Innlent

Í­búð í Grafar­vogi á floti í sjóðandi vatni

Íbúðareigandi í Grafarvogi er eitt stórt spurningamerki eftir umfangsmikinn leka í íbúð hans sem þó er ekki á stóru lokunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu sem nær til 120 þúsund íbúa. Heitt vatn fossaði úr lögn í íbúðinni í gær sem olli einnig skemmdum á hæðinni fyrir neðan. Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að bilun hafi orðið í dreifikerfinu í Grafarvogi í gær, sem er alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð.

Innlent

SA og ASÍ hnýta í Seðla­bankann

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hvetja Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir séu íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og dragi úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Innlent

Sögu­legt heitavatnsleysi og brjáluð um­ferð

Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu.

Innlent

Ólafur Ragnar skákar Vig­dísi og Guðna

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 

Innlent

Geirsgata opnuð í báðar áttir á morgun

Opnað verður fyrir umferð um Geirsgötu í miðbæ Reykjavíkur í báðar áttir á nýjan leik á morgun. Lokað hefur verið fyrir akstur í aðra átt í einu síðan á fimmtudag í síðustu viku.

Innlent

Nýtir gervi­greind í stað sér­fræðinga

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hyggst nýta gervigreind til að finna dæmi um svokallaða gullhúðun í íslenskri löggjöf. Þar er átt við tilfelli þar sem stjórnvöld hafa gengið lengra en krafist er í tilskipunum sem innleiddar eru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES).

Innlent

Lést af völdum voðaskots á gæsaveiðum

Karlmaðurinn sem lést í alvarlegu slysi nærri Hálslóni miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar norðan Vatnajökuls í morgun var íslenskur karlmaður á fertugsaldri. Hann var ásamt fleirum á gæsaveiðum og lést af völdum voðaskots.

Innlent

Hnífi beitt í á­rás í Skeifunni

Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild.

Innlent

Skemmdi rúður í lög­reglu­bílum dag eftir dag

Kona hefur verið dæmd fyrir héraðsdómi í skilorðsbundið 14 mánaða fangelsi fyrir eignaspjöll. Fólust þau í því að brjóta ítrekað rúður lögreglubíla með neyðarhamri í sumar. Konan hótaði einnig lögreglumanni með skilaboðum á rúðuþurrku.

Innlent

Fram­halds­skóla­nemar fagna gjaldfrjálsum náms­gögnum

Forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema fagnar fyrirætlunum barna- og menntamálaráðherra um að gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema sem eru undir átján ára. Hún hefur ekki áhyggjur af því að nemendur fari illa með námsgögnin verði þau gjaldfrjáls en það sé mikilvægt að skólayfirvöld séu skýr með það sem þau ætlist til af nemendum.

Innlent

Áfengisdrykkja ekki á­berandi vanda­mál á Al­þingi

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra telja áfengisdrykkju ekki vera vandamál á Alþingi. Ólíklegt sé að fólk geti komist upp með það á átta flokka Alþingi sem sé ávallt í beinni útsendingu að fara drukkið í ræðupúlt Alþingis.

Innlent

Unnið í alla nótt og allt sam­kvæmt á­ætlun

Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun.

Innlent

Ekki ráð­legt að drekka orku eða neyta einnar fæðutegundar

Ný norræn næringarviðmið voru gefin út nýlega. Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti Landlæknis og næringarfræðingur, segir ekki miklar breytingar frá fyrri ráðleggingum. Það séu hærri viðmið um D-vítamín á Íslandi og að í nýjum ráðleggingum sé lögð meiri áhersla á að borða meira úr jurtaríkinu og minna rautt kjöt til að minnka kolefnisspor mataræðis. Jóhanna ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent

Máli séra Gunnars lokið með starfslokagreiðslu

Séra Gunnar Sigurjónsson fyrrverandi prestur í Digraneskirkju hefur gert starfsflokasamkomulag við Þjóðkirkjuna. Lögmaður hans segir málið hafa verið blásið upp og áréttar að Gunnar hafi ekki gert neitt sem venjulegt fólk myndi telja til kynferðislegrar áreitni.

Innlent

Kynntu dag­skrá Menningar­nætur

Boðað hefur verið til blaðamannafundar um fyrirkomulag Menningarnætur sem fram fer á laugardag. Fundurinn hefst klukkan 11:30 í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík.

Innlent

Net­þrjótar þykjast vera frá Strætó

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað netverja við netsvindli þar sem óprúttnir aðilar þykjast vera frá Strætó og séu að gefa ókeypis kort í almenningssamgöngur. Fólk er hvatt til að vera á varðbergi gagnvart svindlinu og öðrum álíka. 

Innlent

Enginn hvati fyrir fyrir­­­tæki til að endur­­vinna

Félag atvinnurekenda (FA) furðar sig á miklum hækkunum í gjaldskrá Sorpu fyrir móttöku á matvælum í umbúðum sem notuð eru til jarðgerðar. FA óskar eftir rökstuðningi fyrir hækkuninni sem nemur rúmlega 86 prósentum frá því á fyrri hluta síðasta árs. 

Innlent

Fengu á­bendingu um Guð­laug, Hall­dór og Svedda Tönn

Lögreglu grunar að Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Halldór Margeir Ólafsson og Sverrir Þór Gunnarsson séu lykilmenn í stóra kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Enginn þeirra hefur þó verið ákærður í málinu.

Innlent