Lífið

Er ein­fald­lega að finna út úr kyn­hneigð sinni

Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes opnaði sig á dögunum um innri ferðalag sitt í átt að því að skilja betur hver hann er. Mendes skaust upp á stjörnuhimininn á unglingsárunum og hefur verið í samböndum með stórstjörnum á borð við Camilu Cabello og Hailey Bieber. Stjarnan opnaði sig við aðdáendur sína á dögunum á tónleikum í Colorado þar sem hann sagðist enn vera að finna út úr kynhneigð sinni. 

Lífið

Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni

Unnur Eggertsdóttir, leikkona og verkefnastjóri og hugmynda- og textasmiður hjá Maurum auglýsingastofu, á von á sínu öðru barni með unnusta sínum Travis. Hún deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram.

Lífið

Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við

Dóttir leikstjórans Baltasars Kormáks og Sunnevu Ásu Weisshappel, myndlistarkonu og leikmyndahönnuðar var skírð þann 5. október síðastliðinn og fékk hún nafnið Kilja Kormákur. Parið þurfti að sækja um sérstakt leyfi til Mannanafnanefndar og segir að það hafi komið þeim á óvart að Kilja væri ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn.

Lífið

„Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“

„Við höfum mikla ástríðu fyrir því að efla tengslanet kvenna,“ segja vinkonurnar og þjálfararnir Lilja Sigurgeirsdóttir og Unnur María Pálmadóttir. Stöllurnar hafa í gegnum tíðina verið duglegar að ferðast saman, bæði á sólríka staði og yfir hálendi Íslands.

Lífið

„Ég sparka bara í þig á eftir“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er ekki til í að fallast á að alþingismenn séu drykkfelldari en aðrar starfsstéttir. Hún segir þvert á það sem margir haldi sé mikil gleði á þingi og segist hún sjá ákveðna fegurð í því þegar þingmenn fá sér í glas saman.

Lífið

Er endaþarmsörvun bara fyrir homma?

Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl

Lífið

Teri Garr látin

Leik- og söngkonan Teri Garr er látin 79 ára að aldri. Hún greindist með MS sjúkdóminn árið 2002 og árið 2006 fékk hún blóðtappa. Teri var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í myndinni Tootsie. Þá lék hún einnig í Young Frankenstein og lék móður Phoebe í þáttaröðinni Friends.

Lífið

Gerður í Blush gladdi konur í Köben

Mikil stemning ríkti á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn liðna helgi þegar 120 íslenskar konur komu saman til að heiðra framúrskarandi fyrirmyndir. Viðburðurinn, Seigla og sigrar, var á vegum Félags kvenna í atvinnulífinu í Danmörku.

Lífið

Magnað að að­dá­endur flúri textana á sig

Í haust eru tíu ár frá því að tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gaf út plötuna Heim og ætlar hann að flytja hana í heild sinni næstkomandi laugardagskvöld í Salnum í Kópavogi. Hann segir að margt hafi drifið á daga sína frá því að platan kom út en á plötunni flutti hann í fyrsta skiptið lög á móðurmálinu.

Lífið

Rit­dómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin

Nýjasta skáldsaga Elísabetar Jökulsdóttur er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn en þar er fjölbreytt flóra bóka tekin fyrir og haldið úti líflegri umræðu um bókmenntir á Íslandi.  Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar hér um Límonaði frá Díafani:

Lífið samstarf

Kenningin sem knúði valda­ráns­til­raunina

Í nýjasta þætti Skuggavaldsins er sagt að 6. janúar 2021 verði lengi minnst sem eins dekksta dags í sögu Bandaríkjanna. Þann dag brutust hundruð reiðra mótmælenda, sumir vopnaðir og knúnir áfram af samsæriskenningunni QAnon, inn í þinghúsið í Washington D.C.

Lífið

„Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja ein­földu leiðina“

„Um áramótin var mér greint frá því að tillaga mín hefði orðið fyrir valinu og þá byrjaði ballið,“ segir sýningarstjórinn Margrét Áskelsdóttir sem stýrir tilkomumikilli sýningu í sameiginlegu húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín. Haldin var sérstök leiðsögn og foropnun fyrir forseta og konungsfólk á Norðurlöndum. Blaðamaður ræddi við hana um þetta ævintýri.

Menning

Støre lét sig ekki vanta í Sund­höllina

Jonas Gahr Støre for­sætis­ráð­herra Noregs lét sig ekki vanta í Sundhöll Reykjavíkur þegar hún opnaði í morgun. Hann skellti sér í heita pottinn eldsnemma og var eftir ferðina tilbúinn í fundardag með leiðtogum hinna Norðurlandanna.

Lífið

Bündchen 44 ára og ó­létt

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen og þjálfarinn Joaquim Valente, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest.

Lífið

Ulf Pilgaard er látinn

Danski leikarinn Ulf Pilgaard er látinn, 83 ára að aldri, eftir snörp veikindi. Hann gerði garðinn helst frægan fyrir leik í kvikmyndaflokknum Næturvaktinni og fyrir þátttöku í Sirkusrevíunni í fjóra áratugi.

Bíó og sjónvarp

Skagastelpan sem gerðist mennta­skóla­kennari í Flórída

Röð atvika leiddi til þess að Veronica Líf Þórðardóttir fékk boð um að gerast efnafræðikennari við menntaskóla í Melbourne, 90 þúsund manna borg suðaustur af Orlando í Flórída. Þar hefur hún starfað í eitt og hálft ár og tekist á við ýmsar áskoranir, enda talsverður munur þegar kemur að bandarísku og íslensku skólakerfi.

Lífið

Usli og glæsi­leiki á Kjarvals­stöðum

Það var líf og fjör á Kjarvalsstöðum á dögunum á opnun glæsilegrar einkasýningar Hallgríms Helgasonar sem sækir innblástur í ýmis konar usla. Fullt var út úr dyrum og meðal gesta voru Gísli Marteinn, Þorgerður Katrín, Ármann Reynisson og Jón Sæmundur svo eitthvað sé nefnt. 

Menning

Vilja gefa út síðustu þættina með Payne

Forsvarsmenn bandarísku streymisveitunnar Netflix hafa sett framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Building the Band á pásu en breski söngvarinn Liam Payne var þar aðalsprautan sem dómari. Þeir ætla sér að ræða málin við fjölskyldu söngvarans en vilja samt gefa þættina út að lokum. 

Bíó og sjónvarp

Hrylli­legar og góm­sætar upp­skriftir fyrir hrekkjavökuna

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, er farin að telja niður dagana í hrekkjavökuna, sem fer fram þann 31. október næstkomandi. Í tilefni hátíðarinnar deildi hún tveimur hryllilega gómsætum uppskriftum með fylgjendum sínum á Instagram sem eru fullkomnar í hrekkjavökuboðið.

Lífið

„Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægi­legt“

Tónlistarmaðurinn Magnús Valur Willemsson Verheul notast við listamannsnafnið Mt. Fujitive og er með um 300 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Lög hans eru sömuleiðis sum með tugi milljóna spilanna en þrátt fyrir það hefur Magnús Valur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara. Blaðamaður ræddi við hann um tónlistina og tilveruna.

Tónlist