Innherji
Væntingar um bankasölu magna upp sveiflur í Kauphöllinni
Fjárfestar halda að sér höndum vegna væntinga um sölu ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka en lítil velta í Kauphöllinni hefur þannig magnað upp sveiflur sem rekja má til verðlækkana á erlendum hlutabréfamörkuðum. Viðmælendur Innherja á fjármálamarkaði benda þó á að skráðu íslensku félögin standi á styrkum fótum og samsetning Kauphallarfélaga sé hagfelld í þessum aðstæðum.
Kastrup opnar að nýju en No Concept skellir í lás
Veitingamennirnir Stefán Melsted og Jón Mýrdal stefna á að enduropna hinn vinsæla veitingastað Kastrup í stærri og breyttri mynd við Hverfisgötu 6 eftir nokkrar vikur.
Miklar breytingar hjá Motus
Fjórir nýir stjórnendur hafi komið til starfa hjá Motus á sviði upplýsingatækni, innheimtu, samskipta og viðskiptastýringar. Þau eru Bjarki Snær Bragason, Eva Dögg Guðmundsdóttir, Magnea Árnadóttir og Sigríður Laufey Jónsdóttir.
Coripharma að sækja sér um 3 milljarða og boðar skráningu á markað á árinu
Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Coripharma, sem hóf sölu á sínu fyrsta lyfi í Evrópu sumarið 2021, er nú á lokametrunum með að ljúka við hlutafjáraukningu sem nemur vel á þriðja milljarð króna í gegnum lokað útboð.
Enn um umboðsskyldu
Hætta er á að ESG fjárfestingar fórni hagsmunum umbjóðenda, til dæmis varðandi áhættudreifingu í safni. Fjárfestingastefna sem byggi á blönduðum ásetningi sé í raun ígildi þess að umboðsmaður láti greiðslu af hendi rakna frá umbjóðendum til þriðja manns. Það geti umboðsaðili ekki gert án þess að hafa skýrt umboð.
Krafa ríkisbréfa hefur ekki verið hærri síðan vorið 2019
Ávöxtunarkrafa tíu ára ríkisskuldabréfa hefur hækkað töluvert á síðustu mánuðum í takt við þróun á erlendum skuldabréfamörkuðum og versnandi verðbólguhorfur um allan heim.
Stokkað upp hjá Sjálfstæðismönnum í Kópavogi
Útlit er fyrir talsverða endurnýjun á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor.
Mikilvægt að tryggja eðlilega samkeppni á flugvellinum, segir innviðaráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, fagnar áliti Samkeppniseftirlitsins um Isavia og mun taka tilmæli eftirlitsstofnunarinnar, sem miða að því að hafa hemil á háttsemi ríkisfyrirtækisins, til ítarlegrar skoðunar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigurðs Inga við fyrirspurn Innherja.
Rapyd tvöfaldaði hlutdeildina á tæpum tveimur árum
Færsluhirðirinn Rapyd hefur tvöfaldað markaðshlutdeild sína hér landi frá því að fyrirtækið kom inn á markaðinn með kaupum á KORTA fyrir tæpum tveimur árum síðan. Á sama tíma hefur markaðshlutdeild Saltpay, sem áður hét Borgun, dregist verulega saman.
Bankarnir lánuðu yfir 300 milljarða til íbúðakaupa annað árið í röð
Ný íbúðalán bankakerfisins, sem voru alfarið drifin áfram af óverðtryggðum lánum, námu rúmlega 307 milljörðum króna á árinu 2021 sem er um einum milljarði króna meira heldur en árið áður.
Tekjur Haga yfir væntingum vegna „innfluttrar verðbólgu“
Þrátt fyrir að vörusala Bónus, sem var 15 milljarðar króna á síðasta ársfjórðungi, hafi verið umfram áætlanir Haga þá er framlegðin enn undir langtímamarkmiðum félagsins. Það skýrist af kostnaðarverðshækkunum og hækkandi hrávöruverði auk þess sem flutningskostnaður hefur rokið upp sem má vænta að hafi einnig nartað í framlegð Haga.
Dagur í lífi Öglu Eirar: Fjölbreyttir dagar en fastur liður að tuða yfir sóttvarnaraðgerðum
Agla Eir Vilhjálmsdóttir er yfirlögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Hún vill breyta klukkunni, tuðar yfir sóttvarnaraðgerðum daglega og fer í sund til þess að upplifa kyrrð og ró. Dagarnir hjá Viðskiptaráði eru fjölbreyttir og blessunarlega fær félagsveran Agla að hitta mikið af fólki í vinnunni.
Vextir skipti gríðarlegu máli varðandi húsnæðiskostnað félagsmanna
Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins um land allt eru núna að vinna í kröfugerð og öðrum undirbúningi fyrir kjaraviðræðunum að sögn framkvæmdastjórans, Flosa Eiríkssyni.
Heimsviðburður í miðbænum
Þrátt fyrir hinar takmarkandi tilskipanir Sóttvarnastofnunar ríkisins halda stórhuga veitingamenn áfram að fjárfesta. Merkilegustu tíðindin í veitingahúsaflóru landsins er stækkun Fiskmarkaðarins í formi nýs vínbars á annarri hæð.
Halldór Benjamín ætlar sér ekki í borgarmálin
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur undanfarin misseri verið orðaður við framboð í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins og meðal annars verið skrifaðar fréttir þess efnis.
Tilefnislausu sóttvarnirnar
Ef þörf er á aðgerðum til að hindra neyðarástand í heilbrigðiskerfinu, er þá ekki nær að þær beinist að fámennum hópi, sem veldur hlutfallslega margfalt stærri vanda í heilbrigðiskerfinu en aðrir, en að setja hömlur á atvinnu- og athafnafrelsi allra?
Bjöguð niðurstaða könnunar ASÍ og BSRB
Nýbirt niðurstaða könnunar ASÍ og BSRB meðal félagsmanna vekur spurningar, bæði um aðferðafræði og notagildi til ályktana. Svo virðist sem 150.000 manns hafi verið gefinn kostur á að svara spurningalista og 6 prósent, 9.000 manns, hafi svarað.
Sýn býst við minnst 80 prósenta hagnaði af frekari sölu innviða
Sýn stefnir að því að selja innviði fyrir 6 milljarða króna til viðbótar við innviðasöluna sem hefur nú þegar gengið í gegn og býst við að söluhagnaðurinn verði um eða yfir 80 prósent. Þetta var á meðal þess sem kom fram á fjárfestadegi Sýnar í gær.
Útboð hins opinbera dragast saman um 15 milljarða króna milli ára
Áætluð heildarupphæð í útboðum þeirra opinberu aðila sem fram komu á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins 2022 nemur á þessu ári samtals 109 milljörðum króna. Það er um 15 milljörðum minna en sömu aðilar áætluðu að yrði boðið út árið 2021. Þetta kemur fram í greiningu samtakanna.
Örvænting í ofbeldissambandi
Við sjáum merki þess að veirufaraldurinn muni draga illan dilk á eftir sér.
Slökkvistarf í borginni
Reglulega berast fregnir af húsnæðisskorti á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu vikuna í janúar voru á söluskrá 487 íbúðir, en það eru 20 prósent færri eignir en mánuði fyrr.
Bankasýslan óskar eftir heimild til að selja restina af Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins lagði í gær fram tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að stofnunin fái heimild til ársloka 2023 til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka í nokkrum áföngum og að höfðu samráði við ráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar.
Heildsölur hafa ekki séð viðlíka hækkanir á einu bretti
Stærstu heildsölur landsins hafa ekki séð á eins víðtækar og skarpar verðhækkanir, og þær sem hafa gengið yfir á síðustu vikum. Fyrirtækin koma litlum vörnum við og telja að hækkanir frá erlendum framleiðendum og birgjum eigi eftir að seytla inn í smásöluverð á næstu mánuðum.
Jakob Valgeir og Helgi Magnússon fjárfesta í Skeljungi
Tvö félög á vegum Jakobs Valgeirs Flosasonar, útgerðarmanns og fjárfestis, bættust við hluthafahóp Skeljungs fyrr í þessum mánuði þegar þau keyptu samanlagt um 1,55 prósenta hlut sem skilar honum í hóp tíu stærstu eigenda fyrirtækisins.
Fortuna Invest vikunnar: Hvað felst í ábyrgum fjárfestingum?
Hvað er átt við með viðmiðum umhverfislegra og félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS)?
Endurskoðun laga um opinber fjármál er tímabær
Lánshæfismatsfyrirtæki hafa ítrekað bent á er trúverðugleiki og ábyrgð í ríkisfjármálum grundvöllur góðs lánshæfismats ríkissjóðs og þar með góðra lánskjara. Það er því hagsmunamál skattgreiðenda að skuldbinding stjórnmálanna gagnvart ábyrgum fjármálareglum sé hafin yfir allan vafa.
Þurfi að horfa til þess hvað orsakar hærri vexti
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir mikið í húfi að vel takist til í komandi kjaraviðræðum.
Við höfum aðeins séð toppinn á ísjakanum, segir forstjóri Innness um verðhækkanir
Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innnes, segir að búast megi við verulegum hækkunum á verðlagi eftir því sem áhrif hækkana frá erlendum birgjum brjótast fram á smásölumarkaði. Honum kæmi ekki á óvart ef verð innfluttra vara myndi hækka um 10 til 12 prósent á næstu mánuðum.
Rammskakkt hagsmunamat
Setjum unga fólkið í fyrsta sæti. Hvetjum það til að hittast, hreyfa sig, brasa og lenda í hnjaski. Það fylgir því áhætta að fara úr húsi að morgni og COVID er þar aftarlega á lista yfir áhyggjuefni. Hættum þessu.
Andstaða oddvitans mælist illa fyrir í Valhöll
Marga rak í rogastans á fundi borgarstjórnar í gærkvöld þegar Eyþór Arnalds, fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokks, flutti tillögu um að fallið yrði frá þéttingaráformum við Háaleitisbraut og Bústaðaveg.