Tíska og hönnun

Húfur í öllum litum

Hulda Kristinsdóttir hefur verið með handavinnu og heklunál í höndunum frá því hún man eftir sér. Þegar hún svo eignaðist prjónavél fyrir 30 árum fannst henni hún hafa himin höndum tekið og hefur verið óþreytandi að hanna og prjóna trefla og húfur handa börnum sínum og barnabörnum.

Tíska og hönnun

Massíf úlpa í kuldanum

Aðspurður um hvaða flík sé í algjöru uppáhaldi þessa dagana þá er Kristján Ingi Gunnarsson, einn af þáttastjórnendum Ópsins í Sjónvarpinu, í engum vafa

Tíska og hönnun

Vetrarúlpan í uppáhaldi

"Ég á eina svarta Carhart-úlpu með loðkraga sem ég held mikið upp á. Hún heldur mér hlýjum á köldum vetrarkvöldum. Ég keypti hana í fyrravetur og hún hefur dugað síðan þá enda mjög venjuleg," segir Róbert Aron Magnússon plötusnúður en flestir þekkja hann eflaust betur undir listamannsnafninu Robbi Chronic.

Tíska og hönnun

Fjallafatnaður á götum stórborga

Fyrirtækið The North Face, sem framleiðir útivistarföt í hæsta gæðaflokki, er dæmi um fyrirtæki sem þróast úr því að vera með mjög sérhæfða framleiðslu fyrir þröngan hóp í að verða að eins konar lífsstílsmerki fyrir tískumeðvitað fólk.

Tíska og hönnun

Brúðarkjólaleiga Dóru

Brúðarkjólaleiga Dóru að Suðurlandsbraut 50 í Reykjavík er flestum kunn og mörgum jafnvel góðkunn. Verslunin hefur verið starfrækt ansi lengi en í apríl á þessu ári skipti hún um eigendur.

Tíska og hönnun

Skoðanir um íslenska búninginn

"Íslenskir þjóðbúningar eru allt of dýrir. Ég tel að það verði að hanna nýjan, fallegan búning sem auðveldara verði fyrir nútímakonur að eignast. Þjóðbúningarnir hafa þróast í gegnum aldirnar og við eigum alveg rétt á því að koma með eitthvað nýtt á 21. öldinni." Þetta segir Vigdís Ágústsdóttir,

Tíska og hönnun

Ný íslensk gullsmíði

Þrjátíu og fjórir íslenskir gullsmiðir eiga verk á sýningunni Ný íslensk gullsmíði sem opnuð verður á morgun í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni.

Tíska og hönnun

Roberto Cavalli

Það er við hæfi þegar vetur er genginn í garð og skinn og feldir eru jafn vinsæl og raun ber vitni að minna á ítalska fatahönnuðinn Roberto Cavalli sem hefur farið ótroðnar slóðnir með notkun á ýmiss konar feldum í hönnun sinni.

Tíska og hönnun

Glanstímarit á Íslandi

Base Camp er ungt og framsækið framleiðslufyrirtæki sem tekur að sér að skipuleggja alls kyns viðburði. Helgina 22.-24. október kemur Base Camp upp grunnbúðum við rætur Sólheimajökuls. Ástæða þessarar uppákomu var að breska glanstímaritið In Style ferðaðist hingað til lands til að taka tískuljósmyndir.

Tíska og hönnun

Grúví hárgreiðslustofa

Hártískan er eins og fatatískan í vetur, opin í báða enda, allt er leyfilegt. "Klassískar klippingar eru inni í bland við sterka liti og persónulegt yfirbragð er æskilegt. Fólk á að vera óhrætt við að leika sér og prófa eitthvað nýtt án þess að vera stílfært um of,"

Tíska og hönnun

Nýr ilmur frá Tommy Hilfiger

Tommy Hilfiger hefur kynnt nýjan ilm á markaðinn sem heitir True Star. Andlit þessa nýja ilms er poppstjarnan Beyoncé. Auðvitað tileinkar hún lag ilminum sem heitir Wishing on a Star.

Tíska og hönnun

Nýtt í Debenhams

Debenhams í Smáralind hefur þá sérstöðu að hafa mörg vörumerki undir sama hatti. Sífellt eru fleiri að bætast við og breyta um.

Tíska og hönnun

Blandar saman prjóni og perlum

"Ég byrjaði að prjóna fyrir nokkrum árum og gat ekki farið eftir uppskrift. Ég byrjaði þá að prjóna eftir auganu og hef gert það síðan. Flíkurnar sem ég prjóna koma út nákvæmlega eins og ég vil að þær geri."

Tíska og hönnun

Litur skammdegisins frá Mac

Rauður er svo sannarlega liturinn hjá snyrtivöruframleiðandanum Mac nú á haustmánuðum. Vörurnar í rauðu línunni Red Haute er bæði hægt að nota hversdagslega og fínt og brjóta einmitt upp vinnudaginn með því að setja sterkan svip á andlitið í skammdeginu.

Tíska og hönnun

Hálsbindi

Hálsbindi eins og við þekkjum þau í dag eiga sér rúmlega 100 ára sögu. Þau þróuðust frá hálsklútum sem karlmenn byrjuðu að bera á sautjándu öld.

Tíska og hönnun

Förðunarkeppni No Name

Förðunarskóli No Name hélt förðunarkeppni í annað sinn um síðustu helgi. Keppt var í fimm flokkum; þrem flokkum meistara, Smoky-förðun, tískuförðun og tímabilaförðun, einum flokki nemenda í frjálsri förðun og einum flokki unglinga þrettán til sextán ára þar sem þemað var framtíðin.

Tíska og hönnun

Ómissandi í vetur

Tískan í vetur er afar breið og ólíkar týpur finna sig flestar einhvers staðar í tískustraumunum. Fréttablaðið fór á stjá og leitaði eftir leiðandi manneskju í íslenska tískuheiminum og fann fyrir Ingu Rósu Harðardóttur sem er verslunarstjóri í GS-skóm í Kringlunni.

Tíska og hönnun

Kaupir ekki mikið af fötum

"Ég kaupi mér ekki mikið af fötum. Ég reyni að fara sjaldnar og kaupi mér þá eitthvað sem ég get blandað við þau föt sem ég á fyrir. Ég á ekki mikið af fötum en ég á rosalega mikið af skóm. Ég er eiginlega algjör skófrík," segir Sesselja Thorberg, iðnhönnuður og aðstoðardagskrárgerðarmanneskja í þættinum Innlit útlit með Völu Matt á Skjá Einum.

Tíska og hönnun

Prjón og hekl

Prjón og hekl er í tísku og þeim fer nú aftur fjölgandi sem taka sér prjóna og heklunálar í hönd og búa til sínar eigin flíkur.

Tíska og hönnun

Hársýning Sebastians

Aðalþema í haustlínu hárvöruframleiðandans Sebastians er sjötta skilningarvitið. Innblástur hennar er myndir ljósmyndarans Helmut Newton en sérstaða hans var að hann nýtti sér sjötta skilningarvitið til að gera sínar ljósmyndir öðruvísi en aðrar. Hárlínan var kynnt í Borgarleikhúsinu í septemberlok og sáu Diane Barbera og Marcy Landgraf frá Sebastian um hárgreiðslurnar.

Tíska og hönnun

Tískudagar í Lissabon

Litagleði einkenndi vortískuna og sumartískuna í Portúgal sem lauk í vikunni og ljóst er að sumarið verður ansi líflegt á suðrænum slóðum sem og hér fyrir norðan.

Tíska og hönnun

Breytti kápuskildi í hálsmen

"Ég er algjör tískudrusla eins og vinkonur mínar segja stundum. Ég hef mjög gaman af fallegum fötum en ég er jafnframt mjög hagsýn í innkaupum. Ég versla mikið á útsölum og reyni að finna föt sem passa við það sem ég á fyrir," segir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona.

Tíska og hönnun

Loðhælar og loðhúfur

Þau Birna Hafstein og Ívar Örn Sverrisson leikarar eiga það sameiginlegt að uppáhaldsvetrarflíkurnar þeirra eru loðnar, mjúkar og hlýjar. Vetrarflíkur í uppáhaldi hjá Birnu eru fjólublái loðkraginn hennar og loðhælar. Ívar aftur á móti heldur upp á lopapeysuna sína og lopahúfu.

Tíska og hönnun

Aveda-vörur fyrir bæði kynin

"Það sérstæða við vörurnar okkar er að þær eru lífrænar og innihalda lítil sem engin rotvarnarefni. Engin kemísk efni eru í vörunum og því eru þær mjög hollar og afskaplega heilbrigðar," segir Elma Dögg Gonzales, verslunarstjóri Aveda-verslunarinnar í Kringlunni.

Tíska og hönnun

Fyrsta flokks skófíkill

Aðspurð um hvaða skór séu í algjöru uppáhaldi er úr vöndu að velja hjá Guðnýju Aradóttur, einkaþjálfara í World Class og líkamsræktargúrú með meiru, því hún á um eða yfir tvö hundruð pör.

Tíska og hönnun

Nýir og gamlir hönnuði

Fatahönnuðurinn Valentino kom, sá og sigraði á tískuvikunni í París sem lauk síðastliðinn þriðjudag og sýndi enn fremur af hverju hann er einn ástsælasti hönnuður heims.

Tíska og hönnun

Von Furstenberg-vafningskjóllinn

Prinsessan Diane von Furstenberg kom fram í tískuheiminum upp úr 1970 og tveimur árum seinna kynnti hún hinn heimsfræga "Wrap dress" eða "vafningskjólinn" fyrir heimsbyggðinni. Kjóllinn seldist gríðarlega á næstu árum og kom prinsessunni á forsíðu Newsweek árið 1976, þar sem hún er sögð mesta markaðsmanneskjan í tískubransanum síðan Coco Chanel var og hét.

Tíska og hönnun