Lífið

Fékk að heyra átta ára frá kennara að hann yrði aldrei neitt

Davíð Bergmann var hafnað af menntakerfinu sem barni eftir að hann höfuðkúpubrotnaði sem barn og átti erfitt með lestur. Hann hefur í áratugi unnið með afbrotaunglingum og krökkum sem hafa orðið utanveltu í kerfinu. Hann segir ástríðuna á málaflokknum koma vegna eigin æsku og eigin sögu.

Lífið

Allar aug­lýsingar Super Bowl á einum stað

Kansas City Chiefs vann Ofurskáina í annað sinn í röð í nótt. Leikurinn var æsispennandi og fór í framlengingu en í huga margra skipta auglýsingarnar meira máli en leikurinn, þar sem um er að ræða heimsins dýrustu auglýsingapláss.

Lífið

Piparsprey, brotin bílrúða og gáttaðir ís­lenskir krakkar

Sumum kvöldum gleymir maður aldrei. Ég upplifði eitt slíkt með börnunum mínum í gær. Í hinu fallega landi Chile, þar sem stéttaskiptingin og reiðin kraumar undir niðri og bullur taka völdin á fótboltaleik í Santiago. Rúmum fimmtíu árum eftir að fólk var tekið af lífi á sama vettvangi fyrir „rangar“ skoðanir.

Lífið

„Mamma, ég á eftir að deyja ungur“

„Fólk er hrætt við ræða um dauðann, skiljanlega. En samt er það nú þannig að það er bara tvennt sem við getum stólað á í þessu lífi; við fæðumst og við deyjum. Þess vegna finnst mér sjálfsagt að ræða þessa hluti. En ég skil samt svo vel að fólki finnist það erfitt,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lét lífið í bílslysi á Holtavörðuheiði árið 2014, þá einungis átján ára gamall.

Lífið

Krakkatían: Patrik, Gústi B og VÆB

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni sem hefst á Vísi í dag. Krakkatían kemur í staðinn fyrir Krakkakvissið sem hefur verið á Vísi undanfarið.

Lífið

Síðasta vonin um ljúfa ævi­daga

Kraftaverk má telja að Páll Kristrúnar Magnússon hafi lifað af heilablóðfall á ferðalagi með fjölskyldu sinni um landið haustið 2022 þvert á spár lækna. Hann glímir í dag við margvíslegar líkamlegar skerðingar. Fjölskyldunni hefur verið tjáð að litlar líkur séu á frekari bata og blasir nú við að Páll þurfi að fara inn á hjúkrunarheimili, einungis 62 ára gamall. Þau halda þó í eina von.

Lífið

Kokkar í Krýsu­vík hjá fyrr­verandi eigin­manni og vini sínum

Sólveig Eiríksdóttir, sem oftast er kölluð Solla og kennd við Gló eða Grænan kost, er komin í draumastarfið á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Krýsuvíkursamtakanna og fyrrverandi eiginmaður Sollu, bauð henni að vinna þar sem kokkur. Hún segir alla sína fyrrverandi vera vini sína.

Lífið

Vatnsdeigsbollur með hindberja og lakkrísrjómafyllingu

Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 12. febrúar næstkomandi. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir er auðvitað byrjuð að undirbúa og deilir girnilegri uppskrift af vatnsdeigsbollum með hindberja- og lakkrísrjómafyllingu með lesendum Vísis.

Lífið

Ævintýrasmíð bestu vin­kvenna með sama barns­föður

Agnes Helga María Ferro er 35 ára móðir sem glímir við langvinnt krabbamein og gengst nú undir stífa og erfiða lyfjameðferð. Agnes lætur þó ekki deigan síga og fer nýstárlega leið til safna í sérstakan ævintýrasjóð fyrir sig og þrettán ára soninn Alexander.

Lífið

Bashar er lifandi flagg í sjálfu sér

„Síðan að ég var krakki hefur mig langað að komast á stóra sviðið og deila því sem ég vil segja með heiminum í gegnum tónlist,“ segir tónlistarmaðurinn Bashar Murad.

Lífið

Allur heimurinn undir í nýjum Draumi

Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í framleiðslu á nýrri þáttaröð af skemmtiþáttunum „Draumurinn“ þar sem Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann skipa tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir.

Lífið

Vaktin: Anna Fann­ey er Idolstjarna Ís­lands

Stóra stundin er handan við hornið og spennan áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Þrjú keppa til úrslita í kvöld, þau Anna Fanney, Björgvin og Jóna Margrét, sem hafa fangað huga og hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi.

Lífið

Camilla Rut og Valli trú­lofuð

Camilla Rut Rúnarsdóttir, áhrifavaldur og athafnakona, og Valgeir Gunnlaugsson, pítsabakari og eigandi pizza 107, eru trúlofuð. Camilla greindi frá tímamótunum í story á Instagram.

Lífið

Þórunn Antonía sinnir heldri borgurum

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur hafið störf sem frístundarleiðbeinandi heldri borgara og segist elska þær nýjungar sem lífið hefur fært henni. Frá þessu greinir hún í einlægri færslu á Instagram.

Lífið

Ljúffengar pítsur að hætti Ebbu Guð­nýjar

Ebba Guðný Guðmundsdóttir matgæðingur og heilsukokkur er snillingur í að útbúa holla og næringaríka rétti í eldhúsinu. Ebba deilir hér tveimur uppskriftum að ljúffengum pítsum í hollari kantinum fyrir helgina. 

Lífið

Kántrí­stjarna tók upp nýtt mynd­band á Ís­landi

Kántrísöngkonan Kacey Musgraves gefur út nýja plötu í mars á þessu ári. Titillag plötunnar, Deeper Well, er það fyrsta sem formlega er gefið út af plötunni en myndbandið við lagið er tekið upp á Íslandi. Meðal annars á Árbæjarsafninu.

Lífið

Swift ferðast nú bara með einni einka­þotu

Söngkonan Taylor Swift þarf nú að sætta sig við að hafa bara eina einkaþotu til afnota þegar hún ferðast um heiminn. Fjórtánfaldi Grammy-verðlaunahafinn seldi aðra þotu sína um síðustu mánaðamót. 

Lífið