Skoðun

Lærum af að­lögun náms í heims­far­aldri

Anna Kristín Jensdóttir skrifar

Mennt er máttur er máltæki sem oft er notað þegar rætt er um menntun. Ýmsir sáttmálar hafa verið samþykktir á undanförnum árum til að tryggja borgurum menntun við hæfi.

Skoðun

Borgar­stjóri vaknar í í­búða­lausri borg

Ómar Már Jónsson skrifar

Borgarstjóri skrifar grein í Fréttablaðið í gær sem hlýtur að vekja mikla eftirtekt enda er eins og hann sé að vakna upp af værum svefni þegar kemur að húsnæðismálum. Í grein sinni kallar hann eftir sérstökum húsnæðissáttmála og virðist vera að átta sig á því að staðan á húsnæðismarkaði sé með ólíkindum.

Skoðun

Bjarga geð­deildir lífi fólks eða hvað?

Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar

Í lífsins mestu örvæntingu leita einstaklingar til fagfólks á geðdeild til að fá faglega og gagnreynda aðstoð, því það vill fá sérhæfðustu og bestu hjálp sem völ er á til að bjarga lífi sínu.

Skoðun

Hvar eru konurnar í ný­sköpun?

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Konur hafa verið frumkvöðlar jafn lengi og karlar. Konur hafa hins vegar ekki búið við aðgengi að fjármagni til nýsköpunar jafn lengi og karlar. Konur hafa í sögulegu samhengi búið við ójafnan hlut hvað varðar fjármögnun hjá vísissjóðum.

Skoðun

Askur – fram­tíðin á sviði mann­virkja­gerðar

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Nýlega voru styrkir veittir í fyrsta sinn úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði. Sjóðurinn hefur bæði það hlutverk og þá áherslu að auka þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta þeim samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir á sviði mannvirkjagerðar. Alls var 95 milljónum króna veitt til 23 nýsköpunar- eða rannsóknarverkefna á sviði mannvirkjagerðar.

Skoðun

Svar við athugasemdum Vottanna

Örn Svavarsson skrifar

Eftir heilmikla fjölmiðlaumfjöllun um Votta Jehóva og framkomu þeirra gagnvart trúsystkinum sínum sem kjósa að brjótast undan ægivaldi kenningarinnar og þeirra einstaklinga sem sjá um að hafa skikk á hjörðinni, er ánægjulegt að upplifa að ábyrgir öldungar safnaðarins virða okkur svars og kann ég þeim bestu þakkir fyrir.

Skoðun

Sigurður Ingi og Hot Fuzz

Þórarinn Hjartarson skrifar

Bíómyndin Hot Fuzz frá árinu 2007 fjallar um smábæ í Bretlandi sem er gífurlega upptekinn af því að vinna verðlaun sem nefnast „Smábær ársins“. Lögreglumaðurinn PC Nicholas Angel, aðalpersóna myndarinnar, kemst að því að dularfull andlát séu afar tíð í þessum smábæ.

Skoðun

Öryggi kostar – Al­var­leg van­á­ætlun á mönnunar­þörf í skýrslu um fram­tíðar­þróun þjónustu Land­spítala

Elías Sæbjörn Eyþórsson,Theódór Skúli Sigurðsson,Hjalti Már Björnsson,Steinunn Þórðardóttir og Martin Ingi Sigurðsson skrifa

Í nýlega birtri skýrslu um framtíðarþróun þjónustu Landspítala kemur fram að okkar mati alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans. Skýrslan, sem var unnin af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey og gefin út af Heilbrigðisráðuneytinu, byggir á ítarlegri greiningu á stöðu sjúkrahússins og þeim áskorunum sem framundan eru á Landspítala.

Skoðun

Mun Hæsti­réttur verja lög­bundin mann­réttindi fatlaðs fólks?

Katrín Oddsdóttir,Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifa

Klukkan níu næstkomandi miðvikudagsmorgun fer fram málflutningur í Hæstarétti í dómsmáli sem skiptir mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi gríðarlegu máli. Málið snýst í stuttu máli um það hvort sveitarfélög hafi heimild til að setja kvóta á mannréttindi fatlaðs fólks.

Skoðun

Engar efndir, en nóg af lof­orðum

Stefán Már Gunnlaugsson skrifar

Í ævintýrinu um Nýju fötin keisarans, þá var það barnið sem þorði að segja: „Nú, hann er þá ekki í neinu!”. Sú saga kemur upp í hugann, þegar lesið var viðtal við bæjarstjóra Hafnarfjarðar í Morgunblaðinu. Þar segir hún að mikið uppbyggingarskeið framundan í Hafnarfirði og tilgreindi nokkur svæði þar sem uppbyggingin á að fara fram.

Skoðun

Reykja­nes­brautin í stokk – lífs­gæða­bylting fyrir íbúa Kópa­vogs

Einar Þorvarðarson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifa

Nú hefur verið kynnt niðurstaða úr hugmyndasamkeppni um nýja sýn fyrir næsta uppbyggingaráfanga Glaðheimasvæðisins. ASK arkitektar báru sigur úr býtum en vinningstillagan gerir ráð fyrir nútímalegu og sjálfbæru hverfi með áherslu á mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi fyrir Kópavog.

Skoðun

Fall­ein­kunn fyrir­hugaðs fisk­eldis

Magnús Guðmundsson skrifar

Ég get ekki á mér setið eftir að hafa lesið ýmis skrif um fiskeldi. Nei, fiskeldi er svo sannarlega engin töfralausn fyrir Seyðisfjörð og alls ekki tækifæri, því það stefnir í hættu atvinnuuppbyggingu íbúanna síðustu áratugina.

Skoðun

Grænar og á­byrgar fjár­festingar til fram­tíðar

Sara Dögg Svanhildardóttir og Ásta Leonhards skrifa

Garðabær hefur verið í örum vexti undanfarin ár svo eftir hefur verið tekið. Vexti sem hefur laðað að sér fjölbreytta flóru af nýjum íbúum, ungu fólki á öllum aldri og af ólíkri fjölskyldustærð og samsetningu.

Skoðun

Sjúkdómur sem kostar allt að 36 milljarða á ári

Ísak Rúnarsson skrifar

Ég er svo heppinn að ég hef aldrei fundið fyrir raunverulegum sársauka. Jújú, ég hef rekið mig í, orðið fyrir íþróttameiðslum og jafnvel brotið bein. En ekki fundið fyrir sársauka sem varir yfir lengri tíma eða er svo nístir svo að maður missir meðvitund. Aðrir eru svo sannarlega ekki jafn heppnir.

Skoðun

Stuðningur á erfiðum stundum

Ingibjörg Isaksen skrifar

Í síðustu viku voru samþykkt í ríkisstjórn tvö frumvörp sem hófust í félagsmálaráðuneytinu í tíð Ásmundar Einars Daðasonar en frestuðust því miður vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur nú lagt þau fram og koma þau til umræðu á Alþingi á næstu dögum.

Skoðun

Er­lent starfs­fólk er ferða­þjónustunni gríðar­lega mikil­vægt

Haukur Harðarson skrifar

Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þeirri áskorun að stór hluti þess erlenda starfsfólks sem starfaði í greininni fyrir heimsfaraldur er horfinn og hefur færst til annarra atvinnugreina. Fyrir tíma heimsfaraldurs var fólk af erlendum uppruna þriðjungur af heildarfjölda starfsfólks í ferðaþjónustu.

Skoðun

Ný hugsun, nýr heimur

Karólína Helga Símonardóttir skrifar

Heimurinn hefur skroppið saman á síðustu árum, með aðstoð tækninnar erum við ekki lengur bundin við innlendan atvinnumarkað. Margir leita í dag að tækifærum í þekkingariðnaði þvert á landamæri, landshluta og sveitarfélagamörk á sama tíma og þau kjósa að búa áfram í heimabænum.

Skoðun

Það er alltaf hægt að gera (eitt­hvað) betur

Steinunn Dögg Steinsen skrifar

Við hjá Norðuráli vinnum við að framleiða ál, en við gerum það ekki hvernig sem er. Við teljum okkar hlutverk vera að skapa verðmæti á samkeppnishæfan hátt, framleiða ál sem mætir þörfum viðskiptavina og að vera ábyrgur samfélagsþegn.

Skoðun

Vextirnir sem hleyptu hús­næðis­verði af stað

Halldór Kári Sigurðarson skrifar

Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,5% í febrúar sem er um þrefalt meiri hækkun en í meðalmánuði undanfarin 7 ár. Þessi hækkun þýðir að árshækkunartakturinn er kominn upp í 22,5%.

Skoðun

#Ég styð ljósmæður

Sigurður Guðjónsson skrifar

Fyrir nokkrum misserum fylktu landsmenn sér á bak við ljósmæður undir myllumerkinu #Ég styð ljósmæður. Fólk taldi með réttu að þessi mikilvæga stétt sem vinnur myrkranna á milli alla daga ársins ætti skilið betri kjör og starfsaðstæður. Konur kepptust við að deila jákvæðri upplifun sinni og þakklæti til ljósmæðra á samfélagsmiðlum. Þetta var stéttinni mikill stuðningur og hvatning að helga sig áfram starfinu.

Skoðun

Störfin heim í Fjarðabyggð

Jóhanna Sigfúsdóttir skrifar

Landsbyggðin þekkir vel að með tilkomu net- og tæknivæðingar skiptir staðsetningin minna máli. Störf eru nú í meira mæli auglýst án staðsetningar, sem er ánægjuleg þróun og mun að öllum líkindum aukast með stafrænni þróun. En afhverju erum við í Fjarðabyggð þá ekki að auglýsa störf okkar án staðsetningar?

Skoðun

Hvar er byggða­stefnan?

Hildur Þórisdóttir skrifar

Nýverið gaf Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, það út að fækka ætti embættum sýslumanna úr níu í eitt sem á að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um áramótin 2023/2024.

Skoðun