Menning

Nýr einleikur um eldklerkinn

Eldklerkurinn, nýr einleikur eftir Pétur Eggerz, verður frumsýndur á Kirkjubæjarklaustri um helgina. Verkið er byggt á ritum séra Jóns Steingrímssonar, eldklerksins úr Skaftáreldum. Sýningar verða í Hallgrímskirkju næstu þrjár helgar.

Menning

Spánverjar elska Arnald

Arnaldur Indriðason fær lofsamlega dóma í El Mundo fyrir Skuggasund og er þar meðal annars talað um frásagnarsnilld.

Menning

Átök alþýðukonu og listfræðings

Leikritið Pollock? eftir Stephen Sachs verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á miðvikudagskvöld. Það fjallar um átök alþýðukonu og listfræðings og í forgrunni er spurningin um það hvað sé ekta og hvað svikið.

Menning

Bláskjár enn á ferð

Illugi Jökulsson var sjö ára þegar hann sá vagnalest rómafólks á ferð í Grikklandi og hafði djúp áhrif á hann. Nýlegar fréttir af bláeygu barni rifjuðu líka upp gamla barnabók.

Menning

Getur alveg leikið illmenni

Ólafía Hrönn Jónsdóttir er kona ekki einhöm. Hún er jafnvíg á að leika konur og karla, syngur, málar og semur tónlist, skýtur hreindýr og eldar ofan í börnin sín.

Menning

Æfir sig í að breytast

Heimsendir fylgir þér alla ævi er fyrsta ljóðabók Evu Rúnar Snorradóttur. Hún segist hafa skrifað ljóð alla ævi en farið með það eins og mannsmorð, það hafi ekki þótt töff í Neðra-Breiðholtinu.

Menning

Fönixinn rís enn á ný úr öskunni

Dansleikhúskonsertinnn Ferðalag Fönixins – um listina að deyja og fæðast á ný verður sýndur á Álandseyjum í á laugardaginn. María Ellingsen, sem fer fyrir hópnum sem að sýningunni stendur, segir áhorfendur hrífast mjög af verkinu.

Menning

Sverðið vísar til sæmdar og hugrekkis

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur á morgun fyrir málþingi um ævi og ritstörf Jorges Luis Borges í Þjóðminjasafninu. Meðal fyrirlesara er Jón Hallur Stefánsson sem fjallar um sverð í verkum Borges.

Menning

Ragnar með gjörning í Tate Modern-safninu

Listamaðurinn Ragnar Kjartansson flytur gjörninginn Variation of Meat Joy í Tate Modern-safninu í London í kvöld. Áhorfendur um heim allan geta fylgst með í rauntíma á netinu, spjallað og spurt listamanninn spurninga.

Menning

Þarf ekki hrotta til að leika hrotta

Hús Bernörðu Alba í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur ætlar að reynast umdeild. Ummæli leikstjórans áður en til frumsýningar kom valda uppnámi innan leikhúsgeirans.

Menning

Maður er aldrei búinn með listaverk

Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður verður gestur Guðna Tómassonar listsagnfræðings í Hannesarholti annað kvöld. Þau munu ræða verk Guðrúnar, hugmyndirnar að baki þeim og aðferðirnar við vinnslu þeirra.

Menning

Ekki fengið neitt bréf um að hætta að ögra

Mánasteinn, nýjasta skáldsaga Sjóns, kemur út á þriðjudaginn. Sagan lýsir bæjarlífinu í Reykjavík árið 1918 þegar Kötlugos og spænska veikin umturna lífi bæjarbúa. Söguhetjan er sextán ára drengur, Máni Steinn, sem lifir á jaðri samfélagsins af ýmsum ástæðum.

Menning

Mistökin eru af hinu góða

Hildur Berglind Arndal útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskólans í vor og þreytir frumraun sína í verkinu Hús Bernhörðu Alba í Borgarleikhúsinu. Þegar leikkonan steig fyrst á svið segist hún hafa upplifað frelsi til að fá að vera asnaleg.

Menning