Erlent Segja yfir hundrað flugskeyti á lofti yfir Úkraínu Loftvarnaflautur eru sagðar hljóma víða um Úkraínu eins og stendur og þá hafa heyrst sprengingar í Kænugarði. Oleksiy Arestovyck, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, sagði í morgun að fleiri en 100 flugskeytum hefði verið skotið á loft af Rússum, í nokkrum bylgjum. Erlent 29.12.2022 07:47 Bandaríkjamenn skylda fólk frá Kína í kórónuveirupróf Bandaríkin hafa nú bæst í hóp þeirra ríkja sem ætla að krefjast kórónuveiruprófa á ný frá ferðalöngum frá Kína, eftir að þarlend stjórnvöld tilkynntu um það að landamæri landsins verði að fullu opnuð frá og með næstu viku. Erlent 29.12.2022 07:25 Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. Erlent 28.12.2022 23:30 Bill Cosby íhugar endurkomu á nýju ári Grínistinn umdeildi Bill Cosby íhugar að snúa aftur í sviðsljósið eftir að kynferðisbrotadómur yfir honum var ógiltur á síðasta ári. Erlent 28.12.2022 22:29 Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. Erlent 28.12.2022 14:48 Tveir þegar teknir af lífi og tugir bíða átekta Um hundrað manns í Íran eru sagðir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að taka þátt í mótmælunum sem þar hafa geisað síðan í september á þessu ári. Þessu greina mannréttindasamtök í Noregi frá. Erlent 28.12.2022 11:51 Benedikt sextándi sagður „mjög veikur“ Frans páfi segir að heilsa forvera síns í embætti, Benedikt sextánda páfa, sé orðin slæm og að hann sé nú „mjög veikur“. Erlent 28.12.2022 09:51 Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Erlent 28.12.2022 08:26 Rússneskur pylsumógúll látinn eftir fall út um glugga Rússneski pylsumógúllinn og stjórnmálamaðurinn Pavel Anton fannst látinn eftir að hafa fallið af glugga á þriðju hæð hótels á Indlandi á jóladag. Tveimur dögum fyrr hafði vinur hans látist í sömu ferð. Erlent 28.12.2022 08:22 Skattskýrslur Trump birtar á föstudag Donald Trump var á sínum tíma fyrsti forsetaframbjóðandinn í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir sem gerði ekki skattskýrslur sínar opinberar í kosningabaráttu, hvorki 2016 né 2020. Að sögn AP verða skattskýrslurnar hins vegar gerðar opinberar næstkomandi föstudag að sögn talsmanns þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Erlent 28.12.2022 07:48 Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. Erlent 28.12.2022 07:38 34 látnir í Buffalo og enn leitað að líkum í föstum bílum Að minnsta kosti 34 eru látnir í Buffalo í New York eftir kuldakast síðustu daga en yfirvöld gera fastlega ráð fyrir að fleiri muni finnast látnir á næstu dögum. Lögregla leitar nú í bifreiðum sem hafa setið fastar í snjónum. Erlent 28.12.2022 07:06 Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. Erlent 27.12.2022 18:11 Stunginn til bana á dansgólfinu í Birmingham Rúmlega tvítugur karlmaður var stunginn til bana á dansgólfi skemmtistaðar í Birmingham í Bretlandi í gærkvöldi. Árásarmaðurinn er enn ófundinn og veit lögregla ekki hver hann er. Erlent 27.12.2022 14:55 Musk metur martraðaspá Medvedev marklausa Dmitry Medvedev, náinn bandamaður Vladimír Pútín og fyrrverandi forseti Rússlands, birti í gær sína spá fyrir árið 2023. Margt í spánni mætti flokka sem galið en meðal þeirra sem svöruðu forsetanum fyrrverandi var Elon Musk, forstjóri Twitter. Hann sagði spána vera þá fáránlegustu sem hann hefur á ævi sinni heyrt. Erlent 27.12.2022 13:22 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. Erlent 27.12.2022 08:51 Sjö fórust þegar rúta fór fram af brú Nú er komið í ljós að sjö eru látin eftir umferðarslys á Spáni á aðfangadag þegar rúta fór út af brú og steyptist um þrjátíu metra ofan í á. Erlent 27.12.2022 08:41 Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. Erlent 27.12.2022 07:36 56 látnir í kuldakastinu í Norður-Ameríku Að minnsta kosti 28 hafa látið lífið í vesturhluta New York ríkis í óveðrinu sem gengið hefur yfir stóran hluta Bandaríkjanna. Dæmi eru um að fólk hafi verið fast í bílum sínum í rúma tvo sólarhringa. Erlent 27.12.2022 06:53 Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. Erlent 27.12.2022 06:42 27 látin í Buffalo í hríðarbyl Að minnsta kosti 27 manns hafa látist í Erie-sýslu í New York af völdum vetrarstormsins Elliot sem geisað hefur í nokkuð stórum hluta Bandaríkjanna undanfarna daga. Erlent 27.12.2022 00:06 Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. Erlent 26.12.2022 23:41 Gefa grænt ljós á kynlífsdúkkur Suður-Kóreumenn mega nú flytja inn kynlífsdúkkur í fullri stærð eftir að tollyfirvöld ákváðu að banna þær ekki lengur á grundvelli almenns siðferðis. Erlent 26.12.2022 14:37 Tólf á sakamannabekk fyrir að hygla ættingjum sínum Tólf fyrrverandi bæjarfulltrúar í litlum bæ á Suður-Spáni hafa verið ákærðir fyrir spillingu. Á þriggja ára tímabili úthlutuðu þeir ættingjum og vinum hvers annars opinberum framkvæmdum í 150 tilfellum. Erlent 26.12.2022 14:30 Norður-Kórea sendi dróna inn í lofthelgi nágrannana Suður-Kóreumenn brugðust hratt við þegar norður-kóreskum drónum var flogið inn í lofthelgi landsins í dag. Skotið var í átt að drónunum og orrustuþotur sendar til móts við þá. Erlent 26.12.2022 11:48 Úkraínskur dróni komst langt inn í Rússland Rússneski herinn skaut niður úkraínskan dróna við Engels herflugvöllinn. Engels er um sex hundruð kílómetra austur af landamærum Rússlands og Úkraínu. Erlent 26.12.2022 10:38 Sautján látnir í Japan vegna fannfergis Sautján eru látnir og ríflega níutíu slasaðir í Japan vegna gríðarlegrar snjókomu í norðurhluta landsins. Fólk hefur látist eftir að hafa dottið af þökum við snjóhreinsun og eftir að hafa fengið yfir sig snjóhengjur af þökum. Erlent 26.12.2022 09:47 „Skelfilegasti stormur í sögu ríkisins“ Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum segir óveðrið sem nú geisar hið hræðilegasta í manna minnum. Minnst 37 eru látnir og fjölmargir eru án hita og rafmagns. Erlent 26.12.2022 09:45 Stolin pýtonslanga skilaði sér aftur til eigandans Pýtonslanga sem stolið hafði verið úr bíl eiganda hefur skilað sér aftur eftir margra mánaða leit. Eigandinn er að vonum sáttur með endurfundina. Erlent 25.12.2022 16:19 Syngjandi jólalottó Spánverja Í hugum flestra Spánverja hefjast jólin í rauninni 22. desember. Þá er dregið í spænska jólalottóinu sem er eitt elsta og stærsta lottó veraldar. Erlent 25.12.2022 16:00 « ‹ 192 193 194 195 196 197 198 199 200 … 334 ›
Segja yfir hundrað flugskeyti á lofti yfir Úkraínu Loftvarnaflautur eru sagðar hljóma víða um Úkraínu eins og stendur og þá hafa heyrst sprengingar í Kænugarði. Oleksiy Arestovyck, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, sagði í morgun að fleiri en 100 flugskeytum hefði verið skotið á loft af Rússum, í nokkrum bylgjum. Erlent 29.12.2022 07:47
Bandaríkjamenn skylda fólk frá Kína í kórónuveirupróf Bandaríkin hafa nú bæst í hóp þeirra ríkja sem ætla að krefjast kórónuveiruprófa á ný frá ferðalöngum frá Kína, eftir að þarlend stjórnvöld tilkynntu um það að landamæri landsins verði að fullu opnuð frá og með næstu viku. Erlent 29.12.2022 07:25
Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. Erlent 28.12.2022 23:30
Bill Cosby íhugar endurkomu á nýju ári Grínistinn umdeildi Bill Cosby íhugar að snúa aftur í sviðsljósið eftir að kynferðisbrotadómur yfir honum var ógiltur á síðasta ári. Erlent 28.12.2022 22:29
Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. Erlent 28.12.2022 14:48
Tveir þegar teknir af lífi og tugir bíða átekta Um hundrað manns í Íran eru sagðir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að taka þátt í mótmælunum sem þar hafa geisað síðan í september á þessu ári. Þessu greina mannréttindasamtök í Noregi frá. Erlent 28.12.2022 11:51
Benedikt sextándi sagður „mjög veikur“ Frans páfi segir að heilsa forvera síns í embætti, Benedikt sextánda páfa, sé orðin slæm og að hann sé nú „mjög veikur“. Erlent 28.12.2022 09:51
Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Erlent 28.12.2022 08:26
Rússneskur pylsumógúll látinn eftir fall út um glugga Rússneski pylsumógúllinn og stjórnmálamaðurinn Pavel Anton fannst látinn eftir að hafa fallið af glugga á þriðju hæð hótels á Indlandi á jóladag. Tveimur dögum fyrr hafði vinur hans látist í sömu ferð. Erlent 28.12.2022 08:22
Skattskýrslur Trump birtar á föstudag Donald Trump var á sínum tíma fyrsti forsetaframbjóðandinn í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir sem gerði ekki skattskýrslur sínar opinberar í kosningabaráttu, hvorki 2016 né 2020. Að sögn AP verða skattskýrslurnar hins vegar gerðar opinberar næstkomandi föstudag að sögn talsmanns þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Erlent 28.12.2022 07:48
Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. Erlent 28.12.2022 07:38
34 látnir í Buffalo og enn leitað að líkum í föstum bílum Að minnsta kosti 34 eru látnir í Buffalo í New York eftir kuldakast síðustu daga en yfirvöld gera fastlega ráð fyrir að fleiri muni finnast látnir á næstu dögum. Lögregla leitar nú í bifreiðum sem hafa setið fastar í snjónum. Erlent 28.12.2022 07:06
Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. Erlent 27.12.2022 18:11
Stunginn til bana á dansgólfinu í Birmingham Rúmlega tvítugur karlmaður var stunginn til bana á dansgólfi skemmtistaðar í Birmingham í Bretlandi í gærkvöldi. Árásarmaðurinn er enn ófundinn og veit lögregla ekki hver hann er. Erlent 27.12.2022 14:55
Musk metur martraðaspá Medvedev marklausa Dmitry Medvedev, náinn bandamaður Vladimír Pútín og fyrrverandi forseti Rússlands, birti í gær sína spá fyrir árið 2023. Margt í spánni mætti flokka sem galið en meðal þeirra sem svöruðu forsetanum fyrrverandi var Elon Musk, forstjóri Twitter. Hann sagði spána vera þá fáránlegustu sem hann hefur á ævi sinni heyrt. Erlent 27.12.2022 13:22
Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. Erlent 27.12.2022 08:51
Sjö fórust þegar rúta fór fram af brú Nú er komið í ljós að sjö eru látin eftir umferðarslys á Spáni á aðfangadag þegar rúta fór út af brú og steyptist um þrjátíu metra ofan í á. Erlent 27.12.2022 08:41
Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. Erlent 27.12.2022 07:36
56 látnir í kuldakastinu í Norður-Ameríku Að minnsta kosti 28 hafa látið lífið í vesturhluta New York ríkis í óveðrinu sem gengið hefur yfir stóran hluta Bandaríkjanna. Dæmi eru um að fólk hafi verið fast í bílum sínum í rúma tvo sólarhringa. Erlent 27.12.2022 06:53
Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. Erlent 27.12.2022 06:42
27 látin í Buffalo í hríðarbyl Að minnsta kosti 27 manns hafa látist í Erie-sýslu í New York af völdum vetrarstormsins Elliot sem geisað hefur í nokkuð stórum hluta Bandaríkjanna undanfarna daga. Erlent 27.12.2022 00:06
Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. Erlent 26.12.2022 23:41
Gefa grænt ljós á kynlífsdúkkur Suður-Kóreumenn mega nú flytja inn kynlífsdúkkur í fullri stærð eftir að tollyfirvöld ákváðu að banna þær ekki lengur á grundvelli almenns siðferðis. Erlent 26.12.2022 14:37
Tólf á sakamannabekk fyrir að hygla ættingjum sínum Tólf fyrrverandi bæjarfulltrúar í litlum bæ á Suður-Spáni hafa verið ákærðir fyrir spillingu. Á þriggja ára tímabili úthlutuðu þeir ættingjum og vinum hvers annars opinberum framkvæmdum í 150 tilfellum. Erlent 26.12.2022 14:30
Norður-Kórea sendi dróna inn í lofthelgi nágrannana Suður-Kóreumenn brugðust hratt við þegar norður-kóreskum drónum var flogið inn í lofthelgi landsins í dag. Skotið var í átt að drónunum og orrustuþotur sendar til móts við þá. Erlent 26.12.2022 11:48
Úkraínskur dróni komst langt inn í Rússland Rússneski herinn skaut niður úkraínskan dróna við Engels herflugvöllinn. Engels er um sex hundruð kílómetra austur af landamærum Rússlands og Úkraínu. Erlent 26.12.2022 10:38
Sautján látnir í Japan vegna fannfergis Sautján eru látnir og ríflega níutíu slasaðir í Japan vegna gríðarlegrar snjókomu í norðurhluta landsins. Fólk hefur látist eftir að hafa dottið af þökum við snjóhreinsun og eftir að hafa fengið yfir sig snjóhengjur af þökum. Erlent 26.12.2022 09:47
„Skelfilegasti stormur í sögu ríkisins“ Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum segir óveðrið sem nú geisar hið hræðilegasta í manna minnum. Minnst 37 eru látnir og fjölmargir eru án hita og rafmagns. Erlent 26.12.2022 09:45
Stolin pýtonslanga skilaði sér aftur til eigandans Pýtonslanga sem stolið hafði verið úr bíl eiganda hefur skilað sér aftur eftir margra mánaða leit. Eigandinn er að vonum sáttur með endurfundina. Erlent 25.12.2022 16:19
Syngjandi jólalottó Spánverja Í hugum flestra Spánverja hefjast jólin í rauninni 22. desember. Þá er dregið í spænska jólalottóinu sem er eitt elsta og stærsta lottó veraldar. Erlent 25.12.2022 16:00