Viðskipti erlent

Hafa áhyggjur af ungverska seðlabankanum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eru hætt óformlegum viðræðum um björgunarpakka fyrir Ungverjaland sem voru farnar af stað. Ungverjaland hefur óskað eftir 15-20 milljarða evra lánalínum ef landið lenti í greiðsluerfiðleikum. Framkvæmdastjórar Evrópusambandsins segja hins vegar að ný lög sem voru samþykkt um Seðlabankann í Ungverjalandi takmarki mjög sjálfstæði hans og við það verði ekki unað.

Viðskipti erlent

Allt um Timeline

Notendum samskiptasíðunnar Facebook stendur nú til boða að virkja nýjan prófíl. Nýjungin kallast Timeline og er hugarfóstur Mark Zuckerbergs, stofnanda og stjórnarformanns Facebook.

Viðskipti erlent

Seldu fjarskiptabúnað ríkisins

Saksóknari í Þýskalandi hefur gefið út ákæru á hendur fimm mönnum fyrir peningaþvætti. Þeir eru sakaðir um að hafa þvætt um 150 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um 18,4 milljörðum króna, fyrir rússneskan ráðherra. Þetta kemur fram í frétt á vef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Rannsókn málsins hefur staðið í sex ár.

Viðskipti erlent

Grænar tölur á mörkuðum og evran styrkist

Grænar tölur voru á öllum mörkuðum í gærkvöldi og nótt. Bandarískir fjárfestar létu skuldakreppuna á evrusvæðinu ekki hafa áhrif á sig í gærkvöldi en horfðu frekar á nokkrar lykiltölur úr bandaríska hagkerfinu sem voru jákvæðri en áætlað hafði verið.

Viðskipti erlent

Adele "skipti máli" að mati Time

Hin tuttugu og eins árs gamla breska söngkona, Adele, hefur sprungið út sem listamaður á árinu 2011 og komist strax í hóp fárra listamanna sem ná að setjast í toppsæti á sölu- og vinsældarlistum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Svona færðu nýja Facebook

Ein stærsta breyting á útliti samskiptasíðunnar Facebook var opinberuð í dag. Nýjungin kallast Timeline og er hugmyndin komin frá Mark Zuckerberg, stjórnanda og stjórnarformanns Facebook.

Viðskipti erlent

Segir Breta eiga að lækka á undan Frakklandi

Það ætti að lækka lánshæfi Bretlands á undan Frakklandi, segir Christian Noyer, bankastjóri seðlabankans í Frakklandi. Hann segir að ákvörðun Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, um að standa fyrir utan samkomulag Evrópusambandsþjóða um aðgerðir til þess að tryggja efnahagslegan stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, þýða að lánshæfi Bretlands ætti að lækka á undan Frakklandi.

Viðskipti erlent

Þekktur danskur lögmaður ákærður fyrir peningaþvætti

Hinn rúmlega sextugi danski lögmaður Jeffery Galmond hefur verið ákærður í Þýskalandi fyrir peningaþvætti. Upphæðin sem um ræðir samsvarar 17 milljörðum króna en þetta fé vaskaði Galmond fyrir Leonid Reiman fyrrum símamálaráðherra Rússlands í gegnum ýmis skúffufyrirtæki víða um heiminn.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu snarlækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur snarlækkað á síðustu dögum eða um allt að 5%. Þannig hefur Brent olían lækkað úr tæpum 110 dollurum á tunnuna og niður í tæpa 105 dollara og bandaríska léttolían hefur lækkað úr 100 dollurum á tunnuna og niður í 95 dollara.

Viðskipti erlent

Amazon svarar gagnrýni

Uppfærsla á stýrikerfi Kindle Fire, einum helsta keppinauti spjaldtölvunnar iPad, er væntanleg. Talsmaður vefverslunarinnar Amazon staðfesti þetta í dag en spjaldtölvan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að fara frjálslega með persónuupplýsingar notenda sinna.

Viðskipti erlent

Danskur sjávarútvegur réttir verulega úr kútnum

Danskur sjávarútvegur hefur rétt verulega úr kútnum á þessu ári. Þannig hafa tekjur sjávarútvegsins árin 2010 og 2011 aukist um 50% miðað við árin á undan og eru orðnar um 3 milljarðar danskra króna eða yfir 60 milljarðar króna það sem af er þessu ári.

Viðskipti erlent

Minni aukning í smásölu en búist var við

Smásala í Bandaríkjunum jókst ekki eins mikið og búist hafi verið við samkvæmt tölum sem birtar voru í morgun. Smásalan jókst um 0,2% en greinendur höfðu spá 0,5% aukningu, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Viðskipti erlent

Modern Warfare 3 er vinsælli en Avatar

Tölvuleikurinn Call of Duty: Modern Warfare 3 er vinsælasta afþreyingarvara allra tíma. Framleiðandi tölvuleiksins, Activision, tilkynnti í daga að sölutekjur Modern Warfare 3 hefðu náð einum milljarði dollara á 16 dögum. Kvikmyndin Avatar náði því takmarki á 17 dögum.

Viðskipti erlent