Viðskipti erlent ECB dælir tröllvöxnum upphæðum inn í bankakerfi Evrópu Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að veita viðskiptabönkum í aðildarlöndum lausafjárfyrirgreiðslu að verðmæti um 80 billjón (þúsundir milljarða) króna eða 442 milljarða evra. Viðskipti erlent 24.6.2009 18:25 Umræður um Icesave á hollenska þinginu Utandagskrárumræður um Icesave standa nú yfir í hollenska þinginu en hópur af fyrrum innistæðueigendum Icesave hefur krafist þess að fá innistæður sínar greiddar að fullu. Þessi hópur segir að handvömm fjármálaeftirlita Íslands og Hollands eigi ekki að bitna á þeim. Viðskipti erlent 24.6.2009 14:11 Íslenskir fjárfestar óska eftir greiðslustöðvun í Milwaukee Íslenskir fjárfestar með SJ Properties Suites Buyco ehf. í broddi fylkingar hafa óskað eftir greiðslustöðvun hjá dómstóli í Milwauke, stærstu borg Wisconsin ríkis í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 24.6.2009 12:34 Dollaramilljónamæringum fækkar um 15% í heiminum Einstaklingum sem eiga meir en eina milljón dollara í persónulegum auðæfum fækkar um tæp 15% í ár miðað við árið í fyrra. Þeir eru nú 8,6 milljónir talsins. Þetta eru niðurstöður árlegrar úttektar á vegum Capgemini/Merrill Lynch sem birt er í dag. Viðskipti erlent 24.6.2009 09:32 Alþjóðabankinn spáir 2,9% samdrætti á heimsvísu Í nýrri skýrslu Alþjóðabankans spáir bankinn samdrætti um 2,9% á heimsvísu á árinu 2009 en að hagvöxtur árin 2010 og 2011 og verði 2,0% og 3,2%. Viðskipti erlent 24.6.2009 08:48 Betri tíð í spilunum Alþjóðabankinn spáir samdrætti upp á 2,9 prósent á heimsvísu á þessu ári. Á næstu tveimur árum snúi til betri vegar og muni hagvöxtur nema 3,2 prósentum árið 2011. Viðskipti erlent 24.6.2009 05:30 Er vefsíðan mín góð eða slæm? Ein af skemmtilegri vefsíðum netheima er www.webpagesthatsuck.com, þar sem farið er yfir vefsíður sem eru afar illa hannaðar og þær metnar. Þar segir meðal annars um fyrstu mánuði þessa árs, að „þetta virðist ætla að verða gott ár fyrir slæma vefsíðuhönnun". Viðskipti erlent 24.6.2009 04:00 Óttast mengun á erfðavísum villtra þorska Náttúruverndarsinnar óttast að aukning þorskeldis muni leiða til frekari flótta þorsks úr þorskeldum sem leiði til mengunar á erfðavísum villtra þorska. Náttúruverndarsinnar hafa komið þessum áhyggjum sínum á framfæri vegna mikillar aukningar þorskeldis í Evrópu. Viðskipti erlent 23.6.2009 14:58 Moody´s: Bandaríkin halda lánshæfiseinkunn AAA Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að Bandaríkin muni halda AAA lánshæfiseinkunn sinni en bætir við að sú einkunn kunni að vera í hættu ef bandarískum stjórnvöldum tekst ekki að draga úr opinberum skuldum sínum. Viðskipti erlent 23.6.2009 14:35 Hagnaður NIB nam 16 milljörðum Hagnaður Norræna fjárfestingarbankans á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 91 milljón evra eða um 16 milljörðum kr. Viðskipti erlent 23.6.2009 12:32 Hvalaskoðun gefur meira af sér en hvalveiðar Í nýrri skýrslu sem lögð hefur verið fram á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) sem nú stendyr yfir segir að hvalaskoðun gefi nú af sér meiri tekjur á heimsvísu en hvalveiðar. Tekjur af hvalaskoðun nemi nú um 2,1 milljarði punda eða rúmlega 440 milljörðum kr. á ári. Viðskipti erlent 23.6.2009 10:29 Miklar sveiflur á álverðinu síðustu daga Heimsmarkaðsverð á áli á markaðinum í London hefur sveiflast mikið síðustu daga. Þessa stundina stendur verðið, m.v. þriggja mánaða framvirka samninga, í 1.618 dollurum á tonnið. Viðskipti erlent 23.6.2009 09:16 Hlutabréfaaukning Debenhams fær dræmar undirtektir Hlutafjáraukning verslunarkeðjunnar Debenhams hefur fengið dræmar undirtektir hjá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum. Aðeins hafa selst rúm 30% af því aukna hlutafé sem stendur til boða. Viðskipti erlent 23.6.2009 08:41 Frystingu aflétt á eignum Kaupþings í Þýskalandi Þýska fjármálaeftirlitið (BaFin) hefur aflétt frystingu á eignum Kaupþings í Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu BaFin. Þar segir að frystingin sé ekki lengur nauðsynleg. Viðskipti erlent 22.6.2009 13:55 Norðurskautsþjóðir ætla að forðast kalt stríð Norðurskautsþjóðir lofa því að forðast nýtt kalt stríð í kringum Norðurpólinn. Sem stendur eru hernaðaraðgerðir að aukast á þessu svæði. Ástæðan er hlýnun jarðar sem gerir olíu- og gasleit á svæðinu mögulega og getur auk þess opnað nýjar skipaleiðir að sögn Reuters fréttastofunnar. Viðskipti erlent 22.6.2009 10:49 Málaferli gegn breska ríkinu vegna taps á íslensku bönkunum Góðgerðarfélög í Bretlandi ætla í mál gegn breska ríkinu vegna ákvörðunar breskra stjórnvalda um að félögin muni ekki fá bætt fjárhagslegt tap sitt af hruni íslensku bankanna s.l. haust. Viðskipti erlent 22.6.2009 10:00 Soros segir að versta kreppan heyri nú sögunni til Ofurfjárfestirinn George Soros segir að það versta í fjármálakreppu heimsins sé nú að baki. Þetta kom fram í viðtali við hann á pólsku fréttastöðinni TVN24. Hann hvatti jafnframt til þess að alþjóðlegar reglur yrðu samdar til að hafa eftirlit með mörkuðum heimsins. Viðskipti erlent 22.6.2009 09:25 Innbrotsþjófar nýta sér Facebook Eitt af stærstu öryggisfyrirtækjum heimsins, G4S, hefur gefið út aðvörun um að innbrotsþjófar nýti sér nú Facebook í auknum mæli. Því eigi notendur Facebook ekki að fjalla um það á vefsíðunni hvenær þeir ætli að taka sér frí eða hvenær þeir verði að heiman. Viðskipti erlent 22.6.2009 08:46 Skattaskuldir Dana vaxa hratt Skattaskuldir Dana, bæði til ríkissjóðs og sveitarfélaga, vaxa nú hratt og eru komnar í tæpa 29 milljarða danskra kr. eða tæplega 700 milljarðar kr. Þetta samsvarar því að hver Dani skuldi skattinum að meðaltali um 130.000 kr. Viðskipti erlent 22.6.2009 08:31 Hæstu bónusgreiðslur í 140 ára sögu Goldman Sachs Starfsfólk fjárfestingarbankans Goldman Sachs sér fram á að í ár fái það hæstu launabónusgreiðslur í 140 ára sögu bankans. Og það er fjármálakreppan sem gerir þetta að verkum, merkilegt nokk. Viðskipti erlent 21.6.2009 14:04 Dolce & Gabbana lækkar vöruverð sín um 10-20% Ítalska lúxustískuhúsið Dolce & Gabbana hefur ákveðið að lækka verðin á vörum sínum um 10-20%. Er þetta gert til að mæta samdrættinum sem orðið hefur hjá tískuhúsinu í fjármálakreppunni. Viðskipti erlent 21.6.2009 13:24 600 verkamenn reknir eftir verkfall Fleiri en sex hundruð verkamenn við olíuhreinsunarstöð í norðurhluta Englands hefur verið sagt upp eftir að hafa gengið út og farið í verkfall á fimmtudag. Total, fyrirtækið sem á stöðina, segir verkfallsaðgerðirnar hafa verið ólöglegar. Viðskipti erlent 21.6.2009 11:40 Mörg Evrópulönd brjóta reglur ESB vegna skulda Mörg Evrópulönd brjóta nú reglur ESB vegna mikilla opinberra skulda sinna en skuldirnar eru komnar langt fram úr þeim hámörkum sem gilda samkvæmt reglugerðarverki ESB. Viðskipti erlent 21.6.2009 09:30 Samkomulag Sviss og BNA: Slakað á bankaleynd Bandaríkin og Sviss hafa nú gert með sér tvíhliða samkomulag um upplýsingagjöf banka vegna grunaðra skattsvikara. Samkomulagið verður formlega undirritað á næstu mánuðum. Sviss heldur þar með áfram að slaka á bankaleynd í landinu. Viðskipti erlent 20.6.2009 16:45 Tchenguiz ætlar að safna 400 milljörðum Fasteignajöfurinn Vincent Tchenguiz, bróðir Robert Tchenguiz, stærsta lántakenda Kaupþings, ætlar að safna 400 milljörðum með skuldabréfaútgáfu á næstu misserum. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag. Viðskipti erlent 20.6.2009 09:30 Bresk þingnefnd gagnrýnir stjórnvöld fyrir Íslandsklúður Fjármálanefnd breska þingsins gaf út álit sitt í dag á meðhöndlun bresku stjórnarinnar á íslenska bankahruninu s.l. haust. Þingnefndin gagnrýnir stjórnvöld fyrir það hvernig haldið var á málinu af þeirra hálfu, einkum frystingu á eignum íslensku bankanna og beitingu hryðjuverkalöggjafar Bretlands. Viðskipti erlent 19.6.2009 14:48 ABC News: Hvernig íslensku útrásarvíkingarnir strönduðu Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC mun fjalla ítarlega í kvöld um það hvernig íslensku útrásarvíkingarnir sigldu í strand. Umfjöllunin verður í hinum þekkta fréttaþætti „20/20" og þar verður m.a. rætt við Ólaf Arnarson höfund bókarinnar „Sofandi að feigðarósi" og Bubba Morthens. Viðskipti erlent 19.6.2009 11:15 Seðlabanki Sviss vill herða reglur, óttast íslenskt hrun Seðlabanki Sviss (SNB) vill herða reglur um starfssemi stærstu banka landsins og jafnframt fá völd til að grípa inn í rekstur þeirra með afgerandi hætti. Að sögn Reuters er þetta tilkomið vegna ótta SNB um að bankakerfi landsins hrynji eins og gerðist á Íslandi s.l. haust. Viðskipti erlent 19.6.2009 10:55 Þrír svindlarar reyndu að selja Ritz hótelið í London Þrír Bretar hafa verið ákærðir fyrir tilraun til fjársvika en þeir reyndu að selja áhugasömum fjárfestum hið þekkta Ritz hótel í London fyrir 200 milljónir punda eða rúmlega 40 milljarða kr. Viðskipti erlent 19.6.2009 10:15 Magasin du Nord opnar netverslun í haust Danska stórverslunin Magasin du Nord ætlar að opna netverslun í október og að sögn blaðsins Politiken mun markhópurinn einkum verða ungar konur en þær notast mikið við netið í innkaupum sínum í Danmörku. Viðskipti erlent 19.6.2009 09:58 « ‹ 300 301 302 303 304 305 306 307 308 … 334 ›
ECB dælir tröllvöxnum upphæðum inn í bankakerfi Evrópu Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að veita viðskiptabönkum í aðildarlöndum lausafjárfyrirgreiðslu að verðmæti um 80 billjón (þúsundir milljarða) króna eða 442 milljarða evra. Viðskipti erlent 24.6.2009 18:25
Umræður um Icesave á hollenska þinginu Utandagskrárumræður um Icesave standa nú yfir í hollenska þinginu en hópur af fyrrum innistæðueigendum Icesave hefur krafist þess að fá innistæður sínar greiddar að fullu. Þessi hópur segir að handvömm fjármálaeftirlita Íslands og Hollands eigi ekki að bitna á þeim. Viðskipti erlent 24.6.2009 14:11
Íslenskir fjárfestar óska eftir greiðslustöðvun í Milwaukee Íslenskir fjárfestar með SJ Properties Suites Buyco ehf. í broddi fylkingar hafa óskað eftir greiðslustöðvun hjá dómstóli í Milwauke, stærstu borg Wisconsin ríkis í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 24.6.2009 12:34
Dollaramilljónamæringum fækkar um 15% í heiminum Einstaklingum sem eiga meir en eina milljón dollara í persónulegum auðæfum fækkar um tæp 15% í ár miðað við árið í fyrra. Þeir eru nú 8,6 milljónir talsins. Þetta eru niðurstöður árlegrar úttektar á vegum Capgemini/Merrill Lynch sem birt er í dag. Viðskipti erlent 24.6.2009 09:32
Alþjóðabankinn spáir 2,9% samdrætti á heimsvísu Í nýrri skýrslu Alþjóðabankans spáir bankinn samdrætti um 2,9% á heimsvísu á árinu 2009 en að hagvöxtur árin 2010 og 2011 og verði 2,0% og 3,2%. Viðskipti erlent 24.6.2009 08:48
Betri tíð í spilunum Alþjóðabankinn spáir samdrætti upp á 2,9 prósent á heimsvísu á þessu ári. Á næstu tveimur árum snúi til betri vegar og muni hagvöxtur nema 3,2 prósentum árið 2011. Viðskipti erlent 24.6.2009 05:30
Er vefsíðan mín góð eða slæm? Ein af skemmtilegri vefsíðum netheima er www.webpagesthatsuck.com, þar sem farið er yfir vefsíður sem eru afar illa hannaðar og þær metnar. Þar segir meðal annars um fyrstu mánuði þessa árs, að „þetta virðist ætla að verða gott ár fyrir slæma vefsíðuhönnun". Viðskipti erlent 24.6.2009 04:00
Óttast mengun á erfðavísum villtra þorska Náttúruverndarsinnar óttast að aukning þorskeldis muni leiða til frekari flótta þorsks úr þorskeldum sem leiði til mengunar á erfðavísum villtra þorska. Náttúruverndarsinnar hafa komið þessum áhyggjum sínum á framfæri vegna mikillar aukningar þorskeldis í Evrópu. Viðskipti erlent 23.6.2009 14:58
Moody´s: Bandaríkin halda lánshæfiseinkunn AAA Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að Bandaríkin muni halda AAA lánshæfiseinkunn sinni en bætir við að sú einkunn kunni að vera í hættu ef bandarískum stjórnvöldum tekst ekki að draga úr opinberum skuldum sínum. Viðskipti erlent 23.6.2009 14:35
Hagnaður NIB nam 16 milljörðum Hagnaður Norræna fjárfestingarbankans á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 91 milljón evra eða um 16 milljörðum kr. Viðskipti erlent 23.6.2009 12:32
Hvalaskoðun gefur meira af sér en hvalveiðar Í nýrri skýrslu sem lögð hefur verið fram á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) sem nú stendyr yfir segir að hvalaskoðun gefi nú af sér meiri tekjur á heimsvísu en hvalveiðar. Tekjur af hvalaskoðun nemi nú um 2,1 milljarði punda eða rúmlega 440 milljörðum kr. á ári. Viðskipti erlent 23.6.2009 10:29
Miklar sveiflur á álverðinu síðustu daga Heimsmarkaðsverð á áli á markaðinum í London hefur sveiflast mikið síðustu daga. Þessa stundina stendur verðið, m.v. þriggja mánaða framvirka samninga, í 1.618 dollurum á tonnið. Viðskipti erlent 23.6.2009 09:16
Hlutabréfaaukning Debenhams fær dræmar undirtektir Hlutafjáraukning verslunarkeðjunnar Debenhams hefur fengið dræmar undirtektir hjá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum. Aðeins hafa selst rúm 30% af því aukna hlutafé sem stendur til boða. Viðskipti erlent 23.6.2009 08:41
Frystingu aflétt á eignum Kaupþings í Þýskalandi Þýska fjármálaeftirlitið (BaFin) hefur aflétt frystingu á eignum Kaupþings í Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu BaFin. Þar segir að frystingin sé ekki lengur nauðsynleg. Viðskipti erlent 22.6.2009 13:55
Norðurskautsþjóðir ætla að forðast kalt stríð Norðurskautsþjóðir lofa því að forðast nýtt kalt stríð í kringum Norðurpólinn. Sem stendur eru hernaðaraðgerðir að aukast á þessu svæði. Ástæðan er hlýnun jarðar sem gerir olíu- og gasleit á svæðinu mögulega og getur auk þess opnað nýjar skipaleiðir að sögn Reuters fréttastofunnar. Viðskipti erlent 22.6.2009 10:49
Málaferli gegn breska ríkinu vegna taps á íslensku bönkunum Góðgerðarfélög í Bretlandi ætla í mál gegn breska ríkinu vegna ákvörðunar breskra stjórnvalda um að félögin muni ekki fá bætt fjárhagslegt tap sitt af hruni íslensku bankanna s.l. haust. Viðskipti erlent 22.6.2009 10:00
Soros segir að versta kreppan heyri nú sögunni til Ofurfjárfestirinn George Soros segir að það versta í fjármálakreppu heimsins sé nú að baki. Þetta kom fram í viðtali við hann á pólsku fréttastöðinni TVN24. Hann hvatti jafnframt til þess að alþjóðlegar reglur yrðu samdar til að hafa eftirlit með mörkuðum heimsins. Viðskipti erlent 22.6.2009 09:25
Innbrotsþjófar nýta sér Facebook Eitt af stærstu öryggisfyrirtækjum heimsins, G4S, hefur gefið út aðvörun um að innbrotsþjófar nýti sér nú Facebook í auknum mæli. Því eigi notendur Facebook ekki að fjalla um það á vefsíðunni hvenær þeir ætli að taka sér frí eða hvenær þeir verði að heiman. Viðskipti erlent 22.6.2009 08:46
Skattaskuldir Dana vaxa hratt Skattaskuldir Dana, bæði til ríkissjóðs og sveitarfélaga, vaxa nú hratt og eru komnar í tæpa 29 milljarða danskra kr. eða tæplega 700 milljarðar kr. Þetta samsvarar því að hver Dani skuldi skattinum að meðaltali um 130.000 kr. Viðskipti erlent 22.6.2009 08:31
Hæstu bónusgreiðslur í 140 ára sögu Goldman Sachs Starfsfólk fjárfestingarbankans Goldman Sachs sér fram á að í ár fái það hæstu launabónusgreiðslur í 140 ára sögu bankans. Og það er fjármálakreppan sem gerir þetta að verkum, merkilegt nokk. Viðskipti erlent 21.6.2009 14:04
Dolce & Gabbana lækkar vöruverð sín um 10-20% Ítalska lúxustískuhúsið Dolce & Gabbana hefur ákveðið að lækka verðin á vörum sínum um 10-20%. Er þetta gert til að mæta samdrættinum sem orðið hefur hjá tískuhúsinu í fjármálakreppunni. Viðskipti erlent 21.6.2009 13:24
600 verkamenn reknir eftir verkfall Fleiri en sex hundruð verkamenn við olíuhreinsunarstöð í norðurhluta Englands hefur verið sagt upp eftir að hafa gengið út og farið í verkfall á fimmtudag. Total, fyrirtækið sem á stöðina, segir verkfallsaðgerðirnar hafa verið ólöglegar. Viðskipti erlent 21.6.2009 11:40
Mörg Evrópulönd brjóta reglur ESB vegna skulda Mörg Evrópulönd brjóta nú reglur ESB vegna mikilla opinberra skulda sinna en skuldirnar eru komnar langt fram úr þeim hámörkum sem gilda samkvæmt reglugerðarverki ESB. Viðskipti erlent 21.6.2009 09:30
Samkomulag Sviss og BNA: Slakað á bankaleynd Bandaríkin og Sviss hafa nú gert með sér tvíhliða samkomulag um upplýsingagjöf banka vegna grunaðra skattsvikara. Samkomulagið verður formlega undirritað á næstu mánuðum. Sviss heldur þar með áfram að slaka á bankaleynd í landinu. Viðskipti erlent 20.6.2009 16:45
Tchenguiz ætlar að safna 400 milljörðum Fasteignajöfurinn Vincent Tchenguiz, bróðir Robert Tchenguiz, stærsta lántakenda Kaupþings, ætlar að safna 400 milljörðum með skuldabréfaútgáfu á næstu misserum. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag. Viðskipti erlent 20.6.2009 09:30
Bresk þingnefnd gagnrýnir stjórnvöld fyrir Íslandsklúður Fjármálanefnd breska þingsins gaf út álit sitt í dag á meðhöndlun bresku stjórnarinnar á íslenska bankahruninu s.l. haust. Þingnefndin gagnrýnir stjórnvöld fyrir það hvernig haldið var á málinu af þeirra hálfu, einkum frystingu á eignum íslensku bankanna og beitingu hryðjuverkalöggjafar Bretlands. Viðskipti erlent 19.6.2009 14:48
ABC News: Hvernig íslensku útrásarvíkingarnir strönduðu Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC mun fjalla ítarlega í kvöld um það hvernig íslensku útrásarvíkingarnir sigldu í strand. Umfjöllunin verður í hinum þekkta fréttaþætti „20/20" og þar verður m.a. rætt við Ólaf Arnarson höfund bókarinnar „Sofandi að feigðarósi" og Bubba Morthens. Viðskipti erlent 19.6.2009 11:15
Seðlabanki Sviss vill herða reglur, óttast íslenskt hrun Seðlabanki Sviss (SNB) vill herða reglur um starfssemi stærstu banka landsins og jafnframt fá völd til að grípa inn í rekstur þeirra með afgerandi hætti. Að sögn Reuters er þetta tilkomið vegna ótta SNB um að bankakerfi landsins hrynji eins og gerðist á Íslandi s.l. haust. Viðskipti erlent 19.6.2009 10:55
Þrír svindlarar reyndu að selja Ritz hótelið í London Þrír Bretar hafa verið ákærðir fyrir tilraun til fjársvika en þeir reyndu að selja áhugasömum fjárfestum hið þekkta Ritz hótel í London fyrir 200 milljónir punda eða rúmlega 40 milljarða kr. Viðskipti erlent 19.6.2009 10:15
Magasin du Nord opnar netverslun í haust Danska stórverslunin Magasin du Nord ætlar að opna netverslun í október og að sögn blaðsins Politiken mun markhópurinn einkum verða ungar konur en þær notast mikið við netið í innkaupum sínum í Danmörku. Viðskipti erlent 19.6.2009 09:58