Handbolti

Mikill liðsheildar bragur yfir okkur

Ágúst Þór Jóhannesson, þjálfari Vals var að vonum sáttur eftir að Valskonur tryggðu sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar kvenna með sigri á Haukum í dag. Sigur Vals var aldrei í hættu og lokatölur leiksins 22-28.

Handbolti

Fücshe Berlin fór illa með Göppingen

Gunnar Steinn Jónsson og félagar hans í Göppingen heimsóttu Füchse Berlin í þýska handboltanum í dag. Füchse Berlin tók afgerandi forystu snemma leiks og unnu að lokum öruggan sjö marka sigur, 34-27. Gunnar Steinn skoraði eitt mark fyrir gestina.

Handbolti

HK tryggði sér sæti í Olís-deildinni

HK tryggði sér sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili með öruggum 13 marka sigri gegn ungmennaliði Fram í lokaumferð Grill 66 deildinni. Lokatölur 29-16, en HK náði í 32 stig af 36 mögulegum.

Handbolti

„Þær munu koma dýrvitlausar í næsta leik“

„Mér fannst við spila rosalega vel, allar sem ein, í vörn og sókn - þar fannst mér vörnin mjög góð í dag. Bara góður sigur.“ sagði Lovísa Thompson, skytta Vals, eftir 25-19 sigur liðsins á Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna á Hlíðarenda í dag.

Handbolti

Þetta var algjörlega til fyrirmyndar

„Ég er mjög sáttur og stoltur af stelpunum,“sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í dag. Lokatölur 21-17 Eyjastúlkum í vil. 

Handbolti

„Fannst vanta algjört drápseðli í FH-inga“

„Ég var óánægður með FH. Mér fannst vanta drápseðlið,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um framgöngu FH-inga í seinni hálfleik gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta á sunnudag.

Handbolti