Jól

„Ég hlakka til að sýna henni litla landið mitt“

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur sem Auður, hlakkar til að verja jólunum í faðmi fjölskyldunnar og kærustunnar Cassöndru á Íslandi. Hann treður upp í Iðnó 16. desember en þetta er í fyrsta sinn sem hann spilar opinberlega á Íslandi eftir að hafa dregið sig í hlé um langt skeið. Auðunn er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól

Börnin elska jólaþorpið hans afa

Eitt glæsilegasta jólaþorp landsins er að finna í sjálfum höfuðstaðnum og fyllir heilt herbergi. Börnin elska meistaraverkið en mega bara horfa, ekki snerta.

Jól

„Kransarnir mínir eru full­kom­lega ó­full­komnir“

Lára Ósk Hjörleifsdóttir lífskúnstner og fagurkeri segir eftirspurn eftir viðburðum tengdum skreytingum og einstakri framsetningu mun meiri hér á landi en hún gerði sér grein fyrir. Í aðdraganda jóla töfrar Lára fram hvern jólakransinn á fætur öðrum.

Jól

Glimmer og glamúr í hátíðardressum ársins

Jólin nálgast óðfluga og er ekki seinna vænna en að hefja leitina að hinu fullkomna hátíðardressi. Glimmer, glamúr og pallíettur einkenna hátíðina sem endurspeglast í fjölbreyttu úrvali fatnaðar og fylgihluta.

Jól

Segir engin jól án sörubaksturs

Elenóra Rós Georgesdóttir bakari birti klassíska uppskrift að sörum sem hún hefur bakað á hverju ári með móður sinni frá því að hún var lítil. Hefðin hefur síðan verið hennar eftirlætis á aðventunni.

Jól

Jóla­stöðin komin í loftið

Útvarpsstöðin LéttBylgjan er venju samkvæmt komin í nýjan búning: jólabúninginn. Eins og á hverju ár breytist útvarpsstöðin í Jólastöðina nokkrum vikum fyrir jól þar sem jólalög hljóma allan sólarhringinn.

Jól

Jólajóga fyrir krakka - Friður

Þóra Rós Guðbjartsdóttir gerði jólajógaþætti fyrir Vísi og æfing dagsins nefnist Friður. Æfinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Jól

Bjó til skauta­svell í garðinum

Ólöf Dagný Óskarsdóttir bjó til skautasvell í garðinum sem hún segir tilvalið fyrir jólamyndatökurnar. Hún segist vera mikil stemningsmanneskja og hélt stærðarinnar skötuboð fyrr í kvöld. Ólöf Dagný segir svellið hafa vakið mikla lukku.

Jól

Að­eins einn hlutur á óska­lista Ragnars Jónas­sonar þessi jólin

Rithöfundurinn Ragnar Jónasson hefur haft í nógu að snúast fyrir þessi jólin. Hann og Katrín Jakobsdóttir hafa fylgt eftir metsölubók sinni, glæpasögunni Reykjavík. Ragnar segir það þó hægara sagt en gert að finna lausan tíma í dagatali forsætisráðherra. Ragnar er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól

Helvítis jólakokkurinn: Reyktur göltur í Bolabaði

Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, er kominn í jólaskap. Hann ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ fram að jólum í þáttunum Helvítis jólakokkurinn.

Jól

Jólajóga fyrir krakka: „Það getur verið krefjandi að vera öll heima“

„Þættirnir eru hugsaðir fyrir leikskólabörn og fyrstu stig grunnskóla en auðvitað geta allir í fjölskyldunni haft gaman af þáttunum. Þetta getur verið kósý fjölskyldustund yfir hátíðarnar,“ segir Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Hún gerði krakkajógainnslög sem sýnd verða á Vísi og Stöð 2 Vísi um hátíðarnar. 

Jól

Jóla­daga­tal Vísis: Skíta­mórall meðal ferða­langa

Upp er runninn 20. Desember. Óveðrið síðustu daga hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum landsmanni, en ein af afleiðingum þess var sú að fjölmargir sátu eftir með sárt ennið og komust ekki í flug. Spenntir strandaglópar sem þyrsti í sól og sumaril eiga hug okkar allan og lag dagsins í Jóladagatali Vísis er tileinkað þeim. Við vonum að veðurguðirnir veiti þeim vægð og allir komist á áfangastað.

Jól

„Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“

Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól

Börnin sem slógu í gegn í jóla­myndum: Hvar eru þau nú?

Í dag er fjórði í aðventu og eiga því eflaust einhverjir eftir að setja jólamynd í tækið. Jólin eru oft nefnd hátíð barnanna og eru það oft börn sem fara með lykilhlutverk í jólamyndunum. Vísir tók saman lista yfir tíu barnastjörnur sem birtast okkur á skjánum hver einustu jól.

Jól

Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á að­fanga­dag

Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir eyddi síðustu jólum vopnuð grímu, hönskum og spritti, þar sem hún og María Rut, eiginkona hennar, voru smitaðar af Covid en synir þeirra ekki. Nú er hún nýflutt í draumahúsið og hlakkar til að halda jólin í faðmi fjölskyldunnar á nýja heimilinu. Ingileif er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól