Lífið

Gísli Pálmi í fót­bolta með Barry Keoghan

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson birti mynd af sér og írska stórleikaranum Barry Keoghan á Instagram í gær þar sem þeir voru í fótbolta saman. Félagarnir, sem eru báðir búsettir í Lundúnum, hittast á vikulegum fótboltaæfingum.

Lífið

Ljúffengur sumarréttur með burrata osti

Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið sumarlega útfærslu af burrata osti með hindberjum á pestóbeði. Rétturinn er fullkominn sem meðlæti í grillveisluna eða léttur forréttur á fallegu sumarkvöldi. 

Lífið

Erfið lífs­reynsla að þurfa að yfir­gefa heimili sitt

Emilía Þóra Ólafsdóttir er átján ára Grindavíkurmær búsett á Álftanesi. Hana dreymir um að skara fram úr sem leik- og söngkona í framtíðinni og setur stefnuna á framhaldsnám í Kaupmannahöfn eftir menntaskóla. Emilía er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Lífið

Tíu myndar­leg ein­býlis­hús á höfuð­borgar­svæðinu

Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af einbýlishúsum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af tíu einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu sem eiga það sameiginlegt að vera afar glæsileg og kosta skildinginn.

Lífið

Falska söng­konan á leið í með­ferð

Ingrid Andress, kántrísöngkonan sem flutti Bandaríska þjóðsönginn fyrir stjörnuleik bandarísku hafnaboltadeildarinnar í Texas í gær og hlaut vægast sagt dræmar undirtektir, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hún segist ætla í meðferð eftir atburði gærdagsins. 

Lífið

Eva segir lífið betra með Kára Stefáns

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, og Eva Bryn­geirs­dótt­ir, þjálfari og jógakennari, hafa verið stinga saman nefjum undanfarna mánuði. Eva segir í færslu á Instagram að lífið sé betra með Kára. 

Lífið

Tónleikaferðalagið í vaskinn eftir um­mæli um Trump

Tónleikaferðalag tvíeykisins Tenacious D, sem samanstendur af þeim Jack Black og Kyle Gass, er á enda eftir að sá síðarnefndi gerði grín að banatilræðinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda.

Lífið

Lengi lifir í gömlum glæðum

Bandaríska söngkonan Camila Cabello og kanadíski söngvarinn Shawn Mendes sáust sitja saman á úrslitaleik Copa America í Flórída um helgina. Þau hafa tvisvar byrjað og hætt aftur saman á síðustu árum en það er spurning hvort allt sé þá þrennt er.

Lífið

Rúrik og Pétur Jóhann þeir frægustu sem hún hefur hitt

Stella Karen Kristjánsdóttir er 23 ára Reykjavíkurmær búsett í Mosfellsbæ. Hún æfir borðtennis með meistaraflokki Víkings og landsliði Íslands. Stella segir að þáttaka hennar í keppinni um Ungfrú Ísland uppfylli æskudrauminn um að vera prinsessa þegar hún stígur á svið klædd fallegum kjól í Gamla Bíói þann 14. ágúst næstkomandi.

Lífið

Logi Berg­mann var tekinn

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem starfað hefur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðna átján mánuði, féll á eigin bragði þegar vinnufélagar hans ákvaðu að hrekkja hann með skemmtilegri kveðjugjöf á dögunum. Logi greinir frá athæfinu á Facebook. 

Lífið

New York Times lofar Snertingu

Sýningar á kvikmyndinni Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks hófust í Bandaríkjunum síðastliðinn föstudag. Í aðdraganda frumsýningarinnar hefur myndin hlotið frábæra dóma hjá þarlendum gagnrýnendum. 

Lífið

Sumarlegur fiskréttur á pönnu

Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, útbjó ljúffengan og sumarlegan fiskrétt á dögunum. Rétturinn er einfaldur og kjörinn í matarboðið á björtu sumarkvöldi.

Lífið

„Hann er full­kominn eins og hann er“

„Það hefur reynst mér best að vera bara í núinu og ekki hugsa fram í tímann, heldur einblína bara á daginn í dag,“ segir Elísabet Green Guðmundsdóttir. Sonur hennar Huginn Ragnar er einn af örfáum einstaklingum hér á landi sem greinst hafa með Cornelia de Lange, sjaldgæft heilkenni og eru einkenni hans helst vaxtarskerðing og seinkun í þroska.

Lífið

„Ég var dóm­harður og ömur­legur gæi“

Hilmir Petersen Hjálmarsson öndunarþjálfari og bakari fór í gegnum áraraðir af þunglyndi, kvíða og lömuðu taugakerfi. Hann segir að erfiðleikarnir hafi verið dulbúin gjöf. Hilmir segist gerbreyttur maður í kjölfar andlegrar vakningar en hann var barinn niður aftur og aftur.

Lífið

„Ég var með beinflísar stingandi inn í mænuna mína“

Reykjavíkurmærin Dísa Dungal tók fyrst þátt í Ungfrú Ísland árið 2019 og segist full tilhlökkunar að stíga aftur á svið í Gamla Bíó þann 14. ágúst næstkomandi. Dísa er með meistaragráðu í íþrótta-og heilsufræði og starfaði sem íþróttafræðingur í sex ár áður en hún hryggbrotnaði árið 2022. 

Lífið

Shannen Doherty látin

Bandaríska leikkonann Shannen Doherty, sem lék í sjónvarpsþáttunum vinsælu Beverly Hills, 90210 er látin 53 ára að aldri.

Lífið

Dægra­stytting í heimsfaraldri upp­skar ó­vænta frægð

Systurnar og fiðluleikararnir Þórdís Emilía og Björney Aronsdætur halda uppi svokallaðri fiðludagbók á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem þær sýna myndefni frá æfingum sínum. Dagbókin hefur vakið athygli tónlistarunnenda hvaðanæva úr heiminum en fylgjendur þeirra eru sem stendur nærri sextíu þúsund talsins og myndböndin þeirra hlaupa mörg á hundruðum þúsunda áhorfa.

Lífið