Lífið

Grindvíski bjarg­vætturinn kom ó­vænt og gladdi Eyjahjónin

„Það er ekki hægt að fullþakka fyrir svona,“ segir Eyjakonan Ragnheiður Einarsdóttir hálfklökk í nýjasta Útkallsþættinum þegar hún faðmar Margeir Jónsson úr Grindavík sem var í hópi björgunarsveitarmanna sem björguðu lífi eiginmanns hennar, Guðjóns Rögnvaldssonar, og ellefu öðrum Eyjamönnum.

Lífið

„Ég á ekkert DNA í syni mínum“

Aðalbjörgu Evu Sigurðardóttur dreymdi um að verða móðir alla tíð. Hún stóð á fertugu, einhleyp og barnlaus, og hún vissi að ef hún ætlaði að láta drauminn um barn verða að veruleika þá gæti hún ekki beðið. Ferlið sem leiddi til þess að sonur hennar, Sigurður Hrafn, kom í heiminn reyndist hins vegar langt, sársaukafullt og kostnaðarsamt.

Lífið

Dönsk pönnukökuterta að hætti verðlaunabakara

Danska sjarmatröllið Frederik Haun deildi uppskrift að einfaldri pönnukökutertu með mascarpone-osti og ferskum berjum á Instagram-síðu sinni. Íslendingar og Danir eiga það sameiginlegt að elska pönnukökur. Ljúffeng terta tilvalin með kaffinu á konudaginn.

Lífið

Hatar síma og reynir að svara aldrei í þá

Höfuðfat af tegundinni Sigzon, eftir íslenska hönnuðinn Sixson, er einn af þeim tíu hlutum sem tónlistarmaðurinn Mugison gæti vart lifað án. Hann segir hattanotkunina einfalda honum hárumhirðuna og ætlar hann að safna hári áður en hann verður sköllóttur.

Lífið

Konudagshugmyndir sem kosta ekki skildinginn

Konudagurinn er næstkomandi sunnudag þrátt fyrir að margir rómantískir makar hafi keypt blóm og dekrað við konurnar í lífi sínu liðna helgi. Eitt er víst að tveir konudagar eru betri en einn, ekki satt? 

Lífið

Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur

„Mig hafði alltaf dreymt um að flytja til Frakklands, alveg frá því ég var unglingur,“ segir Unnur Sara Eldjárn sem seldi íbúðina sína í Reykjavík og yfirgaf öryggið á Íslandi til að elta drauminn um að búa í Frakklandi fyrir fáeinum árum.

Lífið

Litli frændi bjargaði lífi Hilmis með einu sím­tali

Hilmir Peteresen Hjálmarsson öndunarþjálfari og bakari ræðir við Marín Möndu Magnúsdóttir í hlaðvarpsþættinum, Spegilmyndin, um það þegar litli frændi hans bjargaði lífi hans með einu símtali daginn sem hann hafði ákveðið að yfirgefa þessa jarðvist. 

Lífið

Sænska popp­stjarnan sem lifir venju­legu lífi í Garða­bæ

Sænska hljómsveitin A*Teens, sem fór sigurför um heiminn upp úr aldamótum, kom nýverið saman á Melodifestivalen í Malmö í fyrsta sinn í tuttugu ár. Einn meðlimur sveitarinnar er búsettur á Íslandi með íslenskri konu sinni og börnum - og talar reiprennandi íslensku. Við hittum hann í Garðabænum í Íslandi í dag. 

Lífið

Maðurinn á bak við Æði þættina

Rapparinn og leikstjórinn Jóhann Kristófer er maðurinn á bak við Æði seríurnar fimm. Það urðu straumhvörf í lífi hans árið 2017 þegar að hann ákvað að svara kalli Patreks Jaime um raunveruleikaþátt og ekkert varð eins aftur. Blaðamaður spjallaði við Jóhann og fékk að heyra meira frá viðburðaríku lífi hans, sögunni á bak við Æði þættina og ferlinu.

Lífið

Ísrael muni frekar draga sig úr keppni

Svo gæti farið að Ísrael muni draga sig úr keppni í Eurovision fari svo að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) meti sem svo að lag landsins í keppninni sé of pólitískt. Þetta hefur ísraelska dagblaðið ynet eftir stjórnendum ísraelska sjónvarpsins.

Lífið