Lífið

Nöfnin sem þekktir Íslendingar spara

Nöfn eru eitt helsta persónueinkenni fólks, einkum og sér í lagi þegar kemur að þjóðþekktum einstaklingum. Listamenn fara ýmsar leiðir til að skara fram úr eða vekja athygli með eftirminnilegum viðurnefnum en svo eru aðrir sem velja að sleppa for -eða millinafni sínu. 

Lífið

Leita að Ís­lendingum sem vilja finna milljón

Hrefna Björk Sverrisdóttir, höfundur bókarinnar Viltu finna milljón?, og Arnar Þór Ólafsson, annar stjórnenda hlaðvarpsins Pyngjunnar, taka nú höndum saman við gerð nýrra sjónvarpsþátta sem munu bera heitið Viltu finna milljón? og leita nú að pörum sem eru tilbúin að taka þátt.

Lífið

Brynjan bognaði inn í búkinn

Í Bandaríkjunum er frekar stór hópur manna sem leika sér að því að skjóta alls konar hluti með alls konar byssum og birta myndbönd af því á Youtube. Þessi hlið myndbandaveitunnar kallast í daglegu tali GunTube en þar hefur fjölmörgum áhugaverðum spurningum verið svarað í gegnum árin.

Lífið

„Fjallamennskan er kjarninn í mér“

„Ég hugsa um heilsuna eins og bankareikning. Ef ég sinni heilsunni ekki vel þá er ekki innistæða fyrir því sem mig langar að gera og þetta á við hvort sem fólk er íþróttafólk eða ekki. Við þurfum að hugsa þetta svona svo okkur líði vel. Vinkona mín talar oft um að „vera í formi fyrir lífið,““ segir útivistar- og afrekskonan Vilborg Arna Gissurardóttir.

Lífið samstarf

Bossar og brjóst á öld unaðar

Fjórða plata tónlistarkonunnar Janelle Monáe, The Age of Pleasure, kemur út á morgun. Monáe hefur vakið athygli undanfarna mánuði í aðdraganda útgáfunnar vegna hispursleysis í fjölmiðlum, nektar á almannafæri og kynferðislegra tónlistarmyndbanda.

Lífið

Margt líkt með golfi og kynlífi

Gerði Huld Arinbjarnardóttur, eiganda kynlífstækjaverslunarinnar Blush, er margt til lista lagt. Í nýjasta þætti af Golfaranum á Stöð 2 kemur í ljós að hún er efnilegur kylfingur og sér fjölmörg líkindi með golfi og kynlífi, til dæmis mikilvægi þess að hitta í holuna.

Lífið samstarf

Ís­lenskar mynd­listar­stjörnur sam­tímans á veg­legri sýningu

Listasafn Reykjavíkur opnar veglega yfirlitssýningu í Hafnarhúsinu næstkomandi laugardag þar sem íslenskar myndlistarstjörnur samtímans leika lykilhlutverk. Sýningin ber heitið Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld og verður þar til sýnis úrval af þeim verkum sem Listasafnið hefur eignast síðustu tvo áratugi.

Menning

Shakira fer úr boltanum í for­múluna

Kólumbíska stjarnan Shakira virðist vera búin að finna sér nýjan elsk­huga ef marka má myndir sem náðust af henni með breska ökuþórnum Lewis Hamilton í Madríd. Í síðasta mánuði sást parið einnig saman á snekkju í Miami.

Lífið

Kveður Bítið en reiknar með að vakna áfram snemma

Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, mun í lok mánaðar segja skilið við Bítið á Bylgjunni. Þá verða liðin tíu ár síðan hann hóf að vekja þjóðina alla virka morgna, þá ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur.

Lífið

Eld­steikt folald með krömdum sveita-jarð­eplum

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Í þetta skiptið er það eldsteikt folald með krömdum sveita-jarðeplum og gráðostasósu.

Lífið

Draumurinn um minni brjóst varð loksins að veruleika

Júlíanna Ósk Hafberg myndlistarkona setti nýverið af stað söfnun til styrktar brjóstaminnkunaraðgerð sem hún gekkst undir á dögunum. Hún segir stór brjóst oft og tíðum ganga í erfðir og eftirspurn eftir aðgerðum gríðarlegar. Aðgerðin gekk vel.

Lífið

Dr. Gunni genginn út

Tón­list­armaður­inn Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son, eða Dr. Gunni eins og hann er ávallt kallaður, og myndlistarkonan Helena Hans­dótt­ir Asp­e­lund eru nýtt par.

Lífið