Fótbolti

Selja gras á 60 þúsund kall

Aðdáendur Barcelona á Spáni geta nú eignast grasblett af Nývangi, heimavelli liðsins, sem verið er að gera upp. Grasbletturinn er til sölu við vinnusvæðið sem umlykur leikvanginn sögufræga.

Fótbolti

Belgar með nauman sigur

Belgía vann nauman sigur á Aserbaisjan þegar liðin mættust í undankeppni EM í dag. Belgar eru efstir í F-riðli ásamt Austurríki.

Fótbolti

Heilindi fótboltans geti verið í hættu

Forráðamenn þýsku félaganna Dortmund og Bayern München hafa kallað eftir skýrara og harðara regluverki þegar kemur að eigu eignarhaldsfélaga á fleira en einu fótboltaliði. Skýrsla frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, segir heilindi Evrópuboltans geta verið í hættu.

Fótbolti

Umfjöllun: Lúxem­­­borg - Ís­land 3-1 | Martröð í Lúxemborg

Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana.

Fótbolti

Alfreð: Ég býst við því að gera betur í svona færum

Alfreð Finnbogason leiddi sóknarlínu Íslands í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Lúxemborg 3-1 á útivelli í undankeppni EM 2024. Hann var að sjálfsögðu svekktur með ýmsa hluti í leiknum og þá sérstaklega það að leikmenn Íslands hafi ekki verið skarpir í báðum teigum leiksins.

Fótbolti

Van Dijk fékk auka leik í bann

Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool fékk í dag einn auka leik í leikbann vegna framkomu sinnar í garð dómara í leiknm gegn Newcastle. Hollendingurinn var auk þess sektaður duglega.

Enski boltinn