Innherji
Ráðherra sagður hunsa fyrirmæli sem miði að skilvirkari ríkisrekstri
Fyrsti minni hluti fjárlaganefndar Alþingis hefur gert þá kröfu að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, virði sjö ára gömul fyrirmæli um að setja reglugerð sem ætlað er að „takmarka sóun og stuðla að hagkvæmum ríkisrekstri.“
Ice Fish Farm landar 24 milljarða króna lánalínu og sækir nýtt hlutafé
Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm á Austfjörðum hefur náð samkomulagi við fjóra banka um lánsfjármögnun að fjárhæð 156 milljónir evra, jafnvirði tæplega 24 milljarða króna, og samhliða því hefur verið ákveðið að hefja undirbúning að umfangsmikilli hlutafjáraukningu og skuldbreytingu hluthafalána.
Fasteignamarkaðurinn nálgast frostmark
Á sama tíma og lítið selst vex fjöldi þeirra fasteigna sem er til sölu ört. Núverandi fasteignaverð og vaxtastig hafa því leitt til pattstöðu á fasteignamarkaðnum. Það sem hefur komið í veg fyrir algjört frost á fasteignamarkaðnum undanfarna mánuði er möguleiki kaupenda til að skýla sér fyrir hækkandi greiðslubyrði með því að taka löng verðtryggð lán.
Sýn kaupir allt hlutafé móðurfélags Já
Sýn hefur gengið frá samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Eignarhaldsfélagsins Njálu, móðurfélags upplýsingatæknifyrirtækisins Já, sem rekur meðal annars vefsíðuna og appið ja.is ásamt því að veita upplýsingar í símanúmerinu 1818. Seljendur eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir.
Fjárfestar búast við bröttum vaxtahækkunum á næstunni
Óvænt verðbólgumæling leiddi til þess að ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa hækkaði umtalsvert í gær. Hækkun kröfunnar gefur til kynna dvínandi trú fjárfesta á að Seðlabankinn nái að koma böndum á verðbólguna en viðmælendur Innherja á fjármálamarkaði búast við því að Seðlabankinn bregðist við með verulegum vaxtahækkunum á næstunni.
Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“
Seðlabankinn verði að „taka á honum stóra sínum“ eftir nýjar verðbólgutölur
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands getur ekki annað en „tekið á honum stóra sínum“ þegar nefndin kemur aftur saman í mars. Þetta segir aðalhagfræðingur Arion banka en að hans mati hefur Seðlabankinn nú ástæðu til að hækka vexti um allt að 100 punkta til að bregðast við nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar.
Fjárfestar selja í sjóðum þrátt fyrir viðsnúning á mörkuðum
Fjárfestar losuðu um stöður sínar í helstu verðbréfasjóðunum á fyrsta mánuði ársins 2023 sem einkenndist engu að síður af verðhækkunum á mörkuðum eftir erfitt ár í fyrra. Í tíu skipti á síðustu tólf mánuðum hefur verið hreint útflæði úr innlendum hlutabréfasjóðum.
VÍS minnkar enn verulega vægi skráðra hlutabréfa í eignasafninu
Markaðsvirði skráðra hlutabréfa í eignasafni VÍS minnkaði samanlagt um liðlega fjóra milljarða á árinu 2022 samtímis erfiðum aðstæðum á mörkuðum og aukinni áherslu á að draga úr áhættu í eignasafni tryggingafélagsins. Vægi óskráðra hlutabréfaeigna VÍS er núna orðið nánast jafn mikið og skráðra hlutabréfa félagsins.
Fyrsti áfangi landeldis í Eyjum mun kosta 25 milljarða
Félagið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) vinnur að því að koma á fót landeldi á laxi í Vestmannaeyjum. Horft er til þess að framleiða í fyrsta áfanga um 15 þúsund tonn af laxi á seinni hluta árs 2027 með mögulega stækkun í 30 þús tonn. Um er að ræða um 25 milljarða króna fjárfestingu í fyrsta áfanga. Starfsmenn verða um 100.
Arðgreiðslur ríkisfélaga þremur milljörðum yfir áætlun
Arðgreiðslur þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna; Landsbankans, Landsvirkjunar og Íslands, nema alls 33,7 milljörðum króna á þessu ári og eru þremur milljörðum hærri en upphæðin sem fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði ráð fyrir við gerð síðasta fjárlagafrumvarps.
Íslensk stjórnvöld stundum „eins og eyðiland í Evrópu,“ segir forstjóri Brims
Forstjóri og aðaleigandi Brims gagnrýnir íslensk stjórnvöld, sem hann segir að séu eins og „eyðiland“ í Evrópu, fyrir að neita að ræða við Rússland um nýtingu á veiðirétti Íslands í Barentshafi. Fyrirtækið skilaði metafkomu í fyrra samhliða hagstæðum markaðsaðstæðum fyrir sjávarafurðir og horfur fyrir þetta ár líta „þokkalega út.“
Borgin í þungum róðri á skuldabréfamarkaði
Hækkun ávöxtunarkröfunnar á skuldabréfum Reykjavíkurborgar skilar sér í „verulega þungri vaxtabyrði“ á nýjum lánum. Krafan á óverðtryggða skuldabréfaflokknum RVKN 35 1, sem stendur í ríflega 8,8 prósentum, hefur hækkað um 1,5 prósentustig frá áramótum og nærri tvöfaldast frá byrjun árs 2022.
Forstjóri Landsvirkjunar vill ekki að landeigendur verði ný kvótastétt
Samanburður Ásgeirs Margeirssonar, fyrrverandi forstjóra HS Orku, á auðlindagjaldi við virkjanir var afar villandi. Stóra málið til að ná árangri í uppbyggingu virkjana er að tryggja að nærsamfélagið njóti meiri ávinnings af þeim, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Innherja.
Agnar kemur inn í stjórn Íslandsbanka sem fulltrúi Bankasýslunnar
Agnar Tómas Möller, sem starfaði síðast sem sjóðstjóri skuldabréfa hjá Kviku eignastýringu, kemur nýr inn í stjórn Íslandsbankabanka en bankinn á núna í viðræðum um samruna við Kviku. Er hann tilnefndur af Bankasýslunni, sem heldur utan um 42,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka, en stofnunin fer núna með þrjá stjórnarmenn í stað fjögurra áður.
Hagræðing í rekstri hjá Íslandsbanka gerir hann 25-30 prósent verðmætari
Sú hagræðing sem hefur átt sér stað hjá Íslandsbanka á undanförnum árum jafngildir því að vaxtamunur hafi aukist um 0,5 prósentustig. Hún hefur aukið verðgildi bankans um 25 til 30 prósent, samkvæmt nýju verðmati.
Ný bílalán í methæðum árið 2022 og Arion sópaði til sín hlutdeild
Ný bílalán banka til heimila námu ríflega 24 milljörðum króna á árinu 2022 og hafa aldrei verið meiri á einu ári. Ekki eru enn komin fram merki um að vaxtahækkanir síðustu missera hafi haft afgerandi áhrif á eftirspurn eftir bílalánum.
Dýrmætum tíma sóað í dellukenningar
Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun var einkar forvitnilegur. Áhorfendur fengu ýtarleg svör frá seðlabankastjóra um ákvarðanir peningastefnunefndar en upplýsingagildi fundarins fólst ekki síður í því hvernig sumar spurningar afhjúpuðu dellukenningarnar sem hafa hreiðrað um sig á Alþingi.
Erum á leið í „verstu sviðsmyndina“ með vextina hærri lengur en áður var talið
Þrátt fyrir vaxtahækkun og harðari tón peningastefnunefndar fyrr í þessum mánuði þá hafa verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði haldið áfram að versna verulega í skugga harðra átaka á vinnumarkaði sem hafa valdið enn meiri óvissu um verðbólguþróunina, að sögn sjóðstjóra og sérfræðinga á fjármálamarkaði. Markaðsvextir á stuttum ríkisskuldabréfum eru að nálgast átta prósent og hafa ekki verið hærri í meira en áratug.
Ákvarðanir síðustu 12 ára juku sjóðsstreymi Landsvirkjunar um milljarð dala
Ákvarðanir sem voru teknar í rekstri Landsvirkjunar fyrir meira en áratug, sem kölluðu á mikil „átök“ á þegar stórnotendur voru látnir greiða hærra raforkuverð, hefur haft afgerandi áhrif við að bæta afkomu og skuldastöðu félagsins og skilað því um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði um 145 milljarða króna, í auknu sjóðstreymi á tímabilinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tækifæri séu til þess að endursemja við stóra viðskiptavini á komandi árum.
„Ef við værum með evruna væri verðbólga miklu hærri“
Ef Ísland hefði tekið upp evru væri verðbólga hér á landi „miklu hærri“ en hún er nú og þrátt fyrir lækkandi orkuverð í Evrópu eru verðbólguhorfurnar þar „ekki endilega" betri en á Íslandi, að mati Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra.
Stærsti erlendi fjárfestirinn selur í ISB fyrir nærri þrjá milljarða
Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem hefur verið stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Íslandsbanka frá skráningu á markað sumarið 2021, hefur minnkað hlut sinn í bankanum um meira en fimmtung í þessum mánuði. Sala félagsins kemur í kjölfar þess að tilkynnt var um samrunaviðræður Íslandsbanka og Kviku.
Lífeyrissjóðir enn í viðræðum um kaup á hlut Heimstaden á Íslandi
Sænska leigufélagið Heimstaden á enn í viðræðum við íslenska lífeyrissjóði um mögulega kaup þeirra á hlut í starfseminni á Íslandi og er stefnt að því að klára viðskiptin á fyrsta ársfjórðungi, að sögn framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi.
Guðjón hættir hjá Arion banka
Guðjón Kjartansson, sem hefur verið í fyrirtækjaráðgjöf Arion um nokkurt skeið, hefur sagt upp störfum hjá bankanum.
„Mikil tíðindi“ að útgjöld til rannsóknar og þróunarstarfs hafi aldrei verið meiri
Útgjöld til rannsókna og þróunarstarfs hafa ekki verið meiri frá því mælingar hófust árið 2014. „Þetta eru mikil tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Segja má að atvinnulífið hafi tekið rækilega við sér þegar auknir skattahvatar tóku gildi árið 2020. Uppskeran af aðgerðum stjórnvalda og drifkrafti í íslenskum iðnaði, ekki síst hugverkaiðnaði, eru að koma fram,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, í samtali við Innherja.
Áform um 140 milljarða króna fjárfestingu á Bakka runnu út í sandinn
Viljayfirlýsing fyrirtækisins Carbon Iceland og sveitarfélagsins Norðurþings um stórfellda uppbyggingu á lofthreinsiveri við Bakka á Húsavík, rann út um síðustu áramót og hefur ekki verið endurnýjuð. Skilyrði um að fyrirtækið næði samningi við Landsvirkjun um afhendingu raforku hafði ekki verið uppfyllt.
Lækkandi lausafjárhlutföll knúðu fram aukna samkeppni um innlán
Samkeppni viðskiptabanka um innlán hefur aukist í takt við lækkandi lausafjárhlutföll bankanna og hefur þessi aukna samkeppni leitt til þess að vaxtamunur hefur minnkað nokkuð. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í verðmati greiningarfyrirtækisins Jakobsson Capital á Arion banka.
Greiðslumiðlun „óhagkvæmari og ótryggari“ en á hinum Norðurlöndunum
Smágreiðslumiðlun á Íslandi einkennist af meiri greiðslukortanotkun en þekkist á hinum Norðurlöndunum þar sem jafnframt treyst er á erlenda innviði alþjóðlegra kortasamsteypa. Í því felst áhætta, til dæmis ef netsamband við útlönd rofnar eða eigendur sömu kerfa loka á viðskipti við Ísland, að sögn Seðlabankans. Til að uppfylla kröfur um þjóðaröryggi telur bankinn vænlegast að innleiða hugbúnaðarlausn sem byggist á greiðslum milli bankareikninga sem væri grunninnviður greiðslumiðlunar.
Eignastýring á umrótatímum
Við fögnum nýju ári 2023 og kveðjum versta ár á fjármálamörkuðum í áratugi. Staðan í heiminum er þó sú að enn geysar stríð í Úkraínu, landfræðileg áhætta hefur aukist, verðbólgu er mikil og vextir hækka hraðar en nokkru sinni fyrr.
Forstjóri SKEL ekki á þeirri skoðun að verðmiði Fossa sé of hár
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags, sem er næststærsti hluthafi VÍS, segist ekki vera á þeirri skoðun að fjárfestingabankinn Fossar sé verðmetinn of hátt í fyrirhuguðum samruna við tryggingafélagið. Hann telur að „strategísk tækifæri“ geti falist í sameiningu félaganna.