Innherji
IFS mælir með sölu á hlutabréfum í Símanum
IFS mælir með sölu á hlutabréfum í Símanum. Markaðsgengið er fjórum prósentum lægra en matsgengið. Reksturinn á þriðja ársfjórðungi gekk vel. Framlegðin batnaði samhliða auknu kostnaðaraðhaldi.
Verðmetur VÍS töluvert lægra en markaðurinn
Nýtt verðmat á VÍS er tíu prósentum lægra en markaðsgengi. Efnahagsaðstæður eru ekki hagfelldar tryggingafélögum um þessar mundir. Undanfarið ár hefur verið það versta á verðbréfamörkuðum í áratugi. Það er bæði neikvæð ávöxtun af hluta- og skuldabréfum. Auk þess er „kröftugur viðsnúningur“ í efnahagslífinu og mikil fjölgun ferðamanna. Við það fjölgar tjónum og það dregur úr afkomu af tryggingarekstri. „Til að toppa svo allt saman hefur ávöxtunarkrafa til eigin fjár hækkað hratt síðustu vikur.“
Segir tafir á leyfisveitingum kosta samfélagið milljarða
Tafir á leyfisveitinum opinberra aðila vegna uppbyggingar flutningskerfi raforku kosta samfélagið milljarða á ári hverju. Opinberar stofnanir brjóta ítrekað lögbundna fresti um málsmeðferð að sögn Jóns Skafta Gestssonar, sérfræðings í hagrænum greiningum hjá Landsneti.
Dýr erlend fjármögnun „áhyggjuefni“ og gæti þýtt verri lánakjör fyrir fyrirtæki
Það er „áhyggjuefni“ hvað fjármögnun bankanna á erlendum mörkuðum er orðin dýr og ef sú staða snýr ekki við á næstunni mun það að óbreyttu skila sér í versnandi lánakjörum fyrir íslenskt atvinnulíf, að sögn seðlabankastjóra. Hann segist ekki geta tjáð sig um umfangsmikil gjaldeyriskaup Landsbankans á millibankamarkaði á síðustu mánuðum og hvort þau kunni að tengjast stórri afborgun bankans á erlendu láni sem er á gjalddaga á fyrri helmingi næsta árs.
Minnkandi seljanleiki og ofmetin íbúðaþörf
Nú virðist markaðurinn vera endanlega orðinn vinalaus. Stýrivextir hafa hækkað um 5,25 prósentustig, lánþegaskilyrði hafa verið hert, áhugi á íbúðum hefur dregist saman um 72% og nú liggur fyrir að fólksfjölgun sem hefur verið megindrifkraftur húsnæðisverðshækkana undanfarin ár er verulega ofmetin.
Skatturinn hefur til skoðunar dóm um að hætta skuli birtingu á eigendum félaga
Nokkur Evrópusambandsríki hafa hætt að birta upplýsingar hverjir eiga fyrirtæki í kjölfar að Evrópudómstóllinn taldi að slíkt bryti gegn sáttmála Evrópusambandsins. Lögfræðingur segir að óljóst sé „hvaða – ef einhver – áhrif“ dómurinn muni hafa hér á landi. Full ástæða sé þó fyrir íslensk stjórnvöld til þess að gefa dómnum gaum en ákvæði sáttmála Evrópusambandsins um rétt til friðhelgis einkalífs sé „nánast orðrétt hið sama og finna má í stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu“.
Nýjar reglur Twitter í ljósi markaðsmisnotkunar í skilningi MAR
Markaðsmisnotkun er í grunninn að röngum eða misvísandi upplýsingum er miðlað til markaðarins sem gefa eða eru líklegar til að gefa ranga eða villandi mynd af verði fjármálagernings. Óumdeilt er að tíst á fölsuðum Twitter-reikningi hafði að geyma rangar upplýsingar sem höfðu töluverð áhrif á verð hlutabréfanna í félaginu Eli Lilly and Company. Löggjöfin gerir ekki kröfu um að auðgunarásetningur þurfi að vera fyrir hendi eða að hagnaður hafi hlotist af brotinu svo að um sé að ræða markaðsmisnotkun.
Verð bensíns og dísilolíu helst hátt þrátt fyrir lægra hráolíuverð
Þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á hráolíu hafi aðeins hækkað um 8,7 prósent það sem af er ári hefur verðhækkun á bæði á bensíni og dísilolíu um allan heim verið töluvert meiri.
Árið 2021 var „alger sprengja“ í rekstri Eimskips en árið í ár er „enn betra“
Rekstrarhagnaður Eimskips af gámasiglingum meira en tvöfaldaðist milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma jókst magn í gámasiglingum einungis um tæp sjö prósent. Trúlega hafa verðhækkanir á flutningum á sjó á milli Evrópu og Bandaríkjanna stuðlað að afkombatanum. Samkvæmt upplýsingum frá Drewry Supply Chain Advisors hefur flutningaverð á leiðinni í ár hækkað um ellefu prósent til Rotterdam frá Bandaríkjunum og um 21 prósent til New York frá Rotterdam.
Rándýr seinagangur Orkustofnunar
Eftir tæplega 18 mánaða bið hefur Orkustofnun séð sér fært að afhenda Landsvirkjun virkjanaleyfi vegna Hvammsvirkjunar til yfirlestrar. Fram hefur komið í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, að meðferðartími virkjanaleyfa hafi jafnan verið þrír til fjórir mánuðir.
Verðið í útboði Íslandsbanka var „eins gott og hugsast gat“
STJ Advisors, ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka, segir að ef reynt hefði verið að fá hærra verð en 117 krónur á hlut í útboðinu í mars, hefði skapast sú hætta að horfið yrði frá stórum hluta af pöntunum, þar á meðal frá „hágæða fjárfestum“ og núverandi hluthöfum. Allar nauðsynlegar upplýsingar sem máli skiptu um mögulega heildareftirspurn fjárfesta hafi legið fyrir þegar ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð hafi verið tekin.
Kröftugur hagvöxtur en hvar er framleiðnin?
Allan hagvöxt ársins hingað til má rekja til 7,7% fjölgunar starfa og þar með ánægjulegs viðsnúnings hagkerfisins eftir að samkomu- og ferðatakmörkunum var aflétt. Það sem hefur gerst er að störf sem glötuðust í faraldrinum hafa endurheimst að fullu. Á hinn bóginn hefur framleiðni dregist saman um 0,5% á árinu. Það er nokkuð áhyggjuefni.
Eigandi Stofnfisks stefnir í norsku kauphöllina og safnar hlutafé
Benchmark Holdings, sem keypti 89 prósenta hlut í Stofnfiski árið 2014, hyggst afla 158 milljónum norskra króna, jafnvirði um 2,3 milljarða króna, í hlutafjárútboði. Það er skref í átt að tvíhliða skráningu á Euronext Growth hliðarmarkaðinn í Osló. Ef af hlutafjáraukningunni verður mun hlutaféð aukast um fimm prósent.
Innlán atvinnufyrirtækja aukist um fjórðung frá áramótum
Ekkert lát er á umfangsmiklum vexti í innlánum atvinnufyrirtækja í bönkunum og hafa þau aukist langt umfram verðbólgu á árinu. Á síðustu tveimur mánuðum hafa innlánin tekið um 70 milljarða króna stökk, eða um heil tíu prósent, þar sem líklegt má telja að muni mikið um stórar greiðslur sem hafa borist eftir söluna á Mílu og Tempo.
Genís klárar 2,4 milljarða króna hlutafjáraukningu
Íslenska líftæknifyrirtækið Genís sem hefur um tveggja áratuga skeið unnið að rannsóknum og þróun á lífvirkum kítínfásykrum til notkunar í fæðubótarefnum, lyfjum og við beinígræðslu hefur lokið fjármögnun sem felur í sér hlutafjáraukningu að fjárhæð 2,4 milljarðar króna.
Einnar lóðar forysta Einars
Enn og aftur hefur kastast í kekki milli Samtaka iðnaðarins og Reykjavíkurborgar vegna húsnæðisuppbyggingar (eða skorti á henni) í höfuðborginni. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 28.nóvember og gagnrýndi þar borgina fyrir lóðaskort. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í borginni mætti ekki þörf og að skipulagsferlið tæki of langan tíma.
Væntir frekari samruna fyrirtækja á næsta ári
Líkur eru á frekari samþjöppun og samrunum fyrirtækja á næsta ári, einkum á sviði upplýsingatækni og sjávarútvegs- og matvælaiðnaði. Á sama tíma mun fjöldi fjölskyldufyrirtækja þurfa á meira fjármagni að halda til fjárfestinga.
Heimilin bregðast við hærri vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð íbúðalán
Hækkandi vaxtastig til að reyna stemma stigu við mikilli verðbólgu hefur þýtt að heimilin eru núna í fyrsta sinn frá því í árslok 2017 að sækjast í meira mæli eftir verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum hjá bönkunum. Seðlabankastjóri hefur margsinnis varað við endurkomu verðtryggingarinnar á íbúðalánamarkaði, sem myndi meðal annars draga úr virkni peningastefnunnar, ef verðbólgan fer að festa sig í sessi.
Þinglýstir kaupsamningar fjölbýliseigna ekki færri síðan í upphafi 2019
Þrátt fyrir að fasteignaverð hafi hækkað lítillega við síðustu birtingu Þjóðskrár um fasteignaverð í október, eru fyrir hendi skýr merki um töluvert hægari gang á fasteignamarkaði. Í október síðastliðnum var alls 516 kaupsamningum um fjölbýli þinglýst hjá sýslumanni. Leita þarf aftur til janúarmánaðar 2019 til að finna færri kaupsamninga fjölbýliseigna í einum mánuði.
Orkuveita Reykjavíkur rekin með tapi á þriðja ársfjórðungi
Orkuveita Reykjavíkur var rekin með tæplega 230 milljóna króna tapi á þriðja ársfjórðungi, samanborið við tveggja milljarða króna hagnað á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri fyrirtækisins. Skýring á verri afkomu er lækkandi álverð sem og hækkandi fjármagnskostnaður félagsins sem tvöfaldaðist úr 1,9 milljarði í tæpa fjóra milljarða á þriðja ársfjórðungi.
Þrátt fyrir mikinn útlánavöxt er Kvika enn fjárfestingarbanki
Sveiflur í afkomu Kviku varpa ljósi á að félagið er enn fjárfestingarbanki jafnvel þótt vægi útlána hafi vaxið hratt. Útlán Kviku hafa aukist um 45 prósent frá áramótum en á sama tíma hefur efnahagsreikningurinn vaxið um 21 prósent. „Stærri efnahagsreikningur og stærra útlánasafn leggja grunninn að stöðugri og sterkari grunnrekstri til framtíðar,“ segir í verðmati Jakobsson Capital.
Fjárfestu seldu sig út úr verðbréfasjóðum fyrir meira en tíu milljarða
Talsvert var um innlausnir fjárfesta í verðbréfasjóðum í október, einkum í sjóðum sem fjárfesta í skuldabréfum, þrátt fyrri að bæði vísitala hlutabréfa og skuldabréfa hafi hækkað í Kauphöllinni í síðasta mánuði. Óvenju miklar verðlækkanir samtímis útflæði á árinu þýðir að eignir skuldabréfasjóða hafa minnkað um 44 milljarða frá áramótum og ekki verið minni frá því í ágúst í fyrra.
Nýr veruleiki blasir við (enn og aftur)
Ljóst er að fjármálaleg tilraunastarfsemi seðlabanka heimsins og skrautleg peningaprentun hefur endað með ósköpum og vakið upp verðbólgudrauginn all hressilega. Eilífðarvélin virkaði ekki og MMT er stefna sem gleymist vonandi sem fyrst. Enda sjást núna ávöxtunarkröfur á skuldabréfum sem hafa ekki verið í boði árum saman erlendis þó að ekki þurfi að fara mörg ár aftur í tímann hérlendis.
Landsvirkjun vonast til að anna raforkuþörf fiskimjölsframleiðenda
Staða miðlunarlóna Landsvirkjunar er öll önnur og betri nú en samanborið við síðasta vatnsár. Landsvirkjun bindur vonir við að hægt verði að anna eftirspurn fiskimjölsverksmiðja á komandi ári. Stór kolmunnavertíð gæti kallað á mikla raforku á næsta ári.
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið
Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung.
Telur rétt að taka tillit til harðrar gagnrýni frá nýsköpunargeiranum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur rétt að staldra við gagnrýni frá mörgum í nýsköpunargeiranum varðandi frumvarp um innleiðingu á rýni við erlendum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis og fara yfir hana „áður en lengra er haldið.“ Að auki þurfi að fara fram greining á efnahagslegum áhrifum frumvarpsins. Áslaug Arna hefur hefur sett af stað vinnu við heildstæða úttekt á fjárfestingarumhverfi nýsköpunar með það að augum að dregið verði úr hömlum og hindrunum.
Má gagnrýna Skattinn?
Það gefur auga leið að ef skattborgarar og ráðgjafar þeirra beita öðrum lögskýringarsjónarmiðum en kann að tíðkast hjá Skattinum þá er eitthvað að. Fjöldi deilumála og kröfur um réttaröryggi á þessu sviði leiða til þess að það þarf að athuga hvort kenning um mismunandi viðhorf til lögskýringa sé mögulega rétt og hvort það kunni að vera skýring á fjölda dómsmála sem snúast fyrst og fremst um lögskýringar í skattarétti.
Ekki rétti tíminn að auka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis
Aukinn viðskiptahalli og versnandi ytri staða þjóðarbúsins þýðir að nú er ekki rétti tíminn til að ráðast í lagabreytingar í því skyni að auka fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða í erlendum gjaldmiðlum, að sögn seðlabankastjóra. Frumvarp fjármálaráðherra þess efnis hefur verið lagt fyrir Alþingi.
Vísir formlega hluti af samstæðu Síldarvinnslunnar í desember
Vísir hf. í Grindavík og dótturfélög verða formlega hluti af samstæðu Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað frá og með 1. desember næstkomandi. Þetta kemur fram í uppgjöri Síldarvinnslunnar fyrir þriðja ársfjórðung sem var birt rétt í þessu.
Horfur „nokkuð jákvæðar“ hjá Festi og mælir með að halda bréfunum
IFS mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í Festi. Horfur fyrir næstu mánuði í rekstri félagsins eru „nokkuð jákvæðar“ en það verður áfram „þrýstingur á framlegð“ í ljósi efnahagsmála erlendis. Stríðsátök í Úkraínu hafa gert það að verkum að ástandið á verður áfram „erfitt“ og verðbólga há alþjóðlega.