Sport

Ísak Snær á láni til Breiðabliks

Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið lánaður til Bestu deildar liðs Breiðabliks frá norska úrvalsdeildarfélaginu Rosenborg út komandi leiktíð í Bestu deild karla. Þetta staðfestir Breiðablik í færslu á samfélagsmiðlum.

Íslenski boltinn

Þær þýsku sluppu með skrekkinn í kvöld: Mæta Ís­landi næst

Þýskaland slapp heldur betur með skrekkinn gegn nágrönnum sínum í Austurríki í fyrstu umferð undankeppni EM kvenna í fótbolta í kvöld. Liðin eru með Íslandi í riðli og er óhætt að segja að Þjóðverjarnir hafi lent í kröppum dansi í kvöld en höfðu þó á endanum 3-2 sigur. Þýskaland og Ísland mætast svo á þriðjudaginn kemur í uppgjöri efstu liða riðilsins.

Fótbolti

Snæ­fríður önnur og Anton Sveinn þriðji í Sví­þjóð

Snæ­fríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee syntu bæði til úr­slita á opna sænska meistra­mótinu í sundi í Stokk­hólmi í dag. Snæ­fríður endaði í 2.sæti í tvö hundruð metra skrið­sundi og Anton Sveinn í þriðja sæti í tvö hundruð metra bringu­sundi.

Sport

Man United neitar að læra

Manchester United mátti þola 4-3 tap gegn Chelsea á Brúnni í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á fimmtudagskvöld. Var það enn einn leikurinn á tímabilinu þar sem liðið fær á sig tvö mörk með stuttu millibili.

Enski boltinn

Styttist í endur­komu en fram­lengir ekki í París

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður París Saint-Germain í Frakklandi, er við það að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð. Hún mun þó ekki spila með PSG þar sem samningur hennar rennur út nú í sumar og það er ljóst að framherjinn knái mun færa sig um set.

Fótbolti

Allir reknir af velli eftir hópslags­mál í upp­hafi leiks

Ótrúlegt atvik átti sér stað í upphafi leiks nágrannaliðanna New York Rangers og New Jersey Devils í NHL-deildinni í íshokkí á dögunum. Um leið og leikurinn var flautaður á brutust út hópslagsmál milli þeirra tíu leikmanna sem voru inn á og voru allir reknir af velli.

Sport