Tónlist

Someone to Drive You Home - þrjár stjörnur

Breska tónlistartímaritið NME valdi þessa plötu eina af 10 bestu plötum síðasta árs. Persónulega botna ég ekkert í því. Mig grunar að Pretenders-legi slagarinn Weekend Without Makeup hafi átt hlut að máli. Hef það líka á tilfinningunni að þetta sé eitt af þessum böndum sem skila sér ekki eins vel á plasti og á sviði.

Tónlist

Beastie Boys bætast við

Hljómsveitirnar Beastie Boys, The Killers, Peter Björn og John og Slayer eru á meðal þeirra sem hafa bæst við dagskrá Hróarskelduhátíðarinnar sem verður haldin í Danmörku í sumar.

Tónlist

Wulfgang í tónleikaferð til Kína

Íslenska hljómsveitin Wulfgang hefur verið boðið að spila á einni stærstu tónlistarhátíðinni í Kína sem ber nafnið Midi Festival. Hátíðin fer fram dagana 1. – 4. maí á þessu ári en hún er haldin í Haidian Park í Peking. Wulfgang mun leika á aðalsviði hátíðarinnar fyrir a.m.k. 15 þúsund áhorfendur.

Tónlist

33 atriði staðfest

Alls hafa 33 atriði verið staðfest á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana. „Við ætluðum að fækka atriðum í ár en þau voru öll svo geðveik sem sóttu um þannig að það var ekki hægt að segja nei,“ segir Mugison sem hefur skipulagt hátíðina undanfarin ár. „Við höfum fengið 80 til 90 umsóknir og þær eru ennþá að berast, þótt við séum eiginlega búin að fylla í öll „slott“.

Tónlist

Á leiðinni til Texas

Hljómsveitirnar Lada Sport og Mammút munu spila á tónleikahátíðinni South by South West í Texas á næstunni. Til að hita upp fyrir ferðina og til að fá hjálp við fjármögnun ætla sveitirnar að halda tónleika á Grandrokki í kvöld.

Tónlist

Galdrakarlar, tröll og krakkar

Á morgun kl. 15 er komið að árlegum fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói en þá verður lokið upp dyrum að ævintýralegum heimi trölla, galdrakarla og annarra kynjavera.

Tónlist

Gler- og ljósmyndir Drafnar

Myndlistarkonan Dröfn Guðmundsdóttir opnar á morgun sýningu á glerverkum og ljósmyndainnsetningu í Grafíksafni Íslands – sal íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, hafnarmegin.

Tónlist

Spila í Danmörku

Hljómsveitin Nilfisk frá Stokkseyri er á leiðinni í afmælis- og tónleikaferð um Danmörk í apríl. Næstkomandi laugardag verða fjögur ár liðin síðan sveitin var formlega stofnuð og af því tilefni heldur hún tónleika á Draugabarnum á Stokkseyri í kvöld. Mun allur ágóðinn renna í reisuna til Danmerkur.

Tónlist

Tónleikar í Stokkhólmi

Tónleikaferð bresku hljómsveitarinnar The Police um Evrópu hefst í Stokkhólmi 29. ágúst. Sveitin mun ferðast um Bretland, Tékkland, Austurríki, Holland, Þýskaland og Spán á tónleikaferð sinni, sem er sú fyrsta síðan hún lagði upp laupana fyrir 23 árum.Líklegt er að The Police spili einnig í Belgíu, Danmörku, Ítalíu og Sviss á tónleikaferðinni.

Tónlist

Undrablanda frá Japan

Japanskar stelpur í indí-heiminum virðast bera með sér óendanlegan persónusjarma og hæfileika. Steinþór Helgi Arnsteinsson er að minnsta kosti agndofa.

Tónlist

Þórir ferðast um Ítalíu

Tónlistarmaðurinn Þórir ætlar í tónleikaferð um Ítalíu í apríl. Þar mun hann spila einsamall á níu tónleikum á níu dögum. „Það verður mjög gaman enda hef ég aldrei komið til Ítalíu,“ segir Þórir, sem er að vinna að sinni þriðju plötu sem er væntanleg í sumar. „Þetta gengur hægt og bítandi,“ segir hann um plötuna, sem hann tekur upp sjálfur.

Tónlist

Allir í stuði á Evróputúr

Hljómsveitin Benni Hemm Hemm er á tónleikaferðalagi um Evrópu sem stendur yfir til 15. mars. Sveitin hélt á dögunum tvenna tónleika í París og tvenna í Köln og Frankfurt við góðar undirtektir. Í fyrrakvöld spilaði hún síðan í St. Gallen í Sviss og í Vín í gærkvöldi.

Tónlist

Ágeng sveifla á Domo

Hljómsveitin „Jónsson/Gröndal kvintett“ leikur í djasstónleikaröð Múlans á skemmtistaðnum Domo bar í Þingholtsstræti í kvöld.

Tónlist

Vill stjörnum prýtt blúsband

Blúsarinn Halldór Bragason hefur í hyggju að stofna norræna blúshljómsveit sem myndi ferðast á milli tónlistarhátíða á Norðurlöndunum og jafnvel víðar um heim. Sveitin yrði ekki alltaf skipuð sama fólkinu heldur yrði meðlimum skipt út frá ári til árs.

Tónlist

Hljómfagur hvalreki

Danski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson heldur tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara.

Tónlist

Incubus rokkaði í Höllinni

Bandaríska hljómsveitin Incubus hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll síðastliðið laugardagskvöld. Spilaði sveitin öll sín bestu lög og náði upp góðri stemningu með blöndu sinni af hip-hopi, rokki og poppi. Rokkararnir í Mínus hituðu upp og spiluðu efni af væntanlegri plötu sinni við góðar undirtektir tónleikagesta.

Tónlist

Endurnýjun óperuforms

Óperumiðillinn fær nú yfirhalningu í breska sjónvarpinu. Ætli íslenskir óperuunnendur geti lært eitthvað af þeirri frumlegu tilraun? Að undanförnu hefur verið deilt töluvert um óperur og áherslur á síðum íslenskra blaða en sitt sýnist hverjum um þau stykki sem færð eru á fjalir í Ingólfsstræti.

Tónlist

Grátur og gnístran tanna hjá Höllu og Einari í X-Factor

„Ég var eitthvað viðkvæm fyrir og mátti eiginlega bara ekki við þessu,“ segir Halla Vilhjálmsdóttir, kynnirinn skeleggi í X-Factor, sem átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar Alan var rekin heim úr síðasta X-Factor þættinum á föstudaginn.

Tónlist

Gus Gus fagnar

Gus Gus fagnaði útgáfu nýjustu plötu sinnar með teiti á Sirkus síðastliðið fimmtudagskvöld. Platan, sem ber nafnið Forever, er fimmta stúdíóplata sveitarinnar. Eiginlegir útgáfutónleikar verða haldnir á Nasa í lok mars, en það var enginn skortur á fólki sem vildi gleðjast með Gus Gus-flokknum á fimmtudagskvöldið.

Tónlist

Sameinaðir kraftar

Tónlistarskólinn á Akureyri heldur dag tónlistarskólanna hátíðlegan og efnir til mikillar músíkveislu ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands um helgina.

Tónlist

Muse valin best á NME

Rokksveitin Muse var valin besta breska sveitin á NME-tónlistarverðlaununum sem voru afhent á dögunum. The Arctic Monkeys hlaut tvenn verðlaun, þar á meðal fyrir bestu plötuna, Whatever People Say I Am, That"s What I"m Not.

Tónlist

Frjótt ímyndunarafl Simone

Émilie Simon heldur tónleika í Háskólabíó annað kvöld í tengslum við frönsku menningarhátíðina Franskt vor á Íslandi. Émilie nýtur mikilla vinsælda í Frakklandi.

Tónlist

Ekki bara Öxar við ána

Skólahljómsveit Kópavogs er ein elsta og virtasta skólalúðrasveit landsins og fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir. Á morgun verða haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem félagar hennar fagna þessum tímamótum með óvenjulegri efnisskrá.

Tónlist

Íslenskur blús í Kína

„Kínverjar hafa ekki kynnst blúsnum að ráði en eru þó hrifnir af honum, sérstaklega hér í Sjanghæ sem er hliðið að umheiminum í þessum efnum," segir tónlistarmaðurinn KK.

Tónlist

Elton John planar tónleikaferð

Íslandsvinurinn Elton John fagnar bráðum sextugs afmæli sínu. Hann hefur verið með sýningu í Las Vegas en nú ætlar hann að fara með þá sýningu til fimm borga í Evrópu. Er þetta í tilefni þess að hann er búinn að skemmta í 40 ár og er að fylla 60 árin.

Tónlist

Í aðra tónleikaferð

Strákasveitin Take That ætlar í lok ársins í sína aðra tónleikaferð um Bretland síðan hún kom saman á nýjan leik á síðasta ári. Ferðin mun heita The Beautiful World Tour og munu þeir félagar meðal annars spila í London, Glasgow og í Manchester.

Tónlist

Náttúra og strengir

Elísabet Waage hörpuleikari og Hannes Guðrúnarson gítarleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun.

Tónlist

Reykvél og ljósprik

Stórt „90s“ partí verður haldið á Nasa annað kvöld. Uppselt var í síðasta partí, sem var haldið á gamlárskvöld, og ætlaði þakið hreinlega að rifna af húsinu.

Tónlist

Til heiðurs Tony Joe White

Mugison, Baddi úr Jeff Who?, Jenni úr Brain Police og Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi söngvari Hjálma, eru á meðal þeirra sem munu syngja á nýrri plötu til heiðurs bandaríska blúsrokkaranum Tony Joe White.

Tónlist