Menning

Þurfti að læra alveg upp á nýtt að lifa

Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir mezzósópran heldur í dag einsöngstónleika í Fella- og Hólakirkju. Tilefnið er að á þessu ári eru tíu ár síðan hún losnaði við flogaveikina sem hafði hrjáð hana í rúm tuttugu ár.

Menning

Hrædd um að missa sig í femínískar skammarræður

Málþing um Jakobínu Sigurðardóttur verður haldið í Mývatnssveit í dag. Meðal þeirra sem þar koma fram er Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, dóttir Jakobínu, en hún mun á næstu vikum senda frá sér endurminningabók með kynjafræðilegu ívafi.

Menning

Lítur á verðlaunin sem hross

Benedikt Erlingsson leikstjóri hampaði verðlaunum í San Sebastian fyrir myndina sína Hross í oss. Hann segir það vekja athygli erlendis hversu margar kvikmyndir frá þessari fámennu þjóð skori hátt á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum.

Menning

Kjarval bankanna

Sýningin Mynd af heild 2 – Kjarval bankanna, verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun.

Menning

Rík þörf fyrir skólann

Fjörutíu ár eru liðin frá því Söngskólinn í Reykjavík var stofnaður. Síðan þá hefur hann alið af sér á fjórða þúsund söngvara. Garðar Cortes hefur verið skólastjóri frá byrjun.

Menning

Er í nostalgíukasti

Þórunn Lárusdóttir kemur fram á tónleikum á Café Haiti annað kvöld og syngur meðal annars grísk þjóðlög, en hún bjó í Grikklandi sem barn.

Menning

Spratt upp úr lífsfjórðungskrísu

Halldór Armand Ásgeirsson sendir frá sér sína fyrstu bók, Vince Vaughn í skýjunum, á þriðjudaginni. Þegar hann settist við skriftir taldi hann útgáfu fjarlægt markmið sem gæti tekið mörg ár að ná, en hann er nú þegar kominn með hugmynd að næstu bók.

Menning

Frá Háteigskirkju beint til Bonn

Kammerkórinn heldur tónleika í Háteigskirkju annað kvöld og að því loknu heldur hann til Bonn í Þýskalandi þar sem hann kemur fram á menningarhátíðinni Yfir landamæri. Sigurður Bragason er stjórnandi kórsins.

Menning

Áhersla á að koma ljóðinu til borgarbúa

Lestrarhátíðin Ljóð í leiðinni hefst í dag. Þemað í ár er borgarljóð og verður ljóðum og ljóðlínum meðal annars komið fyrir á strætisvögnum og í biðskýlum, opnað ljóðakort af Reykjavík, gefin út ljóðabók og fleira og fleira.

Menning

Ekki fara í buxurnar!

Guðmundur Ólafsson sýnir verk sitt Tenórinn í Iðnó fjórum sinnum í október. Tíu ár eru liðin frá frumsýningu þess.

Menning

Örsnauður sjúklingur skal þræla í járnum

Illugi Jökulsson rakst í fornum plöggum á söguna um Helga Guðmundsson sem uppi var á 18. öld, og fannst sárt til að vita að útlenskur embættismaður Danakóngs sýndi þeim vesling meiri skilning en Íslendingar sjálfir.

Menning