Tónlist

Upptökur í 600 ára kastala

Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, var að hluta til tekin upp í 600 ára gömlum kastala í Engelsholm í Danmörku. „Ég kom mér upp hljóðnemum þarna en þessi kastali er notaður sem listalýðháskóli í Danmörku,“ segir Jóhann. Lagið Typewriter var tekið upp í kastalanum og Jóhann segir andrúmsloftið þar öðruvísi en annars staðar.

Tónlist

Miðasala á Frank Ocean fer vel af stað

Áhugi fyrir tónleikum tónlistarmannsins Frank Ocean þann 16. júlí virðist vera gífurlegur. Óhætt er að segja að miðasalan fari vel af stað, en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að 3000 miðar væru seldir af þeim 5.5000 sem í boði eru. Nú eru innan við 1000 miðar eftir.

Tónlist

Sjáðu mishæfileikaríka Íslendinga taka Frank Ocean

Meðfylgjandi má sjá þegar fjölmargir mishæfileikaríkir einstaklingar sungu vinsælasta lagi Frank Ocean, Lost, í Kringlunni í von um að fá boðsmiða á tónleika Frank sem verða í Höllinni 16. júlí. Viti menn allir sem þið sjáið syngja í meðfylgjandi myndskeiði fengu boðsmiða.

Tónlist

Hraðamet í Bretlandi

Engin plata hefur selst hraðar á árinu í Bretlandi en Random Access Memories með franska rafdúettnum Daft Punk. Hún seldist í 133 þúsund eintökum á aðeins fjórum dögum og sló met Michael Buble sem seldi 121 þúsund eintök af plötu sinni fyrr á þessu ári, fyrstu vikuna eftir að hún kom út.

Tónlist

Ferskir og mjúkir vindar úr fortíðinni

Frönsku rafpoppararnir í Daft Punk hafa komið eins og stormsveipur inn í tónlistarheiminn með sinni nýjustu plötu, Random Access Memories, heilum átta árum eftir að síðasta hljóðversplata, Human After All, kom út.

Tónlist

FM Belfast sendir frá sér glænýtt stuðlag

"Við höfum pillað út öll vangalögin, þau passa ekki inn. Þetta verður stuðplata, svipuð okkar fyrri plötum,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir, teiknari og söngkona í sveitinni FM Belfast. Sveitin gaf nýverið frá sér nýja smáskífu, lagið We Are Faster Than You, sem eflaust á eftir að verða einn af sumarsmellunum í ár.

Tónlist

Þungarokksfræði í háskólanum

"Námið er hluti af gráðu, svo það verður strangt. Þungarokk hefur sjaldan verið tekið alvarlega. En það er bara menningarleg túlkun,“ segir höfundur námsleiðarinnar.

Tónlist

Úr ferskeytlum í rapp

"Ég fór um bekki hér og þar og kenndi börnum að semja ljóð. Ég byrjaði á því að láta þau finna orð sem þeim þóttu falleg og svo unnu þau út frá þeim. Ljóðin þurftu hvorki að vera rytmísk né rímuð,“ segir Arnljótur Sigurðsson tónlistarmaður sem kenndi grunnskólabörnum að semja ljóð, en kennslan var liður í barnamenningarhátíð Reykjavíkur sem fram fór dagana 23. til 28. apríl.

Tónlist

Breikdans við klassíska tóna

„Hópurinn er margfaldur heimsmeistari í breikdansi og þau tvinna saman breikdans og klassíska tónlist í þessu atriði. Þetta er mjög skemmtilegt og heillar breiðan aldurshóp,“ segir Sóley Kristjánsdóttir, vörumerkjastjóri Red Bull. Danshópurinn Flying Steps kemur hingað til lands í sumar á vegum Red Bull orkudrykkjarins.

Tónlist

XXX Rottweiler hundar frumsýna nýtt myndband

"Lagið er sönnun á því hvernig fullkomið lýðræði virkar, það eru allir í öllu, Rottweiler er bara kommúnistasjitt,“ segir Erpur Eyvindarson rappari en hin goðsagnakennda rappsveit, XXX Rottweiler hefur sent frá sér nýtt lag og myndband með því.

Tónlist

Yo La Tengo á Airwaves

Bandaríska índírokksveitin Yo La Tengo hefur bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem verður haldin í fimmtánda sinn í haust.

Tónlist

ESB tónleikar í tilefni af Evrópudeginum

Í tilefni Evrópudagsins 2013 stendur Evrópustofa – upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi – fyrir hátíðartónleikum í Eldborgarsal Hörpu, laugardaginn 11. maí með Ungsinfóníu Evrópusambandsins og söngvurum frá Evrópsku óperumiðstöðinni undir stjórn hins virta hljómsveitarstjóra Laurent Pillot og er aðgangur ókeypis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Evrópustofu.

Tónlist

Hvolpaást skoðað 10.000 sinnum

Myndband rapparans Emmsjé Gauta og Larry BRD ásamt Unnsteini Manuel við lagið Hvolpaást hefur verið skoðað tíu þúsund sinnum á síðunni Youtube síðan það kom út fyrir tveimur vikum.

Tónlist

Næsta plata árið 2015

Lars Ulrich, trommari Metallica, segir ólíklegt að ný plata með hljómsveitinni komi fyrr en árið 2015. Síðasta plata sveitarinnar, Death Magnetic, kom út 2008.

Tónlist

Hápunktur hjá þungarokkurum

Dimma og Sólstafir verða með sameiginlega tónleika í Austurbæ á fimmtudag. Dimma gaf út plötuna Myrkraverk á síðasta ári sem hlaut fínar viðtökur. Fjögur lög af henni hafa komist á vinsældarlista Rásar 2.

Tónlist

Hjálmar starfa með Erlend Øye

Hjálmar og hinn þekkti norski tónlistarmaður Erlend Øye úr hljómsveitunum Kings of Convenience og The Whitest Boy Alive eru að vinna saman að nýrri plötu. Upptökum er í þann mund að ljúka hér á landi.

Tónlist

Extreme Chill í fjórða sinn

Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli verður haldin í fjórða sinn helgina 12.-14. júlí á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls. Í ár koma um tuttugu íslenskir tónlistarmenn fram, auk fjögurra erlendra tónlistarmanna.

Tónlist

Plötusalan aukaatriði

Marcus Mumford úr hljómsveitinni vinsælu Mumford & Sons segir að plötusala skipti sveitina ekkert alltof miklu máli. „Við höfum beðið umboðsmanninn okkar um að láta okkur ekki vita hvernig plötusalan gengur. Við vitum vel hvernig miðasalan er á tónleikana okkar, vegna þess að við elskum að spila á tónleikum. Plötusala skiptir okkur í raun minna máli,“ sagði Mumford en plötur sveitarinnar hafa selst í milljónum eintaka.

Tónlist