Skoðun

Blóðmeramálið til um­boðs­manns

Árni Stefán Árnason skrifar

Íslenskar blóðmerar njóta sérstaklega mikillar samúðar hjá mér af öllum íslenskum dýrum í eldi sem þurfa að þjást í þágu mannsins.

Skoðun

Ný Ölfus­ár­brú – af hverju svona brú?

Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar

Fáir efast um mikilvægi þess að byggja nýja brú yfir Ölfusá, vegna vaxandi umferðar og umferðartafa í gegnum Selfoss en ekki síður vegna ástands núverandi brúar sem orðin er tæplega 80 ára gömul og ekki hönnuð fyrir það umferðarálag sem á henni er nú.

Skoðun

Frið­helgar fótboltabullur

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Viðbrögð vestrænna leiðtoga og fjölmiðla í eigu milljarðamæringa vegna ofbeldis glæpalýðsins sem fylgdi ísraelska knattspyrnuliðinu Maccabi Tel Aviv til Amsterdam sýnir okkur stöðuna í hnotskurn.

Skoðun

Sex af níu flokkum á móti hval­veiðum

Valgerður Árnadóttir skrifar

„Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra.”

Skoðun

Allt fyrir listina

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Miður nóvember og tónlistarveislunni Iceland Airwaves er nýlokið í Reykjavík með tilheyrandi upplifunum og gjaldeyristekjum. Jólabókaflóðið nær ströndum mjúklega en kröftugt, fullt af hugsunum, sammannlegri reynslu og orðlist. Kórar og tónlistarskólar landsins sem og dansskólanemendur og sirkusbörn búa sig undir að sýna afrakstur annarinnar með ljúfri og nærandi samveru í desember.

Skoðun

Tryggjum ný­liðun bænda­stéttarinnar

Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar

Samkvæmt Stjórnarráði Íslands þá á „Ríkissjóður Íslands á alls um 450 jarðir og þar af fara Ríkiseignir með daglega umsýslu um 315 jarða. Flestar jarðir í umsjón Ríkiseigna eru í ábúð en 122 ábúðarsamningar eru í gildi hjá Ríkiseignum vegna bújarða.”

Skoðun

Óska­listi minn

SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Senn líður að kosningum til Alþingis 30. nóvember nk. Það er við hæfi að gera óskalista og fá að koma á framfæri á gnægtarborði kosningaloforða stjórnmálaflokka, sérstaklega þegar maður hefur upplifað það að “gleymast” jafnvel gleymast án gæsalappa.

Skoðun

Það er þetta með traustið

Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Í flestum siðuðum ríkjum þykir það eðlilegur hlut af góðum stjórnarháttum, að koma í veg fyrir spillingu til að viðhalda heilbrigði kerfisins og þar með trausti til þess.

Skoðun

Plan Sam­fylkingar: Svona náum við niður vöxtunum

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að kveða niður vexti og verðbólgu og endurheimta traust til hagstjórnarinnar á Íslandi. Lykillinn að því er að við náum styrkri stjórn á fjármálum ríkisins og komum húsnæðismarkaðnum í fastari skorður. Um þetta snýst plan Samfylkingarinnar.

Skoðun

6000 í­búðirnar sem vantar - í boði borgarinnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar

Stjórnmálaflokkar keppast nú við að kynna áherslur í húsnæðismálum í aðdraganda þingkosninga. Þó tilvonandi þingmenn lofi margvíslegum aðgerðum á húsnæðismarkaði er veruleikinn sá að sveitarstjórnarstigið gegnir veigamiklu hlutverki við húsnæðisuppbyggingu. Það er á valdi sveitarfélaga að úthluta landi, skipuleggja hverfi og útdeila byggingaheimildum.

Skoðun

Sam­vinnu­félög - sóknar­færi á húsnæðis­markaði?

Elín H. Jónsdóttir og Guðrún Johnsen skrifa

Í upphafi árs 2024 boðaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að árið 2025 yrði alþjóðlegt ár samvinnufélaga, í annað sinn síðan árið 2012. Með þessu hvetja SÞ aðildarríki sín til að vekja athygli á samvinnufélögum, þeim möguleikum sem þau skapa í atvinnustarfsemi og framlagi þeirra til framkvæmdar sjálfbærrar efnahags- og samfélagsþróunar.

Skoðun

Það er enginn á vakt

Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar

Vorið 2011 samþykkti Alþingi Íslands lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Þetta var merkileg stund, ekki einungis vegna þess að íslenskt mál var lögfest sem þjóðtunga Íslendinga, heldur einnig fyrir þær sakir að íslenskt táknmál (hér eftir ÍTM) var gert jafnrétthátt íslenskunni eftir áralanga baráttu táknmálsfólks (döff).

Skoðun

Svalur, Valur og Hvalur

Þorvaldur Logason skrifar

Þetta er stutt fréttaskýringin á hvalveiðidramatík síðustu daga ykkur til upplýsingar. Augljóslega vilja allir vita hver sökkti hvalveiðiskipinu áður en það sigldi úr höfn úr Sveppaborg. Þar að segja hver var svo ósvífinn að sökkva hvalveiðiskipi Sveppasveitarinnar enn einu sinni? Voru það kannski alveg sömu alþjóðlegu glæpamenn og áður?

Skoðun

Opið bréf til samninga­nefnda KÍ og SÍS

Guðrún Eik Skúladóttir skrifar

Í dag er 11. virki dagurinn síðan KÍ boðaði til verkfalls í 9 skólum á landinu. Einn þessara skóla er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, en 2ja ára dóttir mín byrjaði þar í lok ágúst.

Skoðun

Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar að­gerðir í menntun

Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar

Árið 2015 voru samþykkt Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Það skuldbatt okkur að uppfylla þau. Markmið 4.6 segir : Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að öll ungmenni og stór hluti fullorðinna, bæði karlar og konur, hafi náð tökum á lestri og skrift og öðlast talnaskilning.

Skoðun

Mikil­vægasta launa­viðtalið

Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar

Í kosningabaráttunni hafa ríkisfjármálin eðlilega mikið verið í umræðunni og eru skiptar skoðanir á milli flokka hvernig best sé að hátta þeim. En hvað eru ríkisfjármál og hvaða áhrif geta þau haft á líf almennings?

Skoðun

Leikskóla­verk­fall - slæmur draumur

Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar

Mig dreymdi martröð í nótt og vaknaði upp með andköfum og kvíðahnút í maganum. Í draumnum var leikskóli dóttur minnar lokaður í marga mánuði vegna kennaraverkfalls. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna hennar leikskóli var valinn og enginn svaraði spurningum örvæntingafullra foreldra um hversu lengi lokunin myndi standa yfir.

Skoðun

Burt með bar­áttu­söngva úr virkjunar­kafla stóriðju­stefnunnar

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Ein afdrifaríkasta breytingin sem ríkisstjórnin gerði á stjórnarráðunum á síðasta kjörtímabili var stofnun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Með því að setja sjónarmið verndar og nýtingar undir sama hatt glataðist ákveðið jafnvægi sem náðist fram með því að tvö ráðuneyti héldu ólíkum sjónarmiðum á lofti varðandi stærstu framkvæmdir.

Skoðun

Örugg skref Sam­fylkingar í geðheil­brigðis­málum

Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir og Sævar Már Gústavsson skrifa

Forsenda allrar umræðu um bætta geðheilbrigðisþjónustu er jafnt aðgengi að þjónustu. Í dag er geðheilbrigðiskerfið óskilvirkt og stefnulaust þar sem óljóst er hvaða þjónustu skal veita á mismunandi þjónustustigum.

Skoðun

Meiri árangur…fyrir út­valda

Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar

Í umræðu um slaka námsgetu íslenskra barna hefur mikið borið á þeirri hugmynd að taka upp samræmd próf aftur og þau sveipuð rósrauðum fortíðarsjarma. Samræmd próf eru börn síns tíma og geta stuðlað að miklum ójöfnuði.

Skoðun

Hve­nær ætlarðu að flytja heim?

Jón Þór Kristjánsson skrifar

Margir Íslendingar þurfa reglulega að velta fyrir sér þessari spurningu. Fólk sem flutti frá æskuslóðum til að sækja menntun og reynslu annars staðar.

Skoðun

Verndum ís­lenskuna- líka á Al­þingi Ís­lendinga

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

Tungumálið er arfur frá forfeðrum okkar. Tungumál sem er einstakt og ber að vernda með öllum tiltækum ráðum. Tungumál sem við eigum að kenna þeim sem koma hingað til að búa. Tungumálið á að nota í samskiptum á öllum skólastigum, líka við foreldra.

Skoðun

Hefð­bundnar og lög­mætar hval­veiðar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson og Árni Sverrisson skrifa

Öllum að óvörum hafa sjálfbærar veiðar á langreyðum orðið að ítrekuðu umfjöllunar- og átakaefni í þjóðmálaumræðu í því ríkisstjórnarsamstarfi sem nú hefur verið slitið. Eins og vonlegt er sýnist sitt hverjum um þessar veiðar. Það er ekki nýtt.

Skoðun

Vertu ekki að plata mig

Helgi Brynjarsson skrifar

„Vertu ekki að plata mig, þú ert bara að nota mig“. Þessi fleygu orð Siggu Beinteins koma upp í hugann núna í aðdraganda kosninga þegar flokkar reyna að setja á sig hina ýmsu hatta í þeirri von einni að sækja atkvæði tiltekinni hópa.

Skoðun

11.11. - Aldrei aftur stríð

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Það var á þessum degi 1918, í lok heimstyrjaldarinnar fyrri sem krafan ALDREI AFTUR STRÍÐ hljómaði um heim allan.

Skoðun