Innherji
Stjórn OR segir brýnt að hrinda söluferli Ljósleiðarans af stað
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segir brýnt að hefja samskipti við Fjarskiptastofu svo að afla megi heimildar til þess að auka hlutafé hjá dótturfélaginu Ljósleiðaranum. Stjórnin bendir á að ferlið sé tímafrekt og aðstæður á fjármálamörkuðum krefjandi.
Jakobsson verðmetur Skel ríflega tuttugu prósent yfir markaðsverði
Jakobsson Capital verðmetur Skel fjárfestingafélag 22 prósent yfir markaðsverði. Greiningarfyrirtækið verðmetur dótturfélög Skel lítilsháttar hærra en fjárfestingafélagið gerir sjálft en þykir hins vegar bókfært virði Orkunnar vera um 20 prósent of hátt.
Mörg ríki bjóða erlendum sérfræðingum meiri skattahvata
Erlendur sérfræðingur með um tvær milljónir króna á mánuði hefur þrisvar sinnum meiri ábata af því að flytja til Finnlands, Svíþjóðar eða Danmerkur en til Íslands. Þar eru öflugri skattahvatar auk annarra fríðinda eru fyrir hendi, samkvæmt greiningu Deloitte.
Anna Þorbjörg hættir hjá Fossum fjárfestingarbanka
Anna Þorbjörg Jónsdóttir, sem hefur starfað hjá Fossum fjárfestingarbanka frá árinu 2016 og byggt upp eignastýringarsvið félagsins, er hætt störfum hjá bankanum, samkvæmt upplýsingum Innherja, en í liðnum mánuði hafði verið greint frá því að hún ætti að taka við stöðu framkvæmdastjóra nýs lánasviðs Fossa. Vænta má þess að draga muni til tíðinda á næstu dögum í viðræðum um fyrirhugaðan samruna Fossa og VÍS.
FDA skaut fjárfestum í Alvotech niður á jörðina og óvissa um framhaldið
Skilaboð Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) til Alvotech, sem gerir enn athugasemdir við framleiðsluaðstöðu þess og setur áform um að hefja sölu á stærsta lyfi fyrirtækisins vestanhafs um mitt ár mögulega í uppnám, skutu fjárfestum skelk í bringu fyrir helgi og yfir hundrað milljarðar þurrkuðust út af markaðsvirði félagsins á einum viðskiptadegi – og felldi það um leið úr sessi sem hið verðmætasta í Kauphöllinni. Talsverð óvissa er um næstu skref en væntingar Alvotech, sem álíta athugasemdir FDA vera smávægilegar, eru að hægt verði að ljúka málinu fyrir tilsettan tíma í lok júní án þess að það kalli á þriðju úttektina af hálfu eftirlitsins á verksmiðju félagsins hér á landi.
Fyrirtækjakaup sem ekki þarf að tilkynna geta leitt til sekta
Nýfallinn dómur Evrópudómstólsins hefur viðurkennt rétt samkeppnisyfirvalda og dómstóla til að véfengja samruna og yfirtökur markaðsráðandi fyrirtækja á grundvelli reglna um misnotkun á markaðsráðandi stöðu, jafnvel þó ekki sé um tilkynningarskylda samruna að ræða á grundvelli samkeppnisreglna ESB réttar eða aðildarríkja.
Matsfyrirtækin „ekki mjög örlát“ í einkunnagjöf sinni á íslenska ríkið
Umrót og krefjandi aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum síðustu misseri hefur undirstrikað vel að efnahagslegur styrkleiki íslenska hagkerfisins er meiri heldur en endurspeglast í lánshæfiseinkunn ríkissjóðs, að mati eins af stjórnendum Seðlabankans, sem telur að ríkið muni bráðlega skoða að ráðast í erlenda skuldabréfaútgáfu. Framkvæmdastjóri hjá Barclays tekur í svipaðan streng og segir að lánshæfiseinkunn íslensku bankanna ætti „líklega“ að vera hærri en hún er um þessar mundir.
Hvetur hluthafa að tryggja að bankinn geti boðið „samkeppnishæf“ starfskjör
Bankastjóri Landsbankans brýnir hluthafa, þar sem íslenska ríkið er fyrirferðarmest með 98 prósenta hlut, og bankaráð að „sjá til þess“ að bankinn sé samkeppnishæfur þegar kemur að kjörum starfsfólks. Forsvarsmenn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) gagnrýndu hvernig staðið var að kjaraviðræðum við bankastarfsmenn fyrr í vetur á nýlega afstöðnum aðalfundum Íslandsbanka og Landsbankans og varaformaður samtakanna sagði mikilvægt að koma á fót kaupaukakerfi hjá Íslandsbanka.
Skiptastjóri Torgs býður prentvél Fréttablaðsins til sölu
Skiptastjóri Torgs, sem gaf út Fréttablaðið og DV, býður blaðaprentvél fallna fjölmiðlafyrirtækisins til sölu.
Vinnslustöðin fær að kaupa félög sem veltu fjórum milljörðum
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á Útgerðarfélaginu ÓS og fiskvinnslunnar Leo Seafood. Hluthafar ÓS og Leo Seafood nýta hluta af kaupverðinu til að byggja upp landeldi í Vestmannaeyjum.
Upplýsingaskylda útgefenda skráðra skuldabréfa
Fréttir síðustu daga um fjármál íslenskra sveitarfélaga hafa vakið upp spurningar um hvort og þá hvaða sérstöku reglur gilda um útgefendur skráðra skuldabréfa, þá sérstaklega að því er varðar upplýsingagjöf þeirra.
Alvotech fær enn ekki grænt ljóst frá FDA fyrir sitt stærsta lyf í Bandaríkjunum
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) segist ekki geta veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við gigtarlyfið Humira í háum styrk, sem er mest selda lyf í heimi, þar til búið sé að bregðast „með fullnægjandi hætti“ við ábendingum sem FDA gerði í kjölfar úttektar á framleiðsluaðstöðu íslenska fyrirtækisins sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Áform félagsins hafa gert ráð fyrir að hefja sölu á lyfinu vestanhafs um mitt þetta ár í samstarfi við Teva en hlutabréfaverð alþjóðlega lyfjarisans hefur lækkað um rúmlega 9 prósent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum eftir að greint var frá athugasemdum FDA.
Fjármálaráð segir að „lausung“ í ríkisfjármálum valdi framúrkeyrslu
Lausung í fjármálastjórn ríkisins, sem endurspeglast í því að ófyrirséður tekjuauki ríkissjóðs hefur verið nýttur til aukinna útgjalda, er ein helsta ástæðan fyrir því að fyrri fjármálaáætlanir hafa ekki gengið eftir. Fjármálastefna sem gengur út á að safna skuldum bæði „í hæðum og lægðum skerðir trúverðugleika,“ að mati fjármálaráðs.
FME tjáir sig ekki hvort borginni hafi borið að upplýsa um „rútínubréf“
Fjármálaeftirlit Seðlabankans getur ekki tjáð sig hvort það muni taka til skoðunar hvort Reykjavíkurborg hafi átt að tilkynna til Kauphallarinnar að henni hafi borist bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Reykjavíkurborg er með skuldabréfaflokka skráða í Kauphöllina.
Þakklætisvottur fyrir fórnfýsi stjórnvalda
Það þykir heldur kræft, og jaðrar satt að segja við ósvífni, þegar ríkisvaldinu nægir ekki lengur að stæra sig af því að hafa útvegað þér hækjur heldur byrjar að rukka fyrir afnotin.
Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja
Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi.
Japanskur fyrirtækjarisi fjárfestir í Alvotech fyrir níu milljarða
Japanska fjárfestingafélagið Mitsui & Co, sem er hluti af einni stærstu fyrirtækjasamsteypu heims, hefur keypt breytanleg skuldabréf Alvotech að fjárhæð 62,75 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna, af félagi sem er að stórum hluta í eigu Róbert Wessman, forstjóra Alvotech. Stærsti hluthafi Mitsui er fjárfestingafélag Warrens Buffett en fjárfestingin í Alvotech kemur einum degi áður en líftæknilyfjafyrirtækið gerir ráð fyrir að fá niðurstöðu frá bandaríska lyfjaeftirlitinu vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir gigtarlyfið Humira.
Alfa Framtak hleypir nýrri innviðasamstæðu af stokkunum
Framtakssjóðastýringin Alfa Framtak hefur stofnað nýtt félag, INVIT, sem hefur það hlutverk að sameina íslensk innviðafyrirtæki undir einum hatti.
Acro hagnaðist um 380 milljónir króna og tekjur jukust um 18 prósent
Tekjur Acro verðbréfa jukust um 18 prósent á árinu 2022 sem einkenndist af erfiðum markaðsaðstæðum þar sem bæði hlutabréf og skuldabréf lækkuðu í verði, og námu samtals 1.012 milljónum króna. Hagnaður félagsins jókst um níu prósent.
Hagnaður bandarískra fyrirtækja ekki lækkað jafn mikið síðan í Covid-19
Hagnaður bandarískra fyrirtækja hefur ekki dregist meira saman á einum ársfjórðungi síðan við upphaf Covid-19 heimsfaraldursins, ef marka má spár. Mikil verðbólga heggur í framlegð fyrirtækjanna og ótti við efnahagssamdrátt dregur úr eftirspurn.
Tryggingasjóðurinn rekinn með tapi í fyrsta sinn eftir afnám iðgjalda
Tryggingasjóður vegna fjármálafyrirtækja (TFV) tapaði tæplega 1,3 milljörðum króna í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem sjóðurinn er rekinn með tapi en ástæðan er sú að innlánafyrirtæki hættu að greiða iðgjöld til sjóðsins á ári sem litaðist jafnframt af krefjandi markaðsaðstæðum.
Er rétti tíminn til að stækka við sig?
Það er gjarnan talað um húsnæðismarkaðinn sem eina heild en í raun er eftirspurn eftir mismunandi húsnæði auðvitað ólík eftir aðstæðum og tímabilum. Þegar fólk veltir fyrir sér að stækka við sig er mikilvægt að hafa þetta í huga en stærð stökksins fer m.a. eftir því hversu vel tímasett það er.
IFS mælir með sölu á Símanum og Sýn
IFS greining mælir með því að fjárfestar selji í Símanum og Sýn. Markaðsvirði félaganna er lítillega hærra en virðismat IFS gefur til kynna.
Reykjavík Geothermal kemur að jarðhitavirkjun í Sádi-Arabíu
Reykjavík Geothermal (RG) tók þátt í að stofna fyrirtæki sem virkja á jarðhita í Sádi-Arabíu. Guðmundur Þóroddsson, stjórnarformaður RG, segir að jarðhiti hafi ekki verið nýttur þar í landi fram til þessa.
Norræn hrakfallasaga vekur spurningar um innlenda greiðslulausn
Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum misserum eytt miklu púðri í að útskýra fyrir landsmönnum hvers vegna nauðsynlegt sé að smíða innlenda greiðslulausn. Að mati bankans er þjóðaröryggismál draga úr áhættunum sem felast í því hversu innlend greiðslumiðlun er háð erlendum kortainnviðum, svo sem að netsamband við útlönd rofni eða að eigendur kortainnviða loki á viðskipti við Íslands.
Engin viðlíka ákvæði um kveikjuviðburð í AT1-bréfum bankanna
AT1-gerningar Arion banka og Íslandsbanka nytu ávallt forgangs fram yfir hlutafé ef á það myndi reyna en í skilmálum skuldabréfanna er ekki að finna sambærileg ákvæði í skilmálum sömu bréfa hjá Credit Suisse. Þetta kemur fram í svari frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Innherja.
Norski olíusjóðurinn seldi stóran hluta eigna sinna í íslenskum ríkisbréfum
Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, seldi nærri helming allra skuldabréfa sem hann átti á íslenska ríkið á liðnu ári á sama tíma og hann jók talsvert við stöðu sína í skuldabréfum á bankanna hér á landi. Verðbréfaeign sjóðsins á Íslandi, sem nemur jafnvirði um 30 milljarðar króna, hélst nánast óbreytt á milli ára.
Seðlabankastjóri segir þörf á betri upplýsingum um gjaldeyrismarkaðinn
Unnið er að því hjá Seðlabankanum að reyna afla ítarlegri og betri upplýsinga um heildarviðskipti á gjaldeyrismarkaði, að sögn seðlabankastjóra, og viðurkennir að bankinn hafi „ekki nægjanlega“ góða yfirsýn yfir þann markað. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs líkir gjaldeyrispörun innan viðskiptabankanna við „stærstu skuggabankastarfsemi landsins“ og segir umfang lífeyrissjóða á gjaldeyrismarkaði minna en af er látið.
Haraldur Yngvi ráðinn til að stýra fjárfestingum TM
Haraldur Yngvi Pétursson, sem hefur um langt árabil starfað við eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka, hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri TM, dótturfélags Kviku banka, samkvæmt upplýsingum Innherja. Ráðning hans kemur í kjölfar þess að Ásgeir Baldurs, sem hefur stýrt fjárfestingum tryggingafélagsins frá 2021, lét af störfum fyrr á árinu.
Fjölmiðlar þurfa áskriftartekjur, ekki ríkisstyrki
Margir hafa dregið rangan lærdóm af gjaldþroti Fréttablaðsins. Lausnin er einföld og margreynd. Það mun hvorki bjarga fjölmiðlum að ríkisstyrkja þá í meira mæli né taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Rekstrarvandi fjölmiðla verður einungis leystur með vitundarvakningu á meðal landsmanna. Fólk þarf að borga fyrir fréttir. Sú leið er þrautreynd. Á blómaskeiði fjölmiðla var greitt fyrir þjónustuna.