Erlent Óttast blóðugar hefndaraðgerðir yfirvalda Írönsk íþróttakona sem stundar bogfimi hefur nú bæst í hóp íþróttakvenna sem mótmæla harkalegum framgangi íranskra stjórnvalda í kjölfar andláts hinnar 22 ára Mahsa Amini. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum þar í landi og eiga sumir yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum. Erlent 12.11.2022 14:56 Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. Erlent 12.11.2022 12:17 Stökk út um glugga til að flýja hórmangara sinn Tvítug kona stökk út um glugga á þriðju hæð mótels til að flýja hórmangara sinn sem hafði selt hana í vændi. Hórmangarinn var handtekinn stuttu eftir að konan tilkynnti hann til lögreglu. Erlent 12.11.2022 09:23 Banksy staddur í Úkraínu Dularfulli listamaðurinn Banksy er staddur í Úkraínu um þessar mundir. Hann birti í gær myndir af verki sínu á Instagram. Erlent 12.11.2022 07:46 Hvetja Rússa sem eru í felum í Kherson til að gefast upp Úkraínumenn segja Kherson-borg hafa verið frelsaða úr höndum Rússa. Borgin var eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hertekið frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar en forsvarsmenn rússneska hersins tilkynntu á dögunum að til stæði að hörfa þaðan. Erlent 11.11.2022 17:18 Fundu brak úr Challenger fyrir tilviljun Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur staðfest að brak sem heimildarmyndargerðarmenn fundu fyrir tilviljun í sjónum undan ströndum Flórída sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst fyrir rúmum 36 árum. Ekki hefur verið ákveðið hvort hróflað verður við því. Erlent 11.11.2022 14:02 Eftirlýstur flóttamaður þóttist vera írskur munaðarleysingi Sannað hefur verið fyrir skoskum dómstólum að karlmaður sem kvaðst vera írskur munaðarleysingi er í raun Bandaríkjamaður á flótta undan réttvísinni. Dómstóll í Edinborg komst að þessari niðurstöðu í vikunni. Erlent 11.11.2022 13:39 Flóðbylgjuviðvörun á Tonga eftir öflugan skjálfta Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út í Tonga eyjaklasanum í Kyrrahafi eftir að 7,3 stiga jarðskjálfti greindist á svæðinu. Upptök skjálftans mældust rúmlega tvö hundruð kílómetra frá eyjaklasanum en flóðbylgjuviðvörun hefur einnig verið gefin út í Amerísku Samóa. Erlent 11.11.2022 11:49 Ætla að hafa upp á metanstórlosendum með gervihnöttum Net gervihnatta á braut um jörðu verður notað til að finna uppsprettur metanlosunar með nýju kerfi sem Sameinuðu þjóðirnar ætla að taka í notkun á næsta ári. Rannsóknir benda til þess að metanlosun í heiminum sé mun meiri en ríki gefa upp í losunarbókhaldi sínu. Erlent 11.11.2022 11:35 Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir allar hersveitir Rússa hafa hörfað frá vesturbakka Dniproár í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Á undanhaldinu felldu Rússar brúnna yfir Dnipro. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, firrir sig allri ábyrgð á undanhaldinu. Erlent 11.11.2022 10:48 Demókratar bæta við forskotið í keppni um lykilþingsæti í Arizona Geimfarinn Mark Kelly er nú með ríflega fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Blake Masters í keppninni um eitt af þremur öldungadeildarþingsætum sem gæti ráðið því hvort demókratar eða repúblikanar fara með völd í deildinni. Enn eru þó of mörg atkvæði ótalin til að hægt sé að lýsa annan þeirra sigurvegara. Erlent 11.11.2022 07:45 Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. Erlent 11.11.2022 07:11 Vona að þögnin þýði að Rússarnir séu farnir Úkraínskir embættismenn telja að það muni taka rússneskt herlið minnst eina viku að hörfa frá vesturbakka Dnipro-ár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínski herinn hefur frelsað 41 byggð á svæðinu að sögn forseta Úkraínu. Íbúar á svæðinu fögnuðu fyrstu nótt þagnar frá því að stríðið hófst og vona að það þýði að Rússarnir séu farnir fyrir fullt og allt. Erlent 10.11.2022 23:31 Enn bætist í skuldasúpu Jones vegna samsæriskenninga Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða. Erlent 10.11.2022 21:40 Biðjast afsökunar á auglýsingu tengdri Kristalsnóttinni Skyndibitakeðjan KFC hefur beðist afsökunar á auglýsingaherferð sinni í Þýskalandi. Þar var fólk hvatt til þess að fagna því með ostum og kjúklingi frá KFC að 84 ár væru liðin frá Kristalsnóttinni. Erlent 10.11.2022 17:05 Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, vill verða forseti þingsins. Hann hefur ekki farið leynt með það en slæmt gengi flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn mun líklegast koma niður á vonum hans. Erlent 10.11.2022 15:40 Afhjúpuðu nýja mynd af stjörnuverksmiðju í tilefni afmælisins Sjö ljósára langur stöpull Keiluþokunnar er viðfangsefnið á nýrri mynd sem Evrópska stjörnustöðin á suðurhveli (ESO) afhjúpaði til þess að fagna sextíu ára afmæli stofnunarinnar í dag. Stöpullinn er hluti af stærra svæði sem ungar út nýjum stjörnum. Erlent 10.11.2022 13:01 „Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Ráðamenn í Úkraínu og í Bandaríkjunum hafa miklar efasemdir um yfirlýsingar forsvarsmanna rússneska hersins um undanhald frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínumenn óttast gildru og segja Rússa stefna á að leggja borgina í rúst. Erlent 10.11.2022 11:53 „Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún“ Áhrifamiklir Repúblikanar hafa ráðlagt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að fresta yfirlýsingu um nýtt forsetaframboð vegna slæms gengis flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn. Margir innan flokksins beina spjótum sínum að honum og þeim frambjóðendum sem hann studdi í kosningunum. Erlent 10.11.2022 10:30 Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. Erlent 10.11.2022 08:37 Listaverkasafn stofnanda Microsoft selt fyrir metfé í þágu góðgerðarmála Listaverkaverkasafn í eigu Paul Allens heitins, annars stofnanda Microsoft, er nú í söluferli hjá uppboðshaldaranum Christies. Erlent 10.11.2022 08:25 Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. Erlent 10.11.2022 07:45 Talið að 200 þúsund hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu Æðsti herforingi Bandaríkjamanna, Mark Milley, áætlar að rúmlega 100 þúsund rússneskir hermenn hafi nú fallið eða særst í Úkraínu síðan Rússar hófu innrás sína í landið. Erlent 10.11.2022 07:22 „Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“ Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra. Erlent 9.11.2022 23:01 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. Erlent 9.11.2022 22:44 Þrjú ríki munu ráða úrslitum Niðurstöður öldungadeildarkosninganna í Arisóna, Nevada og Georgíu-ríkjum í Bandaríkjunum munu skera úr um hvort Demókratar eða Repúblikanar ná meirihluta í efri deild Bandaríkjaþing. Erlent 9.11.2022 21:45 Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. Erlent 9.11.2022 19:49 Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Erlent 9.11.2022 16:08 Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Kherson, lýsti því yfir í dag að hann ætli að flytja alla rússneska hermenn frá vesturbakka Dniproár. Rússar munu þar með yfirgefa Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem þeir hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar. Erlent 9.11.2022 15:19 Reyndi að kasta eggjum í konunginn Karlmaður var í dag handtekinn fyrir að kasta eggjum í átt að Karli III Bretlandskonungi í borginni York. Maðurinn náði ekki að hitta konunginn í þremur köstum. Erlent 9.11.2022 14:22 « ‹ 206 207 208 209 210 211 212 213 214 … 334 ›
Óttast blóðugar hefndaraðgerðir yfirvalda Írönsk íþróttakona sem stundar bogfimi hefur nú bæst í hóp íþróttakvenna sem mótmæla harkalegum framgangi íranskra stjórnvalda í kjölfar andláts hinnar 22 ára Mahsa Amini. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum þar í landi og eiga sumir yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum. Erlent 12.11.2022 14:56
Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. Erlent 12.11.2022 12:17
Stökk út um glugga til að flýja hórmangara sinn Tvítug kona stökk út um glugga á þriðju hæð mótels til að flýja hórmangara sinn sem hafði selt hana í vændi. Hórmangarinn var handtekinn stuttu eftir að konan tilkynnti hann til lögreglu. Erlent 12.11.2022 09:23
Banksy staddur í Úkraínu Dularfulli listamaðurinn Banksy er staddur í Úkraínu um þessar mundir. Hann birti í gær myndir af verki sínu á Instagram. Erlent 12.11.2022 07:46
Hvetja Rússa sem eru í felum í Kherson til að gefast upp Úkraínumenn segja Kherson-borg hafa verið frelsaða úr höndum Rússa. Borgin var eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hertekið frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar en forsvarsmenn rússneska hersins tilkynntu á dögunum að til stæði að hörfa þaðan. Erlent 11.11.2022 17:18
Fundu brak úr Challenger fyrir tilviljun Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur staðfest að brak sem heimildarmyndargerðarmenn fundu fyrir tilviljun í sjónum undan ströndum Flórída sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst fyrir rúmum 36 árum. Ekki hefur verið ákveðið hvort hróflað verður við því. Erlent 11.11.2022 14:02
Eftirlýstur flóttamaður þóttist vera írskur munaðarleysingi Sannað hefur verið fyrir skoskum dómstólum að karlmaður sem kvaðst vera írskur munaðarleysingi er í raun Bandaríkjamaður á flótta undan réttvísinni. Dómstóll í Edinborg komst að þessari niðurstöðu í vikunni. Erlent 11.11.2022 13:39
Flóðbylgjuviðvörun á Tonga eftir öflugan skjálfta Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út í Tonga eyjaklasanum í Kyrrahafi eftir að 7,3 stiga jarðskjálfti greindist á svæðinu. Upptök skjálftans mældust rúmlega tvö hundruð kílómetra frá eyjaklasanum en flóðbylgjuviðvörun hefur einnig verið gefin út í Amerísku Samóa. Erlent 11.11.2022 11:49
Ætla að hafa upp á metanstórlosendum með gervihnöttum Net gervihnatta á braut um jörðu verður notað til að finna uppsprettur metanlosunar með nýju kerfi sem Sameinuðu þjóðirnar ætla að taka í notkun á næsta ári. Rannsóknir benda til þess að metanlosun í heiminum sé mun meiri en ríki gefa upp í losunarbókhaldi sínu. Erlent 11.11.2022 11:35
Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir allar hersveitir Rússa hafa hörfað frá vesturbakka Dniproár í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Á undanhaldinu felldu Rússar brúnna yfir Dnipro. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, firrir sig allri ábyrgð á undanhaldinu. Erlent 11.11.2022 10:48
Demókratar bæta við forskotið í keppni um lykilþingsæti í Arizona Geimfarinn Mark Kelly er nú með ríflega fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Blake Masters í keppninni um eitt af þremur öldungadeildarþingsætum sem gæti ráðið því hvort demókratar eða repúblikanar fara með völd í deildinni. Enn eru þó of mörg atkvæði ótalin til að hægt sé að lýsa annan þeirra sigurvegara. Erlent 11.11.2022 07:45
Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. Erlent 11.11.2022 07:11
Vona að þögnin þýði að Rússarnir séu farnir Úkraínskir embættismenn telja að það muni taka rússneskt herlið minnst eina viku að hörfa frá vesturbakka Dnipro-ár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínski herinn hefur frelsað 41 byggð á svæðinu að sögn forseta Úkraínu. Íbúar á svæðinu fögnuðu fyrstu nótt þagnar frá því að stríðið hófst og vona að það þýði að Rússarnir séu farnir fyrir fullt og allt. Erlent 10.11.2022 23:31
Enn bætist í skuldasúpu Jones vegna samsæriskenninga Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða. Erlent 10.11.2022 21:40
Biðjast afsökunar á auglýsingu tengdri Kristalsnóttinni Skyndibitakeðjan KFC hefur beðist afsökunar á auglýsingaherferð sinni í Þýskalandi. Þar var fólk hvatt til þess að fagna því með ostum og kjúklingi frá KFC að 84 ár væru liðin frá Kristalsnóttinni. Erlent 10.11.2022 17:05
Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, vill verða forseti þingsins. Hann hefur ekki farið leynt með það en slæmt gengi flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn mun líklegast koma niður á vonum hans. Erlent 10.11.2022 15:40
Afhjúpuðu nýja mynd af stjörnuverksmiðju í tilefni afmælisins Sjö ljósára langur stöpull Keiluþokunnar er viðfangsefnið á nýrri mynd sem Evrópska stjörnustöðin á suðurhveli (ESO) afhjúpaði til þess að fagna sextíu ára afmæli stofnunarinnar í dag. Stöpullinn er hluti af stærra svæði sem ungar út nýjum stjörnum. Erlent 10.11.2022 13:01
„Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Ráðamenn í Úkraínu og í Bandaríkjunum hafa miklar efasemdir um yfirlýsingar forsvarsmanna rússneska hersins um undanhald frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínumenn óttast gildru og segja Rússa stefna á að leggja borgina í rúst. Erlent 10.11.2022 11:53
„Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún“ Áhrifamiklir Repúblikanar hafa ráðlagt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að fresta yfirlýsingu um nýtt forsetaframboð vegna slæms gengis flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn. Margir innan flokksins beina spjótum sínum að honum og þeim frambjóðendum sem hann studdi í kosningunum. Erlent 10.11.2022 10:30
Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. Erlent 10.11.2022 08:37
Listaverkasafn stofnanda Microsoft selt fyrir metfé í þágu góðgerðarmála Listaverkaverkasafn í eigu Paul Allens heitins, annars stofnanda Microsoft, er nú í söluferli hjá uppboðshaldaranum Christies. Erlent 10.11.2022 08:25
Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. Erlent 10.11.2022 07:45
Talið að 200 þúsund hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu Æðsti herforingi Bandaríkjamanna, Mark Milley, áætlar að rúmlega 100 þúsund rússneskir hermenn hafi nú fallið eða særst í Úkraínu síðan Rússar hófu innrás sína í landið. Erlent 10.11.2022 07:22
„Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“ Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra. Erlent 9.11.2022 23:01
Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. Erlent 9.11.2022 22:44
Þrjú ríki munu ráða úrslitum Niðurstöður öldungadeildarkosninganna í Arisóna, Nevada og Georgíu-ríkjum í Bandaríkjunum munu skera úr um hvort Demókratar eða Repúblikanar ná meirihluta í efri deild Bandaríkjaþing. Erlent 9.11.2022 21:45
Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. Erlent 9.11.2022 19:49
Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Erlent 9.11.2022 16:08
Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Kherson, lýsti því yfir í dag að hann ætli að flytja alla rússneska hermenn frá vesturbakka Dniproár. Rússar munu þar með yfirgefa Kherson-borg, sem er eina héraðshöfuðborgin sem þeir hafa hernumið frá því innrásin hófst í febrúar. Erlent 9.11.2022 15:19
Reyndi að kasta eggjum í konunginn Karlmaður var í dag handtekinn fyrir að kasta eggjum í átt að Karli III Bretlandskonungi í borginni York. Maðurinn náði ekki að hitta konunginn í þremur köstum. Erlent 9.11.2022 14:22