræða, þar sem hún var malbikuð fyrir skömmu. En hönnuður brautarinnar, Hermann Tilke telur að allt muni ganga upp og sleipt nýtt malbikið muni auka tilþrifin um helgina. Tilke sagði í samtali við autosport.com að í hans augum yrði það ekki vandamál. Formúla 1 20.10.2010 14:58 Button: Brautin í Suður Kóreu áhugaverð Jenson Button á enn möguleika í meistaraslagnum eins og fjórir aðrir ökumenn, en hann er núverandi meistari. Hann keppir eins og aðrir á nýrri braut í Suður Kóreu um næstu helgi. Formúla 1 19.10.2010 16:07 Massa vill hafa áhrif í titilslagnum Felipe Massa hjá Ferrari ætlar að gera sitt besta í Suður Kóreu um næstu helgi til aðstoðar Ferrari í titilslagnum, en Fernando Alonso hjá Ferrari er í öðru sæti í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel sem ekur með Red Bull. Báðir eru 14 stigum á eftir Mark Webber hjá Red Bull í stigakeppninni. Red Bull er í forystu í stigamóti bílasmiða, á undan Mercedes og Ferrari. Formúla 1 19.10.2010 15:37 Schumacher fylgjandi nýjum mótssvæðum Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta á nýtt Formúlu 1 mótssvæði í Suður Kóreu í vikunni fyrir hönd Mercedes og keppa á nýrri braut sem þeir hafa ekki séð áður, fremur en aðrir ökumenn. Allir munu því standa jafnfætis á fyrstu æfingum á föstudaginn. Formúla 1 18.10.2010 15:29 Hamilton: Á enn möguleika á titlinum Bretinn Lewis Hamilton telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé í fjórða sæti í stigamótinu þegar þremur mótum er ólokið. Keppt verður í Suður Kóreu um næstu helgi, en Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. Formúla 1 18.10.2010 13:45 Petrov spenntur fyrir mótinu í Rússlandi Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault keppir í Suður Kóreu um næstu helgi, þar sem keppt verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Hann er líka spenntur fyrir mótinu í Rússlandi sem á að fara fram árið 2014, en tilkynnt var um mótið fyrir helgina. Formúla 1 18.10.2010 13:17 Mikilvægt að keppa í nýjum löndum Ross Brawn, eigandi meistaraliðsins í Formúlu 1 í fyrra segir það áhugavert verkefni að takast á við nýja Formúlu 1 braut í Suður Kóreu um aðra helgi. Í gær var tilkynnt um mótshald í Rússlandi frá 2014 og Brawn telur mikilvægt að farið sé til nýrra landa með íþróttina, en keppt verður í Indlandi í fyrsta skipti á næsta ári. Formúla 1 15.10.2010 14:40 Engin uppgjöf hjá McLaren í titilslagnum Martin Whitmarsh, forstjóri McLaren segir að það væri ekki gáfulegt hjá keppinautum sínum um Formúlu 1 titlanna að afskrifa lið sitt. Lewis Hamilton og Jenson Button eru í þriðja og fimmta sæti í stigamótinu, en keppinautar þeirra komust allir á verðlaunapall í síðustu keppni. Formúla 1 15.10.2010 13:33 Ferrari styður við bakið á Massa Brasilíumanninum Felipe Massa hefur ekki gengið sérlega vel í Formúlu 1 á þessu ári og féll úr leik í síðustu keppni skömmu eftir ræsingu. Hann lenti í árekstri eftir að hafa ræst óvenju aftarlega af stað í mótinu. Formúla 1 15.10.2010 12:52 Rússar borga 4.4 miljarða á ári fyrir Formúlu 1 mótshald Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands er ánægður með langtímasamning um Formúlu 1 mótshald í Rússlandi, en Bernie Ecclestone gekk í dag frá samningum þess efnis. Mót verða við ferðamannabæinn Socchi frá árinu 2014-2020. Formúla 1 14.10.2010 17:29 Nýliði Sauber byrjaði að keppa sex ára Mexíkaninn Sergio Perez heimsótti Sauber liðið sem hann keppir með á næsta ári og skoðaði aðstæður, en hann verður liðsfélagi Kamui Kobayashi sem vakti mikla lukku í japanska kappakstrinum um síðustu helgi. Formúla 1 14.10.2010 13:50 Formúla 1 í Rússlandi frá 2014-2020 Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin segir að búið sé að semja við Bernie Ecclestone um Formúlu 1 mótshald í Rússlandi frá 2014-2020. Mótið verður við ferðamannabæinn Sochi við Svarta hafið. Formúla 1 14.10.2010 12:53 Button ætlar að taka áhættu Möguleikar Jenson Button á að verja meistaratitil ökumanna í ár fara þverrandi, eftir að hann komst ekki á verðalaunapall í síðustu keppni. Aðeins þrjú mót eru eftir og hann er í fimmta sæti í stigamótinu, en á enn möguleika á titlinum. Formúla 1 13.10.2010 16:32 Alonso mun sækja til sigurs í Kóreu Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitili ökumanna og aðeins þremur mótum er ólokið. Næsta keppni fer fram á nýrri braut í Suður Kóreu, sem engin hefur keppt á og Fernando Alonso hjá Ferrari telur að lið sitt verði að sækja til sigurs. Mótð fer fram 24. október. Formúla 1 13.10.2010 14:10 Schumacher orðinn snarari í snúningum Gengi Michael Schumacher hefur ekki verið eins gott og áhangendur hans vonuðu í Formúlu 1 mótum ársins. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst hraðskreiður og hann segist sjálfur hafa þurft tíma til að finna rétta taktinn. Formúla 1 13.10.2010 13:43 Baráttugleði Kobayashi heillaði í Japan Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúlu 1 liðinu sló í gegn á heimavelli í japanska kappakstrinum á sunnudaginn. Hann sýndi dirfskufull tilþrif í mótinu og fór framúr mörgum keppinautum á leið í sjöunda sætið. Sauber menn vona að framganga hans verði til að japanskir aðilar vilji styðja við Kobayashi í framtíðinni. Formúla 1 12.10.2010 10:43 FIA samþykkti brautina í Suður Kóreu Alþjóðabílasambandið, FIA samþykkti í dag að Formúlu 1 mót fari fram um aðra helgi á nýtti braut í Suður Kóreu, en nokkur virtist á reiki hvort af því yrði. Tafir við frágang brautarinnar urðu til þess að umræða um að slá mótið af kom upp síðustu vikurnar. Formúla 1 12.10.2010 09:08 Árangur í tímatökum lykill að titlinum Stefano Domenicali, yfirmaður Formúlu 1 liðs Ferrari telur það að ná góðum árangri í tímatökum í Formúlu 1 í þeim þremur mótum sem eftir eru verði lykillinn að því að landa meistaratitlinum. Fimm ökumenn eiga möguleika á titli ökumanna. Formúla 1 11.10.2010 15:30 Titilmöguleikar McLaren fara minnkandi Möguleikar McLaren ökumanna í Formúlu 1 á því að vinna meistaratitilinn í minnkuðu talsvert þegar keppinautar þeirra röðuðu sér í þrjú efstu sætin í kappakstrinum í Japan á sunnudag. Formúla 1 11.10.2010 14:51 Webber og Vettel fá sama stuðning Christian Horner, yfirmaður Red Bull telur að það sé liðinu til framdráttar að vera með tvo ökumenn í titilslagnum, en Mark Webber og Sebastian Vettel eiga báðir möguleika á titlinum. Vettel vann japanska kappaksturinn á sunnudaginn, en Webber varð annar í mótinu. Formúla 1 11.10.2010 14:17 Webber jók forskotið í stigamótinu Mark Webber er kominn með 14 stiga forskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna eftir að hafa náð öðru sæti í mótinu í Singapúr í dag. Formúla 1 10.10.2010 12:50 Vettel: Stoltur af sigrinum Sebastian Vettel bætti stöðu sína í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 í dag með sigri á Suzuka brautinni í Japan. Hann er með 206 stig, eins og Fernando Alonso, en Mark Webber er efstur með 220 stig. Formúla 1 10.10.2010 12:17 Tvöfaldur sigur Red Bull í Japan Þjóðverjinn Sebastian Vettel og Ástralinn Mark Webber á Red Bull náðu fyrsta og öðru sæti í japanska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji, en Webber jók stigaforskot sitt í stigakeppni ökmanna úr 11 stigum í 14 með árangri sínum. Formúla 1 10.10.2010 09:09 Vettel stefnir á sigur á Suzuka Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu á Suzuka brautinni á Red Bull, en kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 05.30 í dag og verður endursýndur í hádeginu. Vettel vann sama mót í fyrra. Formúla 1 10.10.2010 04:53 Vettel fremstur á ráslínu í Japan Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í japanska kappakstrinum sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 05.30. Formúla 1 10.10.2010 02:32 Hamilton fær refsingu í Japan Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu eftir tímatökuna á Suzuka brautinni sem verður í nótt, fimm tímum á undan kappakstrinum. Tímatökunni var frestað s.l. nótt vegna vatnselgs á brautinni, en hún verður sýnd kl. 00.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 00.45 eftir miðnætti. Formúla 1 9.10.2010 13:37 Vettel: Rétt að fresta tímatökunni Sebastian Vettel var sáttur við að tímatökunni sem átti að vera á Suzuka brautinni í Japan í nótt var frestað vegna veðurs, en mikill vatnselgur var á brautinni. Hann var fljótastur á tveimur æfingum á föstudag og vann mótið á Suzuka í fyrra. Formúla 1 9.10.2010 12:43 Formúlu 1 tímatöku frestað til aðfaranætur sunnudags Tímatökunni fyrir Formúlu 1 mótið í Suzuka í Japan hefur verið frestað til aðfaranætur sunnudags og verður hún 5 klukkutímum áður en kappaksturinn hefst. Tímatakan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport rétt eins og kappaksturinn. Formúla 1 9.10.2010 06:49 Úrhelli stöðvaði æfingu á Suzuka Aðeins tveir ökumenn óku Suzuka brautina á æfingum keppnisliða í nótt í Japan vegna úrhellisrigningar og óljóst er hvort hægt verður að framkvæma tímatökuna. Spáð er enn verra veðri og keppnislið verða að bíða eftir ákvörðun mótshaldara hvað þetta varðar. Formúla 1 9.10.2010 03:40 « ‹ 98 99 100 101 102 103 104 105 106 … 151 ›
Formúla 1 á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin Undirritaður hefur verið nýr samningur milli 365 miðla og eiganda Formúlu 1 keppninnar um áframhaldandi sjónvarpsrétt til næstu þriggja ára samkvæmt fréttatilkynningu frá 365 miðlum. Formúla 1 20.10.2010 15:27
Malbikið á nýrri braut ekki vandamál segir hönnuðurinn Tilke Sumir Formúlu 1 ökumenn hafa áhyggjur af því að malbikið á nýju brautinni í Suður Kóreu sem verður notuð um helgina geti orðið til vandræða, þar sem hún var malbikuð fyrir skömmu. En hönnuður brautarinnar, Hermann Tilke telur að allt muni ganga upp og sleipt nýtt malbikið muni auka tilþrifin um helgina. Tilke sagði í samtali við autosport.com að í hans augum yrði það ekki vandamál. Formúla 1 20.10.2010 14:58
Button: Brautin í Suður Kóreu áhugaverð Jenson Button á enn möguleika í meistaraslagnum eins og fjórir aðrir ökumenn, en hann er núverandi meistari. Hann keppir eins og aðrir á nýrri braut í Suður Kóreu um næstu helgi. Formúla 1 19.10.2010 16:07
Massa vill hafa áhrif í titilslagnum Felipe Massa hjá Ferrari ætlar að gera sitt besta í Suður Kóreu um næstu helgi til aðstoðar Ferrari í titilslagnum, en Fernando Alonso hjá Ferrari er í öðru sæti í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel sem ekur með Red Bull. Báðir eru 14 stigum á eftir Mark Webber hjá Red Bull í stigakeppninni. Red Bull er í forystu í stigamóti bílasmiða, á undan Mercedes og Ferrari. Formúla 1 19.10.2010 15:37
Schumacher fylgjandi nýjum mótssvæðum Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta á nýtt Formúlu 1 mótssvæði í Suður Kóreu í vikunni fyrir hönd Mercedes og keppa á nýrri braut sem þeir hafa ekki séð áður, fremur en aðrir ökumenn. Allir munu því standa jafnfætis á fyrstu æfingum á föstudaginn. Formúla 1 18.10.2010 15:29
Hamilton: Á enn möguleika á titlinum Bretinn Lewis Hamilton telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé í fjórða sæti í stigamótinu þegar þremur mótum er ólokið. Keppt verður í Suður Kóreu um næstu helgi, en Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. Formúla 1 18.10.2010 13:45
Petrov spenntur fyrir mótinu í Rússlandi Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault keppir í Suður Kóreu um næstu helgi, þar sem keppt verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Hann er líka spenntur fyrir mótinu í Rússlandi sem á að fara fram árið 2014, en tilkynnt var um mótið fyrir helgina. Formúla 1 18.10.2010 13:17
Mikilvægt að keppa í nýjum löndum Ross Brawn, eigandi meistaraliðsins í Formúlu 1 í fyrra segir það áhugavert verkefni að takast á við nýja Formúlu 1 braut í Suður Kóreu um aðra helgi. Í gær var tilkynnt um mótshald í Rússlandi frá 2014 og Brawn telur mikilvægt að farið sé til nýrra landa með íþróttina, en keppt verður í Indlandi í fyrsta skipti á næsta ári. Formúla 1 15.10.2010 14:40
Engin uppgjöf hjá McLaren í titilslagnum Martin Whitmarsh, forstjóri McLaren segir að það væri ekki gáfulegt hjá keppinautum sínum um Formúlu 1 titlanna að afskrifa lið sitt. Lewis Hamilton og Jenson Button eru í þriðja og fimmta sæti í stigamótinu, en keppinautar þeirra komust allir á verðlaunapall í síðustu keppni. Formúla 1 15.10.2010 13:33
Ferrari styður við bakið á Massa Brasilíumanninum Felipe Massa hefur ekki gengið sérlega vel í Formúlu 1 á þessu ári og féll úr leik í síðustu keppni skömmu eftir ræsingu. Hann lenti í árekstri eftir að hafa ræst óvenju aftarlega af stað í mótinu. Formúla 1 15.10.2010 12:52
Rússar borga 4.4 miljarða á ári fyrir Formúlu 1 mótshald Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands er ánægður með langtímasamning um Formúlu 1 mótshald í Rússlandi, en Bernie Ecclestone gekk í dag frá samningum þess efnis. Mót verða við ferðamannabæinn Socchi frá árinu 2014-2020. Formúla 1 14.10.2010 17:29
Nýliði Sauber byrjaði að keppa sex ára Mexíkaninn Sergio Perez heimsótti Sauber liðið sem hann keppir með á næsta ári og skoðaði aðstæður, en hann verður liðsfélagi Kamui Kobayashi sem vakti mikla lukku í japanska kappakstrinum um síðustu helgi. Formúla 1 14.10.2010 13:50
Formúla 1 í Rússlandi frá 2014-2020 Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin segir að búið sé að semja við Bernie Ecclestone um Formúlu 1 mótshald í Rússlandi frá 2014-2020. Mótið verður við ferðamannabæinn Sochi við Svarta hafið. Formúla 1 14.10.2010 12:53
Button ætlar að taka áhættu Möguleikar Jenson Button á að verja meistaratitil ökumanna í ár fara þverrandi, eftir að hann komst ekki á verðalaunapall í síðustu keppni. Aðeins þrjú mót eru eftir og hann er í fimmta sæti í stigamótinu, en á enn möguleika á titlinum. Formúla 1 13.10.2010 16:32
Alonso mun sækja til sigurs í Kóreu Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitili ökumanna og aðeins þremur mótum er ólokið. Næsta keppni fer fram á nýrri braut í Suður Kóreu, sem engin hefur keppt á og Fernando Alonso hjá Ferrari telur að lið sitt verði að sækja til sigurs. Mótð fer fram 24. október. Formúla 1 13.10.2010 14:10
Schumacher orðinn snarari í snúningum Gengi Michael Schumacher hefur ekki verið eins gott og áhangendur hans vonuðu í Formúlu 1 mótum ársins. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst hraðskreiður og hann segist sjálfur hafa þurft tíma til að finna rétta taktinn. Formúla 1 13.10.2010 13:43
Baráttugleði Kobayashi heillaði í Japan Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúlu 1 liðinu sló í gegn á heimavelli í japanska kappakstrinum á sunnudaginn. Hann sýndi dirfskufull tilþrif í mótinu og fór framúr mörgum keppinautum á leið í sjöunda sætið. Sauber menn vona að framganga hans verði til að japanskir aðilar vilji styðja við Kobayashi í framtíðinni. Formúla 1 12.10.2010 10:43
FIA samþykkti brautina í Suður Kóreu Alþjóðabílasambandið, FIA samþykkti í dag að Formúlu 1 mót fari fram um aðra helgi á nýtti braut í Suður Kóreu, en nokkur virtist á reiki hvort af því yrði. Tafir við frágang brautarinnar urðu til þess að umræða um að slá mótið af kom upp síðustu vikurnar. Formúla 1 12.10.2010 09:08
Árangur í tímatökum lykill að titlinum Stefano Domenicali, yfirmaður Formúlu 1 liðs Ferrari telur það að ná góðum árangri í tímatökum í Formúlu 1 í þeim þremur mótum sem eftir eru verði lykillinn að því að landa meistaratitlinum. Fimm ökumenn eiga möguleika á titli ökumanna. Formúla 1 11.10.2010 15:30
Titilmöguleikar McLaren fara minnkandi Möguleikar McLaren ökumanna í Formúlu 1 á því að vinna meistaratitilinn í minnkuðu talsvert þegar keppinautar þeirra röðuðu sér í þrjú efstu sætin í kappakstrinum í Japan á sunnudag. Formúla 1 11.10.2010 14:51
Webber og Vettel fá sama stuðning Christian Horner, yfirmaður Red Bull telur að það sé liðinu til framdráttar að vera með tvo ökumenn í titilslagnum, en Mark Webber og Sebastian Vettel eiga báðir möguleika á titlinum. Vettel vann japanska kappaksturinn á sunnudaginn, en Webber varð annar í mótinu. Formúla 1 11.10.2010 14:17
Webber jók forskotið í stigamótinu Mark Webber er kominn með 14 stiga forskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna eftir að hafa náð öðru sæti í mótinu í Singapúr í dag. Formúla 1 10.10.2010 12:50
Vettel: Stoltur af sigrinum Sebastian Vettel bætti stöðu sína í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 í dag með sigri á Suzuka brautinni í Japan. Hann er með 206 stig, eins og Fernando Alonso, en Mark Webber er efstur með 220 stig. Formúla 1 10.10.2010 12:17
Tvöfaldur sigur Red Bull í Japan Þjóðverjinn Sebastian Vettel og Ástralinn Mark Webber á Red Bull náðu fyrsta og öðru sæti í japanska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji, en Webber jók stigaforskot sitt í stigakeppni ökmanna úr 11 stigum í 14 með árangri sínum. Formúla 1 10.10.2010 09:09
Vettel stefnir á sigur á Suzuka Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu á Suzuka brautinni á Red Bull, en kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 05.30 í dag og verður endursýndur í hádeginu. Vettel vann sama mót í fyrra. Formúla 1 10.10.2010 04:53
Vettel fremstur á ráslínu í Japan Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í japanska kappakstrinum sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 05.30. Formúla 1 10.10.2010 02:32
Hamilton fær refsingu í Japan Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu eftir tímatökuna á Suzuka brautinni sem verður í nótt, fimm tímum á undan kappakstrinum. Tímatökunni var frestað s.l. nótt vegna vatnselgs á brautinni, en hún verður sýnd kl. 00.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 00.45 eftir miðnætti. Formúla 1 9.10.2010 13:37
Vettel: Rétt að fresta tímatökunni Sebastian Vettel var sáttur við að tímatökunni sem átti að vera á Suzuka brautinni í Japan í nótt var frestað vegna veðurs, en mikill vatnselgur var á brautinni. Hann var fljótastur á tveimur æfingum á föstudag og vann mótið á Suzuka í fyrra. Formúla 1 9.10.2010 12:43
Formúlu 1 tímatöku frestað til aðfaranætur sunnudags Tímatökunni fyrir Formúlu 1 mótið í Suzuka í Japan hefur verið frestað til aðfaranætur sunnudags og verður hún 5 klukkutímum áður en kappaksturinn hefst. Tímatakan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport rétt eins og kappaksturinn. Formúla 1 9.10.2010 06:49
Úrhelli stöðvaði æfingu á Suzuka Aðeins tveir ökumenn óku Suzuka brautina á æfingum keppnisliða í nótt í Japan vegna úrhellisrigningar og óljóst er hvort hægt verður að framkvæma tímatökuna. Spáð er enn verra veðri og keppnislið verða að bíða eftir ákvörðun mótshaldara hvað þetta varðar. Formúla 1 9.10.2010 03:40