Menning

Nú vantar bara ballettinn og borðspilið

Þjóðleikhúsið frumsýnir á laugardagskvöldið Djöflaeyjuna, nýjan söngleik eftir hinum geysivinsælu skáldsögum Einars Kárasonar um skemmtilega og ­litríka fólkið í braggahverfinu.

Menning

Fundur fólksins

Fundur fólksins verður haldinn á morgun og laugardag í Norræna húsinu milli klukkan 11 og 18. Ingibjörg Gréta Gísladóttir hjá fyrirtækinu Rigga.is heldur um alla spotta.

Menning

Þurfum að ræða hlutverk og tilgang listarinnar

Samfélag án lista? Er yfirskrift áhugaverðra pallborðsumræðna á vegum Listaháskóla Íslands á Fundi fólksins. Rektor skólans, Fríða Björk Ingvarsdóttir, er á meðal þátttakenda ásamt fleira áhugaverðu fólki.

Menning

Apar í Örfirisey

Sumarið 1947 var sett upp dýrasýning í Örfirisey. Aðalaðdráttarafl sýningarinnar voru tíu apakettir sem fengnir voru að láni frá dýragarðinum í Edinborg og tveir sæljónsungar sem komu frá sædýrasafni í Kaliforníu.

Menning

Með menningarhús í hlöðu í bakgarðinum

Listaspírurnar Þórhildur Örvarsdóttir og Skúli Gautason eru alltaf með mörg járn í eldinum. Hilda er á kafi í upptökum og Skúli er að ljúka annasömu sumri í hvalaskoðunarfyrirtæki. Í garðinum sínum hafa þau útbúið hlöðu sem menningarhús.

Menning

Fimm kíló af garni sem segja sögu

Ýr Jóhannsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu 1. september. Þar sýnir hún ellefu peysur úr afgangsgarni. Sé peysunum raðað rétt upp segja þær heildstæða sögu um fortíð sína.

Menning

Spenntur fyrir alls konar vitleysu

Benni Hemm Hemm gefur samhliða út ljóðabók og nýja plötu þar sem hann leikur sér með stigið þar sem tónlistarmaðurinn kann lögin sín kannski ekki alveg utan að og spennuna sem því fylgir.

Menning

Sýningin er óður til Skólavörðuholtsins

Ef þú bara vissir er sýning með um 50 þátttakendum sem fram fer utan dyra í grennd við Skólavörðuholtið á laugardaginn. Mæting er heima hjá leikstjóranum, Magneu Björk Valdimarsdóttur, á Vitastíg 14.

Menning

Ekki endilega söngleikur Reykjavíkurdætra

Reykjavíkurdætur vinna þessa dagana að sýningu fyrir Borgarleikhúsið sem mun verða frumsýnd í maí á næsta ári. Hvað þessi sýning á nákvæmlega að vera er ekki alveg víst á þessum tímapunkti og hún gæti þess vegna endað sem söngleikur, en samt ekki.

Menning

Textíliðnaðurinn er sá mengaðasti

Halla Hákonardóttir fatahönnuður hannar sína eigin línu undir formerkjum „slow fashion“. Nýlega opnaði hún heimasíðuna www.hallazero.com þar sem gefst tækifæri til að fylgjast með hönnunarferlinu.

Menning

Erfitt að vera með hjartað á tveimur stöðum

Hún heitir Ösp eftir öspunum í garðinum á Tjörn í Svarfaðardal. Starfar sem söngkona í London og er að gefa út plötu með eigin efni bæði á vínyl og asparskífum úr garðinum heima. Tales from a Poplar Tree, heitir platan.

Menning

Börn í sýningarkössum

Þann 10. október 1990 kom fimmtán ára gömul stúlka á fund bandarískrar þingnefndar. Hún hét Nayirah, en eftirnafn hennar var látið liggja á milli hluta af ástæðum sem síðar komu í ljós. Sagan sem hún hafði að segja var áhrifarík og vakti gríðarlega athygli.

Menning

Sterkari vegna upprunans

María Thelma Smáradóttir er íslensk-taílensk og nýútskrifuð leikkona frá Listaháskóla Íslands. Hún segir menningararfinn vera sinn styrk og vinnur með hann í list sinni. Tækifærum Íslendinga af erlendum uppruna sé að fjölga.

Menning

Ég er hvítur miðaldra karl að tala um sársauka

Alinn upp í leikhúsi og í nánd við íslenska listamenn fann Ragnar Kjartansson sitt listræna frelsi í myndlistinni. Í dag er hann stjarna í heimi alþjóðlegrar myndlistar með yfirlits­sýningu á Barbican sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda frá virtustu miðlum veraldar.

Menning

Sumar myndirnar eru teknar á súpudaginn

Sérstæðar mannlífsmyndir af hátíðum í Reykjavík verða á sýningunni Samfelld augnablik sem María K. Steinsson ljósmyndari heldur á efri hæðum Iðnó á Menningarnótt næsta laugardag. Þar þekkist enginn.

Menning

Allir geta sameinast í tónlistinni

Sölvi Kolbeinsson saxófónleikari er einn af ungu og efnilegu djassleikurunum í Camus kvartett sem gera stórvirki meistaranna að sínum á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld.

Menning

Íslensk list prýðir hótel í Ríó

Verk íslensku listakonunnar Kristjönu S. Williams prýða Hótel Belmond Copacabana í Ríó í tilefni af Ólympíuleikunum. Þetta eru myndbandsverk sem varpað er á framhlið hússins, gluggalistaverk á bakhliðinni og vegglistaverk innandyra.

Menning