Erlent

Sókn Úkraínu­manna gangi vonum framar

Þúsundir rússneskra hermanna hörfa nú af stóru landsvæði sem þeir höfðu hertekið í austurhluta Úkraínu. Hersveitir Úkraínumanna hafa frelsað tugi bæja og þorpa sem hafa verið í haldi Rússa frá því að innrásin hófst.

Erlent

Klár­lega merki um upp­gang þjóð­ernis­hyggju

Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil.

Erlent

Starfsemi hætt í stærsta kjarnorkuveri Evrópu

Slökkt hefur verið á kjarnaofnum í stærsta kjarnorkuveri Evrópu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur haft verulegar áhyggjur undanfarið af öryggismálum í kjarnorkuverinu Zaporizhzhia, sem hefur verið á valdi Rússa um nokkurt skeið. 

Erlent

Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló

Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. 

Erlent

Rússneskar hersveitir hörfa frá borgum í Austur-Úkraínu

Svo virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta Úkraínu. Stjórn aðskilnaðarsinna í Kharkív hefur hvatt íbúa til að flýja heimili sín en hefur heitið því að „frelsa héraðið undan oki Úkraínu“ að nýju.

Erlent

Enn bætist á vandræði Trumps

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið.

Erlent

Vil­hjálmur og Katrín fá nýja titla

Í ávarpi sínu fyrr í kvöld tilkynnti Karl III Bretlandskonungur að Vilhjálmur Prins yrði nýi prinsinn af Wales og kona hans Katrín sömuleiðis prinsessan af Wales. Katrín er sú fyrsta til að bera þann titil síðan Díana prinsessa, móðir Vilhjálms lést árið 1997.

Erlent

Karl III sór þegnum sínum hollustueið

Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar.

Erlent

Bresk framá­menni minnast drottningarinnar

Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 

Erlent

Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum.

Erlent

Hafa náð undra­verðum árangri á nokkrum dögum

Úkraínumenn hafa náð umfangsmiklum árangri í gagnárás gegn Rússum í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Hersveitir Úkraínu eru sagðar komnar minnst fimmtíu kílómetra í gegnum varnir Rússa á einungis þremur dögum og hafa frelsað tugi þorpa og bæja sem hafa verið í haldi Rússa frá því innrásin hófst.

Erlent

Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést

Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést.

Erlent