Erlent

Telja óson­lagið ná sér innan fjögurra ára­tuga

Hópur sérfræðinga telur að ef haldið verður áfram á sömu braut nái ósónlagið í lofthjúpi jaðar sér á næstu fjörutíu árum. Nýlega samþykktar aðgerðir til að draga úr notkun efna sem komu í stað ósóneyðandi efna eiga að forða allt að hálfrar gráður hlýnun jarðar fyrir lok aldarinnar.

Erlent

Krefst þess að fá að vera nakinn á almannafæri

Spænskur tölvunarfræðingur hefur í áraraðir barist fyrir því að fá að vera nakinn á almannafæri. Hann hefur nú þegar greitt andvirði rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna í sektargreiðslur, en ákvað fyrir skemmstu að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum.

Erlent

Fjórir hafa nú verið teknir af lífi vegna mótmæla í Íran

Fjórir hafa nú verið teknir af lífi í Íran fyrir það að taka þátt í mótmælunum sem blossuðu upp þar í landi um miðjan september síðastliðinn. Karate meistari og þjálfari í sjálfboðastarfi voru teknir af lífi í dag. Sameinuðu þjóðirnar biðla til íranskra stjórnvalda að hætta aftökunum.

Erlent

Messi hampaði eftirlíkingu úr plasti

Vinsælasta ljósmynd allra tíma á Instagram er mynd af Lionel Messi þar sem hann lyftir verðlaunastyttunni eftir að Argentína varð heimsmeistari í fótbolta. Nú hefur komið í ljós að Messi var að hampa eftirlíkingu sem argentísk hjón bjuggu til fyrir keppnina.

Erlent

Mc­Cart­hy vantar enn fjögur at­kvæði

Repúblikanann Kevin McCarthy vantar enn atkvæði fjögurra þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til þess að verða forseti þingsins. Í dag fóru tólftu og þrettándu umferðir kosningar í embættið fram.

Erlent

McCarthy borubrattur eftir viðræður við andstæðinga

Óreiða virðist einkenna störf fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á fyrstu dögum nýs kjörtímabils. Eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur hefur þingmönnum ekki tekist að kjósa þingforseta en til stendur að halda tólftu atkvæðagreiðsluna og mögulega fleiri í dag.

Erlent

Senda vestræna bryndreka til Úkraínu

Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki.

Erlent

Enn gýs í Kilauea-fjalli á Havaí

Eldgos er hafið í toppgíg Kilauea-fjalls á Havaíeyjum innan við mánuði eftir að hraun hætti að renna þar og í stærri nágranna þess Mauna Loa. Tindurinn er fjarri mannabyggðum og er þeim ekki talin stafa hætta af gosinu.

Erlent

Pútín vill jólavopnahlé

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til.

Erlent

Bankaði á öxl flugmannsins sekúndum fyrir slysið

Myndband sem ástralskur fréttamiðill hefur birt sýnir að farþegi um borð í annarri af tveimur þyrlum sem rákust saman á flugi í Ástralíu um helgina reyndi að vara flugmanninn við sekúndum áður en slysið mannskæða varð.

Erlent

Segir að Karl Filippus hefði með réttu átt að erfa krúnuna en ekki Viktoría

Ný ummæli Karls Gústafs Svíakonungs sem hann lætur falla í heimildarmynd hafa vakið mikið umtal í Svíþjóð. Þar ítrekar konungurinn þá skoðun sína sem hann lét fyrst falla fyrir um fjörutíu árum síðan að í hans huga ætti sonurinn, Karl Filippus, með réttu átt að erfa krúnuna að honum gengnum. Ekki Viktoría, elsta dóttir hans.

Erlent