Viðskipti erlent GM semur við kínverskan bílaframleiðanda Stjórnendur General Motors hafa skrifað undir 293 milljóna dala samning við kínverska ríkisbílaframleiðandann FAW um framleiðslu léttra flutningabíla og smárúta. Viðskipti erlent 30.8.2009 19:46 Íhuga að greiða launabónusa fyrr til að forðast tekjuskattshækkun Stjórnendur fjárfestingabanka sem greiða starfsmönnum yfirleitt launabónusa í apríl og maí velta því fyrir sér að greiða launabónusa fyrr á næsta ári en vanalegt er. Viðskipti erlent 30.8.2009 11:13 Starfsmenn VW verksmiðjanna vilja kaupa hlut í fyrirtækinu Starfsmenn Volkswagen og Porche verksmiðjanna, sem eru um 370 þúsund talsins, hyggjast kaupa allt að 50% hlut í fyrirtækinu bráðlega. Viðskipti erlent 29.8.2009 17:35 Efnahagslífið í Bretlandi skárra en búist var við Samdráttur í breska hagkerfinu varð ekki eins mikill á öðrum ársfjórðungi og óttast hafði verið, segir í frétt á vef Telegraph. Ástæðan er meðal annars rakin til betri sölu á breskum bifreiðum en gert hafði verið ráð fyrir. Breska hagstofan sagði í gær að landsframleiðslan þar í landi hefði dregist saman um 0,7% en ekki 0,8%, sem þýðir 5,5% samdráttur á ársgrundvelli í stað 5,6% eins og gert hafði verið ráð fyrir. Viðskipti erlent 29.8.2009 10:30 UK Coal skuldar Landsbankanum 1,2 milljarða Heildarútlán Landsbankans til UK Coal, stærsta kolanámufélags Bretlands, nam rúmum 5,7 milljónum punda sem jafngildir um 1,2 milljörðum króna. Heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun glímir UK Coal nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Viðskipti erlent 28.8.2009 11:24 FIH bankinn í milljarða klemmu vegna Sjælsö Gruppen FIH bankinn og Amagerbanken í Danmörku eru í klemmu vegna sambankaláns sem þeir veittu Sjælsö Gruppen að upphæð 1,1 milljarð danskra kr. eða rúmlega 25 milljarða kr. Skilyrðin fyrir láninu eru ekki lengur til staðar en þau voru helst að eiginfjárhlutfall félagsins mætti ekki fara niður fyrir 40%. Það stendur nú í 35,3%. Viðskipti erlent 28.8.2009 10:59 Sælgætisframleiðandi í vanda vegna klámfenginna umbúða Sælgætisframleiðandinn Haribo er nú í stökustu vandræðum vegna þess að umbúðir utan um Maoam brjóstsykursmola þeirra þykja klámfengnar í meira lagi. Viðskipti erlent 28.8.2009 10:16 Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. Viðskipti erlent 28.8.2009 09:32 FIH bankinn kemur Sjælsö Gruppen til hjálpar FIH bankinn er meðal þeirra dönsku lánastofnanna sem koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fasteignafélagsins Sjælsö Gruppen. Alls nemur aðstoðin 505 milljónum danskra kr. eða rúmum 12 milljörðum kr. Viðskipti erlent 28.8.2009 08:46 Atvinnuleysi í Japan ekki meira síðan í stríðinu Atvinnuleysi í Japan hefur ekki mælst meira síðan í síðari heimsstyrjöldinni og telst nú 5,7 prósent. Síðan í mars á þessu ári hefur sigið æ hraðar á ógæfuhliðina hvað þetta snertir en skin og skúrir hafa skipst á í fréttum af efnahag landsins. Viðskipti erlent 28.8.2009 07:28 Föroya Banki ætlar að bjóða í Fionia Bank í Danmörku Föroya Banki ætlar að leggja fram tilboð í meirihluta Fionia Bank í Danmörku en sá banki komst í þrot s.l. vor. Þurftu dönsk stjórnvöld þá að leggja tæplega 800 milljónir danskra kr. í bankann og jafnframt yfirtók danska fjármálaeftirlitið starfsemi hans. Viðskipti erlent 27.8.2009 14:38 Bankadrottning Nígeríu fundin og komin í yfirheyrslur Tveimur af bankastjórnendum Nígeríu tókst að forðað handtöku og lögðu á flótta í vikunni. Annar þeirra, Cecilia Ibru, fyrrverandi framkvæmdastjóri Oceanic Bank, gaf sig fram við lögreglu síðdegis í gær og er verið að yfirheyra hana. Viðskipti erlent 27.8.2009 12:41 Bolton tapar á falli Landsbankans Borgarstjórn Bolton á Englandi hefur einungis fengið 16 prósent tilbaka af þeim fjármunum sem borgarstjórnin lagði inn á innlánsreikninga Heritable bank, dótturfélags Landsbankans á Bretlandi. Áður hafði verið gert ráð fyrir að borgarstjórnin fengi um 80% af fjárfestingum sínum tilbaka en nú bendir hins vegar allt til þess að borgarstjórnin fái einungis 70% af fjárfestingum sínum tilbaka. Viðskipti erlent 27.8.2009 12:09 Fyrrum Ikea-forstjóri meðeigandi Straums í Biva Anders Moberg fyrrum forstjóri Ikea er orðinn meðeigandi Straums að húsgagnaverslsunarkeðjunni Biva í Danmörku. Moberg mun jafnframt verða stjórnarformaður Biva. Viðskipti erlent 27.8.2009 10:14 Börsen: Skráning Össurar góðs viti fyrir markaðinn Skráning Össurar hf. í kauphöllina í Kaupmannahöfn er nú efsta frétt á vefsíðunni börsen.dk undir fyrirsögninni: Íslensk kauphallarburjun góðs viti fyrir dönsk hlutabréf. Viðskipti erlent 27.8.2009 09:30 Nígeríustjórn skutlar bankastjórum bak við lás og slá Efnahagsbrotadeild nígerísku lögreglunnar undirbýr nú málsókn gegn auðjöfrum í Afríkuríkinu sem nýttu ekki frest til dagsins í gær til að gera upp milljarðaskuldir sínar við fimm nígeríska banka sem stjórnvöld í landinu hafa tekið yfir til að forða þeim frá falli. Reglur um lánveitingar munu hafa verið brotnar og bankastjórnendum hefur mörgum verið stungið í steininn. Viðskipti erlent 26.8.2009 13:46 JP Morgan hækkar verðmat sitt á Storebrand verulega Greiningardeild JP Morgan hefur hækkað verðmat sitt verulega á hlutum í norska tryggingarisanum Storebrand eða úr 28 kr. norskum á hlut og upp í 38 kr. norskar. Greint er frá þessu á vefsíðunni e24.no. Viðskipti erlent 26.8.2009 09:42 Royal Unibrew á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa verið á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni í morgun og hafa hækkað um tæp 26% í verði. Hluturinn stóð í 126 danskar kr. við lokun markaðarins í gærdag en er kominn í 158,50 danskar kr. í morgun. Viðskipti erlent 26.8.2009 08:34 CSA skilar rúmlega 13 milljarða tapi Tékkneska ríkisflugfélagið (CSA) tapaði tæplega 103 milljónum dollara eða rúmlega 13 milljörðum kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. Sem kunnugt er af fréttum hefur Icelandair áhuga á því að kaupa flugfélagið í samvinnu við tékkneska félagið Unimex. Viðskipti erlent 25.8.2009 14:36 Ben Bernanke skipaður seðlabankastjóri Bandaríkjanna Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað seðlabankastjórann Ben Bernanke til áframhaldandi setu sem seðlabankastjóra Bandaríkjanna, annað kjörtímabilið í röð. Fyrirfram hafði verið búist við að forsetinn myndi tilkynna opinberlega um ráðninguna í dag eins og raunin varð. Viðskipti erlent 25.8.2009 13:52 Enn fækkar starfsmönnum hjá Lloyds TSB Breski bankinn Lloyds TSB heldur áfram að fækka starfsmönnum. Nú hafa forsvarsmenn bankans ákveðið að segja upp 200 starfsmönnum í janúar næstkomandi. Með þessum uppsögnum er fjöldi uppsagna hjá bankanum kominn í 7500 á innan við ári. Viðskipti erlent 25.8.2009 11:36 Methalli á fjárlögum Danmerkur fyrir næsta ár Danska ríkisstjórnin mun afgreiða fjárlög ríkisins fyrir næsta ár með meiri halla en áður hefur þekkst í sögunni. Gatið í fjárlögunum mun nema 86 milljörðum danskra kr. eða um 2.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 25.8.2009 11:30 Facebook Inc. fjölgar starfsmönnum um 40-50% Facebook Inc., sem á og rekur samskiptavefinn Facebook, mun fjölga starfsmönnum sínum um 40-50 prósent á þessu ári að sögn hins 25 ára gamla forstjóra fyrirtækisins, Mark Zuckerberg. Viðskipti erlent 25.8.2009 10:42 Bernanke fær annað kjörtímabil Fastlega er búist við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti geri hlé á sumarleyfi sínu í dag til þess að tilkynna um að hann hyggist skipa seðlabankastjórann Ben Bernanke til setu í annað kjörtímabil en kjörtímabil hans rennur út í janúar næstkomandi. Obama segist vera þeirrar skoðunnar að frammistaða Bernankes á þessum erfiðu tímum hafi komið í veg fyrir að kreppan ár hafi orðið jafn djúp og Kreppan mikla sem reið yfir heiminn á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Viðskipti erlent 25.8.2009 08:02 Veðurteymi aðstoðar við birgðastýringu Breska matvöruverslunin Tesco hefur brugðið á það ráð að koma á fót eigin veðurteymi sem aðlagar birgðahald fyrirtækisins að breyttu veðurfari á Bretlandi. Viðskipti erlent 24.8.2009 14:01 Hlutabréf í London á miklu skriði FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London heldur áfram að hækka í ljósi væntinga fjárfesta um að efnahagslægðin í heiminum sé á undanhaldi. Vísitalan hefur hækkað verulega síðan um miðjan júlí og er hún núna kominn yfir 4900 stig. Viðskipti erlent 24.8.2009 11:45 Toyota innkallar 690 þúsund bíla Stærsti bílaframleiðandi í heimi, Toyota, hefur innkallað allt að 690 þúsund bíla vegna bilana í rafdrifnum rúðum. Toyota bílarnir eru sem kunnugt er framleiddir í Japan en þeir bílar sem innkallaðir hafa verið voru framleiddir í Kína. Viðskipti erlent 24.8.2009 10:26 Hlutabréf í Evrópu hækkuðu í morgun Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu í morgun eins og þau hafa gert síðustu daga. Þykir þetta vísbending um aukna bjartsýni á meðal fjárfesta um að kreppan sé að slaka á klónni og að líkur séu á því að fjármálamarkaðir um heim allan séu að rétta úr kútnum. Viðskipti erlent 24.8.2009 08:47 Bresk bílaframleiðsla að koma til Bílaframleiðsla í Bretlandi hefur dregist talsvert saman, en nýframleiddum bílum fækkaði um 17,9 prósent í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn var hins vegar sá minnsti á ársgrundvelli það sem af er árs. Viðskipti erlent 23.8.2009 18:28 Kínverskt olíuvinnslufyrirtæki margfaldar hagnað sinn Kínverska olíuvinnslufyrirtækið Sinopec ferfaldaði hagnað sinn á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við árið 2009. Hagnaðurinn nemur 33,2 milljörðum yuan, andvirði um 610 milljarða króna. Viðskipti erlent 23.8.2009 14:32 « ‹ 292 293 294 295 296 297 298 299 300 … 334 ›
GM semur við kínverskan bílaframleiðanda Stjórnendur General Motors hafa skrifað undir 293 milljóna dala samning við kínverska ríkisbílaframleiðandann FAW um framleiðslu léttra flutningabíla og smárúta. Viðskipti erlent 30.8.2009 19:46
Íhuga að greiða launabónusa fyrr til að forðast tekjuskattshækkun Stjórnendur fjárfestingabanka sem greiða starfsmönnum yfirleitt launabónusa í apríl og maí velta því fyrir sér að greiða launabónusa fyrr á næsta ári en vanalegt er. Viðskipti erlent 30.8.2009 11:13
Starfsmenn VW verksmiðjanna vilja kaupa hlut í fyrirtækinu Starfsmenn Volkswagen og Porche verksmiðjanna, sem eru um 370 þúsund talsins, hyggjast kaupa allt að 50% hlut í fyrirtækinu bráðlega. Viðskipti erlent 29.8.2009 17:35
Efnahagslífið í Bretlandi skárra en búist var við Samdráttur í breska hagkerfinu varð ekki eins mikill á öðrum ársfjórðungi og óttast hafði verið, segir í frétt á vef Telegraph. Ástæðan er meðal annars rakin til betri sölu á breskum bifreiðum en gert hafði verið ráð fyrir. Breska hagstofan sagði í gær að landsframleiðslan þar í landi hefði dregist saman um 0,7% en ekki 0,8%, sem þýðir 5,5% samdráttur á ársgrundvelli í stað 5,6% eins og gert hafði verið ráð fyrir. Viðskipti erlent 29.8.2009 10:30
UK Coal skuldar Landsbankanum 1,2 milljarða Heildarútlán Landsbankans til UK Coal, stærsta kolanámufélags Bretlands, nam rúmum 5,7 milljónum punda sem jafngildir um 1,2 milljörðum króna. Heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun glímir UK Coal nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Viðskipti erlent 28.8.2009 11:24
FIH bankinn í milljarða klemmu vegna Sjælsö Gruppen FIH bankinn og Amagerbanken í Danmörku eru í klemmu vegna sambankaláns sem þeir veittu Sjælsö Gruppen að upphæð 1,1 milljarð danskra kr. eða rúmlega 25 milljarða kr. Skilyrðin fyrir láninu eru ekki lengur til staðar en þau voru helst að eiginfjárhlutfall félagsins mætti ekki fara niður fyrir 40%. Það stendur nú í 35,3%. Viðskipti erlent 28.8.2009 10:59
Sælgætisframleiðandi í vanda vegna klámfenginna umbúða Sælgætisframleiðandinn Haribo er nú í stökustu vandræðum vegna þess að umbúðir utan um Maoam brjóstsykursmola þeirra þykja klámfengnar í meira lagi. Viðskipti erlent 28.8.2009 10:16
Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. Viðskipti erlent 28.8.2009 09:32
FIH bankinn kemur Sjælsö Gruppen til hjálpar FIH bankinn er meðal þeirra dönsku lánastofnanna sem koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fasteignafélagsins Sjælsö Gruppen. Alls nemur aðstoðin 505 milljónum danskra kr. eða rúmum 12 milljörðum kr. Viðskipti erlent 28.8.2009 08:46
Atvinnuleysi í Japan ekki meira síðan í stríðinu Atvinnuleysi í Japan hefur ekki mælst meira síðan í síðari heimsstyrjöldinni og telst nú 5,7 prósent. Síðan í mars á þessu ári hefur sigið æ hraðar á ógæfuhliðina hvað þetta snertir en skin og skúrir hafa skipst á í fréttum af efnahag landsins. Viðskipti erlent 28.8.2009 07:28
Föroya Banki ætlar að bjóða í Fionia Bank í Danmörku Föroya Banki ætlar að leggja fram tilboð í meirihluta Fionia Bank í Danmörku en sá banki komst í þrot s.l. vor. Þurftu dönsk stjórnvöld þá að leggja tæplega 800 milljónir danskra kr. í bankann og jafnframt yfirtók danska fjármálaeftirlitið starfsemi hans. Viðskipti erlent 27.8.2009 14:38
Bankadrottning Nígeríu fundin og komin í yfirheyrslur Tveimur af bankastjórnendum Nígeríu tókst að forðað handtöku og lögðu á flótta í vikunni. Annar þeirra, Cecilia Ibru, fyrrverandi framkvæmdastjóri Oceanic Bank, gaf sig fram við lögreglu síðdegis í gær og er verið að yfirheyra hana. Viðskipti erlent 27.8.2009 12:41
Bolton tapar á falli Landsbankans Borgarstjórn Bolton á Englandi hefur einungis fengið 16 prósent tilbaka af þeim fjármunum sem borgarstjórnin lagði inn á innlánsreikninga Heritable bank, dótturfélags Landsbankans á Bretlandi. Áður hafði verið gert ráð fyrir að borgarstjórnin fengi um 80% af fjárfestingum sínum tilbaka en nú bendir hins vegar allt til þess að borgarstjórnin fái einungis 70% af fjárfestingum sínum tilbaka. Viðskipti erlent 27.8.2009 12:09
Fyrrum Ikea-forstjóri meðeigandi Straums í Biva Anders Moberg fyrrum forstjóri Ikea er orðinn meðeigandi Straums að húsgagnaverslsunarkeðjunni Biva í Danmörku. Moberg mun jafnframt verða stjórnarformaður Biva. Viðskipti erlent 27.8.2009 10:14
Börsen: Skráning Össurar góðs viti fyrir markaðinn Skráning Össurar hf. í kauphöllina í Kaupmannahöfn er nú efsta frétt á vefsíðunni börsen.dk undir fyrirsögninni: Íslensk kauphallarburjun góðs viti fyrir dönsk hlutabréf. Viðskipti erlent 27.8.2009 09:30
Nígeríustjórn skutlar bankastjórum bak við lás og slá Efnahagsbrotadeild nígerísku lögreglunnar undirbýr nú málsókn gegn auðjöfrum í Afríkuríkinu sem nýttu ekki frest til dagsins í gær til að gera upp milljarðaskuldir sínar við fimm nígeríska banka sem stjórnvöld í landinu hafa tekið yfir til að forða þeim frá falli. Reglur um lánveitingar munu hafa verið brotnar og bankastjórnendum hefur mörgum verið stungið í steininn. Viðskipti erlent 26.8.2009 13:46
JP Morgan hækkar verðmat sitt á Storebrand verulega Greiningardeild JP Morgan hefur hækkað verðmat sitt verulega á hlutum í norska tryggingarisanum Storebrand eða úr 28 kr. norskum á hlut og upp í 38 kr. norskar. Greint er frá þessu á vefsíðunni e24.no. Viðskipti erlent 26.8.2009 09:42
Royal Unibrew á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa verið á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni í morgun og hafa hækkað um tæp 26% í verði. Hluturinn stóð í 126 danskar kr. við lokun markaðarins í gærdag en er kominn í 158,50 danskar kr. í morgun. Viðskipti erlent 26.8.2009 08:34
CSA skilar rúmlega 13 milljarða tapi Tékkneska ríkisflugfélagið (CSA) tapaði tæplega 103 milljónum dollara eða rúmlega 13 milljörðum kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. Sem kunnugt er af fréttum hefur Icelandair áhuga á því að kaupa flugfélagið í samvinnu við tékkneska félagið Unimex. Viðskipti erlent 25.8.2009 14:36
Ben Bernanke skipaður seðlabankastjóri Bandaríkjanna Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað seðlabankastjórann Ben Bernanke til áframhaldandi setu sem seðlabankastjóra Bandaríkjanna, annað kjörtímabilið í röð. Fyrirfram hafði verið búist við að forsetinn myndi tilkynna opinberlega um ráðninguna í dag eins og raunin varð. Viðskipti erlent 25.8.2009 13:52
Enn fækkar starfsmönnum hjá Lloyds TSB Breski bankinn Lloyds TSB heldur áfram að fækka starfsmönnum. Nú hafa forsvarsmenn bankans ákveðið að segja upp 200 starfsmönnum í janúar næstkomandi. Með þessum uppsögnum er fjöldi uppsagna hjá bankanum kominn í 7500 á innan við ári. Viðskipti erlent 25.8.2009 11:36
Methalli á fjárlögum Danmerkur fyrir næsta ár Danska ríkisstjórnin mun afgreiða fjárlög ríkisins fyrir næsta ár með meiri halla en áður hefur þekkst í sögunni. Gatið í fjárlögunum mun nema 86 milljörðum danskra kr. eða um 2.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 25.8.2009 11:30
Facebook Inc. fjölgar starfsmönnum um 40-50% Facebook Inc., sem á og rekur samskiptavefinn Facebook, mun fjölga starfsmönnum sínum um 40-50 prósent á þessu ári að sögn hins 25 ára gamla forstjóra fyrirtækisins, Mark Zuckerberg. Viðskipti erlent 25.8.2009 10:42
Bernanke fær annað kjörtímabil Fastlega er búist við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti geri hlé á sumarleyfi sínu í dag til þess að tilkynna um að hann hyggist skipa seðlabankastjórann Ben Bernanke til setu í annað kjörtímabil en kjörtímabil hans rennur út í janúar næstkomandi. Obama segist vera þeirrar skoðunnar að frammistaða Bernankes á þessum erfiðu tímum hafi komið í veg fyrir að kreppan ár hafi orðið jafn djúp og Kreppan mikla sem reið yfir heiminn á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Viðskipti erlent 25.8.2009 08:02
Veðurteymi aðstoðar við birgðastýringu Breska matvöruverslunin Tesco hefur brugðið á það ráð að koma á fót eigin veðurteymi sem aðlagar birgðahald fyrirtækisins að breyttu veðurfari á Bretlandi. Viðskipti erlent 24.8.2009 14:01
Hlutabréf í London á miklu skriði FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London heldur áfram að hækka í ljósi væntinga fjárfesta um að efnahagslægðin í heiminum sé á undanhaldi. Vísitalan hefur hækkað verulega síðan um miðjan júlí og er hún núna kominn yfir 4900 stig. Viðskipti erlent 24.8.2009 11:45
Toyota innkallar 690 þúsund bíla Stærsti bílaframleiðandi í heimi, Toyota, hefur innkallað allt að 690 þúsund bíla vegna bilana í rafdrifnum rúðum. Toyota bílarnir eru sem kunnugt er framleiddir í Japan en þeir bílar sem innkallaðir hafa verið voru framleiddir í Kína. Viðskipti erlent 24.8.2009 10:26
Hlutabréf í Evrópu hækkuðu í morgun Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu í morgun eins og þau hafa gert síðustu daga. Þykir þetta vísbending um aukna bjartsýni á meðal fjárfesta um að kreppan sé að slaka á klónni og að líkur séu á því að fjármálamarkaðir um heim allan séu að rétta úr kútnum. Viðskipti erlent 24.8.2009 08:47
Bresk bílaframleiðsla að koma til Bílaframleiðsla í Bretlandi hefur dregist talsvert saman, en nýframleiddum bílum fækkaði um 17,9 prósent í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn var hins vegar sá minnsti á ársgrundvelli það sem af er árs. Viðskipti erlent 23.8.2009 18:28
Kínverskt olíuvinnslufyrirtæki margfaldar hagnað sinn Kínverska olíuvinnslufyrirtækið Sinopec ferfaldaði hagnað sinn á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við árið 2009. Hagnaðurinn nemur 33,2 milljörðum yuan, andvirði um 610 milljarða króna. Viðskipti erlent 23.8.2009 14:32