Innherji

Verðbólgudraugar Verbúðar

Ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni að leggja sitt af mörkum fyrir umhverfi lágra vaxta, hóflegrar verðbólgu og stöðugleika. Það er óskandi að hægt sé að ná góðu samráði við aðila vinnumarkaðarins til að stuðla að nauðsynlegu samspili þessara þátta.

Umræðan

Vægi erlendra eigna stærstu sjóðanna nálgast óðum fjárfestingarþakið

Vægi erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, sem eru með eignir upp á samanlagt um 2.500 milljarða króna í dag, hefur hækkað um meira en þriðjung frá því í ársbyrjun 2018. Færist það stöðugt nær lögbundnu 50 prósenta hámarki sem erlendar fjárfestingar sjóðanna mega vera sem hlutfall af heildareignum þeirra.

Innherji

Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis

Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis.

Innherji

Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn

Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri.

Klinkið

Vatnsverksmiðja Jóns Ólafssonar tapaði yfir tveimur milljörðum

Þrátt fyrir áskoranir vegna kórónuveirufaraldursins þá jukust tekjur Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi sem var reist af Jóni Ólafssyni árið 2004, um átta prósent á árinu 2020 og námu samtals tæplega 27 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða króna á gengi dagsins í dag.

Innherji

Eftirlitið segir stjórnvöldum að hafa hemil á Isavia

Samkeppniseftirlitið segir háttsemi Isavia á síðustu árum vekja áleitnar spurningar um það hvernig ríkisfyrirtækið nálgast samkeppni og samkeppnismál. Eftirlitið hefur beint tilmælum til ráðherra málaflokksins sem miða að því að skapa heilbrigða umgjörð um starfsemi á Keflavíkurflugvelli, draga úr óhagkvæmni í rekstri hans og efla ferðaþjónustu.

Innherji

Þórdís Kolbrún eina konan með titil

Nokkurs titrings gætir innan Sjálfstæðisflokksins með kynjahlutföll stjórnenda eftir að tilkynnt var um ráðningar í tvær þungavigtarstöður innan flokksins í gær. Varaformaðurinn er eina konan með titil í stjórnkerfi flokksins.

Klinkið

Allar líkur á mögnuðu ári í sjávarútveginum

Hærri verð, áður vanmetin loðnuúthlutun og örlítið hagstæðari kostnaðarhlutföll eru helstu ástæður þess að greinendafyrirtækið Jakobsson Capital hefur hækkað verðmat sitt á Brim um 17 prósent, eða úr 704 milljónum evra í 825 milljónir evra, jafnvirði um 122 milljarða íslenskra króna.

Innherji

Útsvarstekjur borgarinnar jukust um 7,4 prósent milli ára

Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar námu 84 milljörðum króna á árinu 2021 og jukust um 7,4 prósent milli ára. Aukningin er á pari við meðalaukningu útsvarstekna sveitarfélaga í fyrra en af sex stærstu sveitarfélögunum var minnsta aukningin hjá Hafnarfjarðarbæ. Þetta má lesa úr nýjum tölum á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Innherji