Jól

Hentugt fyrir litla putta

Þórdís Elva ­Þorvaldsdóttir skreytir piparkökur árlega ásamt fjölskyldu mannsins síns í Grindavík.

Jól

Heimilið undirlagt eftir tíu daga bakstur á piparkökum

Vigdís Sigurðardóttir býr á Ítalíu og vinkonu hennar, sem rekur eigið fyrirtæki í bænum, langaði að gefa viðskiptavinum sínum íslenskar piparkökur fyrir jólin. Kökurnar áttu að vera ætar og fallegar. Vigdís tók að sér verkið en segir að við undirbúninginn hafi nánast allt farið úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis.

Jól

Krans sem kostar ekki neitt

Brynja Emilsdóttir textílhönnuður segir dýrmætan efnivið leynast í skápum og skúffum sem auðveldlega megi nýta í kransagerð með krökkunum fyrir jólin. Þær mæðgur Brynja og Röskva Sif, sex ára, bjuggu til skemmtilegan krans úr afgöngum

Jól

Stórborg er markmiðið

Blaðamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson setur upp jólaþorp á heimili sínu ár hvert. Þorpið stækkar með hverju ári. Markmið Kjartans Atla er að eignast nógu mörg hús til að geta búið til jólastórborg.

Jól

Önnur fædd mikið jólabarn en ekki hin

Dagný og Drífa Skúladætur eru líkar að mörgu leyti enda eineggja tvíburar. Þær eru þó ólíkar að því leyti að Dagnýju finnst jólatíminn vera einn besti tími ársins en Drífa segist aldrei hafa verið mikið jólabarn.

Jól

Alíslenskar jólarjúpur

„Ég sá næstum eftir því að hafa lofað að búa til jólaskraut því þegar ég fór að líta í kringum mig og skoða jólaskraut á netinu komst ég að því að mér þykir jólaskraut almennt ekki fallegt," segir Móeiður Helgadóttir leikmyndahönnuður hlæjandi og bætir við að flest jólaskraut þyki henni einum of mikið „kitsch".

Jól

Englaspilið klingir

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir á fallegt englaspil sem hún tekur fram fyrsta sunnudag í aðventu og leyfir því að klingja á jólaföstunni milli þess sem hún sinnir söng og leik.

Jól

Hélt fyrst upp á jólin á Íslandi

Haustið 2008 komu 29 palestínskir flóttamenn til Íslands frá Írak og settust að á Akranesi. Einn þeirra er Manal Aleedy, sem býr þar í bæ ásamt börnum sínum þremur, þeim Söru, Mariyam og Hamoudi.

Jól

Sköpunarkraftur virkjaður

Fyrir hver jól kemur kvenleggurinn í móðurætt Sigrúnar Þóru Magnúsdóttur saman til að föndra. Ýmsar frumlegar hugmyndir fæðast af því tilefni og sumar hverjar rata beinustu leið í jólapakkana til vina og vandamanna.

Jól

Jólaskraut við hendina

Helga Guðrún Vil­mundar­dóttir og Árný Þórarinsdóttir mynda tvíeykið Stáss. „Við erum báðar arkitektar og stofnuðum Stáss haustið 2008 þegar við misstum vinnuna á teiknistofu. Þá voru að koma jól og við byrjuðum á að hanna jólaskraut úr plexígleri," segir Árný.

Jól

Klassísk rauð og hvít jól

Sæunn Þorsteinsdóttir myndlistarkona útbjó klassískt jólaborð þar sem hátíðarliturinn, rauður, var í aðalhlutverki. Hennar fasta jólahefð er að mála rauð epli með hvítum glassúr.

Jól

Gamla tréð frá afa og ömmu

Halldóra Teitsdóttir ólst upp við að skreyta jólatré afa síns og ömmu. Tréð fékk hún seinna til eignar og nú dundar hún sér við að skreyta það ásamt barnabörnum sínum fyrir hver jól.

Jól