Tónlist

Sgt. Pepper fertug

Í dag eru fjörutíu ár síðan hljómplatan Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band kom út. Platan, sem kom upprunalega út á vínyl, var áttunda plata The Beatles og er af flestum talin hafa markað tímamót í efnisvali og hljóðritunartækni poppsins.

Tónlist

Jómfrúardjassinn kynntur

Djasstónleikar á veitingastaðnum Jómfrúnni eru orðinn fastur liður í sumarafþreyingu fjölmargra miðborgargesta en á dögunum var kynnt hvaða tónlistarfólk mun troða upp í portinu hjá Jakobi Jakobssyni veitingamanni á laugardagseftirmiðdögum í sumar.

Tónlist

Íslendingar spila á Spot

Pétur Ben, Helgi Hrafn Jónsson og hljómsveitin Reykjavík! koma fram á tónlistarhátíðinni Spot sem verður haldin í Árósum í Danmörku um helgina. Um eitt hundrað hljómsveitir og tónlistarmenn troða upp á hátíðinni, auk þess sem ráðstefnur verða haldnar um stöðu tónlistarheimsins í dag.

Tónlist

Evróputúr hafinn

Hljómsveitin Gus Gus er farin í tónleikaferð um Evrópu sem hefst á skemmtistaðnum Vega í kvöld. Eftir það taka við tónleikar í Suður-Frakklandi, Hollandi, Póllandi og í Þýskalandi. Einnig spilar Gus Gus á tónlistarhátíðinni vinsælu Glastonbury á Englandi 22. og 23. júní.

Tónlist

Sigrún Vala með nýtt lag

Átján ára stúlka frá Selfossi, Sigrún Vala, gaf nýverið út sitt annað lag sem heitir Ekki gera neitt. Það fyrra, Því ástin, gaf hún út þegar hún var aðeins fimmtán ára og komst það í fína spilun á útvarpsstöðvunum.

Tónlist

„Síðasta“ píanóið til sölu

Píanó sem Bítillinn fyrrverandi John Lennon spilaði á kvöldið sem hann var myrtur hefur verið boðið til sölu af fyrirtækinu Moments in Time. Verðmiðinn er um 23 milljónir króna.

Tónlist

Mæta með hljómsveit

Miðasala hefst í dag á tónleika frönsku hljómsveitarinnar Air sem verða í Laugardalshöll 19. júní. Hljómsveitin er þekkt fyrir að leggja mikinn metnað í tónleika sína, leika af fingrum fram og koma áheyrendum á óvart. Þótt eiginlegir meðlimir Air séu tveir koma þeir með heila hljómsveit með sér hingað til lands.

Tónlist

Hæfileikaríkur hrokagikkur

Noel Gallagher, aðallagahöfundur bresku sveitarinnar Oasis, varð fertugur síðastliðinn þriðjudag. Fréttablaðið skoðaði litríkan feril kappans. Noel Gallagher fæddist í Manchester á Englandi árið 1967. Hann átti fremur erfiða æsku og var oft laminn af drykkfelldum föður sínum. Þrettán ára byrjaði hann að læra sjálfur á gítar með því að herma eftir gítarfrösum í uppáhaldslögunum sínum.

Tónlist

Stemning á 90s-kvöldi

90s-kvöld verður haldið á Nasa næstkomandi föstudagskvöld á vegum Curvers og Kiki-Ow. Mikil stemning hefur verið á 90s-kvöldunum til þessa og er ólíklegt að nokkur breyting verði þar á.

Tónlist

Justin með plötuútgáfu

Justin Timberlake virðist hafa ágætt viðskiptavit en hann hefur nú ákveðið að setja á fót sitt eigið útgáfufyrirtæki. Tennman Records heitir fyrirtækið en höfuðstöðvar þess verða í Los Angeles og mun Timberlake gegna hlutverki stjórnarformanns og framkvæmdastjóra þess.

Tónlist

Stórar tilfinningar hjá Myst

Dúettinn Myst hefur gefið út sína fyrstu plötu, Take Me With You, með aðstoð Smekkleysu. Myst, sem er skipuð hjónunum Kolbrúnu Evu Viktorsdóttur og Haraldi G. Ásmundssyni, hefur verið starfandi í um það bil fjögur ár og hefur platan verið í vinnslu nánast frá þeim tíma. Spilar sveitin rólegheita popp undir ýmiss konar áhrifum, meðal annars frá Bítlunum, Emilíönu Torrini og Evu Cassidy.

Tónlist

Leikið öfganna á milli

Sinfóníuhljómsveit Íslands slær botninn í Sjostakovitsj-maraþon sitt á tónleikum í kvöld og frumflytur nýtt verk eftir Þórð Magnússon. Fyrir fimm árum ýtti aðalhljómsveitarstjórinn Rumon Gamba því metnaðarfulla verkefni úr vör að sveitin flytti allar sinfóníur rússneska tónskáldsins Dímítríj Sjostakovitsj.

Tónlist

Flaming Lips á Hróarskeldu

Hin bandaríska Flaming Lips bættist í gær í hóp þeirra hljómsveita sem ætla að troða upp á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar en tuttugu ár eru síðan hljómsveitin spilaði fyrst á hátíðinni.

Tónlist

Dúopp-lag í loftið

Grallararnir í Baggalúti hafa gefið út lagið Sof þú mér hjá. Lagið er tileinkað íslenskum táningum og er ætlað sem innlegg í þá fábreytnu unglingamenningu sem þrífst hérlendis.

Tónlist

Sautján ára söngdrottning

Hin sautján ára Jordin Sparks vann á dögunum söngvarakeppnina American Idol. Bar hún sigurorð af Blake Lewis, 25 ára pilti frá Washington. Úrslitaviðureignin var haldin í Kodak-leikhúsinu í Hollywood og var henni sjónvarpað beint víðs vegar um heiminn, þar á meðal til Íslands.

Tónlist

Úr handboltanum í rokkið

Tónlistarmaðurinn B.Sig gaf nýverið út sína fyrstu plötu, Good Morning mr. Evening, sem hlotið hefur glimrandi undirtektir og er í 10. sæti Tónlistans yfir mest seldu plötur landsins.

Tónlist

Sixtís „kitsch“

Snillingurinn John Galliano sýndi nýlega strandfatnaðarlínu fyrir Dior sumarið 2008. Sýningin átti sér stað í New York fyrir fullu húsi og stjörnur eins og Penelope Cruz, Dita Von Teese og Charlize Theron sátu á fremstu bekkjum.

Tónlist

Danspönksveitin the Rapture á leið til landsins

Danspönksveitin the Rapture er væntanleg til landsins og heldur tónleika á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll 26. júlí næstkomandi. Sveitin er frá New York og er talin ein af upphafsmönnum danspönkbylgjunnar sem hefur verið áberandi í rokktónlist undanfarin ár.

Tónlist

Kryddpíur á leynifundi

Orðrómurinn um að stúlkurnar í Spice Girls ætli að koma saman á ný fékk byr undir báða vængi í gær þegar sást til þeirra Geri Halliwell og Emmu Bunton yfirgefa heimili Richards Stannard í Brighton, en hann var helsti upptökustjóri hljómsveitarinnar þegar hún var sem vinsælust.

Tónlist

Lay Low boðið á tvær hátíðir

Tónlistarkonunni Lay Low hefur verið boðið að koma fram á hátíðunum Canadian Music Week og South By Southwest sem fara fram í mars á næsta ári. Boðin komu eftir vel heppnaða seinni tónleika hennar á Great Escape-hátíðinni sem var haldin í Brighton um síðustu helgi.

Tónlist

Tónlist.is skuldar listamönnum ekkert

„Okkur er ekki skemmt ef það er rétt að þessir peningar séu ekki að skila sér,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tónlist.is. Fréttablaðið greindi í gær frá óánægju nokkurra ungra tónlistarmanna með vefinn Tónlist.is.

Tónlist

Spila á Mini-Airwaves

Hljómsveitirnar GusGus og FM Belfast troða upp á sérstöku Iceland Airwaves-kvöldi í Kaupmannahöfn föstudaginn 1. júní undir yfirskriftinni Mini-Airwaves. Einnig koma fram frönsku raftónlistarmennirnir Spitzer, DJ Nil + Paral-lel og plötusnúðarnir Kasper Björke, Jack Schidt, Teki & Orgasmx.

Tónlist

Cortes syngur fyrir heimilislausa

Garðar Þór Cortes mun á næstu vikum standa fyrir heldur óhefðbundnum tónleikum víðsvegar um London. Garðar hyggst syngja á götum úti, í bókstaflegri merkingu, og mun hann koma fram í verslunarmiðstöðvum, við járnbrautarstöðvar og á fleiri opinberum stöðum í London.

Tónlist

Vortónar af Digranesinu

Samkór Kópavogs heldur vortónleika sína í Digraneskirkju í kvöld og annað kvöld. Þar flytur kórinn fjölbreytt úrval íslenskra og erlendra alþýðu- og þjóðlaga, þar á meðal verk eftir Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Halldórsson.

Tónlist

Bach-sónötur og margfaldur frumflutningur

Tónleikaröð helguð ungum einleikurum er skipulögð í tengslum við Listahátíð í Reykjavík og í kvöld verða fyrstu tónleikarnir haldnir í tónlistarhúsinu Ými og norður í Eyjafirði.

Tónlist

Hvaladráp kemur út

Nýjasta breiðskífa Mínus, The Great Northern Whalekill, kemur út á mánudag á vegum Smekkleysu. Þetta er fjórða hljóðversskífa Mínus, sem síðast sendi frá sér Halldór Laxness árið 2003, sem var valin besta plata ársins af tónlistarspekúlöntum.

Tónlist

Tina Turner söng á Baugsdegi

Hún var alveg geggjuð kellingin, segir söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem kom fram á Baugsdeginum í Mónakó ásamt stórsöngkonunni Tinu Turner.

Tónlist

Plötusamningur við 8MM

Blúsarinn Elliði Tumason, eða ET Tumason eins og hann kallar sig, hefur skrifað undir plötusamning við þýska útgáfufyrirtækið 8MM Musik, sem hefur einnig Singapore Sling á sínum snærum.

Tónlist

Mögnuð tónlistarblanda

Goran Bregovic leikur ásamt Wedding & Funeral Band í Laugardalshöllinni annað kvöld. Tónleikarnir eru samvinnuverkefni Vorblóts og Listahátíðar í Reykjavík. Trausti Júlíusson leit yfir fjölbreyttan feril Gorans sem spannar yfir 30 ár.

Tónlist

Sýnir þungarokksþætti á Youtube

Gunnar Guðbjörnsson gerir reglulega þætti um íslenskar þungarokkshljómsveitir og setur þá á heimasíðuna Youtube, einn í hverri viku. Changer reið á vaðið og á eftir henni kom hljómsveitin Severed Crotch. Næst á dagskrá eru síðan Momentum og I Adapt.

Tónlist