Sport

Í beinni þegar til­kynnt var að hann væri rekinn

Danski fótboltaþjálfarinn David Nielsen var í þriðja sinn á þessu ári rekinn úr starfi í gær, þegar forráðamenn norska félagsins Lilleström ákváðu að láta hann fara. Hann var í beinni útsendingu þegar greint var frá brottrekstrinum.

Fótbolti

Versta byrjun í sögu efstu deildar

Á sunnudagskvöld vann FC Kaupmannahöfn 2-1 útisigur á Vejle. Það var 10. tap Vejle í röð í efstu deild danska fótboltans. Tapið þýðir að Vejle á nú metið yfir slökustu byrjun í sögu efstu deildar þar í landi.

Fótbolti

Fyrir­liðinn Popp leggur lands­liðs­skóna á hilluna

Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins í fótbolta og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg, hefur tilkynnt að hún muni leggja landsliðsskóna á hilluna síðar í þessum mánuði. Frá þessu greindi hin 33 ára gamla Popp í dag, mánudag.

Fótbolti

Mourinho fékk spjald fyrir furðu­leg mót­mæli

Portúgalinn José Mourinho er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum en hefur farið misjafnar leiðir í gegnum tíðina til að koma þeim á framfæri. Nýstárleg leið til að mótmæli dómi í tyrknesku deildinni um helgina hefur vakið athygli.

Fótbolti

Ætla að snið­ganga leikinn við Víking

Stuðningsmenn austurríska fótboltaliðsins LASK frá Linz eru allt annað en ánægðir með miðaverð á heimaleiki liðsins í Sambandsdeild karla í fótbolta. Þar á meðal er leikur við Íslandsmeistara Víkings í desember.

Fótbolti

Dikembe Mutombo látinn

NBA goðsögnin Dikembe Mutombo er látinn 58 ára að aldri eftir baráttu við heilaæxli. NBA deildin greinir frá þessu í yfirlýsingu. 

Körfubolti

Enginn „heims­endir“ verði Kefla­vík ekki Ís­lands­meistari

Keflavík er eitt þeirra liða í Bónus deild karla í körfubolta sem gerir hvað mest tilkall til Íslandsmeistaratitilsins á komandi tímabili. X-factorinn í liðinu frá því á síðasta tímabili, Remy Martin, er farinn en fólkið í kringum Keflavík ætlast til þess og býst við því að liðið verði meistari. Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, segir það hins vegar engan heimsendi standi Keflavík ekki uppi sem Íslandsmeistari.

Körfubolti

Jötunn og Böðlar berjast í bökkum á botninum

Þrír leikir fóru fram í 4. um­­­ferð Tölvu­lista­­deildarinnar í Overwatch á laugar­­daginn og að henni lokinni er lið Þórs enn í efsta sæti eftir 3-0 sigur á Jötni í „svaka­legum leik“ eins og Óskar og Guð­ný Stefanía orðuðu það í beinni út­sendingu frá um­ferðinni.

Rafíþróttir