Innherji
Stokkað upp í stjórn Berjaya Iceland Hotels og Tryggvi Þór hættir
Ráðist hefur verið breytingar á stjórn hótelkeðjunnar Berjaya Iceland Hotels, sem áður hét Icelandair Hotels, og Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður félagsins í meira en tvö ár, er farinn úr stjórninni. Nýr stjórnarformaður fyrirtækisins er dóttir malasíska auðjöfursins Vincent Tan og þá hefur annar Íslendingur verið fenginn inn í stjórnina í stað Tryggva Þórs.
Landsbankinn mætir aukinni samkeppni með hærri innlánsvöxtum
Landsbankinn býður nú viðskiptavinum sem spara í appi 5,25 prósent innlánsvexti. Það eru hæstu vextir sem bankinn býður á óbundnum innlánsreikningum, óháð fjárhæð. Bankinn hækkaði innlánsvexti á óbundnum innlánum um 1,35 prósent úr 3,9 prósentum.
Erlend kortavelta aldrei verið meiri í septembermánuði
Velta erlendra greiðslukorta hér á landi í septembermánuði hefur aldrei verið hærri en í ár. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum frá Seðlabankans um greiðslumiðlun sem birtar voru í dag. Velta erlendra greiðslukorta hér á landi var tæplega 27,7 milljarðar króna í mánuðinum.
AGS: Fordæmalausar hækkanir á matvælaverði
Matvælaverð hefur hækkað um meira en 50 prósent frá árinu 2020 og verð ákveðinna tegunda matvæla á hrávörumarkaði hefur meira en tvöfaldast á tímabilinu. Þetta kemur fram í samantekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á verðþróun hrávara sem teljast til matvæla.
Ása Björg ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Kavita
Ása Björg Tryggvadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsráðgjafafyrirtækisins brandr, hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Kavita. Fyrirtækið á vörumerkin ICEHERBS, Protis og Good Routine sem eru gæða fæðubótarefni sem seld eru um land allt. Kavita stefnir á útflutning á íslenskum fæðubótaefnum.
Er allt vænt grænt?
Það er mikið sótt að hugmyndafræði ESG um þessar mundir og hún gagnrýnd með ýmsum hætti. Það sem veitir gagnrýnendum byr undir báða vængi er meðal annars stríð í Úkraínu og áhrif þess á orkuöryggi og matvælaverð sem og yfirvofandi alþjóðlega efnahagslægð. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt að staldra við og endurhugsa málin.
30 prósenta vöxtur á milli ára hjá Iceland Spring
Framleiðsla á vatninu Iceland Spring jókst um 30 prósent á milli ára á fyrri helmingi ársins. Framleiddum einingum fjölgaði úr 12 milljónum á fyrri helmingi ársins í fyrra í 16 milljónir á fyrri helmingi ársins í ár. Þetta sagði forstjóri Ölgerðarinnar á kynningarfundi þegar uppgjör fyrirtækisins var kynnt eftir lok markaðar í gær.
Ætlar Orkuveita Reykjavíkur að skila auðu í orkuskiptunum?
Rauði þráðurinn í stefnumótun stjórnvalda hér á landi sem erlendis eru orkuskiptin. Í þeim felst einna helst að skipta kolefnisorkugjöfum fyrir umhverfisvænari orkugjafa. Óraunhæft er að láta af notkun kolefnisorkugjafa víðast hvar um heim til skemmri tíma eða lengri tíma litið. Þeir eru einfaldlega of veigamiklir. Fyrsta markmiðið ætti alltaf að vera að draga úr vexti notkunar þeirra og auka hlutfall endurnýjanlegra og umhverfisvænna orkugjafa.
Fordæmalausar verðhækkanir frá birgjum Ölgerðarinnar
Ölgerðinni berast tilkynningar um verðhækkanir frá erlendum birgjum „í gríð og erg“. Þær eru „fordæmalausar og hlaupa stundum á tugum prósenta.“ Þetta sagði forstjóri fyrirtækisins á uppgjörsfundi eftir lokun markaða í gær þegar afkoman á fyrri helmingi ársins var kynnt og nefndi að verðhækkanirnar myndu leiða út í verðlag.
Bandaríski risinn Vanguard stækkar stöðu sína í Arion
Sjóðastýringarfélagið Vanguard, sem keypti sig inn í fimmtán íslensk fyrirtæki í Kauphöllinni um miðjan síðasta mánuð, hefur á síðustu dögum stækkað nokkuð eignarhlut sinn í Arion banka. Fimm vísitölusjóðir í stýringu Vanguard eru núna komnir í hóp með tuttugu stærstu hluthöfum íslenska bankans og er félagið um leið orðið stærsti einstaki erlendi fjárfestirinn í eigendahópnum.
Sterkur Bandaríkjadalur setur þrýsting á afurðaverð til Evrópu
Minnkandi kaupmáttur í Evrópu samfara styrkingu Bandaríkjadalsins hefur haft nokkur áhrif á markaði fyrir sjávarafurðir, að sögn viðmælenda Innherja. Vöruútflutningur Íslands í Bandaríkjadal er töluvert veigameiri en í evrum, þrátt fyrir að stór hluti kaupenda sé staðsettur í Evrópu.
Reykjavíkurborg segir fjölda málaflokka vanfjármagnaða af hálfu ríkisins
Fjármálasvið Reykjavíkurborgar segir að fjöldi málaflokka sveitarfélaga séu van- eða ófjármagnaðir í athugasemdum við fjárlagafrumvarp Alþings fyrir árið 2023. Um sé að ræða skyldur sem ríkið leggur á herðar sveitarfélaga en fjármagn fylgi ekki með til að standa straum af kostnaði.
B.M. Vallá selur hluta af lóð sinni til Framkvæmdafélagsins Höfða
B.M. Vallá hefur selt hluta af lóð sinni til Framkvæmdafélagsins Höfða. Um er að ræða svæði við Breiðhöfða 3 og Bíldshöfða 7, samtals tæplega 10 þúsund fermetrar, en nýir eigendur áforma uppbyggingu íbúða á lóðunum.
AGS: Verðbólga á heimsvísu nálgast hæsta gildi
Verðbólga á heimsvísu mun ná hámarki síðar á þessu ári í 8,8 prósentum og síðan lækka til baka á næsta ári og mælast þá að meðaltali um 6,5 prósent. Verðlagshækkanir verða hins vegar þrálátari og langdregnari en áður var talið.
Sýn þurfi að bæta reksturinn „enn meira til að skila ásættanlegri“ afkomu
Þótt tekjur Sýnar hafi verið að aukast og stjórnendur séu að ná betri tökum á rekstrarkostnaði fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins þá er ljóst að það þarf að bæta reksturinn „enn meira til að félagið skili ásættanlegri“ afkomu, að sögn hlutabréfagreinenda, sem mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu að svo stöddu.
Húsnæðisverð lækkar
Þrátt fyrir að steypan sé uppáhalds fjárfesting Íslendinga getur íbúðaverð lækkað líkt og annað eignaverð og það er einmitt það sem er framundan.
Framkvæmdastjóri ON: Aukin raforkuframleiðsla ekki á teikniborðinu
Orka náttúrunnar (ON) hefur ekki í hyggju að byggja upp nýjar jarðvarmavirkjanir eða auka raforkuframleiðslu sína. Fjárfestingar í virkjunum ON munu fyrst og fremst miða að því að viðhalda núverandi orkuframleiðslu. Þetta segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Vísbendingar um að markaðurinn hafi „tekið alltof skarpa dýfu“
Staðan á hlutabréfamarkaði hefur umturnast á síðustu tólf mánuðum. Fyrir um ári mátti sjá merki þess að markaðurinn væri búinn að ofrísa, meðal annars út frá þróun peningamagns í umferð, en núna eru vísbendingar um hið gagnstæða og verðmöt gefa til kynna að meirihluti félaga í Kauphöllinni séu verulega vanmetin, að sögn hlutabréfagreinenda.
Enn til skoðunar að skrá Íslandshótel í Kauphöll
Það er enn til skoðunar að skrá Íslandshótel, stærstu hótelkeðju landsins, í Kauphöllina, þrátt fyrir að miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum. Þetta segir Davíð T. Ólafsson, forstjóri samstæðunnar, aðspurður í samtali við Innherja. „Það hefur ekki breyst.“
Icelandair og ISAVIA leggjast gegn álagningu varaflugvallagjalds
Ef íslenskir flugrekendur sem gera út frá Keflavíkurflugvelli þurfa að sæta gjaldtöku vegna uppbyggingar varaflugvalla dregur úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga sem bjóða upp á flug yfir Atlantshafið.
Útgreiðslur skráðra félaga til fjárfesta að nálgast um 180 milljarða
Á sama tíma og hlutabréfafjárfestar eru að upplifa sitt versta ár á mörkuðum frá fjármálahruninu 2008 þá er allt útlit fyrir að útgreiðslur skráðra félaga til hluthafa í ár meira en tvöfaldist frá því í fyrra. Þar munar mikið um væntanlegar greiðslur til hluthafa Símans og Origo á næstu vikum eftir sölu félaganna á stórum eignum.
Fjölmiðlafrelsi og miðlun innherjaupplýsinga
Blaðamönnum er heimilt að veita heimildarmönnum sínum innherjaupplýsingar að því marki sem slík upplýsingagjöf telst nauðsynleg í þágu starfs þeirra. Þetta er niðurstaða dómstóls Evrópusambandsins í nýlegu máli franska fjármálaeftirlitsins gegn viðskiptablaðamanni á breska fjölmiðlinum Daily Mail.
Vikan framundan: AGS uppfærir spá sína um hagvöxt í heimshagkerfinu
Í vikunni mun Seðlabankinn meðal annars birta nýjar mánaðartölur um kortaveltu en á liðnu sumri var heildarvelta erlendra greiðslukorta í hæstu hæðum. Á erlendum vettvangi ber hæst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun á morgun, þriðjudag, koma með uppfærða hagspá sína. Fastlega er gert ráð fyrir að þar verði boðaður enn minni hagvöxtur á heimsvísu en áður var spáð og eins meiri verðbólgu.
Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár
Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár.
Tónlist varð eins og skuldabréf og verðið rauk upp
Stofnendur Öldu Music, sem er rétthafi að bróðurparti allrar íslenskrar tónlistar og var fyrr á árinu selt til Universal Music Group, sáu fyrir sér að streymisveitur myndu gjörbreyta rekstrargrundvelli íslenskrar tónlistar. Stöðugt tekjustreymi ásamt lágu vaxtastigi gerði það að verkum að verðmiðinn á tónlist, þar á meðal íslenskri tónlist, margfaldaðist á örfáum árum.
Líklegt að megnið af söluverði Tempo verði greitt til hluthafa Origo
Líklega verður megnið af söluverði Origo á Tempo greitt til hluthafa. Það er þó ekki hægt að útiloka að félagið nýti fjármunina til að fjárfesta í öðrum félögum eða sameinist. Ef fjárhæðin verður öll greitt út til hluthafa verður Origo langminnsta félagið á Aðallista Kauphallarinnar og markaðsvirðið um sex til tíu milljarðar króna.
Sjálfsvígsheimsvaldastefna Kremlar
Eins fráleit og hún var, þá var ekkert sem kom á óvart í ræðunni sem Pútín hélt í tilefni innlimunar úkraínsku landsvæðanna. Á undanförnum vikum hefur Rússland orðið fyrir hverju öðru, hernaðarlegu áfallinu í norðaustur Úkraínu. Að sýna veikleika er óhugsandi í huga Pútín og þar af leiðandi bætir hann upp dapurt gengi á vígvellinum með sífellt meira ógnandi málflutningi.
Stytting vinnuvikunnar kostar Slökkviliðið 418 milljónir
Gert er ráð fyrir að stytting vinnuvikunnar muni auka launakostnað Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um 418 milljónir króna eða um tólf prósent á milli ára. Aukninguna má einkum rekja til þess að það varð að ráða 24 starfsmenn til að viðhalda þjónustustigi. Þetta kemur fram í svari frá Slökkviliðinu við fyrirspurn Innherja.
Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur kaupa Gleðipinna
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Árni Pétur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hafa náð samkomulagi um kaup á Gleðipinnum en félagið, sem veltir yfir þremur milljörðum króna, rekur meðal annars veitingastaðina American Style og Hamborgarafabrikkuna.
Áttföldun á fjórum árum
Fyrirtæki og stjórnendur hafa mikinn hag af því að gefa sér ráðrúm til að finna sín Tempo verkefni. Ég er sannfærður um að margs konar þekking verður til í fyrirtækjum sem getur nýst langt umfram fyrirtækið sjálft. Tempo varð til í kringum vandamál sem starfsfólk Nýherja stóð frammi fyrir.