Innherji
Ný útlán til fyrirtækja hafa aldrei verið meiri frá upphafi mælinga
Útlán banka til atvinnufyrirtækja námu ríflega 38 milljörðum króna og hafa aldrei verið meiri í einum mánuði frá því að Seðlabanki Íslands byrjaði að halda utan um tölurnar í byrjun árs 2013.
Stórfelld losun fastra vaxta gæti ýtt heimilum aftur í verðtryggð lán
Viðbúið er að stór hluti íbúðalána á föstum vöxtum komi til endurskoðunar á árunum 2024 og 2025 enda jukust vinsældir fastvaxtalána, sér í lagi óverðtryggðra lána með föstum vöxtum, verulega á seinni hluta síðasta árs. Horfur eru á því að vaxtastig verði talsvert hærra en það var þegar vextir á lánunum voru festir og því gæti endurskoðun leitt til tilfærslu yfir í verðtryggð lán sem bera minni greiðslubyrði.
Selja sig út úr verðbréfasjóðum í stórum stíl samhliða óróa á mörkuðum
Innlendir verðbréfasjóðir, bæði sem fjárfesta í skuldabréfum og hlutabréfum, skruppu talsvert saman í liðnum mánuði samhliða áframhaldandi innlausnum fjárfesta sem námu samanlagt tæplega 11 milljörðum króna. Útflæði af slíkri stærðargræðu úr sjóðunum hefur ekki sést í um þrjú ár.
Hagnaður Valitor tuttugufaldast milli ára
Valitor hagnaðist um 627 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins að því er kemur fram í árshlutauppgjöri Arion banka. Það er tuttugufalt meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.
Hækkar verulega verðmat á Icelandair og metur félagið á 117 milljarða
Nýbirt uppgjör Icelandair Group, þar sem félagið skilaði hagnaði á öðrum ársfjórðungi í fyrsta sinn í fimm ár, ber það með sér að „flugið er komið af stað“ og allt útlit er fyrir að afkoma félagsins á þriðja ársfjórðungi verði „dúndur“.
Kostnaður Festar vegna starfsloka Eggerts um 76 milljónir
Smásölufyrirtækið Festi, sem rekur meðal annars eldsneytisstöðvar undir merkjum N1 og verslanir Krónunnar og Elko, gjaldfærir hjá sér kostnað sem nemur samtals um 76 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi vegna samkomulags sem stjórn félagsins gerði í byrjun júní vegna starfsloka Eggerts Þórs Kristóferssonar, fráfarandi forstjóra.
Þóknanatekjur Arion aldrei verið hærri og hagnaðurinn um 10 milljarðar
Hagnaður Arion banka á öðrum ársfjórðungi, sem var meðal annars drifin áfram af auknum vaxta- og þóknanatekjum, jókst um liðlega 1,9 milljarð króna á milli ára og var rúmlega 9,7 milljarðar króna. Mikil umsvif í fyrirtækjaráðgjöf og eignastýringu skilaði sér í því að þóknanatekjur hækkuðu um 27 prósent og námu um 4,54 milljörðum króna og hafa aldrei verið meiri á einum fjórðungi.
Uppgjör á faraldri og sóttvörnum
Samfélagið var fljótt að snúa sér að öðru þegar öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum var aflétt í febrúar. Í tvö lýjandi ár hafði faraldurinn heljartak á umræðunni og þjóðfélagið var undirorpið ákvörðunum embættismanna sem höfðu skyndilega fengið vald til að segja af eða á. En þrátt fyrir að veiran sjálf sé horfin úr sviðsljósinu væru mikil mistök að láta eins og ekkert hafi í skorist. Þegar horfur eru á því að uppsafnaður halli ríkissjóðs fram til ársins 2027 muni nema þúsund milljörðum króna verður ekki komist hjá uppgjöri á sóttvarnaaðgerðum.
Há verð og stöðugur rekstur skiluðu Elkem metafkomu í fyrra
Elkem Ísland, sem rekur kísilver á Grundartanga, hagnaðist um 458 milljónir norskra króna, jafnvirði 6,4 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er langbesta rekstrarniðurstaða Elkem á síðustu sjö árum og líklega sú besta í sögu fyrirtækisins á Íslandi.
Skýrari skattalög
Hvergi kemur nú fram í einkennisorðum Skattsins að leggja eigi skatta á með réttum hætti eða lögum samkvæmt. Þess í stað er nefnt að stofnunin sé „framsækin“? Og hvernig fer stofnunin að því að stuðla að jafnræði og virkri samkeppni? Það getur varla verið á verksviði Skattsins enda heyra þessi verkefni undir allt aðra aðila. Og í hverju felast orðin um vernd samfélagsins? Þetta er allt frekar torskilið.
Hækkandi vaxtatekjur ættu að lita uppgjör stóru bankanna á markaði
Útlit er fyrir að uppgjör stóru viðskiptabankanna í vikunni sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, muni verða sterk ef marka má afkomuspár greinenda. Hækkandi vaxtastig þýðir að hreinar vaxtatekjur bankanna, sem eru stærsti tekjuliður þeirra, munu aukast verulega á milli ára sem vegur á móti samdrætti í fjármunatekjum vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum.
Aldrei minni vanskil í lánasafni Landsbankans
Vanskil viðskiptavina Landsbankans hafa farið lækkandi frá því í lok árs 2019 og hafa aldrei verið lægri en þau voru um mitt þetta ár. Þetta kemur fram uppgjörskynningu bankans.
Hvalur segir enga lagastoð fyrir reglugerð Svandísar
Hvalur hf. telur ljóst að fyrirhuguð reglugerðarbreyting Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem skyldar áhafnir að tilnefna dýravelferðarfulltrúa til að hafa eftirlit með hvalveiðum, skorti lagastoð og rúmist ekki innan meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram í umsögn hvalveiðifélagsins.
„Ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstrinum,“ segir nýr stærsti eigandi Sýnar
Forsvarsmaður nýstofnaðs fjárfestingafélags sem hefur fest kaup á um 15 prósenta hlut í Sýn, sem gerir það að stærsta hluthafanum, segir að fjárfestahópurinn hafi „fylgst lengi“ með fyrirtækinu.
Gavia Invest stærsti hluthafi Sýnar eftir kaup á hlut Heiðars
Gavia Invest, fjárfestingafélag sem er að hluta til í eigu Reynis Grétarssonar, er orðið stærsti hluthafi fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækisins Sýnar með 14,95 prósenta hlut eftir kaup á eignarhlut Heiðars Guðjónssonar um helgina Þetta kemur fram í flöggun til Kauphallarinnar.
Heiðar selur allt í Sýn fyrir 2,2 milljarða og hættir sem forstjóri
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, hefur selt allan 12,7 prósenta hlut sinn í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu fyrir tæplega 2,2 milljarða króna. Samhliða sölunni mun Heiðar láta af störfum sem forstjóri félagsins um mánaðarmótin.
Salan á Mílu eykur fjárfestingar og lækkar verð, segir leiðandi ráðgjafi
Analysys Mason, virt ráðgjafastofa á sviði fjarskipta sem hefur fleiri hundruð ráðgjafa á sínum snærum, telur að salan á Mílu muni stuðla að aukinni fjárfestingu í innlendum fjarskiptainnviðum og lægra verði á fjarskiptaþjónustu. Þetta kemur fram í greiningu sem ráðgjafastofan útbjó að beiðni Ardian.
Erlend fjárfesting afþökkuð
Erlendir fjárfestar eiga ekki von á góðu hafi þeir í hyggju að beina fjármagni sínu hingað til lands. Innan stjórnsýslunnar, einkum forsætisráðuneytinu að því er virðist, er lögð rík áhersla á að flækja regluverkið og meðferð Samkeppniseftirlitsins á sölunni á Mílu er síst til þess fallin að glæða áhuga á að fjárfesta á Íslandi.
Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar
Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast.
Óljóst hvernig SÍ vill taka á umsvifum lífeyrissjóða á lánamarkaði
Æðstu stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa síðustu misserum kallað eftir því að regluverkinu í kringum lífeyrissjóði verði breytt í samræmi við aukin umsvif sjóðanna á húsnæðislánamarkaði og hefur jafnvel komið fram í máli seðlabankastjóra að honum hugnist ekki þátttaka lífeyrissjóða á markaðinum. En þrátt fyrir að stjórnendur bankans hafi haft uppi stór orð um auknar kröfur gagnvart lífeyrissjóðum er ekki ljóst hvernig þeir vilja taka á lánastarfsemi sjóðanna nú þegar hlutdeild þeirra á markaðinum fer aftur vaxandi.
Gengi bréfa Marels og Kviku hríðfellur eftir afkomuviðvaranir
Gengi hlutabréfa Marels og Kviku banka hefur lækkað mikið í verði í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun eftir að félögin sendu frá sér neikvæða afkomuviðvörun seint í gærkvöldi. Hagnaður félaganna á öðrum ársfjórðungi verður mun lægri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir vegna erfiðra markaðstæðna.
Ný gerð af framtakssjóði tryggir sér 1,5 milljarða króna
Leitar Capital Partners, nýtt félag sem mun leggja áherslu á að fjárfesta í ungu og öflugu fólki og styðja það við að finna fyrirtæki til að kaupa og reka, hefur gengið frá 1,5 milljarða fjármögnun á fyrsta fjárfestingarsjóði félagsins. Sjóðurinn mun einblína á fjárfestingar í svokölluðum leitarsjóðum (e. Search Funds).
SA lastar áform um aukið flækjustig fyrir erlenda fjárfesta
Samtök atvinnulífsins, öll aðildarsamtök þeirra og Viðskiptaráð Íslands gera alvarlegar athugasemdir við áform um lagasetningu sem eru til þess fallin, að mati samtakanna, að fæla erlenda fjárfesta frá Íslandi og gera erlenda fjárfestingu að „pólitísku bitbeini“.
Gæfulegt að SÍ hafi ekki beitt sér af meiri krafti á skuldabréfamarkaði
Íslenskt efnahagslíf, sér í lagi verðbréfamarkaðurinn, má þakka fyrir að Seðlabanki Íslands nýtti ekki heimild sína til magnbundinnar íhlutunar í meiri mæli. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, í samtali við Innherja.
Stjórnum ber ekki að lýsa starfslokum forstjóra í smáatriðum
Stjórnum skráðra fyrirtækja ber ekki að hafa samráð við hluthafa um starfslok forstjóra né að rekja í smáatriðum hvernig staðið var að starfslokunum. Þetta segir Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategíu, sem hefur um árabil veitt stjórnum, fjárfestum og hinu opinbera ráðgjöf á sviði lögfræði og stjórnhátta.
Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu?
Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild.
Gildi kaus gegn því að stokka upp í stjórn Festar
Gildi lífeyrissjóður, annars stærsti hluthafi Festar, kaus með óbreyttri stjórn á hluthafafundi smásölufélagsins sem var haldinn fyrr í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Gildis þar sem sjóðurinn greinir frá því að hann hafi greitt öllum sitjandi stjórnarmönnum atkvæði í margfeldiskosningunni sem var viðhöfð á fundinum.
SÍ situr á 20 milljarða króna skuldabréfasafni eftir magnbundna íhlutun
Seðlabankinn hefur keypt ríkisskuldabréf fyrir um 22,6 milljarða króna frá því að peningastefnunefnd samþykkti heimild bankans til magnbundinnar íhlutunar í byrjun kórónukreppunnar. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Innherja um umfang skuldabréfakaupa bankans.
Stoðir og hópur fjárfesta í viðræðum um kaup á Algalíf fyrir yfir 15 milljarða
Fjárfestingafélagið Stoðir og framtakssjóður í rekstri Alfa Framtaks fara fyrir hópi innlendra fjárfesta sem eru langt komnir í viðræðum um kaup á íslenska líftæknifyrirtækinu Algalíf á Reykjanesi. Vonir standa til að viðskiptin geti klárast síðla sumars eða næstkomandi haust.
Sidekick íhugar að fá innlenda fjárfesta inn í hluthafahópinn
Heilsutæknifyrirtækið Sidekick Health, sem hefur nýlega lokið umfangsmikilli fjármögnunarumferð sem var leidd af erlendum vísissjóðum, hefur til skoðunar að fá innlenda fjárfestum inn í hluthafahópinn á næstunni samkvæmt heimildum Innherja.