Erlent Ráðherra meðal þeirra sem dóu þegar þyrla brotlenti á leikskóla Denys Monastyrskiy, innanríkisráðherra Úkraínu, aðstoðarinnanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri eru meðal þeirra minnst átján sem dóu í þyrluslysi í Brovary, skammt austur af Kænugarði, í morgun. Erlent 18.1.2023 08:41 Tugur barna þarfnaðist læknisaðstoðar í kjölfar íþróttaæfingar Foreldrar framhaldsskólanema í Bandaríkjunum eru æfir vegna meðferðar þjálfara á börnum þeirra en fjöldi þurfti að leita á sjúkrahús fyrir um tveimur vikum síðan í kjölfar afar strangra æfinga. Erlent 18.1.2023 08:01 Fjórir ættliðir myrtir í smábæ í Kalíforníu Sex manneskjur allar nema ein úr sömu fjölskyldu voru skotnar til bana í smábæ í Kalíforníu í Bandaríkjunum í fyrradag. Erlent 18.1.2023 07:45 Spilltur fyrrverandi þingmaður lofar að leysa frá skjóðunni Ítalinn Pier Antonio Panzeri, sem er fyrrverandi þingmaður á Evrópuþinginu og meintur höfuðpaur í stóru mútumáli sem nú skekur sambandið segist ætla að greina frá öllu og í sambandi við málið og hvaða lönd komu þar nærri. Erlent 18.1.2023 07:39 Kona og drengur létust eftir árás hvítabjarnar Kona og ungur drengur létust eftir að hafa orðið fyrir árás hvítabjarnar í Wales á vesturströnd Alaska í Bandaríkjunum í gær. Erlent 18.1.2023 07:32 Mótmælaréttur Breta í húfi Breskir mótmælendur eru uggandi yfir nýrri löggjöf um mótmæli sem er til umræðu hjá þinginu. Yrði frumvarpið og lagfæringar þess að lögum myndi það hefta verulega leiðir sem hafa verið notaðar af hagsmunasamtökum til þess að koma skilaboðum sínum áleiðis. Erlent 17.1.2023 23:55 Telja sig hafa fundið elsta rúnastein sögunnar í Noregi Fornleifafræðingar í Noregi telja sig hafa fundið elsta rúnastein sögunnar. Steinninn er allt að tvö þúsund ára gamall en talið er að hann sé einn sá fyrsti sem norrænir menn reyndu að skrifa rúnir á. Erlent 17.1.2023 23:05 Hvítabirnir á Suðaustur-Grænlandi koma vísindamönnum á óvart Lítill en einangraður stofn hvítabjarna, sem heldur til á Suðaustur-Grænlandi, hefur sýnt einstaka hæfni við að laga sig að breyttum lífsskilyrðum með hverfandi hafís og er auk þess erfðafræðilega frábrugðinn öðrum stofnum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps vísindamanna, sem kallar eftir sérstakri verndun þessa undirstofns. Erlent 17.1.2023 22:50 „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. Erlent 17.1.2023 19:41 Greta Thunberg handtekin við mótmæli í Þýskalandi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg var handtekin í dag ásamt fleiri mótmælendum vegna mótmæla við kolanámu í Luetzerath í Þýskalandi. Erlent 17.1.2023 17:36 Deilt í Disney Forsvarsmenn Disney sögðu í dag að það hafði verið rétt af þeim að neita fjárfestinum Nelson Peltz um sæti í stjórn félagsins. Hann hefði ekki reynslu til að hjálpa Disney og að hann skorti skilning á starfsemi félagsins. Peltz segist vilja bjarga Disney frá því sem hann kallar „krísu“. Erlent 17.1.2023 16:03 Annar flugritinn sendur til Frakklands til greiningar Yfirvöld í Nepal hafa sent annan af flugritum flugvélar sem brotlenti á sunnudaginn til Frakklands til rannsóknar. Um er að ræða þann flugrita sem geymir gögn um flugferðina en hinn flugritinn, sem tekur upp samskipti flugmanna í stjórnklefa flugvélarinnar verður rannsakaður í Nepal. Erlent 17.1.2023 14:14 Á að ákveða hvort Úkraína fái vestræna skriðdreka Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, tilkynnti í morgun að hann myndi skipa Boris Pistorius í embætti varnarmálaráðherra. Sá hefur verið innanríkisráðherra Neðra-Saxlands frá árinu 2013 en hans fyrsta verk í nýju embætti verður að taka ákvörðun um það hvort flytja megi Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Erlent 17.1.2023 13:01 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í fjármálaráðherra og spyrjum út í afstöðu hans til Þjóðarhallarinnar sem kynnt var með pompi og pragt í gær. Erlent 17.1.2023 11:37 Tapaði kosningum og lét skjóta á hús Demókrata Fyrrverandi frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisþings New Mexico í Bandaríkjunum var handtekinn í gær. Hann er grunaður um að hafa greitt mönnum fyrir að skjóta á hús fjögurra Demókrata í ríkinu og tekið þátt í minnst einni skotárás. Erlent 17.1.2023 11:00 Wagner-liði vill hæli í Noregi Fyrrverandi yfirmaður í rússneska málaliðahópnum Wagner Group hefur beðið um hæli í Noregi. Andrey Medvedev flúði yfir landamæri Noregs og Rússlands við Pasvikdalen á föstudaginn þar sem hann var handtekinn af norskum landamæravörðum. Erlent 17.1.2023 09:15 Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. Erlent 17.1.2023 07:54 Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn. Erlent 17.1.2023 07:32 Kínverjum fækkar í fyrsta sinn frá árinu 1961 Kínverjum fer nú fækkandi í fyrsta sinn síðan árið 1961. Í lok síðasta árs voru Kínverjar 1.41175 milljarðar en ári áður voru þeir 1.41260 milljarðar, sem er fækkun um 850 þúsund einstaklinga á einu ári. Erlent 17.1.2023 07:27 Sturgeon segir beitingu neitunarvaldsins árás Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að beita neitunarvaldi sínu gagnvart skoska þinginu og lagafrumvarpi þess sem myndi gera fólki auðveldara fyrir að ákvarða og breyta eigin kynskráningu. Erlent 17.1.2023 00:02 Tugir látnir og innflutningur notaðra dekkja bannaður í Senegal Meira en tuttugu eru látin eftir að árekstur varð á milli trukks og rútu í norðanverðu Senegal í dag. Nærri fimmtíu manns voru í rútunni en hámarksfjöldi leyfðra farþega var 32. Talið er að innflutningur og sala notaðra dekkja eigi þátt í þeim mikla fjölda umferðarslysa sem verða á svæðinu. Erlent 16.1.2023 23:40 Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. Erlent 16.1.2023 23:14 Sex manna fjölskylda skotin til bana í Kaliforníu Sex manna fjölskylda, þar á meðal sex mánaða gamalt barn og sautján ára móðir barnsins, var skotin til bana í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Tveir eru grunaðir um morðin en þeir hafa ekki verið handsamaðir. Erlent 16.1.2023 21:07 Lögregluþjónn játar að vera raðnauðgari Breskur lögregluþjónn í Lundúnum hefur gengist við 49 kynferðisbrotum, og þar af 24 nauðgunum, gegn tólf konum yfir átján ára tímabil. David Carrick, sem er 48 ára gamall, var handtekinn í október 2021 og rekinn í kjölfarið. Erlent 16.1.2023 13:13 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að taka skref í að breyta hinni „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, í langvarandi stríð. Ríkisstjórn hans vinnur meðal annars að áframhaldandi herkvaðningu og umfangsmiklum breytingum á iðnaðarkerfi Rússlands með því markmiði að halda stríðinu í Úkraínu áfram til lengdar. Erlent 16.1.2023 11:12 Ákærður fyrir áreitni á leið frá Íslandi Bandarískur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni í garð starfsmanns skemmtiferðaskips, um borð í skipinu, sem var á leið frá Íslandi til Bandaríkjanna. Erlent 16.1.2023 10:32 Hættir í kjölfar hins umdeilda áramótaávarps Þýski varnarmálaráðherrann Christine Lambrecht hefur farið þess á leit við Olaf Scholz kanslara að óska eftir lausn frá embætti. Erlent 16.1.2023 09:27 Alræmdur mafíósi handtekinn eftir þrjátíu ár á flótta Lögregla á Ítalíu hefur handtekið mafíuleiðtogann Matteo Messina Denaro sem hefur verið á flótta í um þrjátíu ár. Hann hefur verið dæmdur fyrir nokkur morð og fleiri ofbeldisverk. Erlent 16.1.2023 09:07 Látinn eftir að bíll rakst á Brandenborgarhliðið Lögregla og slökkvilið var kallað út eftir að bíll rakst á Brandenborgarhliðið í Berlín í Þýskalandi í gærkvöldi. Erlent 16.1.2023 08:19 Bilið milli hinna ofurríku og hinna eykst enn Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam hvetja til þess að ríkasta fólk veraldar verði skattlagt í meira mæli en nú er gert en í nýrri skýrslu frá samtökunum kemur fram að bilið á milli þeirra ofurríku og annarra á jörðinni hefur aukist eftir kórónuveirufaraldurinn. Erlent 16.1.2023 07:35 « ‹ 186 187 188 189 190 191 192 193 194 … 334 ›
Ráðherra meðal þeirra sem dóu þegar þyrla brotlenti á leikskóla Denys Monastyrskiy, innanríkisráðherra Úkraínu, aðstoðarinnanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri eru meðal þeirra minnst átján sem dóu í þyrluslysi í Brovary, skammt austur af Kænugarði, í morgun. Erlent 18.1.2023 08:41
Tugur barna þarfnaðist læknisaðstoðar í kjölfar íþróttaæfingar Foreldrar framhaldsskólanema í Bandaríkjunum eru æfir vegna meðferðar þjálfara á börnum þeirra en fjöldi þurfti að leita á sjúkrahús fyrir um tveimur vikum síðan í kjölfar afar strangra æfinga. Erlent 18.1.2023 08:01
Fjórir ættliðir myrtir í smábæ í Kalíforníu Sex manneskjur allar nema ein úr sömu fjölskyldu voru skotnar til bana í smábæ í Kalíforníu í Bandaríkjunum í fyrradag. Erlent 18.1.2023 07:45
Spilltur fyrrverandi þingmaður lofar að leysa frá skjóðunni Ítalinn Pier Antonio Panzeri, sem er fyrrverandi þingmaður á Evrópuþinginu og meintur höfuðpaur í stóru mútumáli sem nú skekur sambandið segist ætla að greina frá öllu og í sambandi við málið og hvaða lönd komu þar nærri. Erlent 18.1.2023 07:39
Kona og drengur létust eftir árás hvítabjarnar Kona og ungur drengur létust eftir að hafa orðið fyrir árás hvítabjarnar í Wales á vesturströnd Alaska í Bandaríkjunum í gær. Erlent 18.1.2023 07:32
Mótmælaréttur Breta í húfi Breskir mótmælendur eru uggandi yfir nýrri löggjöf um mótmæli sem er til umræðu hjá þinginu. Yrði frumvarpið og lagfæringar þess að lögum myndi það hefta verulega leiðir sem hafa verið notaðar af hagsmunasamtökum til þess að koma skilaboðum sínum áleiðis. Erlent 17.1.2023 23:55
Telja sig hafa fundið elsta rúnastein sögunnar í Noregi Fornleifafræðingar í Noregi telja sig hafa fundið elsta rúnastein sögunnar. Steinninn er allt að tvö þúsund ára gamall en talið er að hann sé einn sá fyrsti sem norrænir menn reyndu að skrifa rúnir á. Erlent 17.1.2023 23:05
Hvítabirnir á Suðaustur-Grænlandi koma vísindamönnum á óvart Lítill en einangraður stofn hvítabjarna, sem heldur til á Suðaustur-Grænlandi, hefur sýnt einstaka hæfni við að laga sig að breyttum lífsskilyrðum með hverfandi hafís og er auk þess erfðafræðilega frábrugðinn öðrum stofnum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps vísindamanna, sem kallar eftir sérstakri verndun þessa undirstofns. Erlent 17.1.2023 22:50
„Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. Erlent 17.1.2023 19:41
Greta Thunberg handtekin við mótmæli í Þýskalandi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg var handtekin í dag ásamt fleiri mótmælendum vegna mótmæla við kolanámu í Luetzerath í Þýskalandi. Erlent 17.1.2023 17:36
Deilt í Disney Forsvarsmenn Disney sögðu í dag að það hafði verið rétt af þeim að neita fjárfestinum Nelson Peltz um sæti í stjórn félagsins. Hann hefði ekki reynslu til að hjálpa Disney og að hann skorti skilning á starfsemi félagsins. Peltz segist vilja bjarga Disney frá því sem hann kallar „krísu“. Erlent 17.1.2023 16:03
Annar flugritinn sendur til Frakklands til greiningar Yfirvöld í Nepal hafa sent annan af flugritum flugvélar sem brotlenti á sunnudaginn til Frakklands til rannsóknar. Um er að ræða þann flugrita sem geymir gögn um flugferðina en hinn flugritinn, sem tekur upp samskipti flugmanna í stjórnklefa flugvélarinnar verður rannsakaður í Nepal. Erlent 17.1.2023 14:14
Á að ákveða hvort Úkraína fái vestræna skriðdreka Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, tilkynnti í morgun að hann myndi skipa Boris Pistorius í embætti varnarmálaráðherra. Sá hefur verið innanríkisráðherra Neðra-Saxlands frá árinu 2013 en hans fyrsta verk í nýju embætti verður að taka ákvörðun um það hvort flytja megi Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Erlent 17.1.2023 13:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í fjármálaráðherra og spyrjum út í afstöðu hans til Þjóðarhallarinnar sem kynnt var með pompi og pragt í gær. Erlent 17.1.2023 11:37
Tapaði kosningum og lét skjóta á hús Demókrata Fyrrverandi frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisþings New Mexico í Bandaríkjunum var handtekinn í gær. Hann er grunaður um að hafa greitt mönnum fyrir að skjóta á hús fjögurra Demókrata í ríkinu og tekið þátt í minnst einni skotárás. Erlent 17.1.2023 11:00
Wagner-liði vill hæli í Noregi Fyrrverandi yfirmaður í rússneska málaliðahópnum Wagner Group hefur beðið um hæli í Noregi. Andrey Medvedev flúði yfir landamæri Noregs og Rússlands við Pasvikdalen á föstudaginn þar sem hann var handtekinn af norskum landamæravörðum. Erlent 17.1.2023 09:15
Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. Erlent 17.1.2023 07:54
Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn. Erlent 17.1.2023 07:32
Kínverjum fækkar í fyrsta sinn frá árinu 1961 Kínverjum fer nú fækkandi í fyrsta sinn síðan árið 1961. Í lok síðasta árs voru Kínverjar 1.41175 milljarðar en ári áður voru þeir 1.41260 milljarðar, sem er fækkun um 850 þúsund einstaklinga á einu ári. Erlent 17.1.2023 07:27
Sturgeon segir beitingu neitunarvaldsins árás Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að beita neitunarvaldi sínu gagnvart skoska þinginu og lagafrumvarpi þess sem myndi gera fólki auðveldara fyrir að ákvarða og breyta eigin kynskráningu. Erlent 17.1.2023 00:02
Tugir látnir og innflutningur notaðra dekkja bannaður í Senegal Meira en tuttugu eru látin eftir að árekstur varð á milli trukks og rútu í norðanverðu Senegal í dag. Nærri fimmtíu manns voru í rútunni en hámarksfjöldi leyfðra farþega var 32. Talið er að innflutningur og sala notaðra dekkja eigi þátt í þeim mikla fjölda umferðarslysa sem verða á svæðinu. Erlent 16.1.2023 23:40
Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. Erlent 16.1.2023 23:14
Sex manna fjölskylda skotin til bana í Kaliforníu Sex manna fjölskylda, þar á meðal sex mánaða gamalt barn og sautján ára móðir barnsins, var skotin til bana í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Tveir eru grunaðir um morðin en þeir hafa ekki verið handsamaðir. Erlent 16.1.2023 21:07
Lögregluþjónn játar að vera raðnauðgari Breskur lögregluþjónn í Lundúnum hefur gengist við 49 kynferðisbrotum, og þar af 24 nauðgunum, gegn tólf konum yfir átján ára tímabil. David Carrick, sem er 48 ára gamall, var handtekinn í október 2021 og rekinn í kjölfarið. Erlent 16.1.2023 13:13
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að taka skref í að breyta hinni „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, í langvarandi stríð. Ríkisstjórn hans vinnur meðal annars að áframhaldandi herkvaðningu og umfangsmiklum breytingum á iðnaðarkerfi Rússlands með því markmiði að halda stríðinu í Úkraínu áfram til lengdar. Erlent 16.1.2023 11:12
Ákærður fyrir áreitni á leið frá Íslandi Bandarískur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni í garð starfsmanns skemmtiferðaskips, um borð í skipinu, sem var á leið frá Íslandi til Bandaríkjanna. Erlent 16.1.2023 10:32
Hættir í kjölfar hins umdeilda áramótaávarps Þýski varnarmálaráðherrann Christine Lambrecht hefur farið þess á leit við Olaf Scholz kanslara að óska eftir lausn frá embætti. Erlent 16.1.2023 09:27
Alræmdur mafíósi handtekinn eftir þrjátíu ár á flótta Lögregla á Ítalíu hefur handtekið mafíuleiðtogann Matteo Messina Denaro sem hefur verið á flótta í um þrjátíu ár. Hann hefur verið dæmdur fyrir nokkur morð og fleiri ofbeldisverk. Erlent 16.1.2023 09:07
Látinn eftir að bíll rakst á Brandenborgarhliðið Lögregla og slökkvilið var kallað út eftir að bíll rakst á Brandenborgarhliðið í Berlín í Þýskalandi í gærkvöldi. Erlent 16.1.2023 08:19
Bilið milli hinna ofurríku og hinna eykst enn Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam hvetja til þess að ríkasta fólk veraldar verði skattlagt í meira mæli en nú er gert en í nýrri skýrslu frá samtökunum kemur fram að bilið á milli þeirra ofurríku og annarra á jörðinni hefur aukist eftir kórónuveirufaraldurinn. Erlent 16.1.2023 07:35